Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. nóvember 2024 13:02 100 stiga maðurinn Danny Shouse er viðmælandi í fyrsta þættinum. mynd/aðsend Heimildarþáttaröðin Kaninn verður frumsýnd á Stöð 2 og Stöð 2 Sport á sunnudagskvöldið. Í fyrsta þætti verður fjallað um ævintýraleg upphafsár um miðbik áttunda áratugarins þegar fyrstu Kanarnir hófu að koma hingað til lands til að leika sem atvinnumenn. Tveir aðstandenda þáttaraðarinnar, þeir Andri Ólafsson og Jóhann Alfreð Kristinsson ræddu efni þáttanna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Yfir 1.000 leikmenn frá Bandaríkjunum „Hingað hafa komið um 1.000 leikmenn frá Bandaríkjunum, karlar og konur. Þetta eru persónur sem hafa tekið ofboðslegan séns, komið alla leið hingað norður í Atlantshaf í skammdegið og kuldann. Við fórum að hugsa hvort þarna væru ekki að finna margar áhugaverðar sögur,“ sagði Andri. Þeir héldu til Bandaríkjanna ásamt Hrafni Jónssyni leikstjóra og Ívari Kristjáni Ívarssyni tökumanni og hittu nokkra þessara leikmanna. „Enginn þessara leikmanna sem við hittum átti sér kannski þann draum að koma til Íslands. Oft hafði eitthvað komið upp á. Það voru meiðsli eða eitthvað annað sem hafði sett strik í reikninginn. Þetta eru örlagasögur líka. En flestir þeirra sem við ræddum við, bæði karlar og konur, eiga hins vegar mjög fallegar og skemmtilegar minningar frá tíma sínum á Íslandi og lýsa honum sem miklu ævintýri,“ bætir Andri við. Í fyrsta þætti er spjótunum beint að komu fyrstu Kananna árið 1975. „Í kjölfarið verður hálfgerð körfuboltasprenging á Íslandi. Þetta eru vissulega þættir um körfubolta en þetta er líka samfélags- og tíðarandasaga. Ísland á þessum tíma var miklu fábrotnara samfélag en það sem við þekkjum í dag,“ segir Jóhann Alfreð. Umboðsmaðurinn skrautlegi Margir af Könunum á þessum tíma komu hingað á vegum nokkuð sérkennilegs umboðsmanns að nafni Bob Starr sem teymið hafði upp á í sumar. Starr var nokkuð áberandi fígura á Íslandi á þessum árum og þjálfaði meðal annars lið Ármanns um tíma. Hann hreiðraði um sig á Hótel Esju, þar sem finna mátti forláta Telex-vél og samdi um komu margra bandarískra leikmanna. Meðal annars stórstjörnunnar Stew Johnson en sagan af þeim vistaskiptum er sögð í þættinum og er frekar ótrúleg. Bob Starr stelur senunni í fyrsta þættinum. Mögnuð týpa.mynd/aðsend Einn leikmannanna sem Bob kom með hingað til lands var Danny Shouse sem varð besti leikmaður deildarinnar og leiddi lið Njarðvíkur til tveggja Íslandsmeistaratitla. Shouse er meðal viðmælenda í fyrsta þætti og ræðir þar meðal annars ótrúlegan 100 stiga leik sinn í Borgarnesi fyrir lið Ármanns sem slegið var upp sem jöfnun á heimsmeti Wilt Chamberlain á sínum tíma. „Íslenskir strákar sem voru í körfunni á þessum tíma höfðu jafnvel aldrei séð körfubolta á þessu leveli sem spilaður var í Bandaríkjunum á þessu tíma. Það opnast bara nýjar víddir þegar leikmenn eins og Shouse mæta. Hvað er hægt að gera inn á körfuboltavelli og bara í íþróttum almennt,“ segir Andri. Gekk á ýmsu Kanarnir urðu ansi áberandi í mannlífinu og varð ákveðinn stjörnuljómi í kringum þá á skemmtistöðum borgarinnar eins og Hollywood, enda áberandi og skáru sig úr. En það gekk þó ekki alltaf árekstralaust fyrir sig. Þættirnir eru fjórir og verður fikrað sig áfram í tíma með hverjum þætti. Í þeim næsta segja piltarnir að NBA-æðið í upphafi tíunda áratugarins verði undir en segja má að stjörnuljóminn í kringum Kanana í íslenskum körfubolta hafi aldrei verið meiri en þá. Þátturinn verður frumsýndur klukkan 19.00 á Stöð 2 á sunnudag en klukkan 20.00 á Stöð 2 Sport. Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna Körfubolti Kaninn Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Sjá meira
Tveir aðstandenda þáttaraðarinnar, þeir Andri Ólafsson og Jóhann Alfreð Kristinsson ræddu efni þáttanna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Yfir 1.000 leikmenn frá Bandaríkjunum „Hingað hafa komið um 1.000 leikmenn frá Bandaríkjunum, karlar og konur. Þetta eru persónur sem hafa tekið ofboðslegan séns, komið alla leið hingað norður í Atlantshaf í skammdegið og kuldann. Við fórum að hugsa hvort þarna væru ekki að finna margar áhugaverðar sögur,“ sagði Andri. Þeir héldu til Bandaríkjanna ásamt Hrafni Jónssyni leikstjóra og Ívari Kristjáni Ívarssyni tökumanni og hittu nokkra þessara leikmanna. „Enginn þessara leikmanna sem við hittum átti sér kannski þann draum að koma til Íslands. Oft hafði eitthvað komið upp á. Það voru meiðsli eða eitthvað annað sem hafði sett strik í reikninginn. Þetta eru örlagasögur líka. En flestir þeirra sem við ræddum við, bæði karlar og konur, eiga hins vegar mjög fallegar og skemmtilegar minningar frá tíma sínum á Íslandi og lýsa honum sem miklu ævintýri,“ bætir Andri við. Í fyrsta þætti er spjótunum beint að komu fyrstu Kananna árið 1975. „Í kjölfarið verður hálfgerð körfuboltasprenging á Íslandi. Þetta eru vissulega þættir um körfubolta en þetta er líka samfélags- og tíðarandasaga. Ísland á þessum tíma var miklu fábrotnara samfélag en það sem við þekkjum í dag,“ segir Jóhann Alfreð. Umboðsmaðurinn skrautlegi Margir af Könunum á þessum tíma komu hingað á vegum nokkuð sérkennilegs umboðsmanns að nafni Bob Starr sem teymið hafði upp á í sumar. Starr var nokkuð áberandi fígura á Íslandi á þessum árum og þjálfaði meðal annars lið Ármanns um tíma. Hann hreiðraði um sig á Hótel Esju, þar sem finna mátti forláta Telex-vél og samdi um komu margra bandarískra leikmanna. Meðal annars stórstjörnunnar Stew Johnson en sagan af þeim vistaskiptum er sögð í þættinum og er frekar ótrúleg. Bob Starr stelur senunni í fyrsta þættinum. Mögnuð týpa.mynd/aðsend Einn leikmannanna sem Bob kom með hingað til lands var Danny Shouse sem varð besti leikmaður deildarinnar og leiddi lið Njarðvíkur til tveggja Íslandsmeistaratitla. Shouse er meðal viðmælenda í fyrsta þætti og ræðir þar meðal annars ótrúlegan 100 stiga leik sinn í Borgarnesi fyrir lið Ármanns sem slegið var upp sem jöfnun á heimsmeti Wilt Chamberlain á sínum tíma. „Íslenskir strákar sem voru í körfunni á þessum tíma höfðu jafnvel aldrei séð körfubolta á þessu leveli sem spilaður var í Bandaríkjunum á þessu tíma. Það opnast bara nýjar víddir þegar leikmenn eins og Shouse mæta. Hvað er hægt að gera inn á körfuboltavelli og bara í íþróttum almennt,“ segir Andri. Gekk á ýmsu Kanarnir urðu ansi áberandi í mannlífinu og varð ákveðinn stjörnuljómi í kringum þá á skemmtistöðum borgarinnar eins og Hollywood, enda áberandi og skáru sig úr. En það gekk þó ekki alltaf árekstralaust fyrir sig. Þættirnir eru fjórir og verður fikrað sig áfram í tíma með hverjum þætti. Í þeim næsta segja piltarnir að NBA-æðið í upphafi tíunda áratugarins verði undir en segja má að stjörnuljóminn í kringum Kanana í íslenskum körfubolta hafi aldrei verið meiri en þá. Þátturinn verður frumsýndur klukkan 19.00 á Stöð 2 á sunnudag en klukkan 20.00 á Stöð 2 Sport.
Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna Körfubolti Kaninn Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti