Enski boltinn

Mark­vörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bret­landi“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Stefan Ortega, markvörður Manchester City, kom engum vörnum við þegar Mohamed Salah skoraði úr vítaspyrnu fyrir Liverpool í leik liðanna á Anfield í gær.
Stefan Ortega, markvörður Manchester City, kom engum vörnum við þegar Mohamed Salah skoraði úr vítaspyrnu fyrir Liverpool í leik liðanna á Anfield í gær. getty/Peter Byrne

Stefan Ortega, markvörður Manchester City, lét niðrandi ummæli um Liverpool falla eftir leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni.

Liverpool vann öruggan sigur á City á Anfield, 2-0, í gær. Ellefu stigum munar á liðunum eftir leikinn.

Stuðningsmenn Liverpool stríddu Pep Guardiola, knattspyrnustjóra City, með því að syngja að hann yrði rekinn í fyrramálið. Guardiola svaraði fyrir sig með því að lyfta upp sex fingrum, til marks um Englandsmeistaratitlana sex hann hefur unnið sem stjóri City.

Ortega, sem stóð á milli stanganna hjá City á Anfield, kom Guardiola til varnar eftir leikinn.

„Einhver sagði mér að þetta væri sennilega ekki besti hlutinn af Bretlandi. Mér fannst hann bregðast mjög vel við,“ sagði Ortega um Guardiola.

 Ortega, sem er 32 ára Þjóðverji, hefur leikið 39 leiki fyrir City síðan hann kom til liðsins frá Arminia Bielefeld 2022.

Næsti leikur City, sem er í 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, er gegn Nottingham Forest á miðvikudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×