Enska landsliðið fær ekki að spila á Wembley Smári Jökull Jónsson skrifar 15. desember 2024 17:31 Harry Kane og Jude Bellingham þurfa að færa sig á nýjan heimavöll í september. Vísir/Getty Wembley leikvangurinn í Lundúnum hefur verið heimavöllur enska landsliðsins í knattspyrnu svo lengi sem elstu menn muna. Þegar liðið mætir Andorra í undankeppni HM í haust munu þeir hins vegar þurfa að finna annan heimavöll. Undankeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu árið 2026 hefst í mars á næsta ári og lýkur ári síðar með umspilsleikjum. Enska landsliðið dróst í riðil ásamt Serbíu, Albaníu, Lettlandi og Andorra og ættu að eiga greiða leið á heimsmeistaramótið sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada sumarið 2026. Þegar enska liðið mætir Andorra í september á næsta ári munu þeir hins vegar ekki spila á Wembley eins og þeir nær oftast gera. Ástæðan er sú að hljómsveitin Coldplay er með fyrirhugaða tónleika á leikvanginum á sama tíma og eftir að fleiri tónleikum var bætt við sökum gríðarlegrar eftirspurnar var ljóst að landsliðið þyrfti að finna nýjan heimavöll. Síðustu tónleikar hljómsveitarinnar fara fram þann 8. september en leikurinn gegn Androra er á dagskrá tveimur dögum fyrr. Engir tónleikar eru fyrirhugaðir sama dag og leikurinn fer fram en tónleikahaldið krefst töluverðra framkvæmda á vellinum og ekki verður hægt að gera hann tilbúinn fyrir knattspyrnuleik á milli tónleika. Enska liðið þarf því líklega að leita að heimavelli fyrir utan höfuðborgina og er líklegast að St. James Park í Newcastle, Stadium of Light í Sunderland eða Old Trafford í Manchester verði fyrir valinu sem heimavöllur. HM 2026 í fótbolta Mest lesið Með skýr skilaboð til Arons og Gylfa: Hættið á meðan þið getið gert það sjálfir Fótbolti „Datt aldrei í hug að Arnar yrði lélegri en Arnar“ Fótbolti Frakkland verður með Íslandi í riðli Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kósovó 1-3 | Aldrei verið á verri stað Fótbolti Donni markahæstur meðan Guðmundur skoraði eitt gegn Ágústi Handbolti Fyrsti El Clásico sigurinn skilaði sér: „Við höfðum alltaf trú“ Sport „Ætla ekki að standa hérna og afsaka neitt“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr leik Íslands og Kósovó Fótbolti Gísli Laxdal snýr heim á Skagann Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Martraðarinnkoma og fall úr B-deild Fótbolti Fleiri fréttir Frakkland verður með Íslandi í riðli Með skýr skilaboð til Arons og Gylfa: Hættið á meðan þið getið gert það sjálfir Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ætla ekki að standa hérna og afsaka neitt“ „Verður að vera þolinmæði og verður að vera bjartsýni“ „Mér fannst það svolítið vanta í dag“ „Horfi enn þá mjög jákvæður á framhaldið“ „Á báðum endum vallarins ekki nógu góðir“ Heimir stýrði til sigurs og Írland heldur sér uppi Einkunnir Íslands: Martraðarinnkoma og fall úr B-deild „Datt aldrei í hug að Arnar yrði lélegri en Arnar“ Umfjöllun: Ísland - Kósovó 1-3 | Aldrei verið á verri stað Sjáðu mörkin úr leik Íslands og Kósovó Sædís með mark og stoðsendingu í opnunarleiknum Alexandra lagði upp í frumrauninni Sex breytingar á byrjunarliðinu Íslenskur fjöldasöngur í Murcia Gummi Ben og Kjartan Henry hituðu upp í Murcia Cecilía varði víti Ronaldo alveg sama um eftirhermu Højlunds Tvær ólíkar íþróttir heima og úti: „Viljum vera aggressívari og taka meiri sénsa“ „Hlökkum til að sjá alla Íslendingana“ Leiðin á HM hefst vel hjá Norðmönnum Svona var blaðamannafundurinn fyrir seinni leikinn gegn Kósovó „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Drengjalandsliðin náðu ekki inn á lokamótin Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Héldu hreinu gegn toppliðinu Svekktur með sitt hlutskipti en gengur í takt með hópnum Sjá meira
Undankeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu árið 2026 hefst í mars á næsta ári og lýkur ári síðar með umspilsleikjum. Enska landsliðið dróst í riðil ásamt Serbíu, Albaníu, Lettlandi og Andorra og ættu að eiga greiða leið á heimsmeistaramótið sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada sumarið 2026. Þegar enska liðið mætir Andorra í september á næsta ári munu þeir hins vegar ekki spila á Wembley eins og þeir nær oftast gera. Ástæðan er sú að hljómsveitin Coldplay er með fyrirhugaða tónleika á leikvanginum á sama tíma og eftir að fleiri tónleikum var bætt við sökum gríðarlegrar eftirspurnar var ljóst að landsliðið þyrfti að finna nýjan heimavöll. Síðustu tónleikar hljómsveitarinnar fara fram þann 8. september en leikurinn gegn Androra er á dagskrá tveimur dögum fyrr. Engir tónleikar eru fyrirhugaðir sama dag og leikurinn fer fram en tónleikahaldið krefst töluverðra framkvæmda á vellinum og ekki verður hægt að gera hann tilbúinn fyrir knattspyrnuleik á milli tónleika. Enska liðið þarf því líklega að leita að heimavelli fyrir utan höfuðborgina og er líklegast að St. James Park í Newcastle, Stadium of Light í Sunderland eða Old Trafford í Manchester verði fyrir valinu sem heimavöllur.
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Með skýr skilaboð til Arons og Gylfa: Hættið á meðan þið getið gert það sjálfir Fótbolti „Datt aldrei í hug að Arnar yrði lélegri en Arnar“ Fótbolti Frakkland verður með Íslandi í riðli Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kósovó 1-3 | Aldrei verið á verri stað Fótbolti Donni markahæstur meðan Guðmundur skoraði eitt gegn Ágústi Handbolti Fyrsti El Clásico sigurinn skilaði sér: „Við höfðum alltaf trú“ Sport „Ætla ekki að standa hérna og afsaka neitt“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr leik Íslands og Kósovó Fótbolti Gísli Laxdal snýr heim á Skagann Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Martraðarinnkoma og fall úr B-deild Fótbolti Fleiri fréttir Frakkland verður með Íslandi í riðli Með skýr skilaboð til Arons og Gylfa: Hættið á meðan þið getið gert það sjálfir Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ætla ekki að standa hérna og afsaka neitt“ „Verður að vera þolinmæði og verður að vera bjartsýni“ „Mér fannst það svolítið vanta í dag“ „Horfi enn þá mjög jákvæður á framhaldið“ „Á báðum endum vallarins ekki nógu góðir“ Heimir stýrði til sigurs og Írland heldur sér uppi Einkunnir Íslands: Martraðarinnkoma og fall úr B-deild „Datt aldrei í hug að Arnar yrði lélegri en Arnar“ Umfjöllun: Ísland - Kósovó 1-3 | Aldrei verið á verri stað Sjáðu mörkin úr leik Íslands og Kósovó Sædís með mark og stoðsendingu í opnunarleiknum Alexandra lagði upp í frumrauninni Sex breytingar á byrjunarliðinu Íslenskur fjöldasöngur í Murcia Gummi Ben og Kjartan Henry hituðu upp í Murcia Cecilía varði víti Ronaldo alveg sama um eftirhermu Højlunds Tvær ólíkar íþróttir heima og úti: „Viljum vera aggressívari og taka meiri sénsa“ „Hlökkum til að sjá alla Íslendingana“ Leiðin á HM hefst vel hjá Norðmönnum Svona var blaðamannafundurinn fyrir seinni leikinn gegn Kósovó „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Drengjalandsliðin náðu ekki inn á lokamótin Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Héldu hreinu gegn toppliðinu Svekktur með sitt hlutskipti en gengur í takt með hópnum Sjá meira