Innlendur íþróttaannáll 2024: Heimsmeistari, Evrópumeistarar og alls konar meistarar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. desember 2024 09:03 Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann eitt stærsta afrek ársins þegar liðið vann 3-0 sigur á stórliði Þjóðverja á Laugardalsvellinum og tryggði sér með því sæti á Evrópumótinu sem fer fram í Sviss á næsta ári. Hér fagna Sveindís Jane Jónsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir einu af mörkum Íslands í leiknum. Vísir/Anton Brink Íslenskt íþróttafólk var í sviðsljósinu á árinu 2024 og mörg þeirra náðu frábærum árangri á árinu sem er að líða. Það er því nóg að taka þegar við horfum aftur á bestu íþróttaafrek ársins hjá okkar fólki. Íslendingar halda áfram að halda uppi heiðri Íslands á erlendri grundu. Við eignuðumst heimsmeistara, Evrópumeistara í fleiri en einni íþrótt og Íslendingur lyfti bikarnum fyrir hönd Þýskalandsmeistara Bayern München. Fótboltakonurnar tryggðu sig inn á Evrópumótið með glæsibrag, hópfimleikakonurnar urðu Evrópumeistarar í fjórða sinn og við Valsmenn urðu fyrsta íslenska félagið til að vera Evrópumeistari. Körfuboltalandsliðið vann einn sinn stærsta sigur í sögunni á Ítalíu og komst einu skrefi nær Evrópumótinu. Við fengum úrslitaleiki um Íslandsmeistaratitilinn hjá báðum kynjum í fótboltanum þar sem Blikar unnu tvöfalt og enn á ný réðust úrslitin í karlakörfunni í oddaleik fyrir troðfullu húsi. Valskonur unnu allt í kvennahandboltanum eins og Keflavíkurkonur í kvennakörfunni og Aron Pálmarsson kom heim úr atvinnumennsku og varð Íslandsmeistari með æskufélaginu sínu. Karlalandsliðin í handbolta og fótbolta náðu reyndar ekki markmiðum sínum en kvennalandsliðin í fótbolta og handbolta tóku bæði stór skref. Handboltalandslið kvenna vann sinn fyrsta sigur í sögunni á Evrópumótinu í lok ársins þar sem Íslendingur fagnaði sigri. Þórir Hergeirsson gerði norska kvennalandsliðið að Evrópumeisturum á síðasta stórmótinu undir hans stjórn eftir að hafa stýrt liðinu til sigurs á Ólympíuleikunum aðeins nokkrum mánuðum fyrr. Vísir tók saman nokkur eftirminnileg augnablik úr íþróttaheiminum á árinu 2024 sem er senn á enda. Þetta er ekki tæmandi listi en yfirlit yfir stór tímamót á íþróttaárinu sem er að líða. Unnu Ítali á útivelli Íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann einn sinn stærsta sigur í sögunni þegar liðið vann Ítali 81-74 á útivelli í nóvember. Með sigrinum þá steig íslenska liðið stórt skref í átt að því að komast inn á sitt þriðja Evrópumót sem fer fram á næsta ári. Elvar Már Friðriksson var frábær í leiknum með fimmtán stig og átta stoðsendingar og fagnar hér sigrinum í leikslok.fiba.basketball Heimsmeistari á heimavelli Sóley Margrét Jónsdóttir varð heimsmeistari í kraftlyftingum með búnaði í +84 kg flokki þegar mótið var haldið í Ljónagryfjunni í Njarðvík í vetur. Hún fékk gullverðlaun í hnébeygju og bekkpressu en silfurverðlaun í réttstöðulyftu. Samanlagt lyfti hún 710 kílóum sem er heimsmet 23 ára og yngri og skilaði henni heimsmeistaratitli.IPF Norður Evrópumeistari og fékk æfingu nefnda eftir sér Thelma Aðalsteinsdóttir átti magnað ár. Hún var fjórfaldur Norður Evrópumeistari en einnig Norðurlandameistari á gólfi auk þess að verða Íslandsmeistari í fjölþraut og Íslandsmeistari í stökki, á slá og á gólfi. Hún fékk einnig æfingu nefnda eftir sér eftir að hafa framkvæmt hana á tvíslá á Evrópumótinu fyrr á árinu, fyrst allra í heiminum.Getty/Stephen McCarthy Glódís Perla lyfti Þýskalandskildinum Glódís Perla Viggósdóttir átti ótrúlegt ár sem fyrirliði bæði Bayern München og íslenska landsliðsins. Hún varð þýskur meistari með FC Bayern og tók við Þýskalandsskildinum fyrir hönd félagsins í maí. Íslenska liðið var eitt af fyrstu liðunum til að tryggja sig inn á EM. Glódís varð í 22. sæti í kjörinu til gullboltans, efst miðvarða og er eini miðvörðurinn á lista Guardian yfir 50 bestu leikmenn heims.Getty/Uwe Anspach Albert með þrennu í umspilinu um sæti á EM Albert Guðmundsson var besti leikmaður íslenska landsliðsins í umspilinu fyrir EM 2024 þar sem hann skoraði þrennu í undanúrslitum á móti Ísrael og annað mark í úrslitaleiknum á móti Úkraínu sem reyndar tapaðist. Albert var líka frábær með Genoa og fór í haust yfir til Fiorentina.Getty/David Balogh Vann þrenn gullverðlaun á Evrópumótinu Eygló Fanndal Sturludóttir varð Evrópumeistari 23 ára og yngri í sínum flokki í ólympískum lyftingum og vann alls þrenn gullverðlaun á mótinu. Hún sló um leið eigið Norðurlandamet í fullorðinsflokki sem hún bætti margoft á árinu. Til að setja árangurinn í samhengi hefði árangurinn hennar dugað í sjötta sæti á Ólympíuleikunum í París og í öðru sæti á síðasta Evrópumóti fullorðinna. Eygló varð síðan fjórða í sínum flokki á HM fullorðinna í desember.Instagram/@eyglo_fanndal Hársbreidd frá bronsverðlaunum á EM Anton Sveinn McKee endaði í fjórða sæti í 200 metra bringusundi á Evrópumótinu í 50 metra laug í sumar og var hársbreidd frá bronsverðlaunum. Hann keppti svo á sínum fjórðu Ólympíuleikum þegar hann stakk sér til sunds í París og komst í undanúrslit í 200 m bringusundinu. Það er hans besti árangur á Ólympíuleikum og besti árangur íslensks sundkarls á Ólympíuleikum í 24 ár.Getty/Jean Catuffe Evrópumeistarar í fjórða sinn Kvennalandslið Íslands í hópfimleikum tryggði sér Evrópumeistaratitilinn í fjórða sinn. Stelpurnar unnu bæði dýnu og gólfæfingar sem tryggði þeim sigurinn. Liðið var blanda af reynslumiklum fimleikakonum og ungum og upprennandi stúlkum.@icelandic_gymnastics Fyrsta íslenska félagið sem verður Evrópumeistari Valsmenn urðu í maí fyrsta íslenska félagsliðið til að verða Evrópumeistari þegar félagið vann gríska félagið Olympiacos í úrslitaleik Evrópubikarsins í handbolta. Úrslitin réðust í vítakeppni í seinni leiknum út í Grikklandi. Valsliðið vann þrettán fyrstu leiki sína í keppninni en þessi lokaleikur var sá eini sem tapaðist. Valsmenn fögnuðu samt sigri á endanum því þar sem liðin voru jöfn samanlagt úr tveimur leikjum þurfti að grípa til vítakeppni.Valur handbolti Blikar unnu draumaúrslitaleikinn um titilinn Úrslitakeppni Bestu deildar karla í fótbolta hafði ekki verið mjög spennandi fyrstu tvö árin en að þessu sinni réðust úrslitin ekki fyrr en í hreinum úrslitaleik á milli Íslandsmeistara tveggja síðustu ára. Ríkjandi Íslandsmeistarar Víkinga voru á heimavelli en Blikar mættu í Víkina og tryggðu sér titilinn með 3-0 sigri.Vísir/Vilhelm Unnu alla leiki sína á árinu Valskonur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í handbolta kvenna með sigri á Haukum í þriðja leik liðanna á Hlíðarenda en þær unnu alla leiki sína á árinu og alla titla í boði. Valsliðið endaði árið með 29-24 útisigri á sænska félaginu Kristianstad í 32 liða úrslitum Evrópubikarsins sem var 36. sigur liðsins í röð. Valskonur hafa ekki tapað síðan í október 2023.Vísir/Hulda Margrét Gerði sjöunda liðið að Íslandsmeisturum Valsmenn endurheimtu Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Grindavík í oddaleik um titilinn á Hlíðarenda. Þetta var þriðja árið í röð sem úrslitin ráðast í slíkum leik í Valshúsinu. Valsmenn unnu 2022 og 2024 en töpuðu fyrir Stólunum 2023. Finnur Freyr Stefánsson var þarna að gera lið að Íslandsmeisturum í sjöunda sinn og hér fær hann sturtu að launum frá Antonio Monteiro.Vísir/Anton Brink Ferna í Meistaradeildarleik Sveindís Jane Jónsdóttir átti ótrúlega innkomu í mikilvægum leik í Meistaradeildinni í desember. Hún kom inn á sem varamaður rúmum hálftíma fyrir leikslok á móti Ítalíumeisturum Roma og skoraði fernu i 6-1 sigri Wolfsburg. Fyrsta þrenna íslenska leikmanns í Meistaradeildinni og Wolfsburg var þar með komið áfram í átta liða úrslitin.Getty/Maja Hitij Unnu þrefalt í kvennakörfunni Keflavíkurkonur unnu alla titla í boði á síðasta tímabili í kvennakörfunni og fögnuðu vel eftir að sigurinn var í höfn. Liðið var nánast eingöngu byggt upp á leikmönnum sem voru aldar upp hjá félaginu að viðbættum tveimur erlendum leikmönnum.Vísir/Diego Kom heim og varð Íslandsmeistari með æskufélaginu Aron Pálmarsson náði ekki að verða Íslandsmeistari með FH áður en hann fór út í atvinnumennsku þar sem hann varð mjög sigursæll. Hann kom nú aftur heim eftir fjórtán ár með bestu liðum Evrópu og varð Íslandsmeistari eftir að FH vann Aftureldingu í úrslitaeinvíginu. Hér lyftir Aron Íslandsmeistarabikarnum en hann var líka valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar.Vísir/Diego Unnu fyrsta sigur sinn í úrslitakeppni EM Íslenska kvennalandsliðið í handbolta var með á sínu þriðja Evrópumóti en núna náðu stelpurnar loksins að vinna leik. Íslenska liðið vann Úkraínu og stóð auk þess vel í sterku hollensku liði. Perla Ruth Albertsdóttir var markahæsti leikmaður íslenska liðsins á mótinu með 21 mark í leikjunum þremur.Getty/Christina Pahnke Fyrsta íslenska liðið til að vinna leik í Sambandsdeildinni Víkingar horfðu á eftir bæði Íslands- og bikarmeistaratitlinum en þeir náðu sögulegum árangri í Sambandsdeildinni. Víkingar unnu bæði 3-1 sigur á Club Brugge og 2-0 sigur á Borac sem eru fyrstu og einu sigrar íslensks liðs í Sambandsdeildinni. Víkingar enduðu á því að tryggja sig inn í umspilið fyrstir íslenskra félaga. Hér fagnar Nikolaj Hansen marki á móti Borac.Getty/George Wood Ein af fimm sem kepptu á Ólympíuleiknum í París Erna Sóley Gunnarsdóttir var ein af fimm sem kepptu fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikunum í París. Hún var sú síðasta til að tryggja sér farseðil á leikana en það gerði hún með því að kasta kúlunni 17,91 metra og bæta Íslandsmetið. Hún var eini Íslendingurinn til að keppa í frjálsíþróttum í París og fyrsta íslenska konan til að keppa í kúluvarpi á Ólympíuleikum.Getty/Christian Petersen Stöðvuðu þriggja ára sigurgöngu Breiðablikskonur tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með því að ná 0-0 jafntefli á útivelli á móti fráfarandi meisturum í Val í hreinum úrslitaleik í lokaumferð úrslitakeppni Bestu deildar kvenna í fótbolta. Valskonur höfðu unnið titilinn þrjú ár í röð en Blikar urðu þarna Íslandsmeistarar í nítjánda skiptið og í fyrsta sinn frá árinu 2020.Vísir/Diego Endaði ótrúlegan tíma með tvennum gullverðlaunum Þórir Hergeirsson var tolleraður eftir lokaleik sinn sem þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta en hann vann tvenn gullverðlaun á lokaári sínu með liðið. Fyrstu urðu þær norsku Ólympíumeistarar í París í ágúst og svo bættu þær við Evrópumeistaratitlinum við í desember þrátt fyrir mikill forföll lykilleikmanna frá leikunum í París. Norska kvennalandsliðið vann alls sautján verðlaun og ellefu gullverðlaun á stórmótum undir stjórn Þóris frá 2009 til 2024.EPA/Liselotte Sabroe Besti varnarmaður deildarinnar valdi frjálsarnar Ísold Sævarsdóttir varð Norðurlandsmeistari í sjöþraut í sínum aldursflokki og í fimmta sæti á Evrópumótinu. Hún bætti aldursflokkametið á báðum mótum. Ísold fór einnig á kostum með nýliðum Stjörnunnar í körfuboltanum sem fóru alla leið í oddaleik á móti verðandi Íslandsmeisturum Keflavíkur í undanúrslitunum. Ísold var valin besti varnarmaður ársins en ákvað síðan að velja frjálsarnar yfir körfuboltann.Getty/Jurij Kodrun Settu Ólympíuleikana í París á bátum Þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir var fánaberi Íslands á setningarhátíð Ólympíuleikanna í París en hún var fyrsti Íslendingurinn til að keppa í þríþraut á ÓL. Leikarnir voru settir á Signu sem hún átti síðan eftir að synda í.Getty/Aytac Unal xxxx Annáll 2024 Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Enski boltinn „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Handbolti Fleiri fréttir Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Mikið áfall fyrir Eyjakonur Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Öskraði í miðju vítaskoti „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Dagskráin: Undanúrslit hjá Liverpool og Körfuboltakvöld kvenna Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Newcastle með manninn sem Arsenal vantar „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Meiðslin sett strik í undirbúning Sjá meira
Íslendingar halda áfram að halda uppi heiðri Íslands á erlendri grundu. Við eignuðumst heimsmeistara, Evrópumeistara í fleiri en einni íþrótt og Íslendingur lyfti bikarnum fyrir hönd Þýskalandsmeistara Bayern München. Fótboltakonurnar tryggðu sig inn á Evrópumótið með glæsibrag, hópfimleikakonurnar urðu Evrópumeistarar í fjórða sinn og við Valsmenn urðu fyrsta íslenska félagið til að vera Evrópumeistari. Körfuboltalandsliðið vann einn sinn stærsta sigur í sögunni á Ítalíu og komst einu skrefi nær Evrópumótinu. Við fengum úrslitaleiki um Íslandsmeistaratitilinn hjá báðum kynjum í fótboltanum þar sem Blikar unnu tvöfalt og enn á ný réðust úrslitin í karlakörfunni í oddaleik fyrir troðfullu húsi. Valskonur unnu allt í kvennahandboltanum eins og Keflavíkurkonur í kvennakörfunni og Aron Pálmarsson kom heim úr atvinnumennsku og varð Íslandsmeistari með æskufélaginu sínu. Karlalandsliðin í handbolta og fótbolta náðu reyndar ekki markmiðum sínum en kvennalandsliðin í fótbolta og handbolta tóku bæði stór skref. Handboltalandslið kvenna vann sinn fyrsta sigur í sögunni á Evrópumótinu í lok ársins þar sem Íslendingur fagnaði sigri. Þórir Hergeirsson gerði norska kvennalandsliðið að Evrópumeisturum á síðasta stórmótinu undir hans stjórn eftir að hafa stýrt liðinu til sigurs á Ólympíuleikunum aðeins nokkrum mánuðum fyrr. Vísir tók saman nokkur eftirminnileg augnablik úr íþróttaheiminum á árinu 2024 sem er senn á enda. Þetta er ekki tæmandi listi en yfirlit yfir stór tímamót á íþróttaárinu sem er að líða. Unnu Ítali á útivelli Íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann einn sinn stærsta sigur í sögunni þegar liðið vann Ítali 81-74 á útivelli í nóvember. Með sigrinum þá steig íslenska liðið stórt skref í átt að því að komast inn á sitt þriðja Evrópumót sem fer fram á næsta ári. Elvar Már Friðriksson var frábær í leiknum með fimmtán stig og átta stoðsendingar og fagnar hér sigrinum í leikslok.fiba.basketball Heimsmeistari á heimavelli Sóley Margrét Jónsdóttir varð heimsmeistari í kraftlyftingum með búnaði í +84 kg flokki þegar mótið var haldið í Ljónagryfjunni í Njarðvík í vetur. Hún fékk gullverðlaun í hnébeygju og bekkpressu en silfurverðlaun í réttstöðulyftu. Samanlagt lyfti hún 710 kílóum sem er heimsmet 23 ára og yngri og skilaði henni heimsmeistaratitli.IPF Norður Evrópumeistari og fékk æfingu nefnda eftir sér Thelma Aðalsteinsdóttir átti magnað ár. Hún var fjórfaldur Norður Evrópumeistari en einnig Norðurlandameistari á gólfi auk þess að verða Íslandsmeistari í fjölþraut og Íslandsmeistari í stökki, á slá og á gólfi. Hún fékk einnig æfingu nefnda eftir sér eftir að hafa framkvæmt hana á tvíslá á Evrópumótinu fyrr á árinu, fyrst allra í heiminum.Getty/Stephen McCarthy Glódís Perla lyfti Þýskalandskildinum Glódís Perla Viggósdóttir átti ótrúlegt ár sem fyrirliði bæði Bayern München og íslenska landsliðsins. Hún varð þýskur meistari með FC Bayern og tók við Þýskalandsskildinum fyrir hönd félagsins í maí. Íslenska liðið var eitt af fyrstu liðunum til að tryggja sig inn á EM. Glódís varð í 22. sæti í kjörinu til gullboltans, efst miðvarða og er eini miðvörðurinn á lista Guardian yfir 50 bestu leikmenn heims.Getty/Uwe Anspach Albert með þrennu í umspilinu um sæti á EM Albert Guðmundsson var besti leikmaður íslenska landsliðsins í umspilinu fyrir EM 2024 þar sem hann skoraði þrennu í undanúrslitum á móti Ísrael og annað mark í úrslitaleiknum á móti Úkraínu sem reyndar tapaðist. Albert var líka frábær með Genoa og fór í haust yfir til Fiorentina.Getty/David Balogh Vann þrenn gullverðlaun á Evrópumótinu Eygló Fanndal Sturludóttir varð Evrópumeistari 23 ára og yngri í sínum flokki í ólympískum lyftingum og vann alls þrenn gullverðlaun á mótinu. Hún sló um leið eigið Norðurlandamet í fullorðinsflokki sem hún bætti margoft á árinu. Til að setja árangurinn í samhengi hefði árangurinn hennar dugað í sjötta sæti á Ólympíuleikunum í París og í öðru sæti á síðasta Evrópumóti fullorðinna. Eygló varð síðan fjórða í sínum flokki á HM fullorðinna í desember.Instagram/@eyglo_fanndal Hársbreidd frá bronsverðlaunum á EM Anton Sveinn McKee endaði í fjórða sæti í 200 metra bringusundi á Evrópumótinu í 50 metra laug í sumar og var hársbreidd frá bronsverðlaunum. Hann keppti svo á sínum fjórðu Ólympíuleikum þegar hann stakk sér til sunds í París og komst í undanúrslit í 200 m bringusundinu. Það er hans besti árangur á Ólympíuleikum og besti árangur íslensks sundkarls á Ólympíuleikum í 24 ár.Getty/Jean Catuffe Evrópumeistarar í fjórða sinn Kvennalandslið Íslands í hópfimleikum tryggði sér Evrópumeistaratitilinn í fjórða sinn. Stelpurnar unnu bæði dýnu og gólfæfingar sem tryggði þeim sigurinn. Liðið var blanda af reynslumiklum fimleikakonum og ungum og upprennandi stúlkum.@icelandic_gymnastics Fyrsta íslenska félagið sem verður Evrópumeistari Valsmenn urðu í maí fyrsta íslenska félagsliðið til að verða Evrópumeistari þegar félagið vann gríska félagið Olympiacos í úrslitaleik Evrópubikarsins í handbolta. Úrslitin réðust í vítakeppni í seinni leiknum út í Grikklandi. Valsliðið vann þrettán fyrstu leiki sína í keppninni en þessi lokaleikur var sá eini sem tapaðist. Valsmenn fögnuðu samt sigri á endanum því þar sem liðin voru jöfn samanlagt úr tveimur leikjum þurfti að grípa til vítakeppni.Valur handbolti Blikar unnu draumaúrslitaleikinn um titilinn Úrslitakeppni Bestu deildar karla í fótbolta hafði ekki verið mjög spennandi fyrstu tvö árin en að þessu sinni réðust úrslitin ekki fyrr en í hreinum úrslitaleik á milli Íslandsmeistara tveggja síðustu ára. Ríkjandi Íslandsmeistarar Víkinga voru á heimavelli en Blikar mættu í Víkina og tryggðu sér titilinn með 3-0 sigri.Vísir/Vilhelm Unnu alla leiki sína á árinu Valskonur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í handbolta kvenna með sigri á Haukum í þriðja leik liðanna á Hlíðarenda en þær unnu alla leiki sína á árinu og alla titla í boði. Valsliðið endaði árið með 29-24 útisigri á sænska félaginu Kristianstad í 32 liða úrslitum Evrópubikarsins sem var 36. sigur liðsins í röð. Valskonur hafa ekki tapað síðan í október 2023.Vísir/Hulda Margrét Gerði sjöunda liðið að Íslandsmeisturum Valsmenn endurheimtu Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Grindavík í oddaleik um titilinn á Hlíðarenda. Þetta var þriðja árið í röð sem úrslitin ráðast í slíkum leik í Valshúsinu. Valsmenn unnu 2022 og 2024 en töpuðu fyrir Stólunum 2023. Finnur Freyr Stefánsson var þarna að gera lið að Íslandsmeisturum í sjöunda sinn og hér fær hann sturtu að launum frá Antonio Monteiro.Vísir/Anton Brink Ferna í Meistaradeildarleik Sveindís Jane Jónsdóttir átti ótrúlega innkomu í mikilvægum leik í Meistaradeildinni í desember. Hún kom inn á sem varamaður rúmum hálftíma fyrir leikslok á móti Ítalíumeisturum Roma og skoraði fernu i 6-1 sigri Wolfsburg. Fyrsta þrenna íslenska leikmanns í Meistaradeildinni og Wolfsburg var þar með komið áfram í átta liða úrslitin.Getty/Maja Hitij Unnu þrefalt í kvennakörfunni Keflavíkurkonur unnu alla titla í boði á síðasta tímabili í kvennakörfunni og fögnuðu vel eftir að sigurinn var í höfn. Liðið var nánast eingöngu byggt upp á leikmönnum sem voru aldar upp hjá félaginu að viðbættum tveimur erlendum leikmönnum.Vísir/Diego Kom heim og varð Íslandsmeistari með æskufélaginu Aron Pálmarsson náði ekki að verða Íslandsmeistari með FH áður en hann fór út í atvinnumennsku þar sem hann varð mjög sigursæll. Hann kom nú aftur heim eftir fjórtán ár með bestu liðum Evrópu og varð Íslandsmeistari eftir að FH vann Aftureldingu í úrslitaeinvíginu. Hér lyftir Aron Íslandsmeistarabikarnum en hann var líka valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar.Vísir/Diego Unnu fyrsta sigur sinn í úrslitakeppni EM Íslenska kvennalandsliðið í handbolta var með á sínu þriðja Evrópumóti en núna náðu stelpurnar loksins að vinna leik. Íslenska liðið vann Úkraínu og stóð auk þess vel í sterku hollensku liði. Perla Ruth Albertsdóttir var markahæsti leikmaður íslenska liðsins á mótinu með 21 mark í leikjunum þremur.Getty/Christina Pahnke Fyrsta íslenska liðið til að vinna leik í Sambandsdeildinni Víkingar horfðu á eftir bæði Íslands- og bikarmeistaratitlinum en þeir náðu sögulegum árangri í Sambandsdeildinni. Víkingar unnu bæði 3-1 sigur á Club Brugge og 2-0 sigur á Borac sem eru fyrstu og einu sigrar íslensks liðs í Sambandsdeildinni. Víkingar enduðu á því að tryggja sig inn í umspilið fyrstir íslenskra félaga. Hér fagnar Nikolaj Hansen marki á móti Borac.Getty/George Wood Ein af fimm sem kepptu á Ólympíuleiknum í París Erna Sóley Gunnarsdóttir var ein af fimm sem kepptu fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikunum í París. Hún var sú síðasta til að tryggja sér farseðil á leikana en það gerði hún með því að kasta kúlunni 17,91 metra og bæta Íslandsmetið. Hún var eini Íslendingurinn til að keppa í frjálsíþróttum í París og fyrsta íslenska konan til að keppa í kúluvarpi á Ólympíuleikum.Getty/Christian Petersen Stöðvuðu þriggja ára sigurgöngu Breiðablikskonur tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með því að ná 0-0 jafntefli á útivelli á móti fráfarandi meisturum í Val í hreinum úrslitaleik í lokaumferð úrslitakeppni Bestu deildar kvenna í fótbolta. Valskonur höfðu unnið titilinn þrjú ár í röð en Blikar urðu þarna Íslandsmeistarar í nítjánda skiptið og í fyrsta sinn frá árinu 2020.Vísir/Diego Endaði ótrúlegan tíma með tvennum gullverðlaunum Þórir Hergeirsson var tolleraður eftir lokaleik sinn sem þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta en hann vann tvenn gullverðlaun á lokaári sínu með liðið. Fyrstu urðu þær norsku Ólympíumeistarar í París í ágúst og svo bættu þær við Evrópumeistaratitlinum við í desember þrátt fyrir mikill forföll lykilleikmanna frá leikunum í París. Norska kvennalandsliðið vann alls sautján verðlaun og ellefu gullverðlaun á stórmótum undir stjórn Þóris frá 2009 til 2024.EPA/Liselotte Sabroe Besti varnarmaður deildarinnar valdi frjálsarnar Ísold Sævarsdóttir varð Norðurlandsmeistari í sjöþraut í sínum aldursflokki og í fimmta sæti á Evrópumótinu. Hún bætti aldursflokkametið á báðum mótum. Ísold fór einnig á kostum með nýliðum Stjörnunnar í körfuboltanum sem fóru alla leið í oddaleik á móti verðandi Íslandsmeisturum Keflavíkur í undanúrslitunum. Ísold var valin besti varnarmaður ársins en ákvað síðan að velja frjálsarnar yfir körfuboltann.Getty/Jurij Kodrun Settu Ólympíuleikana í París á bátum Þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir var fánaberi Íslands á setningarhátíð Ólympíuleikanna í París en hún var fyrsti Íslendingurinn til að keppa í þríþraut á ÓL. Leikarnir voru settir á Signu sem hún átti síðan eftir að synda í.Getty/Aytac Unal xxxx
Annáll 2024 Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Enski boltinn „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Handbolti Fleiri fréttir Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Mikið áfall fyrir Eyjakonur Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Öskraði í miðju vítaskoti „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Dagskráin: Undanúrslit hjá Liverpool og Körfuboltakvöld kvenna Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Newcastle með manninn sem Arsenal vantar „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Meiðslin sett strik í undirbúning Sjá meira