„Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sindri Sverrisson skrifar 22. nóvember 2024 10:00 Vasilis Spanoulis er landsliðsþjálfari Grikklands, sem óvænt tapaði fyrir Bretlandi í gærkvöld. Getty/Alex Gottschalk Bretar unnu afar óvæntan endurkomusigur gegn hinni miklu körfuboltaþjóð Grikkjum í gærkvöld, 73-72, í undankeppni EM karla í körfubolta. Þjálfari Grikklands spyr sig hvernig liðið eigi að komast á EM ef það geti ekki notað landsliðsmennina sína. Grikkland náði 17 stiga forskoti í Lundúnum í gær, 39-22, en Bretar, sem ekki eru þekktir fyrir afrek í körfubolta, náðu að snúa stöðunni sér í vil og áttu meðal annars 21-3 kafla sem kom þeim tíu stigum yfir í leiknum. Þeir náðu svo að hanga á forystunni í lokin og tryggja sér sinn annan sigur í undankeppninni. Grikkland, Bretland og Tékkland eru því með tvo sigra hvert eftir þrjár umferðir af sex, en Hollendingar neðstir og án sigurs. Í lið Grikklands í gær vantaði margar af helstu stjörnunum og þar á meðal auðvitað Giannis Antetokounmpo en einnig fjölda annarra leikmanna sem spila með félagsliðum í Euroleague. Aðeins þrír leikmenn voru í hópnum í gær úr Ólympíuhópnum í París í sumar. Kallar eftir fleiri lykilmönnum Engu að síður er sigur Breta afar óvæntur en þeir eru í 50. sæti heimslistans á meðan að Grikkland er í 13. sæti. „Við flýttum okkur of mikið og létum boltann ekki ganga nógu vel. Við vorum líka hikandi og áttum erfitt með að taka ákvarðanir. Núna verðum við að vinna á sunnudaginn,“ sagði Vassilis Spanoulis, þjálfari Grikklands, en liðið tekur á móti Bretlandi á sunnudaginn. Hann er óánægður með að fá ekki fleiri leikmenn frá liðum sem spla í Euroleague, bestu Evrópukeppni félagsliða. Sú deild er einkarekin og tekur ekki tillit til landsleikjadaga, ekki frekar en NBA-deildin. „Ég er að bíða eftir mönnum. Í gær spilaði [Tornike] Sengelia í Euroleague en svo með landsliði Georgíu í dag. Hvernig eigum við að komast á EM ef að landsliðsmennirnir okkar eru ekki í landsliðinu? Ef þeir eru ekki meiddir eða þreyttir þá vil ég að þeir komi og hjálpi. Það eru öll liðin hérna góð. Núna skoðum við hvað við gerðum rangt og reynum að landa sigri sem núna er mjög mikilvægt fyrir okkur,“ sagði Spanoulis. Undankeppni EM stendur nú yfir og leikur Ísland á móti Ítalíu í Laugardalshöll í kvöld, í leik sem hefst klukkan 19:30. EM 2025 í körfubolta Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Í beinni: Haukar - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir Grindvíkinga Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Sjá meira
Grikkland náði 17 stiga forskoti í Lundúnum í gær, 39-22, en Bretar, sem ekki eru þekktir fyrir afrek í körfubolta, náðu að snúa stöðunni sér í vil og áttu meðal annars 21-3 kafla sem kom þeim tíu stigum yfir í leiknum. Þeir náðu svo að hanga á forystunni í lokin og tryggja sér sinn annan sigur í undankeppninni. Grikkland, Bretland og Tékkland eru því með tvo sigra hvert eftir þrjár umferðir af sex, en Hollendingar neðstir og án sigurs. Í lið Grikklands í gær vantaði margar af helstu stjörnunum og þar á meðal auðvitað Giannis Antetokounmpo en einnig fjölda annarra leikmanna sem spila með félagsliðum í Euroleague. Aðeins þrír leikmenn voru í hópnum í gær úr Ólympíuhópnum í París í sumar. Kallar eftir fleiri lykilmönnum Engu að síður er sigur Breta afar óvæntur en þeir eru í 50. sæti heimslistans á meðan að Grikkland er í 13. sæti. „Við flýttum okkur of mikið og létum boltann ekki ganga nógu vel. Við vorum líka hikandi og áttum erfitt með að taka ákvarðanir. Núna verðum við að vinna á sunnudaginn,“ sagði Vassilis Spanoulis, þjálfari Grikklands, en liðið tekur á móti Bretlandi á sunnudaginn. Hann er óánægður með að fá ekki fleiri leikmenn frá liðum sem spla í Euroleague, bestu Evrópukeppni félagsliða. Sú deild er einkarekin og tekur ekki tillit til landsleikjadaga, ekki frekar en NBA-deildin. „Ég er að bíða eftir mönnum. Í gær spilaði [Tornike] Sengelia í Euroleague en svo með landsliði Georgíu í dag. Hvernig eigum við að komast á EM ef að landsliðsmennirnir okkar eru ekki í landsliðinu? Ef þeir eru ekki meiddir eða þreyttir þá vil ég að þeir komi og hjálpi. Það eru öll liðin hérna góð. Núna skoðum við hvað við gerðum rangt og reynum að landa sigri sem núna er mjög mikilvægt fyrir okkur,“ sagði Spanoulis. Undankeppni EM stendur nú yfir og leikur Ísland á móti Ítalíu í Laugardalshöll í kvöld, í leik sem hefst klukkan 19:30.
EM 2025 í körfubolta Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Í beinni: Haukar - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir Grindvíkinga Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Sjá meira