Er bókstaflega skíthrædd Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. desember 2024 07:03 Unnur Elísabet opnar sig upp á gátt í söngleiknum hvers titillag er komið á streymisveitur. Unnur Elísabet Gunnarsdóttir hefur gefið út nýtt lag, lagið Skíthrædd. Um er að ræða titillagið í væntanlegum söngleik hennar sem byggir á hennar eigin lífsreynslu. Unnur segist hafa þurft að kljást við mikla lífshræðslu í gegnum lífið og áhyggjurnar snúa meðal annars að öndunarveginum og meltingarfærunum. „Ég er með lamandi lífsótta með svo ótrúlega margt. Það tengist öndunarveginum sem dæmi, ég get ekki andað í vindi,“ segir Unnur Elísabet hlæjandi í samtali við Vísi en tekur þó fram að hún sé alls ekki að grínast þó hún hafi húmor fyrir öllu saman. „Þetta er náttúrulega fáránlegt, búandi á Íslandi en ég er alltaf með taktík, ég labba aftur á bak í vindi. Ef það er mikill vindur þá ofanda ég og skríð, ég bara get ekki andað.“ Hætt að reyna að vera fullkomin Unnur Elísabet hefur eytt undanförnu ári í að skrifa verkið sem frumsýnt verður í Þjóðleikhúsinu í mars þó titillagið sé komið út. Hún segist hafa dílað við eigin hræðslu svo lengi að hún hafi verið tilbúin til þess að opna eigið hjarta upp á gátt fyrir alþjóð, þetta snúist ekki síst um að nenna ekki lengur að skammast sín. „Ég sé þetta fyrir mér í svona standöpp stíl þar sem ég segi sögur úr mínu eigin lífi og spila tónlist inn á milli, ég er búin að semja tólf lög fyrir verkið. Þetta eru allt mjög fyndnar sögur og fáránlegar af því að ég hef þurft að díla við þessa lífshræðslu allt mitt líf. En ég held ég sé tilbúin í þetta núna, að segja frá þessu enda hef ég þurft að díla við þetta svo lengi,“ útskýrir Unnur. Skíthrædd verður sett á svið í Þjóðleikhúsinu á næsta ári. „Þessi hræðsla er allskonar, það er öndunarvegurinn, svo er það líka bara það að geta kafnað á stórum munnbitum. Það skelfir mig hrottalega. Þetta lag er um að þora að segja það sem mér finnst. Þetta hefur fylgt mér frá því ég var lítil, ég hef viljað vera prúð og góð og ekki viljað styggja neinn, vera fullkomin. Það er eitthvað svo fáránleg pæling og ég nenni því ekki alls ekki lengur.“ Húmorinn ræður för Unnur Elísabet segist hafa mikinn húmor fyrir aðstæðum sínum. Það hafi hjálpað henni að takast á við þetta, að geta gert grín að sjálfri sér. Hræðslan sé margslungin og sögurnar í takti við það. „Margar þeirra tengjast meltingunni. Ég hef verið að díla við meltingarvandamál, þannig að í verkinu tala ég um skít. Bókstaflega. Enda skíthrædd,“ segir Unnur hlæjandi. Hún segir þessu oft fylgja mikil skömm sem hún hafi fengið nóg af. „Nú nenni ég þessu ekki lengur og segi því frá þessu. Vonandi næ ég að hjálpa einhverjum í leiðinni sem er að díla við þetta líka. Mig langar að gleðja fólk, lyfta því upp en á sama tíma er ég auðvitað að tala um mál sem geta stungið í hjartað.“ Leikhús Heilsa Menning Tónlist Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Sjá meira
„Ég er með lamandi lífsótta með svo ótrúlega margt. Það tengist öndunarveginum sem dæmi, ég get ekki andað í vindi,“ segir Unnur Elísabet hlæjandi í samtali við Vísi en tekur þó fram að hún sé alls ekki að grínast þó hún hafi húmor fyrir öllu saman. „Þetta er náttúrulega fáránlegt, búandi á Íslandi en ég er alltaf með taktík, ég labba aftur á bak í vindi. Ef það er mikill vindur þá ofanda ég og skríð, ég bara get ekki andað.“ Hætt að reyna að vera fullkomin Unnur Elísabet hefur eytt undanförnu ári í að skrifa verkið sem frumsýnt verður í Þjóðleikhúsinu í mars þó titillagið sé komið út. Hún segist hafa dílað við eigin hræðslu svo lengi að hún hafi verið tilbúin til þess að opna eigið hjarta upp á gátt fyrir alþjóð, þetta snúist ekki síst um að nenna ekki lengur að skammast sín. „Ég sé þetta fyrir mér í svona standöpp stíl þar sem ég segi sögur úr mínu eigin lífi og spila tónlist inn á milli, ég er búin að semja tólf lög fyrir verkið. Þetta eru allt mjög fyndnar sögur og fáránlegar af því að ég hef þurft að díla við þessa lífshræðslu allt mitt líf. En ég held ég sé tilbúin í þetta núna, að segja frá þessu enda hef ég þurft að díla við þetta svo lengi,“ útskýrir Unnur. Skíthrædd verður sett á svið í Þjóðleikhúsinu á næsta ári. „Þessi hræðsla er allskonar, það er öndunarvegurinn, svo er það líka bara það að geta kafnað á stórum munnbitum. Það skelfir mig hrottalega. Þetta lag er um að þora að segja það sem mér finnst. Þetta hefur fylgt mér frá því ég var lítil, ég hef viljað vera prúð og góð og ekki viljað styggja neinn, vera fullkomin. Það er eitthvað svo fáránleg pæling og ég nenni því ekki alls ekki lengur.“ Húmorinn ræður för Unnur Elísabet segist hafa mikinn húmor fyrir aðstæðum sínum. Það hafi hjálpað henni að takast á við þetta, að geta gert grín að sjálfri sér. Hræðslan sé margslungin og sögurnar í takti við það. „Margar þeirra tengjast meltingunni. Ég hef verið að díla við meltingarvandamál, þannig að í verkinu tala ég um skít. Bókstaflega. Enda skíthrædd,“ segir Unnur hlæjandi. Hún segir þessu oft fylgja mikil skömm sem hún hafi fengið nóg af. „Nú nenni ég þessu ekki lengur og segi því frá þessu. Vonandi næ ég að hjálpa einhverjum í leiðinni sem er að díla við þetta líka. Mig langar að gleðja fólk, lyfta því upp en á sama tíma er ég auðvitað að tala um mál sem geta stungið í hjartað.“
Leikhús Heilsa Menning Tónlist Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Sjá meira