Innlent

Rýnt í fylgið á loka­sprettinum og mögnuð heim­sókn í ís­lenska gull­námu

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Sunna Sæmundsdóttir les fréttir í kvöld.
Sunna Sæmundsdóttir les fréttir í kvöld. Vísir

Samfylking og Viðreisn leiða áfram skoðanakannanir á fylgi flokkanna fyrir alþingiskosningarnar. Spennan magnast fyrir lokakannanirnar sem birtar verða á morgun. Við rýnum í stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 og förum yfir möguleg þingsæti í beinni útsendingu.

Kappræður stjórnmálaleiðtoganna taka svo við beint eftir fréttir. Við verðum í beinni baksviðs og tökum púlsinn á leiðtogunum rétt fyrir stóru stundina.

Enn er alveg óvíst hvort fresta þurfi kjörfundi fyrir austan vegna veðurs. Fari svo gæti orðið talsverð bið á úrslitum kosninganna. Við ræðum við Einar Sveinbjörnsson veðurfræðing Vegagerðarinnar í beinni útsendingu. 

Þá sýnum við magnaðar myndir frá nýopnaðri gullnámu Íslendinga í Grænlandi. Kristján Már Unnarsson varði helginni á grænlenskri grundu og fylgdist með því þegar fyrsta gullið kom glóðvolgt úr gullkvörninni.

Í sportinu hittum við Steinunni Björnsdóttur landsliðskonu í handbolta, sem þreytir frumraun sína á stórmóti þegar Ísland mætir Hollandi á EM í Innsbruck á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×