Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 9. janúar 2025 12:11 Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir almenning ekki þurfa að hafa áhyggjur af fuglaflensu eins og staðan er núna. Vísir/Arnar Sóttvarnalæknir segir almenning ekki þurfa að hafa áhyggjur af fuglaflensu. Sú veira sem greindist í kettlingi hér á landi hafi aldrei greinst í fólki og þá smitist veiran ekki á milli manna. Engu að síður sé mikilvægt að þeir sem hafi einkenni og hafa verið í umgengni við dýr sem hafa verið veik vegna fuglaflensu fari í sýnatöku. Matvælastofnun hefur vakið athygli á að skætt afbrigði fuglaflensu, svo kallað H5N5, hafi greinst í kettlingi hér á landi og er það í fyrsta skipti í heiminum sem það greinist í heimilisdýri, samkvæmt Alþjóðadýraheilbrigðisstofnun. Greint var frá því fréttum okkar í gær að læðan sem kettlingurinn var undan og annar kettlingur úr sama goti hafi líka drepist og að fólki sem sá um veiku dýrin hafi verið gert að fara í sýnatöku. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir þó litlar líkur á að fólk smitist af dýrunum. „Ef fólk hefur verið í umgengni við dýr sem hafa verið veik vegna fuglainflúensu eða dáið eða í umgengni við hræ dýra þá þarf það fólk að vakta sín einkenni og ef það fær einkenni þá að fara í sýnatöku.“ Vel sé fylgst með þróun mála. „Fuglaflensa er eitthvað sem við vöktum vegna þess að fuglainflúensa er líkleg til þess að valda faröldrum ef þeir gerast sem er auðvitað ekki oft. Fuglar eru miklir hýslar fyrir inflúensuveirur og það hefur verið mikið um fuglainflúensu í heiminum undanfarin ár. Ef þetta fer að berast í spendýr eða fer að berast í fólk í einhverju mæli þá er alltaf möguleiki að það geti orðið faraldur því að þessar veirur geta breytt sér. Það er þá það sem gerist það verður breyting á veirunni þannig hún fái hæfileika til að smita fólk eða að smitast á milli manna. Það hefur ekki gerst enn með þetta sem er í gangi núna en ef að veiran fer að smitast á milli manna þá getur orðið faraldur því þá höfum við ekki ónæmi gegn þeirri veiru.“ Þá segir hún fólk ekki þurfa að hafa áhyggjur eins og staðan sé núna en mikilvægt sé að allir hafi í huga að snerta ekki dauða fugla. „Það eru engin teikn um það núna að þessi veira sé að smitast í fólk. Þessi gerð sem greindist hér hefur til dæmis aldrei greinst í fólki en almennt eru mjög litlar líkur á að fólk smitist af fuglainflúensu og hún smitast ekki á milli manna þannig að fólk eða almenningur þarf ekki að hafa áhyggjur af þessu.“ Heilbrigðismál Fuglar Dýraheilbrigði Dýr Tengdar fréttir Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Matvælastofnun telur hverfandi líkur á að fólk geti smitast af H5N5-afbrigði fuglaflensu þrátt fyrir að kettlingur hafi nýlega drepist af flensunni. Stofnunin telur þó mikilvægt að vera á varðbergi og hefur boðað kattareigendur í sýnatöku. 8. janúar 2025 21:24 Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Kettlingur sem drapst hér á landi er fyrsta heimilisdýrið á heimsvísu sem greinist með skætt afbrigði fuglaflensu. Læðan sem kettlingurinn var undan og annar kettlingur úr sama goti drápust líka. Fólki sem sá um veiku dýrin hefur verið gert að fara í sýnatöku. 8. janúar 2025 21:12 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Matvælastofnun hefur vakið athygli á að skætt afbrigði fuglaflensu, svo kallað H5N5, hafi greinst í kettlingi hér á landi og er það í fyrsta skipti í heiminum sem það greinist í heimilisdýri, samkvæmt Alþjóðadýraheilbrigðisstofnun. Greint var frá því fréttum okkar í gær að læðan sem kettlingurinn var undan og annar kettlingur úr sama goti hafi líka drepist og að fólki sem sá um veiku dýrin hafi verið gert að fara í sýnatöku. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir þó litlar líkur á að fólk smitist af dýrunum. „Ef fólk hefur verið í umgengni við dýr sem hafa verið veik vegna fuglainflúensu eða dáið eða í umgengni við hræ dýra þá þarf það fólk að vakta sín einkenni og ef það fær einkenni þá að fara í sýnatöku.“ Vel sé fylgst með þróun mála. „Fuglaflensa er eitthvað sem við vöktum vegna þess að fuglainflúensa er líkleg til þess að valda faröldrum ef þeir gerast sem er auðvitað ekki oft. Fuglar eru miklir hýslar fyrir inflúensuveirur og það hefur verið mikið um fuglainflúensu í heiminum undanfarin ár. Ef þetta fer að berast í spendýr eða fer að berast í fólk í einhverju mæli þá er alltaf möguleiki að það geti orðið faraldur því að þessar veirur geta breytt sér. Það er þá það sem gerist það verður breyting á veirunni þannig hún fái hæfileika til að smita fólk eða að smitast á milli manna. Það hefur ekki gerst enn með þetta sem er í gangi núna en ef að veiran fer að smitast á milli manna þá getur orðið faraldur því þá höfum við ekki ónæmi gegn þeirri veiru.“ Þá segir hún fólk ekki þurfa að hafa áhyggjur eins og staðan sé núna en mikilvægt sé að allir hafi í huga að snerta ekki dauða fugla. „Það eru engin teikn um það núna að þessi veira sé að smitast í fólk. Þessi gerð sem greindist hér hefur til dæmis aldrei greinst í fólki en almennt eru mjög litlar líkur á að fólk smitist af fuglainflúensu og hún smitast ekki á milli manna þannig að fólk eða almenningur þarf ekki að hafa áhyggjur af þessu.“
Heilbrigðismál Fuglar Dýraheilbrigði Dýr Tengdar fréttir Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Matvælastofnun telur hverfandi líkur á að fólk geti smitast af H5N5-afbrigði fuglaflensu þrátt fyrir að kettlingur hafi nýlega drepist af flensunni. Stofnunin telur þó mikilvægt að vera á varðbergi og hefur boðað kattareigendur í sýnatöku. 8. janúar 2025 21:24 Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Kettlingur sem drapst hér á landi er fyrsta heimilisdýrið á heimsvísu sem greinist með skætt afbrigði fuglaflensu. Læðan sem kettlingurinn var undan og annar kettlingur úr sama goti drápust líka. Fólki sem sá um veiku dýrin hefur verið gert að fara í sýnatöku. 8. janúar 2025 21:12 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Matvælastofnun telur hverfandi líkur á að fólk geti smitast af H5N5-afbrigði fuglaflensu þrátt fyrir að kettlingur hafi nýlega drepist af flensunni. Stofnunin telur þó mikilvægt að vera á varðbergi og hefur boðað kattareigendur í sýnatöku. 8. janúar 2025 21:24
Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Kettlingur sem drapst hér á landi er fyrsta heimilisdýrið á heimsvísu sem greinist með skætt afbrigði fuglaflensu. Læðan sem kettlingurinn var undan og annar kettlingur úr sama goti drápust líka. Fólki sem sá um veiku dýrin hefur verið gert að fara í sýnatöku. 8. janúar 2025 21:12