Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Sindri Sverrisson skrifar 22. nóvember 2024 12:33 Hörður Björgvin Magnússon hefur mátt þola afar erfiðan tíma hjá Panathinaikos, vegna meiðsla. Getty/Jose Manuel Alvarez Hörður Björgvin Magnússon, landsliðsmaður í fótbolta, mun ekki geta spilað að nýju fyrr en næsta vor en þá verður eitt og hálft ár liðið síðan að hann sleit krossband í hné. Fótbolti.net greinir frá þessu og segir að Hörður hafi nýverið neyðst til að fara í aðra aðgerð vegna verks í hné, eftir að hafa verið kominn aftur á ferðina í haust eftir hið langa og erfiða endurhæfingarferli sem fylgir krossbandsslitum. Hörður er leikmaður Panathinaikos og hann sleit upphaflega krossband í hné í leik við AEK Aþenu í grísku úrvalsdeildinni, í september 2023. Harðar hefur verið saknað í íslenska landsliðinu en þar hefur hann spilað 49 leiki, þar á meðal alla þrjá leikina á HM 2018. Gæti snúið aftur rétt áður en samningur rennur út Þessi 31 árs gamli varnarmaður fór samkvæmt frétt Fótbolta.net í seinni hnéaðgerðina í Barcelona, hjá spænska lækninum Ramon Cugat sem er sá sami og sá um aðgerðina fyrir Manchester City-manninn Rodri, handhafa Gullknattarins. „Hörður fór í liðspeglun og var hugað að sinabólgu til að ná stöðugleika á hnéð,“ segir í fréttinni og er talið að Hörður gæti snúið aftur til leiks í apríl eða maí á næsta ári. Það yrði þá rétt áður en núgildandi samningur Harðar við Panathinaikos á að renna út, en hann gildir út júní á næsta ári. Hörður hefur verið leikmaður Panathinaikos frá árinu 2022 en var áður hjá CSKA Moskvu í fjögur ár. Þar áður lék hann með Bristol City eftir að hafa byrjað atvinnumannsferil sinn sem leikmaður Juventus, þó hann hafi ekki spilað fyrir aðallið félagsins. Hann lék sem lánsmaður með Spezia og Cesena á Ítalíu áður en hann fór til Bristol árið 2016, eftir að hafa verið í EM-hópi Íslands í Frakklandi það ár. Landslið karla í fótbolta Gríski boltinn Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Sport Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Enski boltinn Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ Íslenski boltinn „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Fótbolti Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Fótbolti Lífið í Brúnei einmanalegt Fótbolti Fleiri fréttir Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Reece James mætti aftur með látum í sigri Englands Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik Boltastrákurinn orðinn þjóðhetja og fer frítt á undanúrslitin „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fimm lið komin á HM: Svona er dagskráin hjá Íslandi Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Enn að hrauna yfir Heimi: Höfum allt nema góðan þjálfara „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Landsliðsþjálfarinn gagnrýndur: „Þetta eru klár mistök hjá Arnari“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Fékk fund með Heimi og hló með honum eftir markið Sjá meira
Fótbolti.net greinir frá þessu og segir að Hörður hafi nýverið neyðst til að fara í aðra aðgerð vegna verks í hné, eftir að hafa verið kominn aftur á ferðina í haust eftir hið langa og erfiða endurhæfingarferli sem fylgir krossbandsslitum. Hörður er leikmaður Panathinaikos og hann sleit upphaflega krossband í hné í leik við AEK Aþenu í grísku úrvalsdeildinni, í september 2023. Harðar hefur verið saknað í íslenska landsliðinu en þar hefur hann spilað 49 leiki, þar á meðal alla þrjá leikina á HM 2018. Gæti snúið aftur rétt áður en samningur rennur út Þessi 31 árs gamli varnarmaður fór samkvæmt frétt Fótbolta.net í seinni hnéaðgerðina í Barcelona, hjá spænska lækninum Ramon Cugat sem er sá sami og sá um aðgerðina fyrir Manchester City-manninn Rodri, handhafa Gullknattarins. „Hörður fór í liðspeglun og var hugað að sinabólgu til að ná stöðugleika á hnéð,“ segir í fréttinni og er talið að Hörður gæti snúið aftur til leiks í apríl eða maí á næsta ári. Það yrði þá rétt áður en núgildandi samningur Harðar við Panathinaikos á að renna út, en hann gildir út júní á næsta ári. Hörður hefur verið leikmaður Panathinaikos frá árinu 2022 en var áður hjá CSKA Moskvu í fjögur ár. Þar áður lék hann með Bristol City eftir að hafa byrjað atvinnumannsferil sinn sem leikmaður Juventus, þó hann hafi ekki spilað fyrir aðallið félagsins. Hann lék sem lánsmaður með Spezia og Cesena á Ítalíu áður en hann fór til Bristol árið 2016, eftir að hafa verið í EM-hópi Íslands í Frakklandi það ár.
Landslið karla í fótbolta Gríski boltinn Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Sport Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Enski boltinn Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ Íslenski boltinn „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Fótbolti Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Fótbolti Lífið í Brúnei einmanalegt Fótbolti Fleiri fréttir Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Reece James mætti aftur með látum í sigri Englands Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik Boltastrákurinn orðinn þjóðhetja og fer frítt á undanúrslitin „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fimm lið komin á HM: Svona er dagskráin hjá Íslandi Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Enn að hrauna yfir Heimi: Höfum allt nema góðan þjálfara „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Landsliðsþjálfarinn gagnrýndur: „Þetta eru klár mistök hjá Arnari“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Fékk fund með Heimi og hló með honum eftir markið Sjá meira