Íslendingar halda áfram að halda uppi heiðri Íslands á erlendri grundu. Við eignuðumst heimsmeistara, Evrópumeistara í fleiri en einni íþrótt og Íslendingur lyfti bikarnum fyrir hönd Þýskalandsmeistara Bayern München.
Fótboltakonurnar tryggðu sig inn á Evrópumótið með glæsibrag, hópfimleikakonurnar urðu Evrópumeistarar í fjórða sinn og við Valsmenn urðu fyrsta íslenska félagið til að vera Evrópumeistari. Körfuboltalandsliðið vann einn sinn stærsta sigur í sögunni á Ítalíu og komst einu skrefi nær Evrópumótinu.
Við fengum úrslitaleiki um Íslandsmeistaratitilinn hjá báðum kynjum í fótboltanum þar sem Blikar unnu tvöfalt og enn á ný réðust úrslitin í karlakörfunni í oddaleik fyrir troðfullu húsi. Valskonur unnu allt í kvennahandboltanum eins og Keflavíkurkonur í kvennakörfunni og Aron Pálmarsson kom heim úr atvinnumennsku og varð Íslandsmeistari með æskufélaginu sínu.
Karlalandsliðin í handbolta og fótbolta náðu reyndar ekki markmiðum sínum en kvennalandsliðin í fótbolta og handbolta tóku bæði stór skref. Handboltalandslið kvenna vann sinn fyrsta sigur í sögunni á Evrópumótinu í lok ársins þar sem Íslendingur fagnaði sigri. Þórir Hergeirsson gerði norska kvennalandsliðið að Evrópumeisturum á síðasta stórmótinu undir hans stjórn eftir að hafa stýrt liðinu til sigurs á Ólympíuleikunum aðeins nokkrum mánuðum fyrr.
Vísir tók saman nokkur eftirminnileg augnablik úr íþróttaheiminum á árinu 2024 sem er senn á enda. Þetta er ekki tæmandi listi en yfirlit yfir stór tímamót á íþróttaárinu sem er að líða.
Unnu Ítali á útivelli

Heimsmeistari á heimavelli

Norður Evrópumeistari og fékk æfingu nefnda eftir sér

Glódís Perla lyfti Þýskalandskildinum

Albert með þrennu í umspilinu um sæti á EM

Vann þrenn gullverðlaun á Evrópumótinu

Hársbreidd frá bronsverðlaunum á EM

Evrópumeistarar í fjórða sinn

Fyrsta íslenska félagið sem verður Evrópumeistari

Blikar unnu draumaúrslitaleikinn um titilinn

Unnu alla leiki sína á árinu

Gerði sjöunda liðið að Íslandsmeisturum

Ferna í Meistaradeildarleik

Unnu þrefalt í kvennakörfunni

Kom heim og varð Íslandsmeistari með æskufélaginu

Unnu fyrsta sigur sinn í úrslitakeppni EM

Fyrsta íslenska liðið til að vinna leik í Sambandsdeildinni

Ein af fimm sem kepptu á Ólympíuleiknum í París

Stöðvuðu þriggja ára sigurgöngu

Endaði ótrúlegan tíma með tvennum gullverðlaunum

Besti varnarmaður deildarinnar valdi frjálsarnar

Settu Ólympíuleikana í París á bátum

xxxx