„Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. janúar 2025 11:59 Af þeim fuglum sem hafa greinst með fuglainflúensuna H5N5 á höfuðborgarsvæðinu er í flestum tilfellum um að ræða gæsir. Þessa mynd tók Gunnar Þór Hallgrímsson prófessor í Vatnsmýrinni um helgina. Gunnar Þór Hallgrímsson Fjöldi tilkynninga hefur borist vegna veikra og dauðra fugla sökum fuglaflensu um helgina. Um skæðan faraldur virðist vera að ræða að mati deildarstjóra hjá dýraþjónustu Reykjavíkur sem sinnir veikum dýrum, tekur sýni og hirðir hræ sem fundist hafa á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun barst nokkur fjöldi tilkynninga um dauða og veika fugla um helgina, sem hugsanlega má rekja til fuglainflúensu, H5N5, sem geisað hefur að undanförnu. Verið er að vinna úr tilkynningunum en flensan hefur greinst í fugli á nokkrum stöðum um landið, auk þess sem minnst tveir heimiliskettir drepist úr flensunni. Þorkell Heiðarsson, deildarstjóri Dýraþjónustu Reykjavíkur, segir ljóst að um skæðan faraldur sé að ræða. „Ég man ekki eftir álíka faraldri og við erum að sjá þetta mjög víða. Þetta er mikill fjöldi, það kom nú fram í fjölmiðlum í gær að það hafi fundist 19 fuglar inn í Vatnsmýri og okkar fólk náði í alla veganna tíu fugla í gær, þeir sem voru á vakt í gær,“ segir Þorkell. Dýraþjónustan hefur síðan í október verið í samstarfi við MAST og önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og vinnur að því að sækja hræ og veika fugla víða um borgina og taka sýni sem send eru til greiningar að Keldum. Veðurfar kunni að spila inn í „Við höfum tekið úr tugum fugla hérna á höfuðborgarsvæðinu og það var lítið að greinast fyrr en núna, sérstaklega milli jóla og nýárs, hefur þetta alveg sprungið út og það er greinilega mikil flensa í gangi og mikið af jákvæðum sýnum,“ segir Þorkell en bendir þó á að veðurfar undanfarinna daga kunni að einhverju leyti að skýra fjölgun hræja sem fundist hafa. „Það ber að hafa það í huga að það eru miklar leysingar núna, þannig það getur verið að eitthvað af þessum fuglum hafi hreinlega verið grafnir undir fönn og hafi komið í ljós í leysingunum síðustu daga og núna um helgina og það sé hluti af skýringunni, þannig ég ætla ekki að útiloka það,“ segir Þorkell. Þorkell Heiðarsson er deildarstjóri dýraþjónustu Reykjavíkur.Vísir/Arnar Grágæsin drepst í hrönnum Af þeim fuglum sem hafa greinst með H5N5 er í flestum tilfellum um að ræða gæsir. „Það virðist vera að grágæsir og álftir séu sérstaklega mikið að fara illa út úr þessu og eru að drepast í hrönnum,“ segir Þorkell. „Þær sýna einkenni, oft fara að slaga út við göngu og eru slappar og leggjast svo bara niður. Ofan á þetta hefur bæst svo mikil kuldatíð sem hefur verið að undanförnu.“ Fuglar sem á annað borð hafi veikst eigi litla von um bata. „Þeir fuglar sem hafa verið veikir yfirleitt drepast mjög hratt og fljótt,“ segir Þorkell sem minnir á að alls ekki sé ráðlagt að snerta eða handfjatla dauða eða veika fugla, heldur skuli tilkynna um slíkt til MAST eða dýraþjónustu. „Það sem að við kannski leggjum áhersu á er að fólk hérna í höfuðborginni að minnsta kosti, og almennt, að fólk sé ekki að handfjatla fugla mikið og bara alls ekki helst og ekki heldur veika fugla og hafa bara samband við dýraþjónustuna. Við erum á vaktinni og erum að sækja bæði hræ og veika fugla og þar erum við að huga að sóttvörnum mikið.“ Fuglar Dýraheilbrigði Dýr Reykjavík Mest lesið Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Innlent Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Erlent Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Erlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Innlent Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Innlent Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Innlent Fleiri fréttir Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Lélegur árangur í PISA vegna símanotkunar og einkunnaverðbólgu „Gamla Þingborg“ í Flóa verður rifin fyrir breikkun þjóðvegarins Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Gæsluvarðhald tveggja stytt um tvær vikur Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Umdeildu trén á bak og burt og spennandi möguleikar í stöðunni Vendingar í nýrri könnun, fjölskyldu hótað og vorboði Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Skipstjóri Höddu hafi ekki gætt að sér Jón Trausti tekur við ritstjórninni af föður sínum Var skylt að afhenda Brúneggjagögnin eftir allt saman Áfrýjaði og fékk mun þyngri dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur Ekkert bendi til að vatnið sé óneysluhæft Hvert og eitt sveitarfélag ákveður laun sinna bæjarstjóra „Fall er fararheill“ Börn upplifi sig vanmáttug í samskiptum við réttarkerfið Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun barst nokkur fjöldi tilkynninga um dauða og veika fugla um helgina, sem hugsanlega má rekja til fuglainflúensu, H5N5, sem geisað hefur að undanförnu. Verið er að vinna úr tilkynningunum en flensan hefur greinst í fugli á nokkrum stöðum um landið, auk þess sem minnst tveir heimiliskettir drepist úr flensunni. Þorkell Heiðarsson, deildarstjóri Dýraþjónustu Reykjavíkur, segir ljóst að um skæðan faraldur sé að ræða. „Ég man ekki eftir álíka faraldri og við erum að sjá þetta mjög víða. Þetta er mikill fjöldi, það kom nú fram í fjölmiðlum í gær að það hafi fundist 19 fuglar inn í Vatnsmýri og okkar fólk náði í alla veganna tíu fugla í gær, þeir sem voru á vakt í gær,“ segir Þorkell. Dýraþjónustan hefur síðan í október verið í samstarfi við MAST og önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og vinnur að því að sækja hræ og veika fugla víða um borgina og taka sýni sem send eru til greiningar að Keldum. Veðurfar kunni að spila inn í „Við höfum tekið úr tugum fugla hérna á höfuðborgarsvæðinu og það var lítið að greinast fyrr en núna, sérstaklega milli jóla og nýárs, hefur þetta alveg sprungið út og það er greinilega mikil flensa í gangi og mikið af jákvæðum sýnum,“ segir Þorkell en bendir þó á að veðurfar undanfarinna daga kunni að einhverju leyti að skýra fjölgun hræja sem fundist hafa. „Það ber að hafa það í huga að það eru miklar leysingar núna, þannig það getur verið að eitthvað af þessum fuglum hafi hreinlega verið grafnir undir fönn og hafi komið í ljós í leysingunum síðustu daga og núna um helgina og það sé hluti af skýringunni, þannig ég ætla ekki að útiloka það,“ segir Þorkell. Þorkell Heiðarsson er deildarstjóri dýraþjónustu Reykjavíkur.Vísir/Arnar Grágæsin drepst í hrönnum Af þeim fuglum sem hafa greinst með H5N5 er í flestum tilfellum um að ræða gæsir. „Það virðist vera að grágæsir og álftir séu sérstaklega mikið að fara illa út úr þessu og eru að drepast í hrönnum,“ segir Þorkell. „Þær sýna einkenni, oft fara að slaga út við göngu og eru slappar og leggjast svo bara niður. Ofan á þetta hefur bæst svo mikil kuldatíð sem hefur verið að undanförnu.“ Fuglar sem á annað borð hafi veikst eigi litla von um bata. „Þeir fuglar sem hafa verið veikir yfirleitt drepast mjög hratt og fljótt,“ segir Þorkell sem minnir á að alls ekki sé ráðlagt að snerta eða handfjatla dauða eða veika fugla, heldur skuli tilkynna um slíkt til MAST eða dýraþjónustu. „Það sem að við kannski leggjum áhersu á er að fólk hérna í höfuðborginni að minnsta kosti, og almennt, að fólk sé ekki að handfjatla fugla mikið og bara alls ekki helst og ekki heldur veika fugla og hafa bara samband við dýraþjónustuna. Við erum á vaktinni og erum að sækja bæði hræ og veika fugla og þar erum við að huga að sóttvörnum mikið.“
Fuglar Dýraheilbrigði Dýr Reykjavík Mest lesið Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Innlent Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Erlent Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Erlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Innlent Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Innlent Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Innlent Fleiri fréttir Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Lélegur árangur í PISA vegna símanotkunar og einkunnaverðbólgu „Gamla Þingborg“ í Flóa verður rifin fyrir breikkun þjóðvegarins Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Gæsluvarðhald tveggja stytt um tvær vikur Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Umdeildu trén á bak og burt og spennandi möguleikar í stöðunni Vendingar í nýrri könnun, fjölskyldu hótað og vorboði Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Skipstjóri Höddu hafi ekki gætt að sér Jón Trausti tekur við ritstjórninni af föður sínum Var skylt að afhenda Brúneggjagögnin eftir allt saman Áfrýjaði og fékk mun þyngri dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur Ekkert bendi til að vatnið sé óneysluhæft Hvert og eitt sveitarfélag ákveður laun sinna bæjarstjóra „Fall er fararheill“ Börn upplifi sig vanmáttug í samskiptum við réttarkerfið Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Sjá meira