Innlent

Lög­reglan lýsir eftir Ás­laugu

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
image

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu Helgu B. Traustadóttur. Áslaug fór að heiman frá sér á Tálknafirði síðastliðinn sunnudag.

Lögreglan biður þá sem kunna að hafa séð til Áslaugar síðan á sunnudag eða hafa upplýsingar um ferðir hennar eru beðnir um að hafa samband við lögregluna á Vestfjörðum í gegnum 112.

Embættið greindi frá því í gær að leit að einstaklingi stæði yfir á Tálknafirði. Þrjátíu manns komu að leitinni og var gert hlé á henni í gærkvöldi. 

Ingvar Jakobsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Vestfjörðum staðfestir í samtali við fréttastofu að Áslaug er sá einstaklingur sem verið var að leita að í gær. 

Fréttin hefur verið uppfærð. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×