„Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 29. desember 2024 08:00 Í áramótaviðtali Atvinnulífsins kynnumst við Ástu Sigríði Fjeldsted, forstjóra Festi, sem er með töffaragenin úr Breiðholtinu, er þó smá „want to be“ nörd líka og grjóthörð viðskiptakona. Saga hennar og eiginmannsins Bolla Thoroddsen verður að teljast með þeim skemmtilegri en í viðtalinu er farið um víðan völl; meira að segja rætt um nýja ríkisstjórn. Vísir/Vilhelm „Við erum að missa það frá okkur að leyfa krökkum að vinna. Mér finnst það miður,“ segir Ásta Sigríður Fjeldsted forstjóri Festi. Sem sjálf byrjaði sem unglingur að vinna í Þín verslun í Breiðholtinu. „Þarna lærði maður heilmargt og þá ekki síst hvernig það er að standa í verslunarrekstri; að afgreiða á kassa, gera upp kassann, loka, fylla á kæli og í hillur. Margt var auðvitað öðruvísi. Fólk borgaði með ávísunum, kreditkortin voru handþrykkt eða straujuð á þar til gerða strimla og ef fólk var í reikning, skrifaði maður það í stílabók og heftaði kvittunina við,“ segir Ásta og hlær. En þó með alvarlegum undirtóni. „Harvard gerði rannsókn sem spannaði 75 ára tímabil. Það sem niðurstöður sýndu var að fólk sem fær tækifæri til að byrja að vinna ungt, eða í það minnsta að hafa á hendi einhver ábyrgðarhlutverk, því vegnar betur í lífinu. Að læra að vinna ung byggir upp hjá okkur ákveðna seiglu,“ segir Ásta og bætir við: „Sjálf rýni ég mikið í fyrri reynslu sem kemur fram á ferilskrá ungs fólks. Því menntun segir ekki allt. Að sjá hvaða reynslu viðkomandi hefur af lífinu segir hins vegar heilmargt, hvort sem það er reynsla af vinnu eða öðru.“ Í áramótaviðtali Atvinnulífsins að þessu sinni, kynnumst við Ástu Sigríði Fjeldsted, konunni sem varð ófrísk af þriðja barninu sínu þegar hún réði sig sem forstjóra hjá einu stærsta fyrirtæki landsins; Festi. Undir Festi starfa um 2600 manns og er félagið skráð í Kauphöll Íslands. Fyrirtæki í eigu Festi eru: Elko, Krónan, Lyfja og N1 auk vöruhússins Bakkanum og fasteignafélagsins Yrki. Setningin: Og þá var hringt í Bolla... er sú setning sem Ásta sagði hvað oftast í viðtalinu en hún segir myndina til hægri af henni og Bolla Thoroddsen vera mjög dæmigerða hjónamynd fyrir þau. Til vinstri má sjá foreldra Ástu, Ragnheiði Óskarsdóttur kennara og Sigurjón Ágúst Fjeldsted fyrrum skólastjóra og fréttaþul, en hann er nú látinn. Á neðri mynd má sjá Sigurjón halda ræðu þegar Ásta útskrifaðist úr vélaverkfræði. Það má líka grínast… Það er létt og notalegt spjallið við Ástu. Oft hlegið en alvarlegri málin líka rædd. Viðtalið er tekið á sunnudagsmorgni, þar sem Ásta situr við fallegan glugga á húsi fjölskyldunnar í Þingholtunum. Hús sem verið er að gera upp. „Þetta er algjört brjálæði,“ segir Ásta um framkvæmdirnar. En hlær. „Við erum samt ekki að gera þetta þannig að hér sé verið að breyta öllu. Heldur vinnum við með það sem hér hefur verið, erum meira að halda áfram með það sem fyrir er.“ Yngsta krílið á heimilinu kíkir örstutt í spjallið. Svo gott að príla upp í fangið á mömmu. „Mamma þarf að fá smá skilning,“ hafði Ásta þó sagt við börnin sín þennan morgun. Greinilega dulkóðun fjölskyldunnar um það þegar foreldrarnir þurfa að vinna. Eiginmaður Ástu er Bolli Thoroddsen, framkvæmdastjóri og eigandi fyrirtækis í Japan sem heitir Takanawa. „Mér þótti nú ekki eins mikið til hans koma þá,“ segir Ásta og skellir upp úr þegar hún rifjar upp þeirra fyrstu kynni. Því skötuhjúin kynntust í Menntaskólanum í Reykjavík og háðu þar harða kosningabaráttu í framboði til Inspector Scholae; æðsta embættis skólafélagsins. Ég gerði þetta allt sjálf og eflaust frekar hallærislega. En Bolli, það var nú eitthvað annað; Hann var með þrautþjálfaða kosningavél heima hjá sér, stórskotalið vina og vandamanna sem kunnu þetta allt úr pólitíkinni. Enda rústaði hann mér í kosningunum!“ Börn Ástu og Bolla eru þrjú: Margrét Ragnheiður fædd 2016, Skúli Thoroddsen fæddur 2019 og Sigurjón Thoroddsen fæddur 2022. „Við Bolli byrjuðum reyndar ekki saman fyrr en tólf árum eftir að við kynntumst. Þá hringdi ég í hann og tilkynnti honum að ég ætlaði að heimsækja hann til Japans.“ Meira um það síðar. Í spjallinu er farið um víðan völl. Nýafstaðnar kosningar eru til dæmis ræddar. „Ég hef fulla trú á að þeim Valkyrjunum takist að gera margt gott fyrir samfélagið. Og treysti því að þær muni styðja vel við nýsköpun og samkeppni, enda getur ríkið ekki gert allt,“ segir Ásta, augljóslega stolt af vinkonu sinni Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra og fyrrum samstarfskonu. En það má líka grínast. „Ég veit að mamma kýs alltaf Sjálfstæðisflokkinn, hún segir ekki hægt annað þar sem Bjarni Ben sé svo myndarlegur.“ Aðventan er líka rædd. Til dæmis boð sem Ásta hélt heima hjá sér um daginn þar sem hún bauð m.a. starfsfólki úr mötuneyti Festi og launadeildar í jólaboð. „Allir hafa mikilvægum hlutverkum að gegna og þú getur rétt ímyndað þér hvað myndi gerast ef starfsfólk í mötuneytinu myndi vanta í vinnuna, hvað þá að launadeildin greiddi ekki út launin. Það yrði einfaldlega allt brjálað…“ Og menntamálin. „Einn af flottu verslunarstjórunum okkar í Krónunni var aðeins 21 árs þegar hann tók við. Alveg þrælduglegur og góður rekstrarmaður. Byrjaði að vinna 16 ára með skóla, hætti snemma í námi en fór síðan aftur í skóla með vinnu í gegnum samstarfssamning sem við gerðum við Mími og kláraði síðan Bifröst nýverið,“ segir Ásta og bætir við: „Það skiptir svo miklu máli að námsleiðirnar séu margar og sem aðgengilegastar. Að fólk hafi val og fái stuðning til að vaxa, bæði í starfi og sem einstaklingar. “ Þannig að já; það er komið víða við í spjallinu við Ástu. En við skulum byrja á byrjuninni. Litla Ásta Sigga fimm ára í Breiðholtinu og algjör pabbastelpa. Sem eftir að hafa starfað víða um heim, sneri aftur til Íslands árið 2017 og hefur frá árinu 2022 verið forstjóri Festi sem telur um 2600 starfsmenn og fyrirtækin Krónuna, Elko, Lyfju, N1, vöruhúsið Bakka og fasteignafélagið Yrki og er skráð í Kauphöll Íslands. Töffari sem þó var meiri nörd en skvísa Ásta er fædd 31. janúar árið 1982 og uppalin í Breiðholtinu. Móðir hennar er Ragnheiður Óskarsdóttir kennari, ættuð frá Ísafirði. Faðir Ástu var Sigurjón Ágúst Fjeldsted, en hann lést árið 2020. Sigurjón var lengi skólastjóri Hólabrekkuskóla og um tíma borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. „Pabbi las líka fréttir í sjónvarpinu,“ segir Ásta og brosir. Enda mikil pabbastelpa svo ekki sé meira sagt. „Ég er bara alveg eins og hann. Nema ég er skapbetri. Að minnsta kosti enn þá!“ Ásta á tvö systkini: Ragnhildur systir hennar starfar sem flugfreyja hjá Icelandair en Ásta kynnir hana þó sem bestu blómaskreytingakonu landsins. Ragnhildur er fimmtán árum eldri en Ásta. „Samt erum við oft spurðar hvort við séum tvíburar. Hvað finnst þér um það?!“ Bróðir Ástu heitir Júlíus og er átta árum eldri; starfar í Landsbankanum. „Hann er líka alveg einstakur.“ Æskuminningar Ástu eru mjög góðar. Þá sérstaklega þær sem hún á úr Hólabrekkuskóla þar sem hún varði löngum tíma þar sem foreldrar hennar störfuðu bæði við skólann. „Í vinnunni er ég með mynd af pabba á borðinu þar sem hann situr við skrifborðið sitt þegar hann var skólastjóri. Þannig vakir hann yfir mér alla daga. Passar að ég vinni ekki yfir mig eða fari fram úr mér eins og hann sagði oft að ég ætti til. Sem ég held að skýrist einfaldlega að því að hann sá sjálfan sig kristallast í þessari stelpu sinni sem var honum svo náin,“ segir Ásta og bætir við: „Það er svo ómetanlegt að eiga góða foreldra. Sem auðvitað voru ekkert fullkomnir, það er það enginn. En innrættu manni alls konar góð gildi og trúðu alltaf á mann.“ Á sumrin dvaldi fjölskyldan í Danmörku. „Til að drýgja tekjurnar störfuðu mamma og pabbi sem leiðsögumenn fyrir Samvinnuferðir Landsýn í Danmörku. Þannig að þar var ég á sumrin, fór í Tívolí aðra hverja viku og Bakken. Þetta var yndislegur tími og þessari dönsku bakteríu var algjörlega plantað í mig þarna. Því að ég er algjör bauni í mér.“ Þegar Ásta var unglingur dvaldi hún síðan tvisvar að haustlagi hjá vinafólki foreldra sinna. Fór í danskan skóla og lærði grunninn í dönskunni hratt. „Ég lærði tungumálið mjög hratt og tala dönskuna bara eins vel held ég og útlendingur getur talað hana. Ég varð fyrir miklum áhrifum í Danmörku og ég elska einfaldlega allt sem danskt er. Bolli segist meira að segja verða um og ó stundum þegar við förum til Danmerkur, því ég breytist hreinlega í aðra konu,“ segir Ásta og hlær dátt. Spurð um unglingsárin segir Ásta. „Ég var engin skvísa beint, vildi meira vera tekin alvarlega. Smá ,,want to be“ nörd meira að segja þar sem ég fór í MR, en þar sem ég er úr Breiðholtinu er ég auðvitað með smá töffaragen í mér. Unglingsárin mín voru eins og eflaust hjá mörgum svolítið flókin. Maður að reyna að finna sig og sína hillu. Ég fókuseraði á dans og ballet, dansaði með Þjóðleikhúsballettinum og fór líka á jazzbraut í FÍH. Eflaust héldu einhverjir að ég yrði einhvers konar listatýpa.“ En sú stefna snarbreyttist hjá Ástu. Þetta vinafólk okkar í Danmörku var að gantast eitthvað í mér og sögðu; Þú heldur bara áfram í dansinum og nærð þér síðan bara í einhvern ríkan lækni sem sér um þig….,“ segir Ásta og bætir við: „Þannig að ég hætti öllu!“ Því nei; Ef það var eitthvað sem Ásta ætlaði sér ekki að gera, þá var það að vera upp á velgengni einhvers annars komin, sérstaklega fjárhagslega. Ásta fókuseraði lengi á dans og ballet og segir að eflaust hafi ýmsir haldið að hún yrði einhvers konar listatýpa. Í gríni sagði vinafólk við hana að hún þyrfti líka engar áhyggjur að hafa; ætti að halda áfram í dansinum og finna síðan ríkan lækni sem sæi um hana. Sem Ásta ætlaði sér sko ekki að gera, hætti öllu og fór í MR og síðar vélaverkfræði. Og þá var hringt í Bolla… Eftir MR fór Ásta í vélaverkfræði. Henni fannst verkfræðin í Háskóla Íslands þó alveg hundleiðinleg og gamaldags, enda fylgir sögunni að engin samkeppni var þá komin frá Háskóla Reykjavíkur. Hún reyndi að skemmta sér utan skólatímans með því að setjast í stjórn Vöku, einmitt með Bolla Thoroddsen, og leitaðist við að hafa áhrif á stöðu nemenda við skólann. En eftir eitt ár hætti Ásta í HÍ, fór til Frakklands og lærði þar frönsku, stjórnmálafræði og fjölmiðlafræði. „Þar bjó ég hjá stórmerkilegri konu sem kenndi mér að rökræða. Því Frakkar rífast ekki, heldur rökræða. Sem ég væri alveg til í að Íslendingar gerðu meira af.“ Ásta hélt þó áfram í vélaverkfræðinni en ákvað að klára hana í DTU Tækniháskólanum í Danmörku. Sem opnaði marga möguleika og sótti hún m.a. annars vegar fjögurra mánaða skiptinám ásamt vinnu í Taílandi og svo síðar þrjá mánuði í Malasíu. „Við Bolli heyrðumst alltaf reglulega og alla tíð hefur hann verið ómetanlegur þegar að því kemur að ég þurfi að leita ráða hjá einhverjum. Þá hringdi ég alltaf í Bolla,“ segir Ásta og brosir. Síðan kom að því að ég hringdi í hann og sagðist einfaldlega ætla að heimsækja hann til Japans.“ Sem Ásta og gerði. „Þegar ég kom var Bolli búinn að skipuleggja margra daga lúxusferð. Þetta var þvílík upplifun!“ nánast hrópar Ásta upp yfir sig. Enn uppnumin af ferðinni. Svo blikar í augum! „Það má síðan segja að við séum búin að vera eins og gömul hjón æ síðan,“ segir Ásta og hlær. „Ég ráðfæri mig reyndar alltaf við Bolla. Ef eitthvað er, þá hringi ég í Bolla. Því það sem hefur alltaf einkennt hann svo mikið er að öll ráð sem hann gefur mér, eru veitt miðað við minn besta hag,“ segir Ásta. Sem hlýtur að teljast rétt því í viðtalinu voru það ófá skiptin sem Ásta sagði: Og þá var hringt í Bolla...“ En á alvarlegri nótum segir Ásta líka. „Ég myndi því segja að Bolli væri mín helsta klappstýra, minn besti vinur og ráðgjafi. Sem ræður mér alltaf heilt, styður mig í öllu og vonandi að ég sé að gefa honum jafn mikið til baka.“ Fv. Ásta sem geisha í Japan. Hjónakornin sem þó byrjuðu ekki saman fyrr en tólf árum eftir að þau kynntust og Bolli rústaði Ástu í harðri kosningabaráttu í MR. Ásta hringdi þó alltaf í Bolla til að ráðfæra sig um ýmiss mál. Búsett í Danmörku tilkynnti hún Bolla einn daginn að hún ætlaði að heimsækja hann til Japan þar sem hann á og rekur fyrirtæki. Síðan þá hafa Ásta og Bolli verið eins og gömul hjón. „Ef þú segir nei við þessu tilboði rek ég þig“ Aftur berst talið að unga fólkinu og vinnu. „Ég vann til dæmis sem þjónn á Kaffi París í sjö ár, hjá Axeli Ketilssyni. Sem var ómetanlegur tími. Því þar lærði maður allt, ekki síst rétt hugarfar; að þjóna viðskiptavinum, jafnvel erfiðum, reikna í huganum, að ganga í öll störf og að læra að vinna í frábæru teymi. Ef það vantaði í uppvaskið, fór maður að vaska upp. Eða ef það varð eitthvert slys á klósettinu sem þurfti að þrífa, þá var kannski sagt; Ásta Sigga, nennir þú að taka þetta…. Og þá fór maður bara í það.“ Eitt það skemmtilega í spjallinu við Ástu er að heyra hvað hún talar um að hafa alltaf verið heppin með vinnu og vinnuveitendur. Allt frá því að hafa afgreitt á kassa í Þinni verslun hjá Símoni Sigurpálssyni og Þóru Bragadóttur heitinnar í Seljahverfinu. Um tíma starfaði hún til dæmis fyrir Össur í Frakklandi. „Ég hafði unnið hjá þeim sem sumarstarfsmaður á Íslandi en þegar Össur keypti franskt framleiðslufyrirtæki, var mér boðið að gerast vörustjóri fyrir þá í Frakklandi sem ég auðvitað henti mér í,“ segir Ásta en hlær. „Þarna er ég 25 ára og fannst ekkert mál að skella mér í þetta starf. Sem ég er ekkert viss um að ég myndi þora að gera í dag.“ Á litla Íslandi var Ásta alin upp við það að koma fram við alla sem jafningja. „Og þannig vil ég líka hafa það því þótt við sinnum mismunandi störfum þá er það nú einfaldlega vegna þess að ekki geta allir verið í sömu störfum,“ segir Ásta en bætir við: „Fyrirtækjamenning Össurar á Íslandi er alveg til fyrirmyndar hvað þetta varðar en þegar ég mætti fyrst til Frakklands var það ekki alveg vel séð af þeim þarna úti, þegar ég byrjaði á því að tala við fólkið í framleiðslunni, á gólfinu. En það voru einmitt þau sem komu mér í skilning um svo margt sem nýttist mér síðan vel í starfinu.“ Ásta segir starfið hjá Össuri hafa verið frábæran tíma. Þar hafi hún líka fengið tækifæri til að kynnast Jóni Sigurðssyni fyrrverandi forstjóra Össurar og hitta stofnandann sjálfan; hugvitsmanninn og frumkvöðulinn Össur heitinn Kristinsson. En námið kallaði og því hélt Ásta aftur til Danmerkur til að klára meistaranám í vélaverkfræði frá DTU. Að námi loknu, byrjaði Ásta að vinna hjá IBM tölvurisanum. „Þar var ég svo heppin að vinna með eldri manni sem var aðstoðarforstjóri og varð mér algjör verndarengill og mikill mentor,“ segir Ásta. „Ég man að eitt sinn sagði hann við mig: Nú ætla ég að kenna þér að verða stjórnandi. Og bætti síðan við: Þú ert markaðs- og sölukona. Sem ég var auðvitað ekki sammála og svaraði því: Nei, ég er verkfræðingur.“ En samtalið hélt áfram: „Ásta, þú ert markaðs- og sölukona og það er það sem þú skalt taka með þér.“ Sem Ásta segist svo sannarlega hafa gert. „Auðvitað vann ég í mörgum litlum verkefnum fyrir hann. Stundum bara að skrifa tölvupósta eða panta borð. En hann tók mig líka oft með sér á ýmsa fundi, jafnvel stærstu fundina sína með helsta ráðafólki Danmerkur og leyfði mér að reyna mig í ótal verkefnum. Sagðist vera að þjálfa mig.“ Sem svo sannarlega var þjálfun sem skilaði sér því áður en varði, fékk Ásta boð um spennandi verkefni hjá McKinsey & Co í Danmörku. Ég byrjaði reyndar á því að segja við þennan verndarengil minn í IBM að auðvitað myndi ég ekki þiggja það verkefni, ég ætlaði að vinna áfram með honum. En þá sagði hann við mig: Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig.“ Sem gerði Ástu auðvitað forviða. Auðvitað bætti hann því við að hann myndi alltaf ráða mig aftur síðar ef ég vildi. Málið væri einfaldlega það, að ef maður fengi tilboð frá aðila eins og McKinsey, þá segði maður Já.“ Úr varð að Ásta fór á fund McKinsey. „Ég átti að hitta mann sem ég sá fyrir mér að væri einhver miðaldra Þjóðverji. Því það eina sem ég vissi var nafnið Klemens. Ég missti því nánast andlitið þegar mér mætti ungur og sprækur maður sem heilsaði mér hressilega á íslensku og sagði: Nei blessuð Ásta…“ Því já; umræddur maður var enginn annar en Klemens Hjartar, einn meðeigandi McKinsey & Co og eitt þekktasta nafnið í ráðgjafabransanum. „Klemens varð má segja næsti verndarengillinn minn.“ Eftir að hafa starfað erlendis um árabil viðurkennir Ásta að hafa varla vitað hvað Viðskiptaráð væri fyrst þegar Katrín Olga Jóhannesdóttir þáverandi formaður bauð henni starf sem framkvæmdastjóri ráðsins. Hvað þá að hún vissi hverjir væru hvað í íslensku viðskiptalífi! Ásta segir Viðskiptaráð eins og kúreka sem tekur stundum ýkta snúninga á mál; Svona rétt til að hreyfa aðeins við nálinni...Vísir/Vilhelm, einkasafn Með hvíslara á Viðskiptaþingi Haustið 2012 gaf McKinsey & Co út skýrslu um möguleika Íslands til eflingar langtímahagvaxtar. Skýrslan var unnin í samráði við Viðskiptaráð Íslands og í kjölfar hennar var Samráðsvettvangur um aukna hagsæld stofnaður árið 2013; þverpólitískur og þverfaglegur vettvangur sem ætlað var að stuðla að heildstæðri og málefnalegri umræðu til að leggja grunn að hagsæld Íslendinga til lengri tíma litið. Á vettvangnum sátu formenn allra stjórnmálaflokka sem áttu sæti á Alþingi, helstu hagsmunasamtök launþega og atvinnurekenda, fulltrúar háskólasamfélagsins, sveitarfélaga og stjórnendur fyrirtækja úr ýmsum atvinnugreinum. Og verkefnastjórar frá McKinsey. Þar á meðal Ásta og núverandi framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs; Björn Brynjúlfur Björnsson. Í þessari vinnu kynntist Ásta líka Frosta Ólafssyni, sem síðar varð einnig framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. „Ragna Árnadóttir, sem seinna varð skrifstofustjóri Alþingis, veitti Samráðsvettvangnum forstöðu og þarna kynntist ég líka Katrínu Olgu Jóhannsdóttir því hún var þá varaformaður Viðskiptaráðs,“ segir Ásta. „Nokkrum árum síðar hringir Katrín í mig og segir: Jæja Ásta mín, nú held ég að ég sé með starf sem þú ættir að taka…,“ segir Ásta og hlær. Tilboðið var framkvæmdastjórastarf Viðskiptaráðs Íslands. „Katrín Olga var þá formaður, fyrst kvenna. Á undan mér hafði verið ein kona framkvæmdastjóri en það var Halla Tómasdóttir, sem nú er forseti Íslands.“ Heim hélt því Ásta og tók við nýju starfi og naut eins og áður mikils stuðnings nýs yfirmanns Katrínar Olgu.. En heilmikið hafði þó gerst fyrir þann tíma. Því árið 2014 flutti Ásta til síns heittelskaða sem enn beið í Japan; verandi fyrirtækjaeigandi þar frá árinu 2010. „Eftir heimsóknina góðu til Bolla fór ég að falast eftir verkefnum hjá McKinsey í Tókýó. Einn föstudaginn sendi ég tölvupóst til Japans til að kanna hvort þeir hefðu einhver verkefni og fæ þá svar um að mögulega sé verkefni sem ég gæti tekið, en þyrfti þá að byrja í á mánudeginum!“ Og nú var sko aldeilis „hringt í Bolla.“ „Bolli sagði strax að hann færi þá bara í að finna íbúð fyrir okkur því við vorum bæði á því að láta slag standa, orðin 33 ára og til í að láta á sambúð reyna. Við fluttum því saman á núlleinni og hér erum við enn; þremur börnum síðar,“ segir Ásta og hlær. Í Tókýó starfaði Ásta á skrifstofu McKinsey en eitt af stærri verkefnunum sem hún kom að þar, sem ein þriggja skýrsluhöfunda, var skýrslugerð með tillögur um úrbætur í efnahagsmálum Japans fyrir Abe heitinn þáverandi forsætisráðherra Japans. „Íslenska verkefnið var í raun fyrirmyndin að verkefninu sem unnið var í Japan.“ Þegar Ásta vann hjá McKinsey & Co í Danmörku, vann McKinsey skýrslu um tækifæri Íslands til eflingar hagvaxtar. Í kjölfarið var Samráðsvettvangur um aukna hagsæld stofnaður og kom Ásta að þeirri verkefnavinnu og skýrslugerð með tillögum. Síðar varð sú skýrsla að fyrirmynd sambærilegs verkefnis sem Ásta vann í Japan. Af Japönunum lærði Ásta heilmargt nýtt. „Þeir bera ofboðslega mikla virðingu fyrir vinnunni, klæðnaður þeirra er óaðfinnanlegur og það er varla að þeir sofi, svo mikið vinna þeir. Verkaskiptingin er þó því miður enn sú að karlmennirnir eru fyrirvinnan en konan sér um heimili og börn,“ segir Ásta og bætir við: „Sem er synd því maður fann oft á karlmönnunum að þeim þótt leitt að missa af börnunum sínum og heimilinu, verandi nánast alltaf að vinna. Á sama tíma eru japanskar konur, sem margar eru hámenntaðar, heima að föndra skólanesti í anda Hello Kitty. Fara síðan aftur á vinnumarkaðinn þegar krakkarnir eru orðnir stórir en enda oft í láglaunastörfum; háskólamenntunin nýtist illa eftir tuttugu ára hlé frá vinnumarkaði. Það versta er þó, að auðvitað dregur þetta fyrirkomulag mikið úr verðmætasköpun fyrir japanska samfélagið, en börnin njóta þess vonandi.“ Stutt tal um hversu langt Ísland er komið í jafnréttismálunum tekur við. „Hugsaðu þér hversu gott það er að til dæmis kona eins og ég í forstjórastarfi fyrirtækis sem telst stórt á íslenskan mælikvarða, get leyft mér rjúka út klukkan korter yfir fjögur til að sækja börnin mín.“ Íslenska uppreisnareðlið hugnaðist þó ekki Japönum nema í takmörkuðu mæli. „Þeir höfðu mikinn áhuga á öllu sem við höfum gert í þessum efnum hér. En þegar að við Bolli vorum í sjónvarpsviðtali og sögðum frá kvennaverkfallinu árið 1975 var tekin ákvörðun um að klippa okkur út. Því þeir sögðust ekki vilja kynda undir svo róttæk mótmæli,“ segir Ásta, augljóslega enn forviða á ákvörðuninni. Frumburður Ástu og Bolla, Margrét Ragnheiður, fæddist í Japan árið 2016. Ég var eins og prímadonna á 5 stjörnu lúxushóteli þegar ég fæddi hana á almenningsspítala í Nisseki, Tókíó. Barninu var fagnað með þriggja rétta veislu og á spítalanum var ég í fimm daga. Fékk heilmikla kennslu og upplýsingar um allt það helsta sem skipti máli fyrir lítið barn.“ Um jólin ákváðu skötuhjúin að taka sér 2-3 mánaða barneignaleyfi og fara til Íslands. „Það var þá sem Katrín Olga hringir í mig og segir; Ásta mín, nú er ég með starf sem ég held þú ættir að taka,“ segir Ásta og hlær. „Enda vissi ég varla hvað Viðskiptaráð væri!“ En þekktir þú eitthvað til í íslensku atvinnulífi, verandi búsett í svona mörg ár erlendis? „Nei guð minn góður! Ég vissi ekkert hver var hvað og svo framvegis. Enda var ég með hvíslara á fyrsta Viðskiptaþinginu sem ég fór á. Sem einfaldlega hvíslaði alltaf í eyrað á mér ,,þetta er sko þessi og síðan er þetta þessi….,“ svarar Ásta og er greinilega mikið skemmt. Ásta hefur trú á nýju Valkyrjustjórninni og ætlar að treysta því að hún geri breytingar samfélaginu til góða. Meðal annars þær að gefa fleirum tækifæri til að koma að borði; Ríkið geti ekki gert allt sjálft. Sem dæmi nefnir Ásta aðkomu Lyfju að heilbrigðisþjónustu með heyrnamælingum, að ríkið eigi að nýta sér Hvalfjarðarleiðina oftar til fjármögnunar og fleira.Vísir/Vilhelm Kúreki og djörfung Verandi komin heim frá Japan, tók við skemmtilegur tími hjá Viðskiptaráði. Sem Ásta segist hafa þurft að kynnast frá grunni, það sé mjög fjölbreytt, taki til margra þátta og því skipti máli að hafa gott teymi í kringum sig þótt margir héldu að það væri fjölmennara en raunin var. Ásta réði meðal annarra Kristrúnu Frostadóttur sem hagfræðing félagsins. Þá nýkomin frá London. Í Viðskiptaráði starfaði Ásta einnig með Konráði S. Guðjónssyni, sem síðastliðið vor var ráðinn efnahagsráðgjafi ríkistjórnarinnar. „Það var ótrúlega dýrmæt reynsla að starfa fyrir Viðskiptaráð. Því þarna kynntist maður helstu baráttumálum fyrirtækja, hvernig löggjöfin og stjórnsýslan í landinu virkar og svo framvegis. Ég segi oft að Viðskiptaráð sé eins og kúreki. Ráðið teflir oft fram djörfum og frekar ýktum kröfum því með þeirri aðferðarfræði er oft hægt að færa nálina aðeins.“ Í Viðskiptaráði Íslands sitja 38 einstaklingar í stjórn, að formanni meðtöldum. Einn stjórnarmanna var Eggert Þór Kristófersson, þá forstjóri Festi. „Maður tók alveg eftir Eggerti á stjórnarfundunum. Hann hafði sterkar skoðanir og var alveg stundum að prófa mann, hversu fast maður stæði í lappirnar í ákveðnum málum. Ég kunni því alltaf vel,“ segir Ásta og brosir. „Þegar það urðu breytingar hjá Krónunni hringdi Eggert síðan í mig og sagðist vera með starf fyrir mig. Sem framkvæmdastjóri Krónunnar. Ég spurði hann hvort hann væri ekki að grínast. Því eina reynslan sem ég hefði af verslunarstarfi hefði verið í Þinni verslun þegar ég var unglingur. En þá sagði Eggert: Bíddu, ferðu aldrei út í búð að versla….? Jú svaraði ég. Og þá svaraði hann; Nú, þá þekkir þú kúnnann aldeilis vel.“ Ásta lét því slag standa og hóf störf sem framkvæmdastjóri Krónunnar haustið 2020. „Og ég elskaði það starf!“ segir Ásta og nánast hrópar upphátt. „Ef ég hefði gert mér grein fyrir því hvað starf í verslunarrekstri væri skemmtilegt hefði ég verið löngu byrjuð að vinna í þeim geira.“ Ásta réði sig sem framkvæmdastjóra Krónunnar árið 2020 og segir að ef hún hefði verið búin að átta sig á því hversu skemmtilegur verslunarrekstur er hefði hún verið löngu byrjuð í geiranum. Þegar forstjóraskipti urðu í Festi árið 2022 ákvað Ásta að sækja um eftir að Bolli sagði við hana að hann myndi ekki nenna að hlusta á hana tala um það í mörg ár að hún myndi gera hlutina öðruvísi en einhver nýr forstjóri.Vísir/Vilhelm Hlutabréfakaup fyrir alla Tími Ástu í Krónunni einkenndist að hluta til af Covid. „Það gekk allt út á hvort það mætti vera opið eða lokað.“ En þó sem betur fer margt annað líka. Til að mynda opnaði Krónan nýja verslun í Borgartúni, í Skeifunni og á Akureyri. Þrátt fyrir heimsfaraldur. Þegar Ásta var gengin sjö mánuði með þriðja barnið, var tilkynnt um forstjórabreytingar hjá Festi. „Ég ætlaði ekkert að sækja um. En einn daginn sagði Bolli við mig: Veistu Ásta, ég nenni ekki að fara að hlusta á þig næstu árin tala um að þú hefðir nú gert þetta svona eða hinsegin eða að minnsta kosti einhvern veginn öðruvísi.“ Þannig að já: Ásta sótti um. Með ráðningu Ástu sem forstjóri Festi, var Ásta fyrsta konan ráðin sem forstjóri í fyrirtæki sem þegar var skráð í Kauphöll. „Mér finnst það í rauninni ekkert stóra málið,“ svarar Ásta rólega þegar talið berst að þessu. „Mér finnst satt best að segja að Ísland eigi að vera komið lengra en það að tala um hvort ég sé kona eða karl.“ Að þessu sögðu segir Ásta þó. „En auðvitað geri ég mér grein fyrir að þetta skiptir máli. Og ég myndi í raun hrósa stjórn Festi því það þarf ákveðið þor og dug stjórnar að ráða unga manneskju í forstjórastarf Kauphallarfyrirtækis.“ Talið berst að Kauphallarumhverfinu almennt. Sem Ásta segir mikilvægt að opna meira fyrir almenningi. „Ég er til dæmis mjög stolt af því fyrirkomulagi sem við bjuggum til í Festi um kauprétt fyrir alla starfsmenn Festi, hvort sem þeir eru í hlutastarfi eða fullu starfi. Hugmyndin er sú að starfsmenn upplifi sem hagaðilar að það sé þeirra hagur að fyrirtækinu gangi sem best og þeir njóti ávaxtanna ef vel gengur,“ segir Ásta. Hvort sem þú ert forstjóri, starfsmaður í grænmetinu eða að fylla á tankinn hjá N1. Allir hafa sama rétt. „Fyrir stuttu fór ég í eina af Krónubúðum okkar og hitti þar starfsmann á kaffistofunni sem segir við mig: Hey Ásta, verðið bara komið í 288 krónur… Og ég hugsaði með mér: Bíddu er hann að tala um mjólkurlítrann eða bensínlítrann eða …. Spurði hann hvað hann ætti við og þá sagði hann: Nú Keldan maður,“ segir Ásta ánægð og bætir við: „Því þá er kaupréttarkerfið að gera það að verkum að á kaffistofunum er einfaldlega verið að ræða verðið á hlutabréfunum í Festi. Sem mér finnst frábært og endurspegla sterka liðsheild sem brennur fyrir stöðu fyrirtækisins.“ Það er nánast erfitt að fá Ástu til að fara ekki dýpra í rekstrarmálin. „Þegar hlutfall launakostnaðar af veltu fer að hlaupa á 50-60% segir það sig sjálft að það er ekki mikið eftir til að greiða aðra hluta rekstursins. Og þegar fólk talar á neikvæðan hátt um hagnað fyrirtækjanna finnst mér ágætt að benda á að af hverjum hundrað krónum eru þetta ekki nema 2-3 krónur sem sitja eftir þegar allur kostnaður hefur verið greiddur. Erlendum rekstraraðilum sem heyra af hlutföllum í íslenskri smásölu finnst þetta rosalega tæpt og skilja varla hvernig við treystum okkur til að standa í þessu,“ segir Ásta og bætir við: „Festi er að stórum hluta í eigu lífeyrissjóðanna, sem eru í eigu almennings. Okkar hlutverk er því að ávaxta fé lífeyrissjóðanna fyrir almenning.“ Í Danmörku finnst Ástu málin vera komin mun lengra hvað varðar hlutabréfakaup og almenning. „Þegar ég var í skóla þar, voru allir nemendur í svona hlutabréfaleikjum. Að kaupa ímynduð bréf í hinum og þessum skráðum fyrirtækjum. Leikirnir voru hluti af því að efla fjármálalæsi og þekkingu á því hvernig rekstur og fjárfestingaumhverfið virkar.“ Ástu er tíðrætt um það í viðtalinu hversu mikilvægt það er að koma fram við alla sem jafningja, þannig sé hún alin upp. Í Festi hafa allir starfsmenn kauprétt á hlutabréfum í félaginu og tekur Ásta skemmtilegt dæmi um hvernig meira að segja umræðan á kaffistofunni sé farin að snúast um þróun hlutabréfa í félaginu.Vísir/Vilhelm Ástríðan og lífið Það er erfitt að fá Ástu til að yfirgefa allt tal um viðskipti, rekstur, pólitík eða almenn samfélagsmál. Og augljóst að ástríðan fyrir starfinu og umhverfinu er svo sannarlega til staðar. Sem dæmi má nefna launakostnað fyrirtækja. „Einstaklingur með rúmar 700 þúsund krónur í mánaðarlaun fær um 522 þúsund krónur útborgaðar eftir skatt. Kostnaður vinnuveitandans við þessi laun er hins vegar með tryggingargjaldi og öðrum viðbótarkostnaði rétt rúm milljón krónur. Að einungis 51% af launakostnaði fyrirtækja endi sem útborguð laun horfir hrikalega skakkt við: Milljón annars vegar og hálf milljón hins vegar.“ Mennt er máttur því að mati Ástu, þyrfti helst að efla til muna fjármálalæsi með því að kenna meira um rekstur í skólum. „Margir fara til dæmis í sjálfstæðan rekstur strax eftir nám. Til dæmis iðnaðarmenn. En hvort sem fólk fer í sjálfstæðan rekstur eða ekki teldi ég það af hinu góða ef krökkum í efri bekkjum grunnskóla yrði einfaldlega kennt hvað þarf til að reka fyrirtæki réttu megin við núllið. Hvernig rekstur verslana, veitingastaða, tæknifyrirtækja og svo framvegis er samsettur í kostnaði og gjöldum. Og sama eigi við um rekstur heimila. Alls staðar sé lykilatriði að fara vel með fé.“ Stutt er í tal með pólitísku ívafi. Staðan er því miður orðin þannig í dag að æ fleira fólki finnst bara best að vinna fyrir ríkið. Þar eru launin há og fríðindin mun meiri en hjá einkafyrirtækjum. Starfsöryggið líka margfalt á við einkageirann.“ Fjöldi starfa hjá hinu opinbera hafi fjölgað mikið, þangað sæki hæfileikafólk sem geri einkafyrirtækjum sífellt erfiðara að finna starfsfólk. Og Ásta bætir við: „Ég vona líka að ný ríkisstjórn fari á fullt í að efla nýsköpun og samkeppni þannig að fleiri komist að borðinu. Við horfum til þessa í framþróun Lyfju en þar eru gríðarlega tækifæri til að styðja enn betur við almenning og veita heilbrigðisþjónustu á fyrsta stigi, sem felst í einföldum og endurteknum úrlausnum sem fólk þarf í dag kannski að bíða í vikur eftir. Það sparar tíma í heilbrigðiskerfinu og dýrmætur tími á heilsugæslustöðvum nýtist við greiningu á vandamálum fólks og stuðningi en ekki rútínuvinnu eða skriffinnsku. Við erum byrjuð til dæmis með heilsufarsmælingar, hjúkrunarþjónustu ýmiss konar og heyrnamælingar og ráðgjöf hjá Lyfja heyrn. Það þurfa að fleiri að komast að til að ná utan um alla þá þörf sem fyrir hendi er nú, hvað þá til framtíðar.“ Fleiri dæmi eru nefnd. „Mér finnst við til dæmis líka eiga að nýta okkur PPP (e. Private Public Partnership) leið í uppbyggingu innviða á Íslandi, líkt og gert var með Hvalfjarðargöngin á sínum tíma. Skuldirnar eru svo miklar – ríkið getur ekki gert þetta eitt og það bitnar á fólkinu sem þarf að bíða lengi eftir úrbótum. Þetta tryggir líka að áhættan liggur ekki öll á skattgreiðendum og farið verður í hagkvæmar framkvæmdir fyrr en ella.“ Ásta á þó einnig auðvelt með að fara í mýkri málin. Og þau eru ófá dæmin þar sem hún vitnar í samtal við fólkið á gólfinu. Í búðunum. Á verkstæðum. Hvar sem er; alltaf kemur hún að því aftur og aftur að tala við sem flest starfsfólk því jú eins og hún var alin upp, skiptir svo miklu máli að bera virðingu fyrir öllum störfum. „Ekki misskilja mig samt. Ég er alveg grjóthörð viðskiptakona,“ segir Ásta þó í einu af dæmunum sem nefnd voru og eru í mýkri kantinum. Ásta elskar að elda en segir Bolla duglegan við ýmislegt annað: tómstundir barnanna, koma þeim í rúmið, í skólana og svo framvegis. Stundum þarf Bolli að dvelja í Japan í nokkrar vikur í senn vegna fyrirtækis síns en Ásta segir þau dugleg að nýta sér aðstoð, séu til dæmis með aupair stúlku til að létta á heimilisverkum þannig að þau hafi meiri tíma með börnunum þegar þau eru ekki að vinna. Á endanum séu það börnin sem eru í forgangi. Heima fyrir unir Ásta sér vel við eldamennskuna. Ég elska að elda. Þá svona eiginlega sóna ég út. Bolli sér hins vegar um margt annað. Hann er til dæmis alveg upp á tíu hvað varðar allt í kringum tómstundir krakkanna, koma þeim í rúmið og í skólana og svona.“ Með þrjú lítil börn og framkvæmdir í húsinu er alltaf nóg um að vera. Enda engin tími fyrir neitt annað en heimili, börn og vinnu. „Ég segi oft við vinkonurnar að ég sé bara á tímabilinu „The joy of missing out." Því það er auðvitað enginn tími í neitt annað og ég reyni það ekki einu sinni,“ svarar Ásta aðspurð um áhugamál utan vinnu. Uppáhaldstími hennar er eldsnemma á morgnana. Að vakna löngu áður en börnin eru vakin og eiga tíma fyrir sig. Þakklæti er ofarlega í huga. „Við eigum þrjú heilbrigð börn og gott fjölskyldulíf. Það er það sem skiptir máli.“ Húsið í Þingholtunum sem hjónin eru að gera upp, var áður í eigu hjónanna Álfheiðar Ingadóttur fyrrum þingmanns og ráðherra og Sigmars Kristjáns Albertssonar lögmanns. „Það var byggt árið 1920 og okkur er mikið í mun að passa upp á sögu og grunngerð hússins. Að styrkja það en breyta ekki of miklu,“ segir Ásta en bætir hugsi við: „Bolli ólst upp í miðbænum og elskar það en ég, þessi villti tryllti Breiðhyltingur kem úr allt öðru umhverfi. Kemur mér eiginlega á óvart hvað mér líkar miðbærinn vel.“ Vegna fyrirtækjarekstursins í Japan, þarf Bolli oft að dvelja nokkrar vikur í senn í Japan. En hvernig ætli það sé að ganga og hvernig er með þriðju vaktina? „Þriðja vaktin er svo sannarlega til staðar en við höfum alltaf lagt áherslu á að fá aðstoð. Við erum ekkert ofurfólk og reynum ekki að vera það. Við njótum ósjaldan aðstoðar frá móður Bolla, Margréti Sigrúnu Björnsdóttur, en höfum líka verið með aupair stúlkur frá Japan sem hafa allar verið yndislegar. Au pair aðstoðin snýst í rauninni ekki um að sinna börnunum heldur miklu frekar að létta undir með heimilisverkin þannig að við séum að ná meiri tíma með börnunum okkar þegar við erum ekki að vinna. Og okkur er að takast það. Á endanum eru það börnin sem eru í forgangi hjá okkur.“ Helgarviðtal Atvinnulífsins Stjórnun Starfsframi Festi Tengdar fréttir „Ég var búinn að heyra stríðssögur um hvað fyrstu mánuðirnir væru erfiðir“ „Það má segja að bankahrunið hafi gefið mér þá hugmynd. Ég lá yfir öllum fréttasíðum og las allt sem ég gat um hrunið. Hagfræðin gaf mér tækifæri til að skilja betur hvernig fjármálakerfið gat umturnað heilu þjóðfélagi,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, þegar hann útskýrir hvers vegna hann fór í meistaranám í fjármálahagfræði í Oxford í Bretlandi. 7. júlí 2024 09:00 Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ „Einn daginn sagði ég við hann: Sigurjón, annað hvort hættir þú eða við skiljum. Þannig að já, ég rak eiginmanninn,“ segir Margrét Kristmannsdóttir framkvæmdastjóri Pfaff og hlær. 24. nóvember 2024 08:02 „Við eigum margar rómantískar stundir í vinnunni“ „Við erum bæði Sálaraðdáendur og fengum tækifæri til að þakka Stefáni Hilmarssyni persónulega fyrir framlag Sálarinnar til okkar sambands,“ segir Albert Magnússon og brosir. 22. september 2024 08:01 Sváfu með fullt af evrum undir koddanum fyrir flugmiðum heim ef þyrfti „Satt best að segja fékk ég leið á sjálfum mér,” segir Ari Daníelsson, forstjóri Origo og hlær. 21. júlí 2024 08:01 Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma „Notaðu arf barna þinna er meira að segja yfirskrift ferðaskrifstofu í Danmörku sem sérhæfir sig í ferðum fyrir fólk á þriðja æviskeiði. Sem ég er sammála um að fólk geri og hvet fólk til að nýta peninga sína snemma og á meðan það hefur heilsu til,“ segir Tryggvi Pálsson og bætir við: 13. nóvember 2022 08:01 Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Sem sjálf byrjaði sem unglingur að vinna í Þín verslun í Breiðholtinu. „Þarna lærði maður heilmargt og þá ekki síst hvernig það er að standa í verslunarrekstri; að afgreiða á kassa, gera upp kassann, loka, fylla á kæli og í hillur. Margt var auðvitað öðruvísi. Fólk borgaði með ávísunum, kreditkortin voru handþrykkt eða straujuð á þar til gerða strimla og ef fólk var í reikning, skrifaði maður það í stílabók og heftaði kvittunina við,“ segir Ásta og hlær. En þó með alvarlegum undirtóni. „Harvard gerði rannsókn sem spannaði 75 ára tímabil. Það sem niðurstöður sýndu var að fólk sem fær tækifæri til að byrja að vinna ungt, eða í það minnsta að hafa á hendi einhver ábyrgðarhlutverk, því vegnar betur í lífinu. Að læra að vinna ung byggir upp hjá okkur ákveðna seiglu,“ segir Ásta og bætir við: „Sjálf rýni ég mikið í fyrri reynslu sem kemur fram á ferilskrá ungs fólks. Því menntun segir ekki allt. Að sjá hvaða reynslu viðkomandi hefur af lífinu segir hins vegar heilmargt, hvort sem það er reynsla af vinnu eða öðru.“ Í áramótaviðtali Atvinnulífsins að þessu sinni, kynnumst við Ástu Sigríði Fjeldsted, konunni sem varð ófrísk af þriðja barninu sínu þegar hún réði sig sem forstjóra hjá einu stærsta fyrirtæki landsins; Festi. Undir Festi starfa um 2600 manns og er félagið skráð í Kauphöll Íslands. Fyrirtæki í eigu Festi eru: Elko, Krónan, Lyfja og N1 auk vöruhússins Bakkanum og fasteignafélagsins Yrki. Setningin: Og þá var hringt í Bolla... er sú setning sem Ásta sagði hvað oftast í viðtalinu en hún segir myndina til hægri af henni og Bolla Thoroddsen vera mjög dæmigerða hjónamynd fyrir þau. Til vinstri má sjá foreldra Ástu, Ragnheiði Óskarsdóttur kennara og Sigurjón Ágúst Fjeldsted fyrrum skólastjóra og fréttaþul, en hann er nú látinn. Á neðri mynd má sjá Sigurjón halda ræðu þegar Ásta útskrifaðist úr vélaverkfræði. Það má líka grínast… Það er létt og notalegt spjallið við Ástu. Oft hlegið en alvarlegri málin líka rædd. Viðtalið er tekið á sunnudagsmorgni, þar sem Ásta situr við fallegan glugga á húsi fjölskyldunnar í Þingholtunum. Hús sem verið er að gera upp. „Þetta er algjört brjálæði,“ segir Ásta um framkvæmdirnar. En hlær. „Við erum samt ekki að gera þetta þannig að hér sé verið að breyta öllu. Heldur vinnum við með það sem hér hefur verið, erum meira að halda áfram með það sem fyrir er.“ Yngsta krílið á heimilinu kíkir örstutt í spjallið. Svo gott að príla upp í fangið á mömmu. „Mamma þarf að fá smá skilning,“ hafði Ásta þó sagt við börnin sín þennan morgun. Greinilega dulkóðun fjölskyldunnar um það þegar foreldrarnir þurfa að vinna. Eiginmaður Ástu er Bolli Thoroddsen, framkvæmdastjóri og eigandi fyrirtækis í Japan sem heitir Takanawa. „Mér þótti nú ekki eins mikið til hans koma þá,“ segir Ásta og skellir upp úr þegar hún rifjar upp þeirra fyrstu kynni. Því skötuhjúin kynntust í Menntaskólanum í Reykjavík og háðu þar harða kosningabaráttu í framboði til Inspector Scholae; æðsta embættis skólafélagsins. Ég gerði þetta allt sjálf og eflaust frekar hallærislega. En Bolli, það var nú eitthvað annað; Hann var með þrautþjálfaða kosningavél heima hjá sér, stórskotalið vina og vandamanna sem kunnu þetta allt úr pólitíkinni. Enda rústaði hann mér í kosningunum!“ Börn Ástu og Bolla eru þrjú: Margrét Ragnheiður fædd 2016, Skúli Thoroddsen fæddur 2019 og Sigurjón Thoroddsen fæddur 2022. „Við Bolli byrjuðum reyndar ekki saman fyrr en tólf árum eftir að við kynntumst. Þá hringdi ég í hann og tilkynnti honum að ég ætlaði að heimsækja hann til Japans.“ Meira um það síðar. Í spjallinu er farið um víðan völl. Nýafstaðnar kosningar eru til dæmis ræddar. „Ég hef fulla trú á að þeim Valkyrjunum takist að gera margt gott fyrir samfélagið. Og treysti því að þær muni styðja vel við nýsköpun og samkeppni, enda getur ríkið ekki gert allt,“ segir Ásta, augljóslega stolt af vinkonu sinni Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra og fyrrum samstarfskonu. En það má líka grínast. „Ég veit að mamma kýs alltaf Sjálfstæðisflokkinn, hún segir ekki hægt annað þar sem Bjarni Ben sé svo myndarlegur.“ Aðventan er líka rædd. Til dæmis boð sem Ásta hélt heima hjá sér um daginn þar sem hún bauð m.a. starfsfólki úr mötuneyti Festi og launadeildar í jólaboð. „Allir hafa mikilvægum hlutverkum að gegna og þú getur rétt ímyndað þér hvað myndi gerast ef starfsfólk í mötuneytinu myndi vanta í vinnuna, hvað þá að launadeildin greiddi ekki út launin. Það yrði einfaldlega allt brjálað…“ Og menntamálin. „Einn af flottu verslunarstjórunum okkar í Krónunni var aðeins 21 árs þegar hann tók við. Alveg þrælduglegur og góður rekstrarmaður. Byrjaði að vinna 16 ára með skóla, hætti snemma í námi en fór síðan aftur í skóla með vinnu í gegnum samstarfssamning sem við gerðum við Mími og kláraði síðan Bifröst nýverið,“ segir Ásta og bætir við: „Það skiptir svo miklu máli að námsleiðirnar séu margar og sem aðgengilegastar. Að fólk hafi val og fái stuðning til að vaxa, bæði í starfi og sem einstaklingar. “ Þannig að já; það er komið víða við í spjallinu við Ástu. En við skulum byrja á byrjuninni. Litla Ásta Sigga fimm ára í Breiðholtinu og algjör pabbastelpa. Sem eftir að hafa starfað víða um heim, sneri aftur til Íslands árið 2017 og hefur frá árinu 2022 verið forstjóri Festi sem telur um 2600 starfsmenn og fyrirtækin Krónuna, Elko, Lyfju, N1, vöruhúsið Bakka og fasteignafélagið Yrki og er skráð í Kauphöll Íslands. Töffari sem þó var meiri nörd en skvísa Ásta er fædd 31. janúar árið 1982 og uppalin í Breiðholtinu. Móðir hennar er Ragnheiður Óskarsdóttir kennari, ættuð frá Ísafirði. Faðir Ástu var Sigurjón Ágúst Fjeldsted, en hann lést árið 2020. Sigurjón var lengi skólastjóri Hólabrekkuskóla og um tíma borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. „Pabbi las líka fréttir í sjónvarpinu,“ segir Ásta og brosir. Enda mikil pabbastelpa svo ekki sé meira sagt. „Ég er bara alveg eins og hann. Nema ég er skapbetri. Að minnsta kosti enn þá!“ Ásta á tvö systkini: Ragnhildur systir hennar starfar sem flugfreyja hjá Icelandair en Ásta kynnir hana þó sem bestu blómaskreytingakonu landsins. Ragnhildur er fimmtán árum eldri en Ásta. „Samt erum við oft spurðar hvort við séum tvíburar. Hvað finnst þér um það?!“ Bróðir Ástu heitir Júlíus og er átta árum eldri; starfar í Landsbankanum. „Hann er líka alveg einstakur.“ Æskuminningar Ástu eru mjög góðar. Þá sérstaklega þær sem hún á úr Hólabrekkuskóla þar sem hún varði löngum tíma þar sem foreldrar hennar störfuðu bæði við skólann. „Í vinnunni er ég með mynd af pabba á borðinu þar sem hann situr við skrifborðið sitt þegar hann var skólastjóri. Þannig vakir hann yfir mér alla daga. Passar að ég vinni ekki yfir mig eða fari fram úr mér eins og hann sagði oft að ég ætti til. Sem ég held að skýrist einfaldlega að því að hann sá sjálfan sig kristallast í þessari stelpu sinni sem var honum svo náin,“ segir Ásta og bætir við: „Það er svo ómetanlegt að eiga góða foreldra. Sem auðvitað voru ekkert fullkomnir, það er það enginn. En innrættu manni alls konar góð gildi og trúðu alltaf á mann.“ Á sumrin dvaldi fjölskyldan í Danmörku. „Til að drýgja tekjurnar störfuðu mamma og pabbi sem leiðsögumenn fyrir Samvinnuferðir Landsýn í Danmörku. Þannig að þar var ég á sumrin, fór í Tívolí aðra hverja viku og Bakken. Þetta var yndislegur tími og þessari dönsku bakteríu var algjörlega plantað í mig þarna. Því að ég er algjör bauni í mér.“ Þegar Ásta var unglingur dvaldi hún síðan tvisvar að haustlagi hjá vinafólki foreldra sinna. Fór í danskan skóla og lærði grunninn í dönskunni hratt. „Ég lærði tungumálið mjög hratt og tala dönskuna bara eins vel held ég og útlendingur getur talað hana. Ég varð fyrir miklum áhrifum í Danmörku og ég elska einfaldlega allt sem danskt er. Bolli segist meira að segja verða um og ó stundum þegar við förum til Danmerkur, því ég breytist hreinlega í aðra konu,“ segir Ásta og hlær dátt. Spurð um unglingsárin segir Ásta. „Ég var engin skvísa beint, vildi meira vera tekin alvarlega. Smá ,,want to be“ nörd meira að segja þar sem ég fór í MR, en þar sem ég er úr Breiðholtinu er ég auðvitað með smá töffaragen í mér. Unglingsárin mín voru eins og eflaust hjá mörgum svolítið flókin. Maður að reyna að finna sig og sína hillu. Ég fókuseraði á dans og ballet, dansaði með Þjóðleikhúsballettinum og fór líka á jazzbraut í FÍH. Eflaust héldu einhverjir að ég yrði einhvers konar listatýpa.“ En sú stefna snarbreyttist hjá Ástu. Þetta vinafólk okkar í Danmörku var að gantast eitthvað í mér og sögðu; Þú heldur bara áfram í dansinum og nærð þér síðan bara í einhvern ríkan lækni sem sér um þig….,“ segir Ásta og bætir við: „Þannig að ég hætti öllu!“ Því nei; Ef það var eitthvað sem Ásta ætlaði sér ekki að gera, þá var það að vera upp á velgengni einhvers annars komin, sérstaklega fjárhagslega. Ásta fókuseraði lengi á dans og ballet og segir að eflaust hafi ýmsir haldið að hún yrði einhvers konar listatýpa. Í gríni sagði vinafólk við hana að hún þyrfti líka engar áhyggjur að hafa; ætti að halda áfram í dansinum og finna síðan ríkan lækni sem sæi um hana. Sem Ásta ætlaði sér sko ekki að gera, hætti öllu og fór í MR og síðar vélaverkfræði. Og þá var hringt í Bolla… Eftir MR fór Ásta í vélaverkfræði. Henni fannst verkfræðin í Háskóla Íslands þó alveg hundleiðinleg og gamaldags, enda fylgir sögunni að engin samkeppni var þá komin frá Háskóla Reykjavíkur. Hún reyndi að skemmta sér utan skólatímans með því að setjast í stjórn Vöku, einmitt með Bolla Thoroddsen, og leitaðist við að hafa áhrif á stöðu nemenda við skólann. En eftir eitt ár hætti Ásta í HÍ, fór til Frakklands og lærði þar frönsku, stjórnmálafræði og fjölmiðlafræði. „Þar bjó ég hjá stórmerkilegri konu sem kenndi mér að rökræða. Því Frakkar rífast ekki, heldur rökræða. Sem ég væri alveg til í að Íslendingar gerðu meira af.“ Ásta hélt þó áfram í vélaverkfræðinni en ákvað að klára hana í DTU Tækniháskólanum í Danmörku. Sem opnaði marga möguleika og sótti hún m.a. annars vegar fjögurra mánaða skiptinám ásamt vinnu í Taílandi og svo síðar þrjá mánuði í Malasíu. „Við Bolli heyrðumst alltaf reglulega og alla tíð hefur hann verið ómetanlegur þegar að því kemur að ég þurfi að leita ráða hjá einhverjum. Þá hringdi ég alltaf í Bolla,“ segir Ásta og brosir. Síðan kom að því að ég hringdi í hann og sagðist einfaldlega ætla að heimsækja hann til Japans.“ Sem Ásta og gerði. „Þegar ég kom var Bolli búinn að skipuleggja margra daga lúxusferð. Þetta var þvílík upplifun!“ nánast hrópar Ásta upp yfir sig. Enn uppnumin af ferðinni. Svo blikar í augum! „Það má síðan segja að við séum búin að vera eins og gömul hjón æ síðan,“ segir Ásta og hlær. „Ég ráðfæri mig reyndar alltaf við Bolla. Ef eitthvað er, þá hringi ég í Bolla. Því það sem hefur alltaf einkennt hann svo mikið er að öll ráð sem hann gefur mér, eru veitt miðað við minn besta hag,“ segir Ásta. Sem hlýtur að teljast rétt því í viðtalinu voru það ófá skiptin sem Ásta sagði: Og þá var hringt í Bolla...“ En á alvarlegri nótum segir Ásta líka. „Ég myndi því segja að Bolli væri mín helsta klappstýra, minn besti vinur og ráðgjafi. Sem ræður mér alltaf heilt, styður mig í öllu og vonandi að ég sé að gefa honum jafn mikið til baka.“ Fv. Ásta sem geisha í Japan. Hjónakornin sem þó byrjuðu ekki saman fyrr en tólf árum eftir að þau kynntust og Bolli rústaði Ástu í harðri kosningabaráttu í MR. Ásta hringdi þó alltaf í Bolla til að ráðfæra sig um ýmiss mál. Búsett í Danmörku tilkynnti hún Bolla einn daginn að hún ætlaði að heimsækja hann til Japan þar sem hann á og rekur fyrirtæki. Síðan þá hafa Ásta og Bolli verið eins og gömul hjón. „Ef þú segir nei við þessu tilboði rek ég þig“ Aftur berst talið að unga fólkinu og vinnu. „Ég vann til dæmis sem þjónn á Kaffi París í sjö ár, hjá Axeli Ketilssyni. Sem var ómetanlegur tími. Því þar lærði maður allt, ekki síst rétt hugarfar; að þjóna viðskiptavinum, jafnvel erfiðum, reikna í huganum, að ganga í öll störf og að læra að vinna í frábæru teymi. Ef það vantaði í uppvaskið, fór maður að vaska upp. Eða ef það varð eitthvert slys á klósettinu sem þurfti að þrífa, þá var kannski sagt; Ásta Sigga, nennir þú að taka þetta…. Og þá fór maður bara í það.“ Eitt það skemmtilega í spjallinu við Ástu er að heyra hvað hún talar um að hafa alltaf verið heppin með vinnu og vinnuveitendur. Allt frá því að hafa afgreitt á kassa í Þinni verslun hjá Símoni Sigurpálssyni og Þóru Bragadóttur heitinnar í Seljahverfinu. Um tíma starfaði hún til dæmis fyrir Össur í Frakklandi. „Ég hafði unnið hjá þeim sem sumarstarfsmaður á Íslandi en þegar Össur keypti franskt framleiðslufyrirtæki, var mér boðið að gerast vörustjóri fyrir þá í Frakklandi sem ég auðvitað henti mér í,“ segir Ásta en hlær. „Þarna er ég 25 ára og fannst ekkert mál að skella mér í þetta starf. Sem ég er ekkert viss um að ég myndi þora að gera í dag.“ Á litla Íslandi var Ásta alin upp við það að koma fram við alla sem jafningja. „Og þannig vil ég líka hafa það því þótt við sinnum mismunandi störfum þá er það nú einfaldlega vegna þess að ekki geta allir verið í sömu störfum,“ segir Ásta en bætir við: „Fyrirtækjamenning Össurar á Íslandi er alveg til fyrirmyndar hvað þetta varðar en þegar ég mætti fyrst til Frakklands var það ekki alveg vel séð af þeim þarna úti, þegar ég byrjaði á því að tala við fólkið í framleiðslunni, á gólfinu. En það voru einmitt þau sem komu mér í skilning um svo margt sem nýttist mér síðan vel í starfinu.“ Ásta segir starfið hjá Össuri hafa verið frábæran tíma. Þar hafi hún líka fengið tækifæri til að kynnast Jóni Sigurðssyni fyrrverandi forstjóra Össurar og hitta stofnandann sjálfan; hugvitsmanninn og frumkvöðulinn Össur heitinn Kristinsson. En námið kallaði og því hélt Ásta aftur til Danmerkur til að klára meistaranám í vélaverkfræði frá DTU. Að námi loknu, byrjaði Ásta að vinna hjá IBM tölvurisanum. „Þar var ég svo heppin að vinna með eldri manni sem var aðstoðarforstjóri og varð mér algjör verndarengill og mikill mentor,“ segir Ásta. „Ég man að eitt sinn sagði hann við mig: Nú ætla ég að kenna þér að verða stjórnandi. Og bætti síðan við: Þú ert markaðs- og sölukona. Sem ég var auðvitað ekki sammála og svaraði því: Nei, ég er verkfræðingur.“ En samtalið hélt áfram: „Ásta, þú ert markaðs- og sölukona og það er það sem þú skalt taka með þér.“ Sem Ásta segist svo sannarlega hafa gert. „Auðvitað vann ég í mörgum litlum verkefnum fyrir hann. Stundum bara að skrifa tölvupósta eða panta borð. En hann tók mig líka oft með sér á ýmsa fundi, jafnvel stærstu fundina sína með helsta ráðafólki Danmerkur og leyfði mér að reyna mig í ótal verkefnum. Sagðist vera að þjálfa mig.“ Sem svo sannarlega var þjálfun sem skilaði sér því áður en varði, fékk Ásta boð um spennandi verkefni hjá McKinsey & Co í Danmörku. Ég byrjaði reyndar á því að segja við þennan verndarengil minn í IBM að auðvitað myndi ég ekki þiggja það verkefni, ég ætlaði að vinna áfram með honum. En þá sagði hann við mig: Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig.“ Sem gerði Ástu auðvitað forviða. Auðvitað bætti hann því við að hann myndi alltaf ráða mig aftur síðar ef ég vildi. Málið væri einfaldlega það, að ef maður fengi tilboð frá aðila eins og McKinsey, þá segði maður Já.“ Úr varð að Ásta fór á fund McKinsey. „Ég átti að hitta mann sem ég sá fyrir mér að væri einhver miðaldra Þjóðverji. Því það eina sem ég vissi var nafnið Klemens. Ég missti því nánast andlitið þegar mér mætti ungur og sprækur maður sem heilsaði mér hressilega á íslensku og sagði: Nei blessuð Ásta…“ Því já; umræddur maður var enginn annar en Klemens Hjartar, einn meðeigandi McKinsey & Co og eitt þekktasta nafnið í ráðgjafabransanum. „Klemens varð má segja næsti verndarengillinn minn.“ Eftir að hafa starfað erlendis um árabil viðurkennir Ásta að hafa varla vitað hvað Viðskiptaráð væri fyrst þegar Katrín Olga Jóhannesdóttir þáverandi formaður bauð henni starf sem framkvæmdastjóri ráðsins. Hvað þá að hún vissi hverjir væru hvað í íslensku viðskiptalífi! Ásta segir Viðskiptaráð eins og kúreka sem tekur stundum ýkta snúninga á mál; Svona rétt til að hreyfa aðeins við nálinni...Vísir/Vilhelm, einkasafn Með hvíslara á Viðskiptaþingi Haustið 2012 gaf McKinsey & Co út skýrslu um möguleika Íslands til eflingar langtímahagvaxtar. Skýrslan var unnin í samráði við Viðskiptaráð Íslands og í kjölfar hennar var Samráðsvettvangur um aukna hagsæld stofnaður árið 2013; þverpólitískur og þverfaglegur vettvangur sem ætlað var að stuðla að heildstæðri og málefnalegri umræðu til að leggja grunn að hagsæld Íslendinga til lengri tíma litið. Á vettvangnum sátu formenn allra stjórnmálaflokka sem áttu sæti á Alþingi, helstu hagsmunasamtök launþega og atvinnurekenda, fulltrúar háskólasamfélagsins, sveitarfélaga og stjórnendur fyrirtækja úr ýmsum atvinnugreinum. Og verkefnastjórar frá McKinsey. Þar á meðal Ásta og núverandi framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs; Björn Brynjúlfur Björnsson. Í þessari vinnu kynntist Ásta líka Frosta Ólafssyni, sem síðar varð einnig framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. „Ragna Árnadóttir, sem seinna varð skrifstofustjóri Alþingis, veitti Samráðsvettvangnum forstöðu og þarna kynntist ég líka Katrínu Olgu Jóhannsdóttir því hún var þá varaformaður Viðskiptaráðs,“ segir Ásta. „Nokkrum árum síðar hringir Katrín í mig og segir: Jæja Ásta mín, nú held ég að ég sé með starf sem þú ættir að taka…,“ segir Ásta og hlær. Tilboðið var framkvæmdastjórastarf Viðskiptaráðs Íslands. „Katrín Olga var þá formaður, fyrst kvenna. Á undan mér hafði verið ein kona framkvæmdastjóri en það var Halla Tómasdóttir, sem nú er forseti Íslands.“ Heim hélt því Ásta og tók við nýju starfi og naut eins og áður mikils stuðnings nýs yfirmanns Katrínar Olgu.. En heilmikið hafði þó gerst fyrir þann tíma. Því árið 2014 flutti Ásta til síns heittelskaða sem enn beið í Japan; verandi fyrirtækjaeigandi þar frá árinu 2010. „Eftir heimsóknina góðu til Bolla fór ég að falast eftir verkefnum hjá McKinsey í Tókýó. Einn föstudaginn sendi ég tölvupóst til Japans til að kanna hvort þeir hefðu einhver verkefni og fæ þá svar um að mögulega sé verkefni sem ég gæti tekið, en þyrfti þá að byrja í á mánudeginum!“ Og nú var sko aldeilis „hringt í Bolla.“ „Bolli sagði strax að hann færi þá bara í að finna íbúð fyrir okkur því við vorum bæði á því að láta slag standa, orðin 33 ára og til í að láta á sambúð reyna. Við fluttum því saman á núlleinni og hér erum við enn; þremur börnum síðar,“ segir Ásta og hlær. Í Tókýó starfaði Ásta á skrifstofu McKinsey en eitt af stærri verkefnunum sem hún kom að þar, sem ein þriggja skýrsluhöfunda, var skýrslugerð með tillögur um úrbætur í efnahagsmálum Japans fyrir Abe heitinn þáverandi forsætisráðherra Japans. „Íslenska verkefnið var í raun fyrirmyndin að verkefninu sem unnið var í Japan.“ Þegar Ásta vann hjá McKinsey & Co í Danmörku, vann McKinsey skýrslu um tækifæri Íslands til eflingar hagvaxtar. Í kjölfarið var Samráðsvettvangur um aukna hagsæld stofnaður og kom Ásta að þeirri verkefnavinnu og skýrslugerð með tillögum. Síðar varð sú skýrsla að fyrirmynd sambærilegs verkefnis sem Ásta vann í Japan. Af Japönunum lærði Ásta heilmargt nýtt. „Þeir bera ofboðslega mikla virðingu fyrir vinnunni, klæðnaður þeirra er óaðfinnanlegur og það er varla að þeir sofi, svo mikið vinna þeir. Verkaskiptingin er þó því miður enn sú að karlmennirnir eru fyrirvinnan en konan sér um heimili og börn,“ segir Ásta og bætir við: „Sem er synd því maður fann oft á karlmönnunum að þeim þótt leitt að missa af börnunum sínum og heimilinu, verandi nánast alltaf að vinna. Á sama tíma eru japanskar konur, sem margar eru hámenntaðar, heima að föndra skólanesti í anda Hello Kitty. Fara síðan aftur á vinnumarkaðinn þegar krakkarnir eru orðnir stórir en enda oft í láglaunastörfum; háskólamenntunin nýtist illa eftir tuttugu ára hlé frá vinnumarkaði. Það versta er þó, að auðvitað dregur þetta fyrirkomulag mikið úr verðmætasköpun fyrir japanska samfélagið, en börnin njóta þess vonandi.“ Stutt tal um hversu langt Ísland er komið í jafnréttismálunum tekur við. „Hugsaðu þér hversu gott það er að til dæmis kona eins og ég í forstjórastarfi fyrirtækis sem telst stórt á íslenskan mælikvarða, get leyft mér rjúka út klukkan korter yfir fjögur til að sækja börnin mín.“ Íslenska uppreisnareðlið hugnaðist þó ekki Japönum nema í takmörkuðu mæli. „Þeir höfðu mikinn áhuga á öllu sem við höfum gert í þessum efnum hér. En þegar að við Bolli vorum í sjónvarpsviðtali og sögðum frá kvennaverkfallinu árið 1975 var tekin ákvörðun um að klippa okkur út. Því þeir sögðust ekki vilja kynda undir svo róttæk mótmæli,“ segir Ásta, augljóslega enn forviða á ákvörðuninni. Frumburður Ástu og Bolla, Margrét Ragnheiður, fæddist í Japan árið 2016. Ég var eins og prímadonna á 5 stjörnu lúxushóteli þegar ég fæddi hana á almenningsspítala í Nisseki, Tókíó. Barninu var fagnað með þriggja rétta veislu og á spítalanum var ég í fimm daga. Fékk heilmikla kennslu og upplýsingar um allt það helsta sem skipti máli fyrir lítið barn.“ Um jólin ákváðu skötuhjúin að taka sér 2-3 mánaða barneignaleyfi og fara til Íslands. „Það var þá sem Katrín Olga hringir í mig og segir; Ásta mín, nú er ég með starf sem ég held þú ættir að taka,“ segir Ásta og hlær. „Enda vissi ég varla hvað Viðskiptaráð væri!“ En þekktir þú eitthvað til í íslensku atvinnulífi, verandi búsett í svona mörg ár erlendis? „Nei guð minn góður! Ég vissi ekkert hver var hvað og svo framvegis. Enda var ég með hvíslara á fyrsta Viðskiptaþinginu sem ég fór á. Sem einfaldlega hvíslaði alltaf í eyrað á mér ,,þetta er sko þessi og síðan er þetta þessi….,“ svarar Ásta og er greinilega mikið skemmt. Ásta hefur trú á nýju Valkyrjustjórninni og ætlar að treysta því að hún geri breytingar samfélaginu til góða. Meðal annars þær að gefa fleirum tækifæri til að koma að borði; Ríkið geti ekki gert allt sjálft. Sem dæmi nefnir Ásta aðkomu Lyfju að heilbrigðisþjónustu með heyrnamælingum, að ríkið eigi að nýta sér Hvalfjarðarleiðina oftar til fjármögnunar og fleira.Vísir/Vilhelm Kúreki og djörfung Verandi komin heim frá Japan, tók við skemmtilegur tími hjá Viðskiptaráði. Sem Ásta segist hafa þurft að kynnast frá grunni, það sé mjög fjölbreytt, taki til margra þátta og því skipti máli að hafa gott teymi í kringum sig þótt margir héldu að það væri fjölmennara en raunin var. Ásta réði meðal annarra Kristrúnu Frostadóttur sem hagfræðing félagsins. Þá nýkomin frá London. Í Viðskiptaráði starfaði Ásta einnig með Konráði S. Guðjónssyni, sem síðastliðið vor var ráðinn efnahagsráðgjafi ríkistjórnarinnar. „Það var ótrúlega dýrmæt reynsla að starfa fyrir Viðskiptaráð. Því þarna kynntist maður helstu baráttumálum fyrirtækja, hvernig löggjöfin og stjórnsýslan í landinu virkar og svo framvegis. Ég segi oft að Viðskiptaráð sé eins og kúreki. Ráðið teflir oft fram djörfum og frekar ýktum kröfum því með þeirri aðferðarfræði er oft hægt að færa nálina aðeins.“ Í Viðskiptaráði Íslands sitja 38 einstaklingar í stjórn, að formanni meðtöldum. Einn stjórnarmanna var Eggert Þór Kristófersson, þá forstjóri Festi. „Maður tók alveg eftir Eggerti á stjórnarfundunum. Hann hafði sterkar skoðanir og var alveg stundum að prófa mann, hversu fast maður stæði í lappirnar í ákveðnum málum. Ég kunni því alltaf vel,“ segir Ásta og brosir. „Þegar það urðu breytingar hjá Krónunni hringdi Eggert síðan í mig og sagðist vera með starf fyrir mig. Sem framkvæmdastjóri Krónunnar. Ég spurði hann hvort hann væri ekki að grínast. Því eina reynslan sem ég hefði af verslunarstarfi hefði verið í Þinni verslun þegar ég var unglingur. En þá sagði Eggert: Bíddu, ferðu aldrei út í búð að versla….? Jú svaraði ég. Og þá svaraði hann; Nú, þá þekkir þú kúnnann aldeilis vel.“ Ásta lét því slag standa og hóf störf sem framkvæmdastjóri Krónunnar haustið 2020. „Og ég elskaði það starf!“ segir Ásta og nánast hrópar upphátt. „Ef ég hefði gert mér grein fyrir því hvað starf í verslunarrekstri væri skemmtilegt hefði ég verið löngu byrjuð að vinna í þeim geira.“ Ásta réði sig sem framkvæmdastjóra Krónunnar árið 2020 og segir að ef hún hefði verið búin að átta sig á því hversu skemmtilegur verslunarrekstur er hefði hún verið löngu byrjuð í geiranum. Þegar forstjóraskipti urðu í Festi árið 2022 ákvað Ásta að sækja um eftir að Bolli sagði við hana að hann myndi ekki nenna að hlusta á hana tala um það í mörg ár að hún myndi gera hlutina öðruvísi en einhver nýr forstjóri.Vísir/Vilhelm Hlutabréfakaup fyrir alla Tími Ástu í Krónunni einkenndist að hluta til af Covid. „Það gekk allt út á hvort það mætti vera opið eða lokað.“ En þó sem betur fer margt annað líka. Til að mynda opnaði Krónan nýja verslun í Borgartúni, í Skeifunni og á Akureyri. Þrátt fyrir heimsfaraldur. Þegar Ásta var gengin sjö mánuði með þriðja barnið, var tilkynnt um forstjórabreytingar hjá Festi. „Ég ætlaði ekkert að sækja um. En einn daginn sagði Bolli við mig: Veistu Ásta, ég nenni ekki að fara að hlusta á þig næstu árin tala um að þú hefðir nú gert þetta svona eða hinsegin eða að minnsta kosti einhvern veginn öðruvísi.“ Þannig að já: Ásta sótti um. Með ráðningu Ástu sem forstjóri Festi, var Ásta fyrsta konan ráðin sem forstjóri í fyrirtæki sem þegar var skráð í Kauphöll. „Mér finnst það í rauninni ekkert stóra málið,“ svarar Ásta rólega þegar talið berst að þessu. „Mér finnst satt best að segja að Ísland eigi að vera komið lengra en það að tala um hvort ég sé kona eða karl.“ Að þessu sögðu segir Ásta þó. „En auðvitað geri ég mér grein fyrir að þetta skiptir máli. Og ég myndi í raun hrósa stjórn Festi því það þarf ákveðið þor og dug stjórnar að ráða unga manneskju í forstjórastarf Kauphallarfyrirtækis.“ Talið berst að Kauphallarumhverfinu almennt. Sem Ásta segir mikilvægt að opna meira fyrir almenningi. „Ég er til dæmis mjög stolt af því fyrirkomulagi sem við bjuggum til í Festi um kauprétt fyrir alla starfsmenn Festi, hvort sem þeir eru í hlutastarfi eða fullu starfi. Hugmyndin er sú að starfsmenn upplifi sem hagaðilar að það sé þeirra hagur að fyrirtækinu gangi sem best og þeir njóti ávaxtanna ef vel gengur,“ segir Ásta. Hvort sem þú ert forstjóri, starfsmaður í grænmetinu eða að fylla á tankinn hjá N1. Allir hafa sama rétt. „Fyrir stuttu fór ég í eina af Krónubúðum okkar og hitti þar starfsmann á kaffistofunni sem segir við mig: Hey Ásta, verðið bara komið í 288 krónur… Og ég hugsaði með mér: Bíddu er hann að tala um mjólkurlítrann eða bensínlítrann eða …. Spurði hann hvað hann ætti við og þá sagði hann: Nú Keldan maður,“ segir Ásta ánægð og bætir við: „Því þá er kaupréttarkerfið að gera það að verkum að á kaffistofunum er einfaldlega verið að ræða verðið á hlutabréfunum í Festi. Sem mér finnst frábært og endurspegla sterka liðsheild sem brennur fyrir stöðu fyrirtækisins.“ Það er nánast erfitt að fá Ástu til að fara ekki dýpra í rekstrarmálin. „Þegar hlutfall launakostnaðar af veltu fer að hlaupa á 50-60% segir það sig sjálft að það er ekki mikið eftir til að greiða aðra hluta rekstursins. Og þegar fólk talar á neikvæðan hátt um hagnað fyrirtækjanna finnst mér ágætt að benda á að af hverjum hundrað krónum eru þetta ekki nema 2-3 krónur sem sitja eftir þegar allur kostnaður hefur verið greiddur. Erlendum rekstraraðilum sem heyra af hlutföllum í íslenskri smásölu finnst þetta rosalega tæpt og skilja varla hvernig við treystum okkur til að standa í þessu,“ segir Ásta og bætir við: „Festi er að stórum hluta í eigu lífeyrissjóðanna, sem eru í eigu almennings. Okkar hlutverk er því að ávaxta fé lífeyrissjóðanna fyrir almenning.“ Í Danmörku finnst Ástu málin vera komin mun lengra hvað varðar hlutabréfakaup og almenning. „Þegar ég var í skóla þar, voru allir nemendur í svona hlutabréfaleikjum. Að kaupa ímynduð bréf í hinum og þessum skráðum fyrirtækjum. Leikirnir voru hluti af því að efla fjármálalæsi og þekkingu á því hvernig rekstur og fjárfestingaumhverfið virkar.“ Ástu er tíðrætt um það í viðtalinu hversu mikilvægt það er að koma fram við alla sem jafningja, þannig sé hún alin upp. Í Festi hafa allir starfsmenn kauprétt á hlutabréfum í félaginu og tekur Ásta skemmtilegt dæmi um hvernig meira að segja umræðan á kaffistofunni sé farin að snúast um þróun hlutabréfa í félaginu.Vísir/Vilhelm Ástríðan og lífið Það er erfitt að fá Ástu til að yfirgefa allt tal um viðskipti, rekstur, pólitík eða almenn samfélagsmál. Og augljóst að ástríðan fyrir starfinu og umhverfinu er svo sannarlega til staðar. Sem dæmi má nefna launakostnað fyrirtækja. „Einstaklingur með rúmar 700 þúsund krónur í mánaðarlaun fær um 522 þúsund krónur útborgaðar eftir skatt. Kostnaður vinnuveitandans við þessi laun er hins vegar með tryggingargjaldi og öðrum viðbótarkostnaði rétt rúm milljón krónur. Að einungis 51% af launakostnaði fyrirtækja endi sem útborguð laun horfir hrikalega skakkt við: Milljón annars vegar og hálf milljón hins vegar.“ Mennt er máttur því að mati Ástu, þyrfti helst að efla til muna fjármálalæsi með því að kenna meira um rekstur í skólum. „Margir fara til dæmis í sjálfstæðan rekstur strax eftir nám. Til dæmis iðnaðarmenn. En hvort sem fólk fer í sjálfstæðan rekstur eða ekki teldi ég það af hinu góða ef krökkum í efri bekkjum grunnskóla yrði einfaldlega kennt hvað þarf til að reka fyrirtæki réttu megin við núllið. Hvernig rekstur verslana, veitingastaða, tæknifyrirtækja og svo framvegis er samsettur í kostnaði og gjöldum. Og sama eigi við um rekstur heimila. Alls staðar sé lykilatriði að fara vel með fé.“ Stutt er í tal með pólitísku ívafi. Staðan er því miður orðin þannig í dag að æ fleira fólki finnst bara best að vinna fyrir ríkið. Þar eru launin há og fríðindin mun meiri en hjá einkafyrirtækjum. Starfsöryggið líka margfalt á við einkageirann.“ Fjöldi starfa hjá hinu opinbera hafi fjölgað mikið, þangað sæki hæfileikafólk sem geri einkafyrirtækjum sífellt erfiðara að finna starfsfólk. Og Ásta bætir við: „Ég vona líka að ný ríkisstjórn fari á fullt í að efla nýsköpun og samkeppni þannig að fleiri komist að borðinu. Við horfum til þessa í framþróun Lyfju en þar eru gríðarlega tækifæri til að styðja enn betur við almenning og veita heilbrigðisþjónustu á fyrsta stigi, sem felst í einföldum og endurteknum úrlausnum sem fólk þarf í dag kannski að bíða í vikur eftir. Það sparar tíma í heilbrigðiskerfinu og dýrmætur tími á heilsugæslustöðvum nýtist við greiningu á vandamálum fólks og stuðningi en ekki rútínuvinnu eða skriffinnsku. Við erum byrjuð til dæmis með heilsufarsmælingar, hjúkrunarþjónustu ýmiss konar og heyrnamælingar og ráðgjöf hjá Lyfja heyrn. Það þurfa að fleiri að komast að til að ná utan um alla þá þörf sem fyrir hendi er nú, hvað þá til framtíðar.“ Fleiri dæmi eru nefnd. „Mér finnst við til dæmis líka eiga að nýta okkur PPP (e. Private Public Partnership) leið í uppbyggingu innviða á Íslandi, líkt og gert var með Hvalfjarðargöngin á sínum tíma. Skuldirnar eru svo miklar – ríkið getur ekki gert þetta eitt og það bitnar á fólkinu sem þarf að bíða lengi eftir úrbótum. Þetta tryggir líka að áhættan liggur ekki öll á skattgreiðendum og farið verður í hagkvæmar framkvæmdir fyrr en ella.“ Ásta á þó einnig auðvelt með að fara í mýkri málin. Og þau eru ófá dæmin þar sem hún vitnar í samtal við fólkið á gólfinu. Í búðunum. Á verkstæðum. Hvar sem er; alltaf kemur hún að því aftur og aftur að tala við sem flest starfsfólk því jú eins og hún var alin upp, skiptir svo miklu máli að bera virðingu fyrir öllum störfum. „Ekki misskilja mig samt. Ég er alveg grjóthörð viðskiptakona,“ segir Ásta þó í einu af dæmunum sem nefnd voru og eru í mýkri kantinum. Ásta elskar að elda en segir Bolla duglegan við ýmislegt annað: tómstundir barnanna, koma þeim í rúmið, í skólana og svo framvegis. Stundum þarf Bolli að dvelja í Japan í nokkrar vikur í senn vegna fyrirtækis síns en Ásta segir þau dugleg að nýta sér aðstoð, séu til dæmis með aupair stúlku til að létta á heimilisverkum þannig að þau hafi meiri tíma með börnunum þegar þau eru ekki að vinna. Á endanum séu það börnin sem eru í forgangi. Heima fyrir unir Ásta sér vel við eldamennskuna. Ég elska að elda. Þá svona eiginlega sóna ég út. Bolli sér hins vegar um margt annað. Hann er til dæmis alveg upp á tíu hvað varðar allt í kringum tómstundir krakkanna, koma þeim í rúmið og í skólana og svona.“ Með þrjú lítil börn og framkvæmdir í húsinu er alltaf nóg um að vera. Enda engin tími fyrir neitt annað en heimili, börn og vinnu. „Ég segi oft við vinkonurnar að ég sé bara á tímabilinu „The joy of missing out." Því það er auðvitað enginn tími í neitt annað og ég reyni það ekki einu sinni,“ svarar Ásta aðspurð um áhugamál utan vinnu. Uppáhaldstími hennar er eldsnemma á morgnana. Að vakna löngu áður en börnin eru vakin og eiga tíma fyrir sig. Þakklæti er ofarlega í huga. „Við eigum þrjú heilbrigð börn og gott fjölskyldulíf. Það er það sem skiptir máli.“ Húsið í Þingholtunum sem hjónin eru að gera upp, var áður í eigu hjónanna Álfheiðar Ingadóttur fyrrum þingmanns og ráðherra og Sigmars Kristjáns Albertssonar lögmanns. „Það var byggt árið 1920 og okkur er mikið í mun að passa upp á sögu og grunngerð hússins. Að styrkja það en breyta ekki of miklu,“ segir Ásta en bætir hugsi við: „Bolli ólst upp í miðbænum og elskar það en ég, þessi villti tryllti Breiðhyltingur kem úr allt öðru umhverfi. Kemur mér eiginlega á óvart hvað mér líkar miðbærinn vel.“ Vegna fyrirtækjarekstursins í Japan, þarf Bolli oft að dvelja nokkrar vikur í senn í Japan. En hvernig ætli það sé að ganga og hvernig er með þriðju vaktina? „Þriðja vaktin er svo sannarlega til staðar en við höfum alltaf lagt áherslu á að fá aðstoð. Við erum ekkert ofurfólk og reynum ekki að vera það. Við njótum ósjaldan aðstoðar frá móður Bolla, Margréti Sigrúnu Björnsdóttur, en höfum líka verið með aupair stúlkur frá Japan sem hafa allar verið yndislegar. Au pair aðstoðin snýst í rauninni ekki um að sinna börnunum heldur miklu frekar að létta undir með heimilisverkin þannig að við séum að ná meiri tíma með börnunum okkar þegar við erum ekki að vinna. Og okkur er að takast það. Á endanum eru það börnin sem eru í forgangi hjá okkur.“
Helgarviðtal Atvinnulífsins Stjórnun Starfsframi Festi Tengdar fréttir „Ég var búinn að heyra stríðssögur um hvað fyrstu mánuðirnir væru erfiðir“ „Það má segja að bankahrunið hafi gefið mér þá hugmynd. Ég lá yfir öllum fréttasíðum og las allt sem ég gat um hrunið. Hagfræðin gaf mér tækifæri til að skilja betur hvernig fjármálakerfið gat umturnað heilu þjóðfélagi,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, þegar hann útskýrir hvers vegna hann fór í meistaranám í fjármálahagfræði í Oxford í Bretlandi. 7. júlí 2024 09:00 Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ „Einn daginn sagði ég við hann: Sigurjón, annað hvort hættir þú eða við skiljum. Þannig að já, ég rak eiginmanninn,“ segir Margrét Kristmannsdóttir framkvæmdastjóri Pfaff og hlær. 24. nóvember 2024 08:02 „Við eigum margar rómantískar stundir í vinnunni“ „Við erum bæði Sálaraðdáendur og fengum tækifæri til að þakka Stefáni Hilmarssyni persónulega fyrir framlag Sálarinnar til okkar sambands,“ segir Albert Magnússon og brosir. 22. september 2024 08:01 Sváfu með fullt af evrum undir koddanum fyrir flugmiðum heim ef þyrfti „Satt best að segja fékk ég leið á sjálfum mér,” segir Ari Daníelsson, forstjóri Origo og hlær. 21. júlí 2024 08:01 Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma „Notaðu arf barna þinna er meira að segja yfirskrift ferðaskrifstofu í Danmörku sem sérhæfir sig í ferðum fyrir fólk á þriðja æviskeiði. Sem ég er sammála um að fólk geri og hvet fólk til að nýta peninga sína snemma og á meðan það hefur heilsu til,“ segir Tryggvi Pálsson og bætir við: 13. nóvember 2022 08:01 Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Ég var búinn að heyra stríðssögur um hvað fyrstu mánuðirnir væru erfiðir“ „Það má segja að bankahrunið hafi gefið mér þá hugmynd. Ég lá yfir öllum fréttasíðum og las allt sem ég gat um hrunið. Hagfræðin gaf mér tækifæri til að skilja betur hvernig fjármálakerfið gat umturnað heilu þjóðfélagi,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, þegar hann útskýrir hvers vegna hann fór í meistaranám í fjármálahagfræði í Oxford í Bretlandi. 7. júlí 2024 09:00
Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ „Einn daginn sagði ég við hann: Sigurjón, annað hvort hættir þú eða við skiljum. Þannig að já, ég rak eiginmanninn,“ segir Margrét Kristmannsdóttir framkvæmdastjóri Pfaff og hlær. 24. nóvember 2024 08:02
„Við eigum margar rómantískar stundir í vinnunni“ „Við erum bæði Sálaraðdáendur og fengum tækifæri til að þakka Stefáni Hilmarssyni persónulega fyrir framlag Sálarinnar til okkar sambands,“ segir Albert Magnússon og brosir. 22. september 2024 08:01
Sváfu með fullt af evrum undir koddanum fyrir flugmiðum heim ef þyrfti „Satt best að segja fékk ég leið á sjálfum mér,” segir Ari Daníelsson, forstjóri Origo og hlær. 21. júlí 2024 08:01
Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma „Notaðu arf barna þinna er meira að segja yfirskrift ferðaskrifstofu í Danmörku sem sérhæfir sig í ferðum fyrir fólk á þriðja æviskeiði. Sem ég er sammála um að fólk geri og hvet fólk til að nýta peninga sína snemma og á meðan það hefur heilsu til,“ segir Tryggvi Pálsson og bætir við: 13. nóvember 2022 08:01