HK-strákarnir eru flestir fæddir árið 2011 og verða því fjórtán ára gamlir á þessu ári.
Þeir ætla með góðum stuðning og aðstoð frá Víkingum, að halda styrktarleikjadag til stuðnings vinar síns, Tómasar Freys, sem greindist með krabbamein í október.
Tómas hefur þurft að fara í erfiðar lyfjameðferðir og risastóra aðgerð í Svíþjóð núna fyrir jólin. Fram undan er langt og strangt ferli fyrir ungu hetjuna.
HK segir frá framtaki drengjanna á miðlum sínum.
„Við hvetjum alla til að mæta og sjá unga efnilega knattspyrnumenn spila tvo leiki. Á milli leikjanna tveggja hjá HK og Víkings strákunum verður klikkuð skemmtun sem enginn má missa af,“ segir í frétt um leikinn.
Þar koma meðal annars við sögu Ómar Ingi Guðmundsson, fráfarandi þjálfari HK, og Hermann Hreiðarsson sem er nýtekinn við HK-liðinu. Meðal leikmanna í hálfleiksleiknum verða líka margir kunnir kappar eins og sjá má með því að fletta hér fyrir neðan.
Aðgangseyri til styrktar Tómasi er 1500 krónur eða frá frjálsframlög.
Fyrir þá sem komast ekki og langar að styrkja þá hefur verið stofnaður reikningur:
Reikningur: 0370-22-099772
Kennitala: 170411-2260