„Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2024 22:15 Arnór Ingvi Traustason var svekktur eftir alltof stórt tap í Wales í kvöld. Getty/Stefan Ivanovic/ Arnór Ingvi Traustason var svekktur eftir 4-1 tap íslenska liðsins á móti Wales í Þjóðadeildinni í kvöld. Hann talaði um óþarfa mörk Walesverja í fyrri hálfleiknum eftir að hafa komist yfir snemma leiks sem og færin sem fóru forgörðum í leiknum. „Við byrjuðum leikinn ótrúlega vel en ég veit ekki alveg hvað fór úrskeiðis í þessum tveimur mörkum. Það var óþarfi finnst mér að fara inn í hálfleikinn 2-1 undir,“ sagði Arnór Ingvi Traustason í samtali við Aron Guðmundsson eftir leikinn. „Svona er þetta. Við fáum fullt af tækifærum til að jafna og líka í stöðunni 1-1 fengum við tækifæri til að skora. Við nýtum ekki okkar færi,“ sagði Arnór. „Við reynum svo að fara ofar á völlinn en svona er fótboltinn. Annað hvort fellur þetta með þér eða ekki,“ sagði Arnór. Íslensku strákarnir töldu að Walesverjar hafi brotið á Valgeiri Lunddal Friðrikssyni í aðdraganda þriðja marksins. „Ég sá ekki brotið en ég treysti mínum liðsfélögum að þetta hafi verið brot. Ég sá ekki nákvæmlega hvað gerðist,“ sagði Arnór. Þessi úrslit voru sérstaklega súr af því að færin voru til staðar hjá íslenska liðinu í þessum leik. „Við sköpum helling og það á útivelli. Það segir eitthvað en að sama skapi fáum við ekkert út úr leiknum. Það gefur okkur ekkert. Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt,“ sagði Arnór. Hvernig horfir hann á þessa tvo leiki í þessum glugga. „Leikurinn úti var mjög erfiður á marga vegu. Við tökum þrjú stig þar sem var gríðarlega sterkt sem og að skora tvö mörk á mjög erfiðum útivelli,“ sagði Arnór. „Við komum hingað með fullt af sjálfstrausti, byrjuðum leikinn mjög vel og komust 1-0 yfir. Við nýtum ekki okkar færi og þeir gera það svo sannarlega,“ sagði Arnór. Íslenska liðið var einum sigri frá því að komast í umspil A-deildarinnar en nú tekur við umspil um að halda sér í B-deildinni. „Við getum ekkert gert í þessum A-deildar umspili akkúrat núna. Næsti leikur er upp á að halda okkur uppi í B-deild. Fókusinn fer á það núna og við ætlum að halda okkur í þessari deild. Við höfum sýnt það að við eigum heima í þessari B-deild og hvað þá A-deild líka. Það er bara áfram gakk,“ sagði Arnór. Klippa: „Óþarfi finnst mér að fara inn í hálfleikinn 2-1 undir“ Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Sviss - Ísland | Þjóðadeildin hefst gegn EM andstæðingi Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Sjá meira
„Við byrjuðum leikinn ótrúlega vel en ég veit ekki alveg hvað fór úrskeiðis í þessum tveimur mörkum. Það var óþarfi finnst mér að fara inn í hálfleikinn 2-1 undir,“ sagði Arnór Ingvi Traustason í samtali við Aron Guðmundsson eftir leikinn. „Svona er þetta. Við fáum fullt af tækifærum til að jafna og líka í stöðunni 1-1 fengum við tækifæri til að skora. Við nýtum ekki okkar færi,“ sagði Arnór. „Við reynum svo að fara ofar á völlinn en svona er fótboltinn. Annað hvort fellur þetta með þér eða ekki,“ sagði Arnór. Íslensku strákarnir töldu að Walesverjar hafi brotið á Valgeiri Lunddal Friðrikssyni í aðdraganda þriðja marksins. „Ég sá ekki brotið en ég treysti mínum liðsfélögum að þetta hafi verið brot. Ég sá ekki nákvæmlega hvað gerðist,“ sagði Arnór. Þessi úrslit voru sérstaklega súr af því að færin voru til staðar hjá íslenska liðinu í þessum leik. „Við sköpum helling og það á útivelli. Það segir eitthvað en að sama skapi fáum við ekkert út úr leiknum. Það gefur okkur ekkert. Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt,“ sagði Arnór. Hvernig horfir hann á þessa tvo leiki í þessum glugga. „Leikurinn úti var mjög erfiður á marga vegu. Við tökum þrjú stig þar sem var gríðarlega sterkt sem og að skora tvö mörk á mjög erfiðum útivelli,“ sagði Arnór. „Við komum hingað með fullt af sjálfstrausti, byrjuðum leikinn mjög vel og komust 1-0 yfir. Við nýtum ekki okkar færi og þeir gera það svo sannarlega,“ sagði Arnór. Íslenska liðið var einum sigri frá því að komast í umspil A-deildarinnar en nú tekur við umspil um að halda sér í B-deildinni. „Við getum ekkert gert í þessum A-deildar umspili akkúrat núna. Næsti leikur er upp á að halda okkur uppi í B-deild. Fókusinn fer á það núna og við ætlum að halda okkur í þessari deild. Við höfum sýnt það að við eigum heima í þessari B-deild og hvað þá A-deild líka. Það er bara áfram gakk,“ sagði Arnór. Klippa: „Óþarfi finnst mér að fara inn í hálfleikinn 2-1 undir“
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Sviss - Ísland | Þjóðadeildin hefst gegn EM andstæðingi Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Sjá meira