Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. desember 2024 14:06 Bragi Bjarnason, bæjarstjóri í Árborg mætti í nýju verslunina og bauð forsvarsmenn hennar velkomna með verslunina á Selfoss. Hann er hér til vinstri með þeim Gunni Líf Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra verslunar- og mannauðssviðs Samkaupa og Gunnari Agli Sigurðssyni, forstjóra Samkaupa. Magnús Hlynur Hreiðarsson Samkeppni á matvörumarkaði á Selfossi harðnar og harðnar því Nettó var að opna þar þúsund fermetra verslun en fyrir er Nettó með aðra verslun í bæjarfélaginu, auk þess að vera með Krambúð. Bónus og Krónan eru líka á Selfossi. Nýja Nettóverslunin er við Eyraveginn á Selfossi þar sem Húsasmiðjan var áður til húsa en verslunin var opnuð í gær. Um þúsund fermetra verslun er að ræða. Með nýju versluninni harðnar enn samkeppnin á matvörumarkaði neytendum til góðs því allar verslanirnar reyna nú að bjóða upp á lægsta og hagstæðasta vöruverðið þannig að fólkið komi þar sem lægsta verðið er. Nettó er í eigu Samkaupa og eru verslanir samstæðunnar orðnar rúmlega 60 talsins undir merkjum Nettó, Kjörbúðarinnar, Krambúðarinnar og Iceland. Gunnur Líf Gunnarsdóttir er framkvæmdastjóra verslunar- og mannauðssviðs Samkaupa. Hún er ánægð með að Nettó hafi opnað aðra verslun á Selfossi. „Þetta er þúsund fermetra verslun þannig að ég hlakka til að fá alla Sunnlendinga hér að versla. Við höfum gríðarlega trú á þessu svæði. Við vitum að uppbyggingin er mikil í Árborg og hér í sveitarfélögunum í kring. Við erum komin hér til að vera,” segir Gunnur Líf. Og þetta þýðir náttúrulega heilmikla samkeppni á matvörumarkaðnum hérna er það ekki? „Jú og við erum hér að keppa, við erum að keppa með Nettó á lágvörumarkaði og ætlum að gera það áfram þannig að það verður bara jákvætt og gott,” segir Gunnur. Það hefur verið meira en nóg að gera í nýju versluninni eftir að hún opnað í gær.Magnús Hlynur Hreiðarsson Gunnur segir að nýtt app Nettó hafi algjörlega slegið í gegn með jóladagatali en það eru 85 þúsund meðlimir í appinu. „Það seldust sex tonn af nautakjöt í gær hjá okkur af nautalundum á apptilboði og það er mun meira en í fyrra og við erum bara gríðarlega ánægð með hvað viðskiptavinir eru að taka okkur vel,” segir Gunnur Líf. Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóra verslunar- og mannauðssviðs Samkaupa, ásamt Finni Hafliðasyni, verslunarstjóri nýju verslunarinnar á Selfossi og Heiðari Róberti Birnissyni, aðstoðarframkvæmdastjóri á verslunar- og mannauðssviði SamkaupaþMagnús Hlynur Hreiðarsson Brosið fer ekki af Finni Hafliðasyni, verslunarstjóra nýju Nettóverslunarinnar á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Matvöruverslun Verslun Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Sjá meira
Nýja Nettóverslunin er við Eyraveginn á Selfossi þar sem Húsasmiðjan var áður til húsa en verslunin var opnuð í gær. Um þúsund fermetra verslun er að ræða. Með nýju versluninni harðnar enn samkeppnin á matvörumarkaði neytendum til góðs því allar verslanirnar reyna nú að bjóða upp á lægsta og hagstæðasta vöruverðið þannig að fólkið komi þar sem lægsta verðið er. Nettó er í eigu Samkaupa og eru verslanir samstæðunnar orðnar rúmlega 60 talsins undir merkjum Nettó, Kjörbúðarinnar, Krambúðarinnar og Iceland. Gunnur Líf Gunnarsdóttir er framkvæmdastjóra verslunar- og mannauðssviðs Samkaupa. Hún er ánægð með að Nettó hafi opnað aðra verslun á Selfossi. „Þetta er þúsund fermetra verslun þannig að ég hlakka til að fá alla Sunnlendinga hér að versla. Við höfum gríðarlega trú á þessu svæði. Við vitum að uppbyggingin er mikil í Árborg og hér í sveitarfélögunum í kring. Við erum komin hér til að vera,” segir Gunnur Líf. Og þetta þýðir náttúrulega heilmikla samkeppni á matvörumarkaðnum hérna er það ekki? „Jú og við erum hér að keppa, við erum að keppa með Nettó á lágvörumarkaði og ætlum að gera það áfram þannig að það verður bara jákvætt og gott,” segir Gunnur. Það hefur verið meira en nóg að gera í nýju versluninni eftir að hún opnað í gær.Magnús Hlynur Hreiðarsson Gunnur segir að nýtt app Nettó hafi algjörlega slegið í gegn með jóladagatali en það eru 85 þúsund meðlimir í appinu. „Það seldust sex tonn af nautakjöt í gær hjá okkur af nautalundum á apptilboði og það er mun meira en í fyrra og við erum bara gríðarlega ánægð með hvað viðskiptavinir eru að taka okkur vel,” segir Gunnur Líf. Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóra verslunar- og mannauðssviðs Samkaupa, ásamt Finni Hafliðasyni, verslunarstjóri nýju verslunarinnar á Selfossi og Heiðari Róberti Birnissyni, aðstoðarframkvæmdastjóri á verslunar- og mannauðssviði SamkaupaþMagnús Hlynur Hreiðarsson Brosið fer ekki af Finni Hafliðasyni, verslunarstjóra nýju Nettóverslunarinnar á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Matvöruverslun Verslun Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Sjá meira