Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Atli Ísleifsson skrifar 9. janúar 2025 08:09 Sigrún Ósk Kristjánsdóttir hefur meðal annars stýrt tveimur þáttaröðum af Idol á Stöð 2. Vísir/Vilhelm Sjónvarpskonan Sigrún Ósk Kristjánsdóttir hefur ákveðið að hætta störfum hjá Stöð 2 eftir sextán ára starf. Hún mun þó áfram vinna að nýrri þáttaröð sem fer í loftið á Stöð 2 eftir páska. Sigrún Ósk, sem er ein reynslumesta og vinsælasta fjölmiðlakona landsins, greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni í morgun. „Allt hefur sinn tíma og eftir sextán dásamleg ár á Stöð 2 hef ég ákveðið að segja upp störfum og leita á önnur mið. Þið eruð þó ekki laus við mig af skjánum alveg strax því ég er með nýja þáttaröð í vinnslu um stóru augnablikin í lífinu sem mun líta dagsins ljós eftir páska. Þessi ákvörðun var erfið enda hafa Stöðvar 2 árin verið þau bestu og viðburðaríkustu í mínu lífi og vinnustaðurinn á stóran þátt í því. Ég mun því skilja við hann og samstarfsfólkið með miklum söknuði, en full þakklætis. Ég þigg allar ábendingar um spennandi störf. Er góð í ýmsu, ágæt í sumu, en ekkert spes í boltaíþróttum,“ segir Sigrún Ósk. Sigrún Ósk vann til blaðamannaverðlaunanna árið 2017 fyrir þættina Leitina að upprunanum.Vísir/Vilhelm Hóf fjölmiðlaferilinn árið 1999 Sigrún Ósk hefur stýrt fjölda sjónvarpsþátta á Stöð 2 í gegnum árin, þar með talið Leitina að upprunanum, Allir geta dansað, Margra barna mæður, Neyðarlínuna og Idol. Hún hlaut blaðamannaverðlaun Blaðamannafélags Íslands fyrir umfjöllun ársins árið 2017 fyrir þættina Leitina að upprunanum. Þá hefur hún í þrígang hlotið Edduverðlaun fyrir sömu þætti. Hún er uppalin á Akranesi og hóf sinn fjölmiðlaferil á Skessuhorni árið 1999. Á ferli sínum hefur hún svo starfað við dagskrárgerð hjá Sjónvarpinu, blaðamaður á Fréttablaðinu og svo við dagskrárgerð hjá Stöð 2. Sjá má viðtal við Sigrúnu Ósk í Einkalífinu á Vísi frá árinu 2020 í spilaranum að neðan þar sem hún ræddi meðal annars fjölmiðlaferilinn og fjölskyldulífið. Vísir er í eigu Sýnar. Fjölmiðlar Vistaskipti Tímamót Sýn Mest lesið Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Viðskipti innlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Ókeypis trygging með öllum Hakkapeliita dekkjum frá Nokian Tyres Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Viðskipti erlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Sjá meira
Sigrún Ósk, sem er ein reynslumesta og vinsælasta fjölmiðlakona landsins, greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni í morgun. „Allt hefur sinn tíma og eftir sextán dásamleg ár á Stöð 2 hef ég ákveðið að segja upp störfum og leita á önnur mið. Þið eruð þó ekki laus við mig af skjánum alveg strax því ég er með nýja þáttaröð í vinnslu um stóru augnablikin í lífinu sem mun líta dagsins ljós eftir páska. Þessi ákvörðun var erfið enda hafa Stöðvar 2 árin verið þau bestu og viðburðaríkustu í mínu lífi og vinnustaðurinn á stóran þátt í því. Ég mun því skilja við hann og samstarfsfólkið með miklum söknuði, en full þakklætis. Ég þigg allar ábendingar um spennandi störf. Er góð í ýmsu, ágæt í sumu, en ekkert spes í boltaíþróttum,“ segir Sigrún Ósk. Sigrún Ósk vann til blaðamannaverðlaunanna árið 2017 fyrir þættina Leitina að upprunanum.Vísir/Vilhelm Hóf fjölmiðlaferilinn árið 1999 Sigrún Ósk hefur stýrt fjölda sjónvarpsþátta á Stöð 2 í gegnum árin, þar með talið Leitina að upprunanum, Allir geta dansað, Margra barna mæður, Neyðarlínuna og Idol. Hún hlaut blaðamannaverðlaun Blaðamannafélags Íslands fyrir umfjöllun ársins árið 2017 fyrir þættina Leitina að upprunanum. Þá hefur hún í þrígang hlotið Edduverðlaun fyrir sömu þætti. Hún er uppalin á Akranesi og hóf sinn fjölmiðlaferil á Skessuhorni árið 1999. Á ferli sínum hefur hún svo starfað við dagskrárgerð hjá Sjónvarpinu, blaðamaður á Fréttablaðinu og svo við dagskrárgerð hjá Stöð 2. Sjá má viðtal við Sigrúnu Ósk í Einkalífinu á Vísi frá árinu 2020 í spilaranum að neðan þar sem hún ræddi meðal annars fjölmiðlaferilinn og fjölskyldulífið. Vísir er í eigu Sýnar.
Fjölmiðlar Vistaskipti Tímamót Sýn Mest lesið Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Viðskipti innlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Ókeypis trygging með öllum Hakkapeliita dekkjum frá Nokian Tyres Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Viðskipti erlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Sjá meira