Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. janúar 2025 23:31 Khabib er ósigraður í UFC-búrinu. Anton Novoderezhkin/Getty Images Bardagakappinn Khabib Nurmagomedov var er ekki par sáttur með flugfélagið Frontier Airlines en honum var vísað úr flugvél félagsins sem var á leið frá Las Vegas til San Francisco. Hinn 36 ára gamli Khabib gerði garðinn frægan í UFC-búrinu þar sem hann keppt alls 29 sinnum og stóð uppi með 29 sigra. Hann nýtti þó ekki UFC-hæfileika sína þegar hann lenti upp á kant við starfsmenn Frontier Airlines á sunnudaginn var. Breska ríkisútvarpið, BBC, greindi frá. Í myndbandi sem er í dreifingu á samfélagsmiðlum má starfsmann flugfélagsins biðja Khabib um að færa sig úr sæti við neyðarútgang. Þegar bardagakappinn biður um útskýringu þá er einfaldlega sagt að starfsfólkið treysti honum ekki til að sitja við neyðarútgang. „Það er ekki sanngjarnt,“ heyrist Khabib segja áður en hann samþykkir að yfirgefa vélina. Hann hefur nú tjáð sig um málið á X, áður Twitter. Þar segir hann starfsmenn félagsins hafa verið dónalega við sig frá upphafi samtalsins þó hann tali „ágæta ensku, skilji allt og hafi verið samvinnuþýður“ þá vildu þau samt sem áður fjarlægja hann úr sæti sínu. First of all, I need to clarify that it was @FlyFrontier not AlaskaAir.Lady who comes to me with questions was very rude from the very beginning, even though I speak very decent English and can understand everything and agreed to assist, she still insists on removing me from my…— khabib nurmagomedov (@TeamKhabib) January 12, 2025 „Var ástæðan byggð á kynþætti, þjóðerni eða einhverju öðru? Ég er ekki viss. Eftir tveggja mínútna samtal kallaði hún á öryggisverði og ég yfirgaf vélina. Skömmu síðar fór ég í aðra vél sem fór með mig á áfangastað minn.“ „Ég gerði hvað ég gat til að halda ró minni og sýna virðingu eins og sést í myndbandinu. En þetta starfsfólk gæti gert betur þegar kemur að framkomu sinni í garð farþega,“ segir Khabib einnig í færslu sinni. MMA Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Dagskráin í dag: Dregið í Meistara-, Evrópu og Sambandsdeildinni „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Gríðarleg spenna á toppnum Rómverjar og FCK sneru við dæminu Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sjá meira
Hinn 36 ára gamli Khabib gerði garðinn frægan í UFC-búrinu þar sem hann keppt alls 29 sinnum og stóð uppi með 29 sigra. Hann nýtti þó ekki UFC-hæfileika sína þegar hann lenti upp á kant við starfsmenn Frontier Airlines á sunnudaginn var. Breska ríkisútvarpið, BBC, greindi frá. Í myndbandi sem er í dreifingu á samfélagsmiðlum má starfsmann flugfélagsins biðja Khabib um að færa sig úr sæti við neyðarútgang. Þegar bardagakappinn biður um útskýringu þá er einfaldlega sagt að starfsfólkið treysti honum ekki til að sitja við neyðarútgang. „Það er ekki sanngjarnt,“ heyrist Khabib segja áður en hann samþykkir að yfirgefa vélina. Hann hefur nú tjáð sig um málið á X, áður Twitter. Þar segir hann starfsmenn félagsins hafa verið dónalega við sig frá upphafi samtalsins þó hann tali „ágæta ensku, skilji allt og hafi verið samvinnuþýður“ þá vildu þau samt sem áður fjarlægja hann úr sæti sínu. First of all, I need to clarify that it was @FlyFrontier not AlaskaAir.Lady who comes to me with questions was very rude from the very beginning, even though I speak very decent English and can understand everything and agreed to assist, she still insists on removing me from my…— khabib nurmagomedov (@TeamKhabib) January 12, 2025 „Var ástæðan byggð á kynþætti, þjóðerni eða einhverju öðru? Ég er ekki viss. Eftir tveggja mínútna samtal kallaði hún á öryggisverði og ég yfirgaf vélina. Skömmu síðar fór ég í aðra vél sem fór með mig á áfangastað minn.“ „Ég gerði hvað ég gat til að halda ró minni og sýna virðingu eins og sést í myndbandinu. En þetta starfsfólk gæti gert betur þegar kemur að framkomu sinni í garð farþega,“ segir Khabib einnig í færslu sinni.
MMA Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Dagskráin í dag: Dregið í Meistara-, Evrópu og Sambandsdeildinni „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Gríðarleg spenna á toppnum Rómverjar og FCK sneru við dæminu Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sjá meira