Stóru eldarnir enn hömlulausir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. janúar 2025 06:39 Heilu hverfin hafa fuðrað upp í hamförunum. Getty/Apu Gomes Tíu eru látnir í gróðureldunum í Los Angeles í Kaliforníu í Bandaríkjunum og óttast að um 10 þúsund byggingar séu ónýtar. Eldarnir hafa farið yfir að minnsta kosti 140 ferkílómetra. Talið er að um 5.000 byggingar hafi orðið Palisades-eldinum að bráð og aðrar 5.000 hafi eyðilagst í Eaton-eldinum. Nýr eldur kviknaði í gær, í West Hills, norður af Calabasas, og var fljótur að dreifa úr sér. Slökkviliðsmenn hafa ekki náð að hemja stóru eldana en hefur miðað eitthvað áfram með minni elda, eftir að vind lægði og mögulegt var að hefja slökkvistörf úr lofti. Á vef CNN má finna kort og gervihnattamyndir af eldunum. Heilu hverfin eru brunnin til kaldra kola og ljóst að um er að ræða einar kostnaðarsömustu náttúruhamfarir í sögu Bandaríkjanna. Rýmingum var aflétt á ákveðnum svæðum í gær og þar mátti sjá íbúa snúa aftur til að fara í gegnum rústirnar. Alls er talið að um 180 þúsund manns hafi neyðst til að yfirgefa heimili sín. Þess ber að geta að þegar yfirvöld í Kaliforníu tala um byggingar (e. structures) þá nær það einnig yfir minni eignir, til að mynda kofa og hjólhýsi. Þurrkar og sterkir vindar hafa meðal annars átt þátt í því að lítið sem ekkert hefur gengið að hemja eldana.Getty/Apu Gomes Bandaríkin Gróðureldar Gróðureldar í Kaliforníu Hollywood Tengdar fréttir Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Gróðureldarnir í Los Angeles eru sagðir þeir mestu í sögu borgarinnar. Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs er vindurinn, sem á mikinn þátt í þessum miklu eldum, aðeins farinn að lægja og því vonast slökkviliðsmenn til að ná einhverri stjórn á útbreiðslu hans. Að því sögðu segja viðbraðgsaðilar að enn stafi gríðarleg hætta af eldunum sem eru sagðir hafa lagt heimili tugi þúsunda í rúst. 9. janúar 2025 21:09 Mest lesið Trump titlar sig konung Erlent Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Erlent Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Innlent Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Innlent Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Erlent Traustið við frostmark Innlent Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Innlent Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Innlent Ummæli Trumps lofi ekki góðu Innlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Fleiri fréttir Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Sjá meira
Talið er að um 5.000 byggingar hafi orðið Palisades-eldinum að bráð og aðrar 5.000 hafi eyðilagst í Eaton-eldinum. Nýr eldur kviknaði í gær, í West Hills, norður af Calabasas, og var fljótur að dreifa úr sér. Slökkviliðsmenn hafa ekki náð að hemja stóru eldana en hefur miðað eitthvað áfram með minni elda, eftir að vind lægði og mögulegt var að hefja slökkvistörf úr lofti. Á vef CNN má finna kort og gervihnattamyndir af eldunum. Heilu hverfin eru brunnin til kaldra kola og ljóst að um er að ræða einar kostnaðarsömustu náttúruhamfarir í sögu Bandaríkjanna. Rýmingum var aflétt á ákveðnum svæðum í gær og þar mátti sjá íbúa snúa aftur til að fara í gegnum rústirnar. Alls er talið að um 180 þúsund manns hafi neyðst til að yfirgefa heimili sín. Þess ber að geta að þegar yfirvöld í Kaliforníu tala um byggingar (e. structures) þá nær það einnig yfir minni eignir, til að mynda kofa og hjólhýsi. Þurrkar og sterkir vindar hafa meðal annars átt þátt í því að lítið sem ekkert hefur gengið að hemja eldana.Getty/Apu Gomes
Bandaríkin Gróðureldar Gróðureldar í Kaliforníu Hollywood Tengdar fréttir Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Gróðureldarnir í Los Angeles eru sagðir þeir mestu í sögu borgarinnar. Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs er vindurinn, sem á mikinn þátt í þessum miklu eldum, aðeins farinn að lægja og því vonast slökkviliðsmenn til að ná einhverri stjórn á útbreiðslu hans. Að því sögðu segja viðbraðgsaðilar að enn stafi gríðarleg hætta af eldunum sem eru sagðir hafa lagt heimili tugi þúsunda í rúst. 9. janúar 2025 21:09 Mest lesið Trump titlar sig konung Erlent Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Erlent Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Innlent Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Innlent Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Erlent Traustið við frostmark Innlent Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Innlent Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Innlent Ummæli Trumps lofi ekki góðu Innlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Fleiri fréttir Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Sjá meira
Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Gróðureldarnir í Los Angeles eru sagðir þeir mestu í sögu borgarinnar. Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs er vindurinn, sem á mikinn þátt í þessum miklu eldum, aðeins farinn að lægja og því vonast slökkviliðsmenn til að ná einhverri stjórn á útbreiðslu hans. Að því sögðu segja viðbraðgsaðilar að enn stafi gríðarleg hætta af eldunum sem eru sagðir hafa lagt heimili tugi þúsunda í rúst. 9. janúar 2025 21:09