„Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Sindri Sverrisson skrifar 7. desember 2024 08:01 Bræðurnir Jökull Andrésson og Axel Óskar Andrésson voru kampakátir í Hlégarði eftir að tilkynnt var að þeir myndu spila saman með Aftureldingu. Stöð 2 „Þetta er ótrúleg tilfinning. Maður bjóst einhvern veginn aldrei við þessu. Við bræðurnir saman í uppeldisfélaginu okkar,“ segir markvörðurinn Jökull Andrésson eftir mikinn gleðidag í Mosfellsbæ í gær, þegar nýliðar Aftureldingar í Bestu deildinni kynntu til leiks fjóra leikmenn. Afturelding fékk til sín Íslandsmeistarann Oliver Sigurjónsson og Þórð Gunnar Hafþórsson frá Fylki, og bræðurna Jökul og Axel Óskar sem nú sameinast á ný hjá uppeldisfélagi sínu, eftir að hafa farið þaðan ungir til Reading á Englandi. Þeir eru sammála um að þrátt fyrir önnur tilboð, meðal annars frá Bandaríkjunum, hafi í raun ekkert annað komið til greina en að spila saman með Aftureldingu: „Þetta er léttasta ákvörðun í heimi, þegar klúbburinn sem maður deyr fyrir er kominn upp í Bestu deildina. Jökull var hérna síðasta tímabil og ég mætti á hvern einasta leik og sá hverja einustu mínútu. Maður hefur gert það síðan maður fór út. Maggi [Magnús Már Einarsson, þjálfari] er líka helvíti góður í að selja manni verkefnið, og það þurfti ekkert að selja manni þetta því þetta er ógeðslega flott verkefni. Við erum mjög spenntir,“ segir Axel. Jökull og Axel eru komnir heim✍️ pic.twitter.com/rKWGnEByZ6— Afturelding (@umfafturelding) December 6, 2024 Ala upp ungar dætur í heimabænum Bræðurnir segja auk þess henta vel að dvelja á Íslandi næsta árið, Jökull með þriggja mánaða dóttur og Axel með dóttur sem er aðeins ári eldri. „Maður er búinn að vera lengi úti, og tók svo eitt ár í KR, og það voru möguleikar úti, vestanhafs. En þetta var of spennandi til að sleppa því. Sérstaklega út af því að bróðir minn er hérna líka. Að bræðurnir komi aftur saman hérna, á fyrsta ári Aftureldingar í efstu deild, var of gott til að vera satt,“ segir Axel og Jökull tekur í sama streng, eftir að hafa varið mark Aftureldingar seinni hluta síðustu leiktíðar. „Mig langaði rosalega til að vera hérna í heilt tímabil á Íslandi. Ég er líka kominn með dóttur hérna, búinn að vera tíu ár á Englandi og mikið einn, og mig langaði aðeins í þetta fjölskyldulíf og toppa það með því að fara í fjölskylduklúbbinn. Það var eiginlega ekkert annað í boði þegar maður fattaði að ég og brósi gátum spilað saman hérna. Við erum búnir að fá inn tvo aðra geggjaða leikmenn. Ég sagði það þegar við komumst upp að við værum ekkert að grínast hérna. Við ætlum ekkert bara að vera með – að sjálfsögðu viljum við vinna þessa deild og komast í Evrópusæti og slíkt. Þetta er sturlað og ég gæti ekki verið meira spenntur,“ segir Jökull, en eins og fyrr segir er Afturelding nú í fyrsta sinn með lið í efstu deild karla í fótbolta. „Erum ekkert að fara úr þessari deild“ „Núna erum við komnir og við erum ekkert að fara úr þessari deild. Ég held að við munum koma mjög mörgum á óvart á þessu tímabili með því sem við getum gert. Við erum með okkar plan, okkar fótbolta, og núna búnir að styrkja hópinn. Ég held að við komum gríðarlega sterkir inn í næsta tímabil,“ segir Jökull, sem er 23 ára gamall. „Það er mikið pepp í kringum klúbbinn. Að sjálfsögðu virðum við deildina eins og hún er – hrikalega sterk. Öll liðin í deildinni eru að styrkja sig og þetta er ekki létt vinna. En ég trúi að með komu okkar munum við standa okkur vel í þessari deild,“ bætir hinn 26 ára gamli Axel við og alveg augljóst hvor er eldri bróðirinn - varfærnari í tali. „Hann er stóri bróðir þannig að maður er létt að skíta í sig“ Jökull er markvörður og Axel miðvörður, og því ljóst að bræðurnir munu vinna náið saman næstu misserin. Þeir eru fyrst og fremst afar spenntir fyrir því en…: „Hann er stóri bróðir minn þannig að maður er létt að skíta í sig líka, og hlustar kannski aðeins of mikið á hvað hann segir. En við erum bestu vinir, höfum alltaf verið það, og ég held að þetta muni ganga ótrúlega vel, þó það geti oft verið smá kýtingur. Ég held að þetta verði ótrúlega gaman,“ segir Jökull. „Ég held að það verði bara gaman að heyra hann öskra á bakvið mann, þó maður verði kannski ekki alltaf sammála. Maður verður bara að hlusta, hann er stjórnandinn fyrir aftan mann,“ bætir Axel við og Jökull er gíraður í það: „Ég er að fara að öskra á þá!“ Klippa: Bræðurnir Jökull og Axel sameinaðir Besta deild karla Afturelding Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Sport Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Enski boltinn Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ Íslenski boltinn „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Fótbolti Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Fótbolti Lífið í Brúnei einmanalegt Fótbolti Fleiri fréttir Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Sjá meira
Afturelding fékk til sín Íslandsmeistarann Oliver Sigurjónsson og Þórð Gunnar Hafþórsson frá Fylki, og bræðurna Jökul og Axel Óskar sem nú sameinast á ný hjá uppeldisfélagi sínu, eftir að hafa farið þaðan ungir til Reading á Englandi. Þeir eru sammála um að þrátt fyrir önnur tilboð, meðal annars frá Bandaríkjunum, hafi í raun ekkert annað komið til greina en að spila saman með Aftureldingu: „Þetta er léttasta ákvörðun í heimi, þegar klúbburinn sem maður deyr fyrir er kominn upp í Bestu deildina. Jökull var hérna síðasta tímabil og ég mætti á hvern einasta leik og sá hverja einustu mínútu. Maður hefur gert það síðan maður fór út. Maggi [Magnús Már Einarsson, þjálfari] er líka helvíti góður í að selja manni verkefnið, og það þurfti ekkert að selja manni þetta því þetta er ógeðslega flott verkefni. Við erum mjög spenntir,“ segir Axel. Jökull og Axel eru komnir heim✍️ pic.twitter.com/rKWGnEByZ6— Afturelding (@umfafturelding) December 6, 2024 Ala upp ungar dætur í heimabænum Bræðurnir segja auk þess henta vel að dvelja á Íslandi næsta árið, Jökull með þriggja mánaða dóttur og Axel með dóttur sem er aðeins ári eldri. „Maður er búinn að vera lengi úti, og tók svo eitt ár í KR, og það voru möguleikar úti, vestanhafs. En þetta var of spennandi til að sleppa því. Sérstaklega út af því að bróðir minn er hérna líka. Að bræðurnir komi aftur saman hérna, á fyrsta ári Aftureldingar í efstu deild, var of gott til að vera satt,“ segir Axel og Jökull tekur í sama streng, eftir að hafa varið mark Aftureldingar seinni hluta síðustu leiktíðar. „Mig langaði rosalega til að vera hérna í heilt tímabil á Íslandi. Ég er líka kominn með dóttur hérna, búinn að vera tíu ár á Englandi og mikið einn, og mig langaði aðeins í þetta fjölskyldulíf og toppa það með því að fara í fjölskylduklúbbinn. Það var eiginlega ekkert annað í boði þegar maður fattaði að ég og brósi gátum spilað saman hérna. Við erum búnir að fá inn tvo aðra geggjaða leikmenn. Ég sagði það þegar við komumst upp að við værum ekkert að grínast hérna. Við ætlum ekkert bara að vera með – að sjálfsögðu viljum við vinna þessa deild og komast í Evrópusæti og slíkt. Þetta er sturlað og ég gæti ekki verið meira spenntur,“ segir Jökull, en eins og fyrr segir er Afturelding nú í fyrsta sinn með lið í efstu deild karla í fótbolta. „Erum ekkert að fara úr þessari deild“ „Núna erum við komnir og við erum ekkert að fara úr þessari deild. Ég held að við munum koma mjög mörgum á óvart á þessu tímabili með því sem við getum gert. Við erum með okkar plan, okkar fótbolta, og núna búnir að styrkja hópinn. Ég held að við komum gríðarlega sterkir inn í næsta tímabil,“ segir Jökull, sem er 23 ára gamall. „Það er mikið pepp í kringum klúbbinn. Að sjálfsögðu virðum við deildina eins og hún er – hrikalega sterk. Öll liðin í deildinni eru að styrkja sig og þetta er ekki létt vinna. En ég trúi að með komu okkar munum við standa okkur vel í þessari deild,“ bætir hinn 26 ára gamli Axel við og alveg augljóst hvor er eldri bróðirinn - varfærnari í tali. „Hann er stóri bróðir þannig að maður er létt að skíta í sig“ Jökull er markvörður og Axel miðvörður, og því ljóst að bræðurnir munu vinna náið saman næstu misserin. Þeir eru fyrst og fremst afar spenntir fyrir því en…: „Hann er stóri bróðir minn þannig að maður er létt að skíta í sig líka, og hlustar kannski aðeins of mikið á hvað hann segir. En við erum bestu vinir, höfum alltaf verið það, og ég held að þetta muni ganga ótrúlega vel, þó það geti oft verið smá kýtingur. Ég held að þetta verði ótrúlega gaman,“ segir Jökull. „Ég held að það verði bara gaman að heyra hann öskra á bakvið mann, þó maður verði kannski ekki alltaf sammála. Maður verður bara að hlusta, hann er stjórnandinn fyrir aftan mann,“ bætir Axel við og Jökull er gíraður í það: „Ég er að fara að öskra á þá!“ Klippa: Bræðurnir Jökull og Axel sameinaðir
Besta deild karla Afturelding Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Sport Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Enski boltinn Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ Íslenski boltinn „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Fótbolti Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Fótbolti Lífið í Brúnei einmanalegt Fótbolti Fleiri fréttir Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Sjá meira