Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 2. desember 2024 13:02 Bjarmi Fannar og Bjarni Snæbjörnsson voru að festa kaup á blómabúð. Instagram @bjarmii „Ég hefði séð eftir því hefði ég sagt nei. Hæ Blóm verður hommalegasta blómabúðin í bænum,“ segir Bjarmi Fannar vöruhönnuður. Hann og eiginmaður hans Bjarni Snæbjörnsson, leikari og leikstjóri, tóku Svartan föstudag í nýjar hæðir og keyptu heila blómabúð. Hjónin giftu sig 21. júní síðastliðinn. Á Instagram færslu skrifar Bjarmi Fannar: „Svartur föstudagur. Allir að kaupa sér eitthvað fallegt. Við keyptum okkur blómabúð.“ Blómabúðin ber heitið Hæ Blóm, er staðsett í Efstalandi 26 og opnar í janúar. View this post on Instagram A post shared by H Æ B L Ó M 」 (@hae.blom) Blaðamaður ræddi við Bjarma sem segir að hugmyndin hafi kviknað snemma í janúar þegar hann var staddur í hugleiðslutíma á Balí. „Nafnið kom til mín eins og hugljómun og frá þeirri stundu fór eitthvað út í alheiminn,“ segir Bjarmi. Hæ Blóm opnar í janúar.Instagram Blóm hafa alla tíð átt mjög sérstakan stað í hjarta hans og fór hann alla leið með ástríðuna. „Þegar ég lærði blómskreytirinn í miðjum heimsfaraldri sá ég möguleikann á að sameina ástríðu mína fyrir vöruhönnun og blómahönnun. Þetta ævintýri hófst þó fyrir tilstilli góðs vinar okkar Bjarna. Hann hafði samband og eiginlega sagði mér að kaupa blómabúð vinkonu sinnar, núverandi eiganda Blómasmiðjunnar í Grímsbæ, sem var að leita að nýjum eiganda. Ég leyfði hugmyndinni að marenerast í nokkra daga og sá fyrir mér allt sem Hæ Blóm gæti orðið en ég var líka hræddur við að stíga svona langt út fyrir þægindarammann. Án hvatningar frá Bjarna hefði ég líklega aldrei tekið þetta skref. Ég ákvað að treysta tilfinningunni og fylgja innsæinu. Ég sagði upp starfi mínu hjá Icelandair og tók stökkið. Svo áður en ég veit af vorum við búnir að skrifa undir kaupsamninginn og við fáum afhent núna 1. janúar.“ Það getur verið erfitt að skipuleggja drauma sína fram í tímann. „Blómabúð hefur lengi verið á draumalistanum mínum en þó frekar sem fimmtán ára framtíðaráætlun. Þegar tækifærið kom til mín svona óvænt vissi ég að ég gæti ekki sleppt því. Ég hefði séð eftir því hefði ég sagt nei. Hæ Blóm verður hommalegasta blómabúðin í bænum,“ segir Bjarmi Fannar að lokum. Blóm Verslun Hinsegin Reykjavík Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Bíó og sjónvarp Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Laufey ein af konum ársins hjá Time Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Sjá meira
Hjónin giftu sig 21. júní síðastliðinn. Á Instagram færslu skrifar Bjarmi Fannar: „Svartur föstudagur. Allir að kaupa sér eitthvað fallegt. Við keyptum okkur blómabúð.“ Blómabúðin ber heitið Hæ Blóm, er staðsett í Efstalandi 26 og opnar í janúar. View this post on Instagram A post shared by H Æ B L Ó M 」 (@hae.blom) Blaðamaður ræddi við Bjarma sem segir að hugmyndin hafi kviknað snemma í janúar þegar hann var staddur í hugleiðslutíma á Balí. „Nafnið kom til mín eins og hugljómun og frá þeirri stundu fór eitthvað út í alheiminn,“ segir Bjarmi. Hæ Blóm opnar í janúar.Instagram Blóm hafa alla tíð átt mjög sérstakan stað í hjarta hans og fór hann alla leið með ástríðuna. „Þegar ég lærði blómskreytirinn í miðjum heimsfaraldri sá ég möguleikann á að sameina ástríðu mína fyrir vöruhönnun og blómahönnun. Þetta ævintýri hófst þó fyrir tilstilli góðs vinar okkar Bjarna. Hann hafði samband og eiginlega sagði mér að kaupa blómabúð vinkonu sinnar, núverandi eiganda Blómasmiðjunnar í Grímsbæ, sem var að leita að nýjum eiganda. Ég leyfði hugmyndinni að marenerast í nokkra daga og sá fyrir mér allt sem Hæ Blóm gæti orðið en ég var líka hræddur við að stíga svona langt út fyrir þægindarammann. Án hvatningar frá Bjarna hefði ég líklega aldrei tekið þetta skref. Ég ákvað að treysta tilfinningunni og fylgja innsæinu. Ég sagði upp starfi mínu hjá Icelandair og tók stökkið. Svo áður en ég veit af vorum við búnir að skrifa undir kaupsamninginn og við fáum afhent núna 1. janúar.“ Það getur verið erfitt að skipuleggja drauma sína fram í tímann. „Blómabúð hefur lengi verið á draumalistanum mínum en þó frekar sem fimmtán ára framtíðaráætlun. Þegar tækifærið kom til mín svona óvænt vissi ég að ég gæti ekki sleppt því. Ég hefði séð eftir því hefði ég sagt nei. Hæ Blóm verður hommalegasta blómabúðin í bænum,“ segir Bjarmi Fannar að lokum.
Blóm Verslun Hinsegin Reykjavík Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Bíó og sjónvarp Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Laufey ein af konum ársins hjá Time Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Sjá meira