Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Bjarki Sigurðsson skrifar 19. desember 2024 22:43 Hrólfur Andri Tómasson er framkvæmdastjóri Dropp. Vísir/Sigurjón Stóraukin netverslun Íslendinga skilar sér í auknu álagi hjá sendingarfyrirtækjum. Einhverjar tafir hafa verið á afhendingu sendinga sem framkvæmdastjóri dreifingarfyrirtækis segir vera vegna plássleysis í flugvélum á leið til landsins Erlend netverslun Íslendinga hefur tvöfaldast á milli ára og Rannsóknarsetur verslunarinnar spáir því að hún nái 45 milljörðum á þessu ári. Netverslun eykst alltaf síðustu mánuði ársins þegar það styttist í jólin með tilheyrandi álagi á sendingarfyrirtæki sem reyna að koma mögulegum jólagjöfum og áramótakjólum til skila á réttum tíma. Fleiri og fleiri verslanir nýta sér þjónustu dreifingarfyrirtækisins Dropp til að koma sendingum til skila og eru þær orðnar átta hundruð talsins. „Við erum með mjög mikið af duglegu starfsfólki og samstarfsaðilum. Allir hafa látið þetta ganga. Þetta er vertíð í sex vikur og þetta hefur gengið vel,“ segir Hrólfur Andri Tómasson, framkvæmdastjóri Dropp. „Það sem kemur erlendis frá hefur verið aðeins lengur á leiðinni en við vorum að vona. Það er einfaldlega vegna þess að flugvélar hafa verið fullar.“ Starfsmenn Dropp voru á fullu að flokka sendingar þegar fréttastofu bar að garði. Starfsmannafjöldinn er tvöfaldaður dagana fyrir jól til að anna eftirspurn. „Allar sendingar koma í gegnum húsið hjá okkar og eru flokkaðar. Við förum á 115 afhendingarstaði um land allt. Hér finnum við út úr því hvað á að fara hvert, svo fara þeir beint aftur úr húsi,“ segir Hrólfur. Starfsmenn Dropp vinna hörðum höndum að því að koma öllum sendingum til skila.Vísir/Sigurjón Hann vonast til þess að allir pakkar komist til síns heima fyrir jól. „Allt sem við fáum í hús til hádegis á morgun og á að fara á landsbyggðina fer út, og það sem við fáum á Þorláksmessu til hádegis á höfuðborgarsvæðinu sömuleiðis. Það mun allt komast til skila,“ segir Hrólfur. Neytendur Jól Pósturinn Verslun Mest lesið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Viðskipti innlent „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Atvinnulíf Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Viðskipti erlent Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Viðskipti erlent Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Íslandsbanki breytir vöxtunum Sameina útibú TM og Landsbankans Hersir til Símans Furðar sig á að þurfa að stefna fyrrverandi ráðherra til vitnis Mariam til Wisefish Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Kaupir þróunarstarfsemi Xbrane á 3,6 milljarða Tekur við stöðu fjármálastjóra hjá Set ehf. Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Staðfesta umfangsmikil og alvarleg samráðsbrot Samskipa Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Sjá meira
Erlend netverslun Íslendinga hefur tvöfaldast á milli ára og Rannsóknarsetur verslunarinnar spáir því að hún nái 45 milljörðum á þessu ári. Netverslun eykst alltaf síðustu mánuði ársins þegar það styttist í jólin með tilheyrandi álagi á sendingarfyrirtæki sem reyna að koma mögulegum jólagjöfum og áramótakjólum til skila á réttum tíma. Fleiri og fleiri verslanir nýta sér þjónustu dreifingarfyrirtækisins Dropp til að koma sendingum til skila og eru þær orðnar átta hundruð talsins. „Við erum með mjög mikið af duglegu starfsfólki og samstarfsaðilum. Allir hafa látið þetta ganga. Þetta er vertíð í sex vikur og þetta hefur gengið vel,“ segir Hrólfur Andri Tómasson, framkvæmdastjóri Dropp. „Það sem kemur erlendis frá hefur verið aðeins lengur á leiðinni en við vorum að vona. Það er einfaldlega vegna þess að flugvélar hafa verið fullar.“ Starfsmenn Dropp voru á fullu að flokka sendingar þegar fréttastofu bar að garði. Starfsmannafjöldinn er tvöfaldaður dagana fyrir jól til að anna eftirspurn. „Allar sendingar koma í gegnum húsið hjá okkar og eru flokkaðar. Við förum á 115 afhendingarstaði um land allt. Hér finnum við út úr því hvað á að fara hvert, svo fara þeir beint aftur úr húsi,“ segir Hrólfur. Starfsmenn Dropp vinna hörðum höndum að því að koma öllum sendingum til skila.Vísir/Sigurjón Hann vonast til þess að allir pakkar komist til síns heima fyrir jól. „Allt sem við fáum í hús til hádegis á morgun og á að fara á landsbyggðina fer út, og það sem við fáum á Þorláksmessu til hádegis á höfuðborgarsvæðinu sömuleiðis. Það mun allt komast til skila,“ segir Hrólfur.
Neytendur Jól Pósturinn Verslun Mest lesið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Viðskipti innlent „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Atvinnulíf Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Viðskipti erlent Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Viðskipti erlent Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Íslandsbanki breytir vöxtunum Sameina útibú TM og Landsbankans Hersir til Símans Furðar sig á að þurfa að stefna fyrrverandi ráðherra til vitnis Mariam til Wisefish Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Kaupir þróunarstarfsemi Xbrane á 3,6 milljarða Tekur við stöðu fjármálastjóra hjá Set ehf. Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Staðfesta umfangsmikil og alvarleg samráðsbrot Samskipa Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Sjá meira