ESB-andstæðingar á nálum Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar 7. desember 2024 12:01 Mikill óróleiki og ótti hefur skapast í herbúðum þeirra sem eru á móti ESB eftir nýliðnar kosningar. Já, þeir eru margir bara á nálum. Varðliðar sérhagsmunanna, einangrunarsinnar og aðrir slíkir eru lafhræddir við að almenningi á Íslandi verði gefinn kostur á því að ákveða hvort landið hefji aftur aðildarviðræður við ESB. Þeir virðast óttast þjóðarviljann og reyna því að slá ryki í augu fólks með ýmsum hætti, rangfærslum og hálf-sannleika. Umsóknin frá Íslandi er enn á góðum stað í Brussel, þó hún sé í skúffu þar, og það er rangt sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði í kosningabaráttunni að það væri endanlega búið að ganga frá henni. Framsóknarmenn (þegar SDG var formaður þar) reyndu hins vegar sitt besta til að rústa málinu fyrir rúmum áratug síðan, enda með helstu varðliðum sérhagsmuna hér á landi, t.d. úrelts landbúnaðarkerfis. Það kostaði skattgreiðendur um sautján milljarða á síðasta ári og þótti ekki nóg. Sagt var að ESB-aðild myndi ganga frá landbúnaði á Íslandi dauðum, en staðan í dag er hörmuleg, m.a. vegna himinhárra vaxta og verðbólgu – og hverjum er það að kenna? Andstæðingar ESB eru s.s. lafhræddir við að: -Ísland fái stöðugan gjaldmiðil, sem myndi skapa hér alvöru stöðugleika og möguleika á fyrirjáanleika fyrir almenning og fyrirtæki. -Að það sé hægt að afnema verðtryggingu sem enginn útlendingur skilur og gerir ekkert annað en að hlaða skuldum á lántakendur, hamlar erlendri fjárfestingu, sem og möguleikum almennings innanlands. -Að það sé mögulegt fyrir fyrirtæki að losna hér við mikinn viðskiptakostnað, en þess ber að geta að flest stærstu fyrirtækin hafa flúið krónuna og gera upp í evrum eða dollar. Það er almenningi hins vegar ekki boðið upp á og er auðvitðað óréttlátt. Sumir eru einfaldlega jafnari en aðrir. -Að landið verði ,,þjóð meðal þjóða“ og að erlendir fjárfestar geti hugsað um það sem eðlilegan aðila að fjármálakerfi heimsins og þetta geti því mögulega aukið erlenda fjárfestingu (erlend fjárfesting mun líklega aukast við aðild að ESB, reynsla annarra ríkja sýnir það). -Og síðast en ekki síst, að Ísland losni úr því vaxta og verbólguvíti, sem reynt að innræta okkur að ,,eigi bara að vera svona“. Það er eitt mesta bull sem til er og er auðvitað bara réttlæting á slælegum vinnubrögðum. Verðbólga er eins og eldvarpa sem hvar sem er skilur eftir sig sviðna jörð. Akkilesarhæll íslenskra stjórnmála hefur frá stofnun lýðveldis verið hagstjórn og glíman við verðbólgu. Þeir himinháu vextir sem hér hafa verið eru meðal annars vegna gjaldmiðilsins (sem ýkir allar hagsveiflur, allir eru sammála um það) og því sóar hann einn og sér gríðarlegum fjármunum frá íslenskum almenningi og fyrirtækjum og hefur gert í gegnum tíðina. Þessa ,,blæðingu“ í formi vaxta og fjármagnskostnaðar verður einfaldlega að stöðva! Það er ekki hægt að bjóða komandi kynslóðum lengur upp hin skelfilegu ,,vöff“; (há) vexti, (óða)verðbólgu og verðtryggingu. Að t.d. húskaupendur hérlendis borgi þegar upp verður staðið tvær fasteignir á meðan nágrannar okkar á Norðurlöndum borga bara eina fasteign er á mannamáli rugl og ekkert annað. En allra mest óttast andstæðingar ESB auðvitað að missa spón úr aski sínum í skjóli sérhagsmunanna, því sérhagsmunir eru einmitt það sem orðið segir, þeir eru ,,sér“ en ekki almennir. ESB-aðild væri því nefnilega líka spurning um aukið réttlæti og jöfnuð í íslensku samfélagi. Það er of lítið rætt í þessu samhengi. Samkvæmt könnun sem gerð var fyrir Evrópuhreyfinguna í nóvember síðastliðinn er meirihluti fyrir því meðal landsmanna að hafa þjóðaratkvæði um að taka upp að nýju aðildarviðræðir (samtals 55% mjög eða fremur mikilvægt, um 21% í meðallagi mikilvægt). Auðvitað á almenningur rétt á því að kjósa um þetta mál og kominn tími til að draga úr ítökum sérhagsmuna hér á landi. Undanfarið höfum við því miður þó séð afar slæm dæmi um að sérhagsmunir virðast tröllríða íslensku samfélagi og sumir aðilar hér á landi hafa ákveðin stjórnmálaöfl að því er virðist algerlega í vasanum. Meira að segja lögbrot eru sett í lög (ný búvörulög)! Sérhagsmunagæsla á Íslandi er grímulaus og það er kominn tími á almannahagsmuni. Höfundur er stjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Evrópusambandið Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Sjá meira
Mikill óróleiki og ótti hefur skapast í herbúðum þeirra sem eru á móti ESB eftir nýliðnar kosningar. Já, þeir eru margir bara á nálum. Varðliðar sérhagsmunanna, einangrunarsinnar og aðrir slíkir eru lafhræddir við að almenningi á Íslandi verði gefinn kostur á því að ákveða hvort landið hefji aftur aðildarviðræður við ESB. Þeir virðast óttast þjóðarviljann og reyna því að slá ryki í augu fólks með ýmsum hætti, rangfærslum og hálf-sannleika. Umsóknin frá Íslandi er enn á góðum stað í Brussel, þó hún sé í skúffu þar, og það er rangt sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði í kosningabaráttunni að það væri endanlega búið að ganga frá henni. Framsóknarmenn (þegar SDG var formaður þar) reyndu hins vegar sitt besta til að rústa málinu fyrir rúmum áratug síðan, enda með helstu varðliðum sérhagsmuna hér á landi, t.d. úrelts landbúnaðarkerfis. Það kostaði skattgreiðendur um sautján milljarða á síðasta ári og þótti ekki nóg. Sagt var að ESB-aðild myndi ganga frá landbúnaði á Íslandi dauðum, en staðan í dag er hörmuleg, m.a. vegna himinhárra vaxta og verðbólgu – og hverjum er það að kenna? Andstæðingar ESB eru s.s. lafhræddir við að: -Ísland fái stöðugan gjaldmiðil, sem myndi skapa hér alvöru stöðugleika og möguleika á fyrirjáanleika fyrir almenning og fyrirtæki. -Að það sé hægt að afnema verðtryggingu sem enginn útlendingur skilur og gerir ekkert annað en að hlaða skuldum á lántakendur, hamlar erlendri fjárfestingu, sem og möguleikum almennings innanlands. -Að það sé mögulegt fyrir fyrirtæki að losna hér við mikinn viðskiptakostnað, en þess ber að geta að flest stærstu fyrirtækin hafa flúið krónuna og gera upp í evrum eða dollar. Það er almenningi hins vegar ekki boðið upp á og er auðvitðað óréttlátt. Sumir eru einfaldlega jafnari en aðrir. -Að landið verði ,,þjóð meðal þjóða“ og að erlendir fjárfestar geti hugsað um það sem eðlilegan aðila að fjármálakerfi heimsins og þetta geti því mögulega aukið erlenda fjárfestingu (erlend fjárfesting mun líklega aukast við aðild að ESB, reynsla annarra ríkja sýnir það). -Og síðast en ekki síst, að Ísland losni úr því vaxta og verbólguvíti, sem reynt að innræta okkur að ,,eigi bara að vera svona“. Það er eitt mesta bull sem til er og er auðvitað bara réttlæting á slælegum vinnubrögðum. Verðbólga er eins og eldvarpa sem hvar sem er skilur eftir sig sviðna jörð. Akkilesarhæll íslenskra stjórnmála hefur frá stofnun lýðveldis verið hagstjórn og glíman við verðbólgu. Þeir himinháu vextir sem hér hafa verið eru meðal annars vegna gjaldmiðilsins (sem ýkir allar hagsveiflur, allir eru sammála um það) og því sóar hann einn og sér gríðarlegum fjármunum frá íslenskum almenningi og fyrirtækjum og hefur gert í gegnum tíðina. Þessa ,,blæðingu“ í formi vaxta og fjármagnskostnaðar verður einfaldlega að stöðva! Það er ekki hægt að bjóða komandi kynslóðum lengur upp hin skelfilegu ,,vöff“; (há) vexti, (óða)verðbólgu og verðtryggingu. Að t.d. húskaupendur hérlendis borgi þegar upp verður staðið tvær fasteignir á meðan nágrannar okkar á Norðurlöndum borga bara eina fasteign er á mannamáli rugl og ekkert annað. En allra mest óttast andstæðingar ESB auðvitað að missa spón úr aski sínum í skjóli sérhagsmunanna, því sérhagsmunir eru einmitt það sem orðið segir, þeir eru ,,sér“ en ekki almennir. ESB-aðild væri því nefnilega líka spurning um aukið réttlæti og jöfnuð í íslensku samfélagi. Það er of lítið rætt í þessu samhengi. Samkvæmt könnun sem gerð var fyrir Evrópuhreyfinguna í nóvember síðastliðinn er meirihluti fyrir því meðal landsmanna að hafa þjóðaratkvæði um að taka upp að nýju aðildarviðræðir (samtals 55% mjög eða fremur mikilvægt, um 21% í meðallagi mikilvægt). Auðvitað á almenningur rétt á því að kjósa um þetta mál og kominn tími til að draga úr ítökum sérhagsmuna hér á landi. Undanfarið höfum við því miður þó séð afar slæm dæmi um að sérhagsmunir virðast tröllríða íslensku samfélagi og sumir aðilar hér á landi hafa ákveðin stjórnmálaöfl að því er virðist algerlega í vasanum. Meira að segja lögbrot eru sett í lög (ný búvörulög)! Sérhagsmunagæsla á Íslandi er grímulaus og það er kominn tími á almannahagsmuni. Höfundur er stjórnmálafræðingur.
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar