„Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 2. desember 2024 12:32 Jóhanna Dröfn segir áhrifin hafa verið töluverð af verkfalli á leikskóla dóttur hennar. Samsett Móðir tæplega þriggja ára stúlku á leikskólanum Drafnarsteini segir dóttur sína hafa mætt alsæla aftur í leikskólann í morgun eftir fimm vikna verkfall kennara. Hún vonar að setið sé við samningaborðið dag og nótt til að samningar náist áður en verkfallsaðgerðir hefjast á ný. Á föstudaginn var verkfalli kennara frestað eftir að samkomulag náðist á milli þeirra og samninganefnda ríkis og sveitarfélaga um tillögu frá Ríkissáttasemjara. Verkfall hefst á ný 1. febrúar ef ekki verður búið að undirrita nýja kjarasamninga fyrir þann tíma. Tæpar fimm vikur eru síðan verkfallsaðgerðir kennara hófust og hefur skólastarf legið niðri ótímabundið eða tímabundið í annan tug leik-, grunn-, framhalds- og tónlistarskóla á þessum tíma. Misjafnt er eftir skólum hvort kennsla hefjist á ný í dag eða morgun. Þannig verður dagurinn nýttur í endurskipulagningu skólastarfsins í Fjölbrautaskóla Suðurlands en nemendur mæta ekki aftur í skólann fyrr en í fyrramálið. Á Leikskólinn Drafnarsteinn í Reykjavík var hins vegar nóg að gera í morgun þegar börnin þar mættu aftur í leikskólann. Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir er móðir tæplega þriggja ára stúlku á leikskólanum. „Hún fór í leikskólann í morgun alsæl og við náttúrulega öll ótrúlega glöð að þetta sé búið í bili. Maður finnur það bara núna hvað þetta hefur haft mikil áhrif á alla síðustu vikurnar og maður er einhvern veginn í spennufalli. Þessi óvissa var náttúrulega mjög mjög óþægileg. Þannig að við erum alsæl.“ Jóhanna á von á sínu öðru barni og á verkfall að hefjast á ný á settum degi hjá henni ef ekki verður búið að semja fyrir þann tíma. „Maður náttúrulega vonar innilega samningsaðilar sitji núna dag og nótt við samningaborðið að reyna að klára þetta áður en að þessi frestun rennur út. Ég trúi ekki öðru en að þetta leysist fyrir lok janúar.“ Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Leikskólar Reykjavík Börn og uppeldi Tengdar fréttir Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Kennarar í Menntaskólanum í Reykjavík leggja niður störf á mánudaginn, en samninganefndir Kennarasambands Íslands annars vegar og ríkis og sveitarfélaga hins vegar hafa ekki fundað síðan í upphafi mánaðar. Vinnumarkaðssérfræðingur efast um útfærslu kennara á verkföllum. 16. nóvember 2024 19:36 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Á föstudaginn var verkfalli kennara frestað eftir að samkomulag náðist á milli þeirra og samninganefnda ríkis og sveitarfélaga um tillögu frá Ríkissáttasemjara. Verkfall hefst á ný 1. febrúar ef ekki verður búið að undirrita nýja kjarasamninga fyrir þann tíma. Tæpar fimm vikur eru síðan verkfallsaðgerðir kennara hófust og hefur skólastarf legið niðri ótímabundið eða tímabundið í annan tug leik-, grunn-, framhalds- og tónlistarskóla á þessum tíma. Misjafnt er eftir skólum hvort kennsla hefjist á ný í dag eða morgun. Þannig verður dagurinn nýttur í endurskipulagningu skólastarfsins í Fjölbrautaskóla Suðurlands en nemendur mæta ekki aftur í skólann fyrr en í fyrramálið. Á Leikskólinn Drafnarsteinn í Reykjavík var hins vegar nóg að gera í morgun þegar börnin þar mættu aftur í leikskólann. Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir er móðir tæplega þriggja ára stúlku á leikskólanum. „Hún fór í leikskólann í morgun alsæl og við náttúrulega öll ótrúlega glöð að þetta sé búið í bili. Maður finnur það bara núna hvað þetta hefur haft mikil áhrif á alla síðustu vikurnar og maður er einhvern veginn í spennufalli. Þessi óvissa var náttúrulega mjög mjög óþægileg. Þannig að við erum alsæl.“ Jóhanna á von á sínu öðru barni og á verkfall að hefjast á ný á settum degi hjá henni ef ekki verður búið að semja fyrir þann tíma. „Maður náttúrulega vonar innilega samningsaðilar sitji núna dag og nótt við samningaborðið að reyna að klára þetta áður en að þessi frestun rennur út. Ég trúi ekki öðru en að þetta leysist fyrir lok janúar.“
Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Leikskólar Reykjavík Börn og uppeldi Tengdar fréttir Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Kennarar í Menntaskólanum í Reykjavík leggja niður störf á mánudaginn, en samninganefndir Kennarasambands Íslands annars vegar og ríkis og sveitarfélaga hins vegar hafa ekki fundað síðan í upphafi mánaðar. Vinnumarkaðssérfræðingur efast um útfærslu kennara á verkföllum. 16. nóvember 2024 19:36 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Kennarar í Menntaskólanum í Reykjavík leggja niður störf á mánudaginn, en samninganefndir Kennarasambands Íslands annars vegar og ríkis og sveitarfélaga hins vegar hafa ekki fundað síðan í upphafi mánaðar. Vinnumarkaðssérfræðingur efast um útfærslu kennara á verkföllum. 16. nóvember 2024 19:36