Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Aron Guðmundsson skrifar 4. desember 2024 11:31 Verstappen endaði í 2.sæti í hollenska kappakstrinum fyrr a yfirstandandi tímabili. Hann fær nú tvö tækifæri til viðbótar til að bera sigur úr býtum í heimakappakstrinum í Formúlu 1 Vísir/Getty Hollenski kappaksturinn í Formúlu á Zandvoort brautinni verður tekinn af keppnisdagatali mótaraðarinnar eftir tímabilið 2026. Þetta hefur verið staðfest af forráðamönnum Formúlu 1 en þar með er ljóst að heimavöllur ríkjandi heimsmeistara ökuþóra, Hollendingsins Max Verstappen, verður ekki hluti af mótaröðinni. Gríðarleg stemning hefur myndast á hollenska kappakstrinum undanfarin tímabil og er hægt að rekja það til góðs gengis Verstappen sem hefur borið höfuð og herðar yfir keppinauta sína í Formúlu 1 og tryggt sér heimsmeistaratitilinn fjögur ár í röð. Appelsínugult haf áhorfenda er fastur liður á hollenska kappakstrinum þar sem að mikill meirihluti áhorfenda er á bandi heimamannsins Max VerstappenVísir/Getty Það var árið 2021 sem ákveðið var að Formúlu 1 kappakstur myndi á nýjan leik fara fram á Zandvoort brautinni en þá hafði keppninnar ekki notið við í um þrjátíu og fimm ár. Núverandi tímabil í Formúlu 1 mótaröðinni samanstendur af tuttugu og fjórum keppnishelgum og er það mat ökuþóra að það sé helst til of mikið. Forráðamenn Formúlu 1 hafa hins vegar látið þær gagnrýnisraddir sem vind um eyru þjóta og eru þeir með til skoðunar að koma á keppnishelgi í Afríku í náinni framtíð. Síðasta keppnishelgi yfirstandandi Formúlu 1 tímabils fer fram um komandi helgi. Verstappen hefur nú þegar tryggt sér heimsmeistaratitilinn í flokki ökuþóra en spennan er mikil í flokki bílasmiða þar sem að aðeins tuttugu og eitt stig skilja að lið McLaren og Ferrari þegar að fjörutíu og fjögur stig að hámarki eru eftir í pottinum fyrir hvert lið. Akstursíþróttir Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Þetta hefur verið staðfest af forráðamönnum Formúlu 1 en þar með er ljóst að heimavöllur ríkjandi heimsmeistara ökuþóra, Hollendingsins Max Verstappen, verður ekki hluti af mótaröðinni. Gríðarleg stemning hefur myndast á hollenska kappakstrinum undanfarin tímabil og er hægt að rekja það til góðs gengis Verstappen sem hefur borið höfuð og herðar yfir keppinauta sína í Formúlu 1 og tryggt sér heimsmeistaratitilinn fjögur ár í röð. Appelsínugult haf áhorfenda er fastur liður á hollenska kappakstrinum þar sem að mikill meirihluti áhorfenda er á bandi heimamannsins Max VerstappenVísir/Getty Það var árið 2021 sem ákveðið var að Formúlu 1 kappakstur myndi á nýjan leik fara fram á Zandvoort brautinni en þá hafði keppninnar ekki notið við í um þrjátíu og fimm ár. Núverandi tímabil í Formúlu 1 mótaröðinni samanstendur af tuttugu og fjórum keppnishelgum og er það mat ökuþóra að það sé helst til of mikið. Forráðamenn Formúlu 1 hafa hins vegar látið þær gagnrýnisraddir sem vind um eyru þjóta og eru þeir með til skoðunar að koma á keppnishelgi í Afríku í náinni framtíð. Síðasta keppnishelgi yfirstandandi Formúlu 1 tímabils fer fram um komandi helgi. Verstappen hefur nú þegar tryggt sér heimsmeistaratitilinn í flokki ökuþóra en spennan er mikil í flokki bílasmiða þar sem að aðeins tuttugu og eitt stig skilja að lið McLaren og Ferrari þegar að fjörutíu og fjögur stig að hámarki eru eftir í pottinum fyrir hvert lið.
Akstursíþróttir Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira