Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 14. janúar 2025 19:41 Einstaklingur sem þóttist vera Brad Pitt fékk konu til að greiða sér tugi milljóna króna. Getty/gilbert flores Fjársvikar þóttist vera Brad Pitt í rúmlega ár til að svíkja konu um tugi milljóna. Konan hélt að hún væri að greiða fyrir krabbameinsmeðferð leikarans. Viðtal við hana hefur fengið mikla neikvæða athygli á netinu. Anne, 53 ára franskur innanhúshönnuður, hafði átt í samskiptum við aðila sem þóttist vera Pitt í um eitt og hálft ár. Þau byrjuðu fyrst að tala saman eftir að einstaklingur sem þóttist vera móðir leikarans hafði samband við hana í gegnum samfélagsmiðilinn Instagram. Hún átti að hafa sagt Anne hvað þau myndu passa vel saman sem par. Eftir að hafa átt í samskiptum við móðurina hafði aðili sem þóttist vera Brad Pitt haft samband við hana á samfélagsmiðlinum. Einstaklingurinn notaði falska aðganga á samfélagsmiðlum og ljósmyndir búnar til af gervigreind. „Ég spyr mig af hverju þau völdu að valda svona skaða,“ sagði Anne í viðtali en greint er frá á fjölmiðlinum France24. „Ég hef aldrei skaðað neinn. Þessi einstaklingar eiga heima í helvíti.“ Aðilinn sem þóttist vera Pitt bað hana síðan um fjárhagsaðstoð þar sem að hann væri kominn með krabbamein í nýra. Hann hefði ekki aðgang að bankareikningnum sínum þar sem hann hafði verið fyrstur út af skilnaði sínum við Angelina Jolie. Anne trúði því að þau væru ástfangin og greiddi því fjársvikaranum rúmlega 120 milljónir íslenskra króna til að borga fyrir meðferðina. Það var ekki fyrr en hún sá ljósmynd af Brad Pitt og maka hans Ines de Ramon að hún gerði sér grein fyrir því að um fjársvik væri að ræða. Mikið af neikvæðum athugasemdum Anne fór í viðtal vegna málsins sem uppskar mikla neikvæða umfjöllun á netinu. Margir gerðu grín af henni en sem dæmi birti samfélagsmiðlareikningur Netflix í Frakklandi auglýsingu þar sem stóð „fjórar kvikmyndir til að sjá með Brad Pitt (í alvörunni) frítt.“ Aðrir hafa gagnrýnt TF1 sem tóku og birtu viðtalið fyrir að vernda ekki einstakling sem gerði sér ef til vill ekki grein fyrir afleiðingum þess að veita viðtal. Fram kom að á þeim tíma sem viðtalið var tekið hafi Anne verið með mjög þunglynd. Frakkland Samfélagsmiðlar Erlend sakamál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Anne, 53 ára franskur innanhúshönnuður, hafði átt í samskiptum við aðila sem þóttist vera Pitt í um eitt og hálft ár. Þau byrjuðu fyrst að tala saman eftir að einstaklingur sem þóttist vera móðir leikarans hafði samband við hana í gegnum samfélagsmiðilinn Instagram. Hún átti að hafa sagt Anne hvað þau myndu passa vel saman sem par. Eftir að hafa átt í samskiptum við móðurina hafði aðili sem þóttist vera Brad Pitt haft samband við hana á samfélagsmiðlinum. Einstaklingurinn notaði falska aðganga á samfélagsmiðlum og ljósmyndir búnar til af gervigreind. „Ég spyr mig af hverju þau völdu að valda svona skaða,“ sagði Anne í viðtali en greint er frá á fjölmiðlinum France24. „Ég hef aldrei skaðað neinn. Þessi einstaklingar eiga heima í helvíti.“ Aðilinn sem þóttist vera Pitt bað hana síðan um fjárhagsaðstoð þar sem að hann væri kominn með krabbamein í nýra. Hann hefði ekki aðgang að bankareikningnum sínum þar sem hann hafði verið fyrstur út af skilnaði sínum við Angelina Jolie. Anne trúði því að þau væru ástfangin og greiddi því fjársvikaranum rúmlega 120 milljónir íslenskra króna til að borga fyrir meðferðina. Það var ekki fyrr en hún sá ljósmynd af Brad Pitt og maka hans Ines de Ramon að hún gerði sér grein fyrir því að um fjársvik væri að ræða. Mikið af neikvæðum athugasemdum Anne fór í viðtal vegna málsins sem uppskar mikla neikvæða umfjöllun á netinu. Margir gerðu grín af henni en sem dæmi birti samfélagsmiðlareikningur Netflix í Frakklandi auglýsingu þar sem stóð „fjórar kvikmyndir til að sjá með Brad Pitt (í alvörunni) frítt.“ Aðrir hafa gagnrýnt TF1 sem tóku og birtu viðtalið fyrir að vernda ekki einstakling sem gerði sér ef til vill ekki grein fyrir afleiðingum þess að veita viðtal. Fram kom að á þeim tíma sem viðtalið var tekið hafi Anne verið með mjög þunglynd.
Frakkland Samfélagsmiðlar Erlend sakamál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira