Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Árni Sæberg skrifar 12. desember 2024 06:31 Björn Brynjúlfur Björnsson er framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Vísir/Vilhelm Í úttekt Viðskiptaráðs Íslands eru aukin réttindi opinberra starfsmanna talin jafngilda 19 prósent kauphækkun miðað við einkageirann. Sérréttindin sem þar eru undir eru styttri vinnuvika, ríkari veikindaréttur, aukið starfsöryggi og lengra orlof. Þetta kemur fram á vef Viðskiptaráðs. Þar segir að sérréttindin séu metin til fjár með því að bera saman áhrif starfstengdra réttinda á eiginlegt tímakaup opinberra starfsmanna annars vegar og starfsfólks í einkageiranum hins vegar. Styttri vinnuvikan vegur langþyngst Styttri vinnuvikan vegi þyngst og jafngildi 11,1 prósent kauphækkun opinberra starfsmanna. Ríkari veikindaréttur jafngildi 3,3 prósent kauphækkun, aukið starfsöryggi 2,7 prósent kauphækkun og lengra orlof 1,4 prósent kauphækkun. „Þegar allt fernt er tekið saman jafngilda sérréttindi opinbers starfsmanns 18,6% hærra tímakaupi en hjá starfsmanni í einkageiranum með sömu mánaðarlaun.“ Vinnuvikan sé að meðaltali 3,4 klukkustundum styttri hjá opinberum starfsmönnum samanborið við starfsfólk í einkageiranum. Meðalfjöldi vikulegra vinnustunda sé 32,3 klukkustundir hjá hinu opinbera en 35,7 klukkustundir í einkageiranum. Stytting vinnuvikunnar hafi gengið lengra hjá hinu opinbera en í einkageiranum. Í dagvinnu hafi verið algengt að styttingin næmi fjórum klukkustundum á viku hjá hinu opinbera en 0,45 til einni klukkustund í einkageiranum. Í vaktavinnu hafi vinnuvikan geta styst í allt að 32 klukkustundir hjá hinu opinbera en lítið eða ekkert í einkageiranum. Við mat á áhrifum styttri vinnutíma á eiginlegt tímakaup hafi Viðskiptaráð notað meðalfjölda vikulegra vinnustunda í aðalstarfi fyrir opinbera starfsmenn annars vegar og starfsfólk í einkageiranum hins vegar. Tvöfalt fleiri veikindafjarvistir Þá segir að veikindaréttur sé ríkari hjá hinu opinbera og veikindafjarvistir tvöfalt algengari. Veikindaréttur fari eftir starfsaldri og sé í sumum tilfellum margfaldur hjá hinu opinbera samanborið við einkageirann. „Sem dæmi á opinber starfsmaður rétt á 95 veikindadögum eftir eitt ár í starfi. Í einkageiranum á starfsmaður í sömu sporum rétt á 24 veikindadögum á ári. Veikindaréttur opinbera starfsmannsins er í því tilfelli tæplega fjórfaldur á við einkageirann.“ Opinberir starfsmenn nýti veikindarétt sinn einnig í ríkari mæli en starfsfólk í einkageiranum. Veikindadagar séu sextán á ári hjá hinu opinbera en átta í einkageiranum, eða tvöfalt fleiri, samkvæmt rannsókn Hagstofunnar á launakostnaði. Úttekt VIRK árið 2014 hafi leitt áþekka niðurstöðu í ljós þar sem veikindafjarvistir jafngiltu að meðaltali tuttugu dögum á ári samanborið við tíu daga í einkageiranum. Við mat á áhrifum aukins veikindaréttar og -fjarvista á eiginlegt tímakaup hafi Viðskiptaráð borið saman meðalfjölda veikindadaga hjá hinu opinbera og í einkageiranum. Þreföld uppsagnarvernd Opinberir starfsmenn njóti þrefaldrar uppsagnarverndar samanborið við einkageirann. Í fyrsta lagi njóti þeir sömu verndar og starfsfólk í einkageiranum, eða almennrar verndar. Í öðru lagi njóti þeir verndar vegna stjórnsýslulaga. Í þriðja lagi njóti þeir viðbótarverndar vegna svokallaðra starfsmannalaga, það er laga um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Þessi þrefalda uppsagnarvernd valdi því að starfsöryggi opinberra starfsmanna sé meira en í einkageiranum og atvinnuleysi þeirra lægra. Hjá þeim sem störfuðu síðast fyrir hið opinbera hafi atvinnuleysi verið 1,3 prósent að jafnaði árin 2013 til 2022 samanborið við 3,8 prósent í einkageiranum. Ríkari uppsagnarvernd opinberra starfsmanna hafi verið ætlað að gæta hagsmuna almennings með því að vernda framkvæmdavaldið gagnvart pólitískum afskiptum. Reynsla Íslands og annarra ríkja hafi hins vegar sýnt að verndin sé bæði lamandi og nái til fjölmargra starfsmanna þar sem hætta á slíkum afskiptum er ekki til staðar. Þá sé útfærsla verndarinnar íþyngjandi. Áminningarferlið sem starfsmannalögin kveða á um sé svo þunglamalegt að því sé nær aldrei beitt. Árin 2004 til 2009 hafi einungis 17 af 18.000 ríkisstarfsmönnum hlotið áminningu. Þrír aukafrídagar Loks segir að opinberir starfsmenn njóti ríkari orlofsréttinda en starfsfólk í einkageiranum. Orlofsréttur hjá hinu opinbera nemi þrjátíu dögum á ári óháð starfs- og lífaldri. Í einkageiranum byrji orlofið í 24 dögum og geti hæst orðið þrjátíu dagar eftir sjö ár í starfi hjá sama vinnuveitanda eða í sömu atvinnugrein. Að meðaltali nemi orlofsréttur starfsfólks í einkageiranum 27 dögum á ári. Til viðbótar ávinni opinberir starfsmenn sér inn rétt til orlofslauna í fæðingarorlofi ólíkt starfsfólki í einkageiranum. Þá teljist opinberir starfsmenn sem veikjast í orlofi ekki vera í orlofi þá daga sem þeir eru veikir. Til að starfsmaður í einkageiranum geti nýtt veikindadaga í orlofi þurfi viðkomandi að tilkynna vinnuveitenda sínum um veikindin á fyrsta degi þeirra, vera veikur í að minnsta kosti þrjá daga samfellt og vinnuveitandi hafi jafnframt rétt á að láta lækni vitja starfsmannsins. Sérréttindin fjármögnuð með skattheimtu Í samantekt segir að að mati Viðskiptaráðs séu engin málefnaleg rök fyrir þeim sérréttindum sem opinberir starfsmenn njóta í dag. Þessi sérréttindi séu meðal annars fjármögnuð með því að skattleggja þá launþega sem starfa í einkageiranum og búa við lakari réttindi á sama tíma. Það samrýmist illa grundvallarsjónarmiði um jafnræði að opinberir starfsmenn sitji skör hærra en almennir borgarar á þessu sviði. „Sérréttindin valda einnig skekkju í opinberri umræðu þar sem lítið tillit er tekið til þeirra við samanburð á launakjörum hjá hinu opinbera og í einkageiranum. Fjölmennar stéttir opinberra starfsmanna hafa sem dæmi gert kröfur um sambærileg launakjör og starfsfólk í einkageiranum án þess að taka tillit til áhrifa sérréttinda sinna.“ Viðskiptaráð leggi því til að sérréttindi opinberra starfsmanna verði afnumin, með afmörkuðum undantekningum. Vinnumarkaður Rekstur hins opinbera Kjaramál Mest lesið Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Viðskipti innlent Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Viðskipti innlent Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Helgi ráðinn sölustjóri Viðskipti innlent Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Íslandsbanki breytir vöxtunum Sameina útibú TM og Landsbankans Hersir til Símans Furðar sig á að þurfa að stefna fyrrverandi ráðherra til vitnis Mariam til Wisefish Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Viðskiptaráðs. Þar segir að sérréttindin séu metin til fjár með því að bera saman áhrif starfstengdra réttinda á eiginlegt tímakaup opinberra starfsmanna annars vegar og starfsfólks í einkageiranum hins vegar. Styttri vinnuvikan vegur langþyngst Styttri vinnuvikan vegi þyngst og jafngildi 11,1 prósent kauphækkun opinberra starfsmanna. Ríkari veikindaréttur jafngildi 3,3 prósent kauphækkun, aukið starfsöryggi 2,7 prósent kauphækkun og lengra orlof 1,4 prósent kauphækkun. „Þegar allt fernt er tekið saman jafngilda sérréttindi opinbers starfsmanns 18,6% hærra tímakaupi en hjá starfsmanni í einkageiranum með sömu mánaðarlaun.“ Vinnuvikan sé að meðaltali 3,4 klukkustundum styttri hjá opinberum starfsmönnum samanborið við starfsfólk í einkageiranum. Meðalfjöldi vikulegra vinnustunda sé 32,3 klukkustundir hjá hinu opinbera en 35,7 klukkustundir í einkageiranum. Stytting vinnuvikunnar hafi gengið lengra hjá hinu opinbera en í einkageiranum. Í dagvinnu hafi verið algengt að styttingin næmi fjórum klukkustundum á viku hjá hinu opinbera en 0,45 til einni klukkustund í einkageiranum. Í vaktavinnu hafi vinnuvikan geta styst í allt að 32 klukkustundir hjá hinu opinbera en lítið eða ekkert í einkageiranum. Við mat á áhrifum styttri vinnutíma á eiginlegt tímakaup hafi Viðskiptaráð notað meðalfjölda vikulegra vinnustunda í aðalstarfi fyrir opinbera starfsmenn annars vegar og starfsfólk í einkageiranum hins vegar. Tvöfalt fleiri veikindafjarvistir Þá segir að veikindaréttur sé ríkari hjá hinu opinbera og veikindafjarvistir tvöfalt algengari. Veikindaréttur fari eftir starfsaldri og sé í sumum tilfellum margfaldur hjá hinu opinbera samanborið við einkageirann. „Sem dæmi á opinber starfsmaður rétt á 95 veikindadögum eftir eitt ár í starfi. Í einkageiranum á starfsmaður í sömu sporum rétt á 24 veikindadögum á ári. Veikindaréttur opinbera starfsmannsins er í því tilfelli tæplega fjórfaldur á við einkageirann.“ Opinberir starfsmenn nýti veikindarétt sinn einnig í ríkari mæli en starfsfólk í einkageiranum. Veikindadagar séu sextán á ári hjá hinu opinbera en átta í einkageiranum, eða tvöfalt fleiri, samkvæmt rannsókn Hagstofunnar á launakostnaði. Úttekt VIRK árið 2014 hafi leitt áþekka niðurstöðu í ljós þar sem veikindafjarvistir jafngiltu að meðaltali tuttugu dögum á ári samanborið við tíu daga í einkageiranum. Við mat á áhrifum aukins veikindaréttar og -fjarvista á eiginlegt tímakaup hafi Viðskiptaráð borið saman meðalfjölda veikindadaga hjá hinu opinbera og í einkageiranum. Þreföld uppsagnarvernd Opinberir starfsmenn njóti þrefaldrar uppsagnarverndar samanborið við einkageirann. Í fyrsta lagi njóti þeir sömu verndar og starfsfólk í einkageiranum, eða almennrar verndar. Í öðru lagi njóti þeir verndar vegna stjórnsýslulaga. Í þriðja lagi njóti þeir viðbótarverndar vegna svokallaðra starfsmannalaga, það er laga um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Þessi þrefalda uppsagnarvernd valdi því að starfsöryggi opinberra starfsmanna sé meira en í einkageiranum og atvinnuleysi þeirra lægra. Hjá þeim sem störfuðu síðast fyrir hið opinbera hafi atvinnuleysi verið 1,3 prósent að jafnaði árin 2013 til 2022 samanborið við 3,8 prósent í einkageiranum. Ríkari uppsagnarvernd opinberra starfsmanna hafi verið ætlað að gæta hagsmuna almennings með því að vernda framkvæmdavaldið gagnvart pólitískum afskiptum. Reynsla Íslands og annarra ríkja hafi hins vegar sýnt að verndin sé bæði lamandi og nái til fjölmargra starfsmanna þar sem hætta á slíkum afskiptum er ekki til staðar. Þá sé útfærsla verndarinnar íþyngjandi. Áminningarferlið sem starfsmannalögin kveða á um sé svo þunglamalegt að því sé nær aldrei beitt. Árin 2004 til 2009 hafi einungis 17 af 18.000 ríkisstarfsmönnum hlotið áminningu. Þrír aukafrídagar Loks segir að opinberir starfsmenn njóti ríkari orlofsréttinda en starfsfólk í einkageiranum. Orlofsréttur hjá hinu opinbera nemi þrjátíu dögum á ári óháð starfs- og lífaldri. Í einkageiranum byrji orlofið í 24 dögum og geti hæst orðið þrjátíu dagar eftir sjö ár í starfi hjá sama vinnuveitanda eða í sömu atvinnugrein. Að meðaltali nemi orlofsréttur starfsfólks í einkageiranum 27 dögum á ári. Til viðbótar ávinni opinberir starfsmenn sér inn rétt til orlofslauna í fæðingarorlofi ólíkt starfsfólki í einkageiranum. Þá teljist opinberir starfsmenn sem veikjast í orlofi ekki vera í orlofi þá daga sem þeir eru veikir. Til að starfsmaður í einkageiranum geti nýtt veikindadaga í orlofi þurfi viðkomandi að tilkynna vinnuveitenda sínum um veikindin á fyrsta degi þeirra, vera veikur í að minnsta kosti þrjá daga samfellt og vinnuveitandi hafi jafnframt rétt á að láta lækni vitja starfsmannsins. Sérréttindin fjármögnuð með skattheimtu Í samantekt segir að að mati Viðskiptaráðs séu engin málefnaleg rök fyrir þeim sérréttindum sem opinberir starfsmenn njóta í dag. Þessi sérréttindi séu meðal annars fjármögnuð með því að skattleggja þá launþega sem starfa í einkageiranum og búa við lakari réttindi á sama tíma. Það samrýmist illa grundvallarsjónarmiði um jafnræði að opinberir starfsmenn sitji skör hærra en almennir borgarar á þessu sviði. „Sérréttindin valda einnig skekkju í opinberri umræðu þar sem lítið tillit er tekið til þeirra við samanburð á launakjörum hjá hinu opinbera og í einkageiranum. Fjölmennar stéttir opinberra starfsmanna hafa sem dæmi gert kröfur um sambærileg launakjör og starfsfólk í einkageiranum án þess að taka tillit til áhrifa sérréttinda sinna.“ Viðskiptaráð leggi því til að sérréttindi opinberra starfsmanna verði afnumin, með afmörkuðum undantekningum.
Vinnumarkaður Rekstur hins opinbera Kjaramál Mest lesið Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Viðskipti innlent Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Viðskipti innlent Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Helgi ráðinn sölustjóri Viðskipti innlent Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Íslandsbanki breytir vöxtunum Sameina útibú TM og Landsbankans Hersir til Símans Furðar sig á að þurfa að stefna fyrrverandi ráðherra til vitnis Mariam til Wisefish Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Sjá meira