„Gengur í suðaustan storm í nótt með snjókomu og hlýnar svo með rigningu, snýst svo í hægari suðvestanátt með skúrum í fyrramálið. Vegir víða mjög hálir á meðan snjó og klaka leysir. Blint í éljum á fjallvegum á vestur helmingi landsins seinni partinn á morgun og hvöss suðvestanátt með hviðum um 35 m/s í við fjöll um norðvestanvert landið annað kvöld.“
Þetta segir í ábendingu til vegfarenda frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar.
Sjá nánar á heimasíðu Veðurstofunnar.
