Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Sindri Sverrisson skrifar 19. desember 2024 09:28 Liam Lawson og Max Verstappen fara yfir málin í Abu Dhabi fyrr í þessum mánuði. Þeir keppa fyrir sama lið Red Bull á næsta keppnistímabili. Getty/Mark Thompson Nú er orðið ljóst hver mun aka fyrir Red Bull liðið ásamt heimsmeistaranum Max Verstappen, eftir að ákveðið var að reka Sergio Perez. Nýi maðurinn er Nýsjálendingurinn Liam Lawson, sem er 22 ára gamall. Hann leysir af hólmi Perez sem Red Bull tilkynnti í gær að hefði verið látinn fara, vegna dapurs gengis á nýafstöðnu keppnistímabili. Lawson færist upp í Red Bull liðið úr öðru liði orkudrykkjaframleiðandans, Racing Bulls, og fær þetta stóra skref þrátt fyrir að hafa aðeins tekið þátt í ellefu Formúlu 1 keppnum á tveimur keppnistímabilum. BREAKING: Liam Lawson has been confirmed as Max Verstappen's teammate at Red Bull for the 2025 Formula 1 season 🚨 pic.twitter.com/uKaX5oFQNP— Sky Sports F1 (@SkySportsF1) December 19, 2024 Lawson hefur ekki þótt standa sig mikið betur en Yuki Tsunoda fyrir Racing Bulls, og safnað færri stigum, en hreppir þó stóra tækifærið fram yfir Japanann. „Liam hefur sýnt með frammistöðum sínum á tveimur tímabilum með Racing Bulls að hann getur ekki bara náð sterkum úrslitum heldur er hann alvöru ökuþór, óhræddur við að berjast við þá bestu og hafa betur,“ sagði Christian Horner, liðsstjóri Red Bull. Akstursíþróttir Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Nýi maðurinn er Nýsjálendingurinn Liam Lawson, sem er 22 ára gamall. Hann leysir af hólmi Perez sem Red Bull tilkynnti í gær að hefði verið látinn fara, vegna dapurs gengis á nýafstöðnu keppnistímabili. Lawson færist upp í Red Bull liðið úr öðru liði orkudrykkjaframleiðandans, Racing Bulls, og fær þetta stóra skref þrátt fyrir að hafa aðeins tekið þátt í ellefu Formúlu 1 keppnum á tveimur keppnistímabilum. BREAKING: Liam Lawson has been confirmed as Max Verstappen's teammate at Red Bull for the 2025 Formula 1 season 🚨 pic.twitter.com/uKaX5oFQNP— Sky Sports F1 (@SkySportsF1) December 19, 2024 Lawson hefur ekki þótt standa sig mikið betur en Yuki Tsunoda fyrir Racing Bulls, og safnað færri stigum, en hreppir þó stóra tækifærið fram yfir Japanann. „Liam hefur sýnt með frammistöðum sínum á tveimur tímabilum með Racing Bulls að hann getur ekki bara náð sterkum úrslitum heldur er hann alvöru ökuþór, óhræddur við að berjast við þá bestu og hafa betur,“ sagði Christian Horner, liðsstjóri Red Bull.
Akstursíþróttir Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira