Samkvæmt Hjörvar náðu Víkingur og HK samkomulagi um kaup á Atla um helgina.
Atli Þór Jónasson er orðinn leikmaður Víkings R. Samkomulag við HK-inga náðist um helgina. Víkingur R. borga vonandi helling fyrir hann. pic.twitter.com/MJ83XRocsf
— Hjör Hafliðason (@hjorvarhaflida) January 14, 2025
Atli skoraði sjö mörk í 24 leikjum í Bestu deildinni á síðasta tímabili. Sumarið 2023 skoraði hann eitt deildarmark í sextán leikjum.
Atli kom til HK frá Hamri fyrir tveimur árum. Hann skoraði 26 mörk í 51 leik fyrir Hamar í 4. deildinni.
Hinn 22 ára Atli er fjórði leikmaðurinn sem Víkingur fær eftir að síðasta tímabili lauk. Áður voru Sveinn Margeir Hauksson og Daníel Hafsteinsson komnir frá KA og Stígur Diljan Þórðarson frá Triestina á Ítalíu.