Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ Sindri Sverrisson skrifar 19. nóvember 2024 22:14 Åge Hareide hafði enga ástæðu til að gleðjast eftir því sem leið á leikinn í Cardiff í kvöld. Getty/Nick Potts Åge Hareide kveðst ekki geta svarað því hvort að leikurinn við Wales í kvöld hafi verið hans síðasti sem landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta. Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð Hareide enda ljóst að riftunarákvæði er í samningi hans við KSÍ sem opnast fyrir nú þegar riðlakeppni Þjóðadeildarinnar er lokið. Niðurstaðan í keppninni er sú að Ísland endar í 3. sæti síns riðils og fer í umspil í mars um að halda sæti sínu í B-deildinni. En var þetta síðasti leikur Hareide með Íslandi? „Ég veit það ekki. Samningurinn rennur út 30. nóvember og þá þarf að ræða þetta, ekki í kvöld,“ sagði Hareide við Aron Guðmundsson í viðtali sem sjá má hér að neðan. „Ég hef kunnað vel við að vinna með þessum strákum. Þegar allir eru klárir í slaginn þá er það frábært. En þetta er ekki mín ákvörðun. Það verður að spyrja KSÍ,“ sagði Hareide. Ísland komst í 1-0 í Cardiff í kvöld en það dugði skammt og Wales komst í 2-1 á síðustu sekúndum fyrri hálfleiks. Niðurstaðan var svo 4-1 tap. „Við töpuðum leiknum og leikmönnum í leiknum og fyrir leikinn. Þetta hefur verið mjög erfið vika hjá okkur. Vantaði leikmenn og misstum leikmenn. Við verðum svolítið „sjeikí“ þegar svona gerist og svo gerðum við kjánaleg mistök. Þetta var slæmur dagur. Svona er fótbolti. Þetta leit vel út í byrjun, þegar við skoruðum. Við reyndum í seinni hálfleik að ýta á þá og sköpuðum færi, og á svona stigi verður að nýta færin til að halda sér í leiknum. En eftir svona margar breytingar sem við neyddumst til að gera þá var þetta erfitt. Wales fékk of mikið pláss og of mörg auðveld færi og þá er okkur refsað,“ sagði Hareide. Meiðsli Orra áfall sem bættist við fleiri forföll Forföllin sem hann nefnir eru að sjálfsögðu Albert Guðmundsson og Hákon Arnar Haraldsson, sem báðir eru meiddir, og þá fór Orri Óskarsson meiddur af velli í fyrri hálfleik í kvöld rétt eins og Aron Einar Gunnarsson á laugardaginn. Meiðsli Orra í kvöld voru mikið kjaftshögg en Alfons Sampsted og Jóhann Berg Guðmundsson meiddust einnig: „Þetta hafði mikil áhrif. Orri er kannski hættulegasti leikmaður okkar og var góður gegn Svartfjallalandi. Fleiri meiddust og við misstum líka marga leikmenn áður en þessi törn hófst. Við verðum að hafa alla með til að gera hlutina eins og við viljum. En við reyndum okkar besta, leikmenn lögðu hart að sér og þetta hefði verið mun auðveldara ef staðan hefði enn verið jöfn í hálfleik. Við megum ekki gefa þeim svona tækifæri,“ sagði Hareide. Hann tók jafnframt undir að íslenska liðið yrði hreinlega að nýta færin sín betur en það gerði: „Þannig hefur þetta verið lengi. Við virðumst einnig gera mistök í öllum leikjum og þurfum að vera harðari af okkur í varnarleiknum, og forðast svona mistök,“ sagði Hareide en nánar er rætt við hann í viðtalinu hér að ofan. Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Ísland tapaði 4-1 gegn Wales í Cardiff í kvöld, þrátt fyrir að komast yfir í leiknum, í lokaumferð riðlakeppni Þjóðadeildar UEFA í fótbolta. 19. nóvember 2024 21:54 „Ætla ekki að standa hérna og tala um einhverja einstaklinga“ Guðlaugur Victor Pálsson, miðvörður í liði Íslands, var að vonum svekktur eftir 4-1 tap fyrir Wales í Cardiff í Þjóðadeild karla í fótbolta í kvöld. Tapið var full stórt fyrir hans smekk. 19. nóvember 2024 21:58 X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Landinn hafði að venju sitt að segja um íslenska karlalandsliðið í fótbolta sem tapaði 4-1 fyrir Wales í lokaleik liðsins í Þjóðadeild karla í fótbolta ytra í kvöld. Að neðan er stiklað á stóru af samfélagsmiðlinum X. 19. nóvember 2024 21:45 Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Landsliðsmenn Íslands áttu misgott kvöld í kaflaskiptum leik við Wales í kvöld en tapaðist full stórt. 4-1 sigur Wales niðurstaðan í leik þar sem Ísland hefði hæglega getað skorað fleiri. 19. nóvember 2024 21:42 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Sjá meira
Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð Hareide enda ljóst að riftunarákvæði er í samningi hans við KSÍ sem opnast fyrir nú þegar riðlakeppni Þjóðadeildarinnar er lokið. Niðurstaðan í keppninni er sú að Ísland endar í 3. sæti síns riðils og fer í umspil í mars um að halda sæti sínu í B-deildinni. En var þetta síðasti leikur Hareide með Íslandi? „Ég veit það ekki. Samningurinn rennur út 30. nóvember og þá þarf að ræða þetta, ekki í kvöld,“ sagði Hareide við Aron Guðmundsson í viðtali sem sjá má hér að neðan. „Ég hef kunnað vel við að vinna með þessum strákum. Þegar allir eru klárir í slaginn þá er það frábært. En þetta er ekki mín ákvörðun. Það verður að spyrja KSÍ,“ sagði Hareide. Ísland komst í 1-0 í Cardiff í kvöld en það dugði skammt og Wales komst í 2-1 á síðustu sekúndum fyrri hálfleiks. Niðurstaðan var svo 4-1 tap. „Við töpuðum leiknum og leikmönnum í leiknum og fyrir leikinn. Þetta hefur verið mjög erfið vika hjá okkur. Vantaði leikmenn og misstum leikmenn. Við verðum svolítið „sjeikí“ þegar svona gerist og svo gerðum við kjánaleg mistök. Þetta var slæmur dagur. Svona er fótbolti. Þetta leit vel út í byrjun, þegar við skoruðum. Við reyndum í seinni hálfleik að ýta á þá og sköpuðum færi, og á svona stigi verður að nýta færin til að halda sér í leiknum. En eftir svona margar breytingar sem við neyddumst til að gera þá var þetta erfitt. Wales fékk of mikið pláss og of mörg auðveld færi og þá er okkur refsað,“ sagði Hareide. Meiðsli Orra áfall sem bættist við fleiri forföll Forföllin sem hann nefnir eru að sjálfsögðu Albert Guðmundsson og Hákon Arnar Haraldsson, sem báðir eru meiddir, og þá fór Orri Óskarsson meiddur af velli í fyrri hálfleik í kvöld rétt eins og Aron Einar Gunnarsson á laugardaginn. Meiðsli Orra í kvöld voru mikið kjaftshögg en Alfons Sampsted og Jóhann Berg Guðmundsson meiddust einnig: „Þetta hafði mikil áhrif. Orri er kannski hættulegasti leikmaður okkar og var góður gegn Svartfjallalandi. Fleiri meiddust og við misstum líka marga leikmenn áður en þessi törn hófst. Við verðum að hafa alla með til að gera hlutina eins og við viljum. En við reyndum okkar besta, leikmenn lögðu hart að sér og þetta hefði verið mun auðveldara ef staðan hefði enn verið jöfn í hálfleik. Við megum ekki gefa þeim svona tækifæri,“ sagði Hareide. Hann tók jafnframt undir að íslenska liðið yrði hreinlega að nýta færin sín betur en það gerði: „Þannig hefur þetta verið lengi. Við virðumst einnig gera mistök í öllum leikjum og þurfum að vera harðari af okkur í varnarleiknum, og forðast svona mistök,“ sagði Hareide en nánar er rætt við hann í viðtalinu hér að ofan.
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Ísland tapaði 4-1 gegn Wales í Cardiff í kvöld, þrátt fyrir að komast yfir í leiknum, í lokaumferð riðlakeppni Þjóðadeildar UEFA í fótbolta. 19. nóvember 2024 21:54 „Ætla ekki að standa hérna og tala um einhverja einstaklinga“ Guðlaugur Victor Pálsson, miðvörður í liði Íslands, var að vonum svekktur eftir 4-1 tap fyrir Wales í Cardiff í Þjóðadeild karla í fótbolta í kvöld. Tapið var full stórt fyrir hans smekk. 19. nóvember 2024 21:58 X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Landinn hafði að venju sitt að segja um íslenska karlalandsliðið í fótbolta sem tapaði 4-1 fyrir Wales í lokaleik liðsins í Þjóðadeild karla í fótbolta ytra í kvöld. Að neðan er stiklað á stóru af samfélagsmiðlinum X. 19. nóvember 2024 21:45 Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Landsliðsmenn Íslands áttu misgott kvöld í kaflaskiptum leik við Wales í kvöld en tapaðist full stórt. 4-1 sigur Wales niðurstaðan í leik þar sem Ísland hefði hæglega getað skorað fleiri. 19. nóvember 2024 21:42 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Sjá meira
Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Ísland tapaði 4-1 gegn Wales í Cardiff í kvöld, þrátt fyrir að komast yfir í leiknum, í lokaumferð riðlakeppni Þjóðadeildar UEFA í fótbolta. 19. nóvember 2024 21:54
„Ætla ekki að standa hérna og tala um einhverja einstaklinga“ Guðlaugur Victor Pálsson, miðvörður í liði Íslands, var að vonum svekktur eftir 4-1 tap fyrir Wales í Cardiff í Þjóðadeild karla í fótbolta í kvöld. Tapið var full stórt fyrir hans smekk. 19. nóvember 2024 21:58
X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Landinn hafði að venju sitt að segja um íslenska karlalandsliðið í fótbolta sem tapaði 4-1 fyrir Wales í lokaleik liðsins í Þjóðadeild karla í fótbolta ytra í kvöld. Að neðan er stiklað á stóru af samfélagsmiðlinum X. 19. nóvember 2024 21:45
Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Landsliðsmenn Íslands áttu misgott kvöld í kaflaskiptum leik við Wales í kvöld en tapaðist full stórt. 4-1 sigur Wales niðurstaðan í leik þar sem Ísland hefði hæglega getað skorað fleiri. 19. nóvember 2024 21:42
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast