Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar 25. nóvember 2024 10:32 Nýlega var mikið rætt um ákvörðun Kennarasambands Íslands um að bjóðast til að fresta verkföllum gegn því að brogin greiði kennurum laun á þeim tíma sem verkfall hefur staðið. Í mínum huga er þetta góð lausn sem skilar skömminni þangað sem hún á heima. Sem leikskólakennari hjá Reykjavíkurborg vil ég nota tækifærið til að benda á þau alvarlegu vandamál sem leikskólakerfið okkar glímir við og hvernig borgaryfirvöld bera ábyrgð á skammarlegu ástandi leikskólanna okkar. Ástand leikskólahúsnæðis: Mygla og tafir Við kennarar í leikskólum höfum oft látið í okkur heyra, en fáir virðast meðvitaðir um þá óviðunandi aðstöðu sem bæði börn og starfsfólk margra leikskóla í borginni þurfa að sætta sig við. Til að mynda má nefna dæmið um leikskólann Árborg í Árbæjarhverfi. Í október 2022 var húsnæðinu lokað vegna alvarlegra mygluskemmda. Starfsfólk þurfti í skyndi að flytja starfsemina í bráðabirgðahúsnæði í Selásskóla, þar sem útiaðstaða barna er lítil sem engin. Tveimur árum síðar hefur Reykjavíkurborg enn ekki tekið skóflustungu að nýju húsnæði fyrir börnin og starfsmenn skólanna. Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum. Á sama tíma virðist Reykjavíkurborg ekki skorta fjármagn í mörg umdeild verkefni. Árið 2021 var ákveðið að breyta gömlu atvinnuhúsnæði á Kleppsvegi í leikskóla. Frumkostnaður var áætlaður 623 milljónir, en vegna ófyrirséðra vandamála fór kostnaðurinn upp í 989 milljónir. Þegar húsið opnaði, reyndist það ekki uppfylla grunnkröfur um öryggi, og árið 2024 þurfti að loka því og flytja börnin í óásættanlegt bráðabirgðahúsnæði í Ármúla. Heildarkostnaður við þennan „hönnunarleikskóla“ nam á endanum 2,3 milljörðum. Það er erfitt að sjá hvernig slíkar ákvarðanir bæta leikskólakerfið. Mönnunarvandi leikskóla: Af hverju vill fólk ekki starfa í leikskólum? Leikskólarnir í Reykjavík glíma við alvarlegan mönnunarvanda. Það er ekki erfitt að átta sig á ástæðunum: Lág laun: Hvorki kennarar né annað starfsfólk leikskólanna fá laun í samræmi við þá ábyrgð sem starfið krefst. Óásættanleg vinnuaðstaða: Hávaðamengun á leikskólum er langt yfir viðmiðum Vinnueftirlitsins, en við getum varla gengið með heyrnahlífar á vinnustaðnum. Fjöldi barna á hvern starfsmann: Reykjavíkurborg notar kerfi sem heitir Vala til að ákvarða fjölda starfsmanna á hverri deild. Til dæmis telur Vala að á deild með 18 fjögurra ára börnum nægi einn og hálfur starfsmaður. Í reynd þýðir þetta að aðeins einn starfsmaður er til staðar ef „hálfur“ starfsmaður er í styttri vinnuviku. Þetta skapar óöryggi bæði fyrir börn og starfsfólk. Fjárhagslegir erfiðleikar leikskóla: Hvernig er staðan? Reykjavíkurborg hampar sér fyrir að hafa stytt vinnuvikuna hjá starfsmönnum sínum, en sú stytting hefur ekki komið leikskólum til góða. Engar aukafjárveitingar hafa verið gerðar til að ráða afleysingafólk fyrir þá sem nýta sér styttinguna. Þetta þýðir að starfsfólkið sem er ekki í styttingu þarf að bera meiri byrðar. Fjárveitingar til daglegs rekstrar leikskóla eru jafnframt of lágar. Ég veit um leikskóla þar sem starfsfólk hefur auglýst á Facebook eftir efni til að nota í vinnu með börnunum, því kvóti leikskólans er uppurinn. Starfsfólk er jafnvel að sækja efnivið í frítíma sínum fyrir eigin reikning. Þetta ástand er ólíðandi. Hvað getum við gert? Þessi pistill er ekki skrifaður aðeins til að gagnrýna heldur einnig til að vekja athygli á mikilvægi þess að breyta kerfinu: Reykjavíkurborg þarf að gera raunhæfa áætlun til að bæta aðstöðu í leikskólum. Húsnæði þarf að vera öruggt og hvetjandi fyrir börn og starfsfólk. Hækka þarf laun og bæta starfsaðstæður til að laða fólk að starfi í leikskólum. Endurskoða þarf mönnunarviðmið til að tryggja að starfsfólk hafi raunhæfan fjölda barna í sinni umsjá. Taka þarf opinskáa umræðu við foreldra og almenning um ástand leikskólanna, því það skiptir okkur öll máli hvernig er komið fram við börnin okkar. Þetta eru nokkur atriði sem við verðum að ræða. Samtök okkar kennara hafa í mörg ár bent á þessa alvarlegu stöðu og barist fyrir breytingum, en lítið hefur breyst. Þetta ástand, og árásir á samtök okkar nú þegar skilningsleysi stjórnvalda hefur neytt okkur í verkfall, særir okkur sem störfum með börnum og sjáum hversu miklu betra þau eiga skilið. Við vonum að með þessu kalli fái mál málanna þá athygli sem þau þurfa og verðskulda. Takk fyrir mig. Höfundur er leikskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Leikskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Nýlega var mikið rætt um ákvörðun Kennarasambands Íslands um að bjóðast til að fresta verkföllum gegn því að brogin greiði kennurum laun á þeim tíma sem verkfall hefur staðið. Í mínum huga er þetta góð lausn sem skilar skömminni þangað sem hún á heima. Sem leikskólakennari hjá Reykjavíkurborg vil ég nota tækifærið til að benda á þau alvarlegu vandamál sem leikskólakerfið okkar glímir við og hvernig borgaryfirvöld bera ábyrgð á skammarlegu ástandi leikskólanna okkar. Ástand leikskólahúsnæðis: Mygla og tafir Við kennarar í leikskólum höfum oft látið í okkur heyra, en fáir virðast meðvitaðir um þá óviðunandi aðstöðu sem bæði börn og starfsfólk margra leikskóla í borginni þurfa að sætta sig við. Til að mynda má nefna dæmið um leikskólann Árborg í Árbæjarhverfi. Í október 2022 var húsnæðinu lokað vegna alvarlegra mygluskemmda. Starfsfólk þurfti í skyndi að flytja starfsemina í bráðabirgðahúsnæði í Selásskóla, þar sem útiaðstaða barna er lítil sem engin. Tveimur árum síðar hefur Reykjavíkurborg enn ekki tekið skóflustungu að nýju húsnæði fyrir börnin og starfsmenn skólanna. Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum. Á sama tíma virðist Reykjavíkurborg ekki skorta fjármagn í mörg umdeild verkefni. Árið 2021 var ákveðið að breyta gömlu atvinnuhúsnæði á Kleppsvegi í leikskóla. Frumkostnaður var áætlaður 623 milljónir, en vegna ófyrirséðra vandamála fór kostnaðurinn upp í 989 milljónir. Þegar húsið opnaði, reyndist það ekki uppfylla grunnkröfur um öryggi, og árið 2024 þurfti að loka því og flytja börnin í óásættanlegt bráðabirgðahúsnæði í Ármúla. Heildarkostnaður við þennan „hönnunarleikskóla“ nam á endanum 2,3 milljörðum. Það er erfitt að sjá hvernig slíkar ákvarðanir bæta leikskólakerfið. Mönnunarvandi leikskóla: Af hverju vill fólk ekki starfa í leikskólum? Leikskólarnir í Reykjavík glíma við alvarlegan mönnunarvanda. Það er ekki erfitt að átta sig á ástæðunum: Lág laun: Hvorki kennarar né annað starfsfólk leikskólanna fá laun í samræmi við þá ábyrgð sem starfið krefst. Óásættanleg vinnuaðstaða: Hávaðamengun á leikskólum er langt yfir viðmiðum Vinnueftirlitsins, en við getum varla gengið með heyrnahlífar á vinnustaðnum. Fjöldi barna á hvern starfsmann: Reykjavíkurborg notar kerfi sem heitir Vala til að ákvarða fjölda starfsmanna á hverri deild. Til dæmis telur Vala að á deild með 18 fjögurra ára börnum nægi einn og hálfur starfsmaður. Í reynd þýðir þetta að aðeins einn starfsmaður er til staðar ef „hálfur“ starfsmaður er í styttri vinnuviku. Þetta skapar óöryggi bæði fyrir börn og starfsfólk. Fjárhagslegir erfiðleikar leikskóla: Hvernig er staðan? Reykjavíkurborg hampar sér fyrir að hafa stytt vinnuvikuna hjá starfsmönnum sínum, en sú stytting hefur ekki komið leikskólum til góða. Engar aukafjárveitingar hafa verið gerðar til að ráða afleysingafólk fyrir þá sem nýta sér styttinguna. Þetta þýðir að starfsfólkið sem er ekki í styttingu þarf að bera meiri byrðar. Fjárveitingar til daglegs rekstrar leikskóla eru jafnframt of lágar. Ég veit um leikskóla þar sem starfsfólk hefur auglýst á Facebook eftir efni til að nota í vinnu með börnunum, því kvóti leikskólans er uppurinn. Starfsfólk er jafnvel að sækja efnivið í frítíma sínum fyrir eigin reikning. Þetta ástand er ólíðandi. Hvað getum við gert? Þessi pistill er ekki skrifaður aðeins til að gagnrýna heldur einnig til að vekja athygli á mikilvægi þess að breyta kerfinu: Reykjavíkurborg þarf að gera raunhæfa áætlun til að bæta aðstöðu í leikskólum. Húsnæði þarf að vera öruggt og hvetjandi fyrir börn og starfsfólk. Hækka þarf laun og bæta starfsaðstæður til að laða fólk að starfi í leikskólum. Endurskoða þarf mönnunarviðmið til að tryggja að starfsfólk hafi raunhæfan fjölda barna í sinni umsjá. Taka þarf opinskáa umræðu við foreldra og almenning um ástand leikskólanna, því það skiptir okkur öll máli hvernig er komið fram við börnin okkar. Þetta eru nokkur atriði sem við verðum að ræða. Samtök okkar kennara hafa í mörg ár bent á þessa alvarlegu stöðu og barist fyrir breytingum, en lítið hefur breyst. Þetta ástand, og árásir á samtök okkar nú þegar skilningsleysi stjórnvalda hefur neytt okkur í verkfall, særir okkur sem störfum með börnum og sjáum hversu miklu betra þau eiga skilið. Við vonum að með þessu kalli fái mál málanna þá athygli sem þau þurfa og verðskulda. Takk fyrir mig. Höfundur er leikskólakennari.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun