Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. janúar 2025 12:00 Pétur Jóhann gengur fram af sér á fjarlægum slóðum. Fyrsta stiklan úr Alheimsdrauminum er mætt á Vísi. Þar skipa þeir Auddi, Steindi, Sveppi og Pétur Jóhann tvö lið sem þeysast um heiminn og leysa ævintýralega skemmtilegar þrautir. Fyrsti þáttur verður sýndur á Stöð 2 þann 28. febrúar. „Besta leiðin til að lýsa Draumnum er þannig að þetta er jafn gaman og þetta er erfitt,“ segir Auðunn Blöndal í samtali við Vísi. Hann segir óhætt að fullyrða að nýjasta serían sé sú klikkaðasta hingað til en fimm ár eru síðan strákarnir héldu síðast utan í Suður-Ameríska Draumnum. Meðal landa sem strákarnir ferðast til að þessu sinni eru Nýja-Sjáland, Filippseyjar og Ástralía. Klippa: Alheimsdraumurinn - stikla Reynt á öll mörk „Við reyndum þarna á öll okkar mörk og það er ótrúlegt hvað hægt er að leggja á sig í rugli. Það er svo skrítið að þetta skuli vera vinna, ég hugsaði einmitt þegar ég lá þarna málaður eins og tígrisdýr: „Huh, ég er bara í vinnunni í Nýja-Sjálandi.“ Þetta er svo innilega steikt,“ segir Auddi hlæjandi. Áður hafa verið framleiddar þáttaraðirnar Ameríski Draumurinn, Evrópski Draumurinn, Asíski Draumurinn og Suður Ameríski Draumurinn en í þessari nýjustu þáttaröð er allur heimurinn undir. View this post on Instagram A post shared by Auðunn Blöndal (@audunnblondal) Auddi segir vini og ættingja oft spyrja hann hvort þetta sé í raun ekki bara kósý og stemning. Hann viti sem er að það sé asnalegt að segja það en það sé samt alls ekki þannig. Tökur stóðu yfir í um mánuð og voru strákarnir þann tíma í 76 klukkustundir í flugvél. „En auðvitað vorkennir okkur enginn, enda skemmtilegasta vinna í heimi. En við skulum bara segja að það eru mörg lönd sem ég hlakka til að ferðast til án þess að láta hrækja á mig.“ Þeir félagar lögðu á sig gríðarlegt ferðalag í þáttunum. Alheimsdraumurinn Bíó og sjónvarp Grín og gaman Tengdar fréttir Allur heimurinn undir í nýjum Draumi Stöð 2 hefur ákveðið að ráðast í framleiðslu á nýrri þáttaröð af skemmtiþáttunum „Draumurinn“ þar sem Auddi, Steindi, Sveppi og Pétur Jóhann skipa tvö lið sem þeysast um heiminn og leysa ævintýralega skemmtilegar þrautir. 9. febrúar 2024 23:18 Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Bíó og sjónvarp Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Laufey ein af konum ársins hjá Time Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Sjá meira
„Besta leiðin til að lýsa Draumnum er þannig að þetta er jafn gaman og þetta er erfitt,“ segir Auðunn Blöndal í samtali við Vísi. Hann segir óhætt að fullyrða að nýjasta serían sé sú klikkaðasta hingað til en fimm ár eru síðan strákarnir héldu síðast utan í Suður-Ameríska Draumnum. Meðal landa sem strákarnir ferðast til að þessu sinni eru Nýja-Sjáland, Filippseyjar og Ástralía. Klippa: Alheimsdraumurinn - stikla Reynt á öll mörk „Við reyndum þarna á öll okkar mörk og það er ótrúlegt hvað hægt er að leggja á sig í rugli. Það er svo skrítið að þetta skuli vera vinna, ég hugsaði einmitt þegar ég lá þarna málaður eins og tígrisdýr: „Huh, ég er bara í vinnunni í Nýja-Sjálandi.“ Þetta er svo innilega steikt,“ segir Auddi hlæjandi. Áður hafa verið framleiddar þáttaraðirnar Ameríski Draumurinn, Evrópski Draumurinn, Asíski Draumurinn og Suður Ameríski Draumurinn en í þessari nýjustu þáttaröð er allur heimurinn undir. View this post on Instagram A post shared by Auðunn Blöndal (@audunnblondal) Auddi segir vini og ættingja oft spyrja hann hvort þetta sé í raun ekki bara kósý og stemning. Hann viti sem er að það sé asnalegt að segja það en það sé samt alls ekki þannig. Tökur stóðu yfir í um mánuð og voru strákarnir þann tíma í 76 klukkustundir í flugvél. „En auðvitað vorkennir okkur enginn, enda skemmtilegasta vinna í heimi. En við skulum bara segja að það eru mörg lönd sem ég hlakka til að ferðast til án þess að láta hrækja á mig.“ Þeir félagar lögðu á sig gríðarlegt ferðalag í þáttunum.
Alheimsdraumurinn Bíó og sjónvarp Grín og gaman Tengdar fréttir Allur heimurinn undir í nýjum Draumi Stöð 2 hefur ákveðið að ráðast í framleiðslu á nýrri þáttaröð af skemmtiþáttunum „Draumurinn“ þar sem Auddi, Steindi, Sveppi og Pétur Jóhann skipa tvö lið sem þeysast um heiminn og leysa ævintýralega skemmtilegar þrautir. 9. febrúar 2024 23:18 Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Bíó og sjónvarp Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Laufey ein af konum ársins hjá Time Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Sjá meira
Allur heimurinn undir í nýjum Draumi Stöð 2 hefur ákveðið að ráðast í framleiðslu á nýrri þáttaröð af skemmtiþáttunum „Draumurinn“ þar sem Auddi, Steindi, Sveppi og Pétur Jóhann skipa tvö lið sem þeysast um heiminn og leysa ævintýralega skemmtilegar þrautir. 9. febrúar 2024 23:18