Fótbolti

Dramatískt mark Ísa­bellu tryggði Ís­landi á­fram

Aron Guðmundsson skrifar
Ísabella Sara Tryggvadóttir í leik með Val
Ísabella Sara Tryggvadóttir í leik með Val Vísir/Vilhelm

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta, skipað leikmönnum nítján ára og yngri, er komið áfram á næsta stig í undankeppni Evrópumótsins eftir jafntefli gegn Norður-Írlandi í dag. 

Það var dramatískt jöfnunarmark Ísabellu Söru Tryggvadóttur á 87.mínútu sem að tryggði Íslandi 1-1 jafntefli og þar með farmiða á næsta stig undankeppninnar en Ísland hafði lent marki undir þremur mínútum áður. 

Dregið verður í næsta stig undankeppninnar á föstudaginn næstkomandi en að henni lokinni verður ljóst hvaða sjö lið munu, ásamt gestgjöfum Póllands, á EM. 

Ísland endaði í þriðja sæti síns riðils eftir jafntefli gegn landsliðum Belgíu og Norður-Írlands sem og tapi gegn spænska landsliðinu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×