Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Valur Páll Eiríksson skrifar 11. desember 2024 11:50 Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ Vísir/Anton Brink Þorvaldur Örlygsson segir leit KSÍ að nýjum landsliðsþjálfara karla í fótbolta miða vel. Enn hafi engir fundir átt sér stað með mögulegum arftaka Åge Hareide en óformleg samtöl hafi átt sér stað. Hann lofar ekki nýjum þjálfara fyrir jól. „Þetta gengur ljómandi fínt bara. Menn hafa unnið í okkar málum og skoðað stöðuna. Eins og gengur þá koma upp nöfn, menn sækja um. Það hafa þónokkrir sótt um og mörg áhugaverð nöfn komið upp,“ segir Þorvaldur í samtali við íþróttadeild. „Við höfum ákveðið það að gefa okkur tíma en viljum samt vinna þetta eins hratt og við getum. Við höfum sett okkur í samband við hina og þessa og reynt að ræða málin. Þetta gengur fínt, þetta er mjög áhugavert allavega,“ bætir hann við. Þó þessar viðræður og púlsmælingar hafi átt sér stað varðandi áhuga ákveðinna aðila hafa stjórnendur KSÍ enn ekki fundað með neinum aðilanna. Þorvaldur vill lítið gefa uppi um nöfn þeirra sem koma til greina. „Við erum ekki búnir að funda með neinum en höfum heyra í fullt af fólki og tekið púlsinn. Ég ætla ekkert að fara í hverja eða hvernig. Við höfum bara verið að skoða okkar mál,“ segir Þorvaldur. Gera megi ráð fyrir að einhverjir aðilanna sem sótt hafa um hjá KSÍ hafi einnig komið nafni sínu á framfæri við knattspyrnusambönd Færeyja og Finnlands. „Við erum heldur ekki eina sambandið, Finnland er líka að leita að landsliðsþjálfara og Færeyingar líka. Svo það eru miklar breytingar í Skandinavíu.“ Þorvaldur segir fjölda umsókna hafa borist á borð KSÍ en gefur lítið uppi um nákvæman fjölda. „Það hafa komið nokkuð margar umsóknir en ég ætla svo sem ekki að nefna neinar tölur um það, en það eru mörg áhugaverð nöfn. Við stefnum á að ræða við fleiri en einn aðila til að sjá hvaða möguleikar eru fyrir hendi og hvað hentar okkur,“ segir Þorvaldur. KSÍ sé hægt og rólega að sigta í gegnum nöfnin og stytta lista mögulegra þjálfara. Enginn tímarammi er kominn á hvenær fundarhöld með líklegum aðilum eigi sér stað. „Það er ekki kominn tímarammi á það. En við reynum að vinna þetta eins hratt og mögulegt er. Því fyrr því betra fyrir þann aðila að fara að einbeita sér að því verkefni sem sá aðili tekur við. Fyrsti leikur er strax í mars og á föstudaginn er dregið í undankeppni HM svo það er margt til að horfa fram á veginn. Þetta eru áhugaverðir tímar og aðilinn þarf að vel inn í starfið í dag,“ segir Þorvaldur. Verður KSÍ búið að ráða þjálfara fyrir jól? „Ég nú ekki að lofa neinni jólagjöf í því eins og er. Ég vildi óska þess að ég gæti sagt já. Það væri frábær jólagjöf,“ segir Þorvaldur að endingu. Landslið karla í fótbolta KSÍ Tengdar fréttir Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari og yfirmaður fótboltamála hjá KR, sagði sína á skoðun á landsliðsþjálfaraleit KSÍ þegar hann var gestur í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu í gær. 1. desember 2024 10:03 Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Þorvaldur Örlygsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, vill sjá Íslending taka við A-landsliði karla eftir að Åge Hareide að stíga frá borði. 25. nóvember 2024 23:31 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Sjá meira
„Þetta gengur ljómandi fínt bara. Menn hafa unnið í okkar málum og skoðað stöðuna. Eins og gengur þá koma upp nöfn, menn sækja um. Það hafa þónokkrir sótt um og mörg áhugaverð nöfn komið upp,“ segir Þorvaldur í samtali við íþróttadeild. „Við höfum ákveðið það að gefa okkur tíma en viljum samt vinna þetta eins hratt og við getum. Við höfum sett okkur í samband við hina og þessa og reynt að ræða málin. Þetta gengur fínt, þetta er mjög áhugavert allavega,“ bætir hann við. Þó þessar viðræður og púlsmælingar hafi átt sér stað varðandi áhuga ákveðinna aðila hafa stjórnendur KSÍ enn ekki fundað með neinum aðilanna. Þorvaldur vill lítið gefa uppi um nöfn þeirra sem koma til greina. „Við erum ekki búnir að funda með neinum en höfum heyra í fullt af fólki og tekið púlsinn. Ég ætla ekkert að fara í hverja eða hvernig. Við höfum bara verið að skoða okkar mál,“ segir Þorvaldur. Gera megi ráð fyrir að einhverjir aðilanna sem sótt hafa um hjá KSÍ hafi einnig komið nafni sínu á framfæri við knattspyrnusambönd Færeyja og Finnlands. „Við erum heldur ekki eina sambandið, Finnland er líka að leita að landsliðsþjálfara og Færeyingar líka. Svo það eru miklar breytingar í Skandinavíu.“ Þorvaldur segir fjölda umsókna hafa borist á borð KSÍ en gefur lítið uppi um nákvæman fjölda. „Það hafa komið nokkuð margar umsóknir en ég ætla svo sem ekki að nefna neinar tölur um það, en það eru mörg áhugaverð nöfn. Við stefnum á að ræða við fleiri en einn aðila til að sjá hvaða möguleikar eru fyrir hendi og hvað hentar okkur,“ segir Þorvaldur. KSÍ sé hægt og rólega að sigta í gegnum nöfnin og stytta lista mögulegra þjálfara. Enginn tímarammi er kominn á hvenær fundarhöld með líklegum aðilum eigi sér stað. „Það er ekki kominn tímarammi á það. En við reynum að vinna þetta eins hratt og mögulegt er. Því fyrr því betra fyrir þann aðila að fara að einbeita sér að því verkefni sem sá aðili tekur við. Fyrsti leikur er strax í mars og á föstudaginn er dregið í undankeppni HM svo það er margt til að horfa fram á veginn. Þetta eru áhugaverðir tímar og aðilinn þarf að vel inn í starfið í dag,“ segir Þorvaldur. Verður KSÍ búið að ráða þjálfara fyrir jól? „Ég nú ekki að lofa neinni jólagjöf í því eins og er. Ég vildi óska þess að ég gæti sagt já. Það væri frábær jólagjöf,“ segir Þorvaldur að endingu.
Landslið karla í fótbolta KSÍ Tengdar fréttir Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari og yfirmaður fótboltamála hjá KR, sagði sína á skoðun á landsliðsþjálfaraleit KSÍ þegar hann var gestur í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu í gær. 1. desember 2024 10:03 Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Þorvaldur Örlygsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, vill sjá Íslending taka við A-landsliði karla eftir að Åge Hareide að stíga frá borði. 25. nóvember 2024 23:31 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Sjá meira
Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari og yfirmaður fótboltamála hjá KR, sagði sína á skoðun á landsliðsþjálfaraleit KSÍ þegar hann var gestur í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu í gær. 1. desember 2024 10:03
Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Þorvaldur Örlygsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, vill sjá Íslending taka við A-landsliði karla eftir að Åge Hareide að stíga frá borði. 25. nóvember 2024 23:31
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast