Besta brúðkaupsmynd ársins tekin í íshelli á Íslandi Lovísa Arnardóttir skrifar 15. desember 2024 14:57 Sigurmyndin í keppninni. Eins og fram kemur í textanum að neðan hafði Bettina mikið fyrir því að ná myndinni. Mynd/Bettina Vass Ungverski ljósmyndarinn Bettina Vass hlaut á dögunum fyrstu verðlaun sem besti alþjóðlegi brúðkaupsljósmyndarinn í International Wedding Photographer of the Year. Bettina er sérhæfð í brúðkaupsljósmyndun og hefur verið búsett á Íslandi síðustu tólf ár. Myndin sem hún hlaut verðlaun fyrir er tekin í íshelli í Kötlujökli af þeim Mauli og Christian. Í umsögn um myndina segir Luke Simon framkvæmdastjóri verðlaunanna að hann hafi varla trúað því að myndin væri raunveruleg og að það væri satt að athöfnin hefði átt sér stað á þessum stað. Myndin hefði ekki verið gjaldgeng í flokki bestu brúðkaupsmyndanna ef hún hefði ekki sannarlega verið tekin í athöfninni. View this post on Instagram A post shared by ICELAND ELOPEMENT + WEDDING PHOTOGRAPHER (@bettinavassphoto_iceland) Hann segir æ fleiri pör leitast eftir því að brúðkaup þeirra eigi sér stað við einhvers konar ævintýralegar aðstæður og það eigi sérstaklega við hjá Mauli og Christian. Skiptust á að æla í ruslafötu á leiðinni „Ég var gengin tíu vikur daginn sem þau hlupust á brott, ég var mjög veik og mjög óglatt,“ segir Bettina á vef verðlaunanna. Hún hafi haft miklar áhyggjur af fimm tíma akstrinum frá Reykjavík til Víkur þar sem jökullinn er staðsettur. Það hafi verið mjög ánægjulegt að fá að sitja í bíl með Christian og Mauli. Meðferðis í bílferðina hafði hún lítinn poka og IKEA ruslatunnu skyldi hún þurfa að æla. „Þetta reyndist svo vera afar erfiður dagur því bæði ég og brúðurin vorum veikar og deildum ruslatunnunni alla leiðina. Ég endaði á því að æla á öllum bensínstöðum á milli Reykjavíkur og Víkur, og bak við stóran jöklajeppa,“ er haft eftir Bettinu á síðunni þar sem hún svo heldur áfram að lýsa erfiðu ferðalaginu að jöklinum. Margrét Gauja Magnúsdóttir gaf parið saman uppi á jöklinum.Mynd/Bettina Vass Hún segir það auk þess hafa verið afar erfitt að ná myndinni því það hafi verið erfitt að halda jafnvægi á ísnum á sama tíma og hún tókst á við stöðuga ógleðina. „Þegar ég hugsa til baka, þrátt fyrir þessar áskoranir, er þetta ein af mínum hlýjustu og fyndnustu minningum,“ segir Bettina. Þá greinir hún frá því að stuttu síðar hafi barn hennar dáið í móðurkviði en að hún muni alltaf minnast þessa dags með hlýju. Tilvalin staðsetning Hún segir að allt frá því að Mauli og Christian lögðu til við hana að gifta sig á toppi jökuls hafi hún verið spennt fyrir myndatökunni og vitað að hún yrði sérstök. Það sé erfitt og langt ferðalag að íshellinum en að hann sé einn þeirra sem sé hægt að heimsækja allan ársins hring og því tilvalin staðsetning fyrir sumarbrúðkaup á Íslandi. Bettina flutti til Íslands fyrir um tólf árum. Byrjaði að vinna á leikskóla en fann sig svo í ljósmyndun og vinnur nú við það. Hún fékk líka verðlaun í keppninni sem nýliði og fyrir staðsetningu myndarinnar.Aðsend Hægt er að lesa umsögn og sjá fleiri myndir frá brúðkaupinu hér á vef verðlaunanna og meira um myndatökuna frá Bettinu sjálfri hér. Brúðkaup Ástin og lífið Ljósmyndun Ungverjaland Fréttir ársins 2024 Mest lesið Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Fleiri fréttir Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Sjá meira
Myndin sem hún hlaut verðlaun fyrir er tekin í íshelli í Kötlujökli af þeim Mauli og Christian. Í umsögn um myndina segir Luke Simon framkvæmdastjóri verðlaunanna að hann hafi varla trúað því að myndin væri raunveruleg og að það væri satt að athöfnin hefði átt sér stað á þessum stað. Myndin hefði ekki verið gjaldgeng í flokki bestu brúðkaupsmyndanna ef hún hefði ekki sannarlega verið tekin í athöfninni. View this post on Instagram A post shared by ICELAND ELOPEMENT + WEDDING PHOTOGRAPHER (@bettinavassphoto_iceland) Hann segir æ fleiri pör leitast eftir því að brúðkaup þeirra eigi sér stað við einhvers konar ævintýralegar aðstæður og það eigi sérstaklega við hjá Mauli og Christian. Skiptust á að æla í ruslafötu á leiðinni „Ég var gengin tíu vikur daginn sem þau hlupust á brott, ég var mjög veik og mjög óglatt,“ segir Bettina á vef verðlaunanna. Hún hafi haft miklar áhyggjur af fimm tíma akstrinum frá Reykjavík til Víkur þar sem jökullinn er staðsettur. Það hafi verið mjög ánægjulegt að fá að sitja í bíl með Christian og Mauli. Meðferðis í bílferðina hafði hún lítinn poka og IKEA ruslatunnu skyldi hún þurfa að æla. „Þetta reyndist svo vera afar erfiður dagur því bæði ég og brúðurin vorum veikar og deildum ruslatunnunni alla leiðina. Ég endaði á því að æla á öllum bensínstöðum á milli Reykjavíkur og Víkur, og bak við stóran jöklajeppa,“ er haft eftir Bettinu á síðunni þar sem hún svo heldur áfram að lýsa erfiðu ferðalaginu að jöklinum. Margrét Gauja Magnúsdóttir gaf parið saman uppi á jöklinum.Mynd/Bettina Vass Hún segir það auk þess hafa verið afar erfitt að ná myndinni því það hafi verið erfitt að halda jafnvægi á ísnum á sama tíma og hún tókst á við stöðuga ógleðina. „Þegar ég hugsa til baka, þrátt fyrir þessar áskoranir, er þetta ein af mínum hlýjustu og fyndnustu minningum,“ segir Bettina. Þá greinir hún frá því að stuttu síðar hafi barn hennar dáið í móðurkviði en að hún muni alltaf minnast þessa dags með hlýju. Tilvalin staðsetning Hún segir að allt frá því að Mauli og Christian lögðu til við hana að gifta sig á toppi jökuls hafi hún verið spennt fyrir myndatökunni og vitað að hún yrði sérstök. Það sé erfitt og langt ferðalag að íshellinum en að hann sé einn þeirra sem sé hægt að heimsækja allan ársins hring og því tilvalin staðsetning fyrir sumarbrúðkaup á Íslandi. Bettina flutti til Íslands fyrir um tólf árum. Byrjaði að vinna á leikskóla en fann sig svo í ljósmyndun og vinnur nú við það. Hún fékk líka verðlaun í keppninni sem nýliði og fyrir staðsetningu myndarinnar.Aðsend Hægt er að lesa umsögn og sjá fleiri myndir frá brúðkaupinu hér á vef verðlaunanna og meira um myndatökuna frá Bettinu sjálfri hér.
Brúðkaup Ástin og lífið Ljósmyndun Ungverjaland Fréttir ársins 2024 Mest lesið Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Fleiri fréttir Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Sjá meira
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp