Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Jón Þór Stefánsson skrifar 21. janúar 2025 08:46 Maður sem ók steypubíl á átta ára gamlan dreng sem lést fyrir vikið í október 2023 hefur verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Vísir/Vilhelm Karlmaður á sjötugsaldri sem er ákærður fyrir manndráp af gáleysi fyrir að aka steypubíl á hinn átta ára gamla Ibrahim Shah, sem lést fyrir vikið, í október 2023 segist ekki hafa séð drenginn í aðdraganda slyssins. Þetta kom fram í aðalmeðferð málsins sem fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Þar skýrði maðurinn að hann hafi verið að koma með steypu fyrir vinnusvæði á Ásvöllum í Hafnarfirði. Hann hefði keyrt að röngu vinnusvæði og verkstjórinn komið til hans og útskýrt fyrir honum að steypibíllinn ætti í raun að fara á annan stað. Í kjölfarið hafi hann verið í einhverju brasi með að snúa við, og endað á að bakka bílnum þaðan sem hann var kominn. Síðan hafi hann skyndilega verið búinn að keyra á drenginn. „Ég sá engan mann, eða neitt yfirleitt,“ sagði hann. Erfitt að enda ferilinn með þessum hætti Maðurinn sagðist hafa fjörutíu ára reynslu af því að aka ýmsum þungaflutningabílum. Málið hefði haft mikil áhrif á hann. Það hefði truflað svefn hans og hann væri búin að hugsa mikið um atvikið. „Ég var búinn að ákveða að hætta. Það var skelfilegt að enda ferilinn svona.“ Fannst hann keyra eins og hann hefur gert áður Steypubílstjórinn er ákærður fyrir manndráp af gáleysi og umferðarlagabrot. Honum er gefið að sök að hafa ekið steypubílnum suður Ásvelli og beygja til hægri án þess að gefa ljósmerki og án nægilegrar aðgæslu inn á bílastæði Ásvallalaugar, án þess að virða forgang hjólreiðamanna og víkja greiðlega fyrir þeim. Í ákæru segir að þannig hafi bíllinn hafnað á hinum átta ára gamla Ibrahim sem lenti undir hjóli bílsins og lést samstundis. Fyrir dómi talaði maðurinn um að það væri erfitt að bakka steypubíl sem þessum og fylgjast með öllu sem væri í gangi í öllum speglum á sama tíma. Hann hefði verið að keyra vörubíl þarna um í fyrsta skipti. Þá hefði hann ekki haft hugmynd um að göngustígurinn, þar sem Ibrahim hafi verið að hjóla, leiddi í íbúabyggð. „Mér fannst ég vera að keyra eins og ég hef gert í öll mín ár.“ Taldi sig sýna nægilega mikla aðgát Maðurinn var spurður hvort hann hefði sýnt næga aðgát, og hann sagðist telja sjálfan sig hafa gert það, og hefði ekki séð neinn. „Það er voðalega erfitt að varast eitthvað sem maður sér ekki. Og ég sá hann allavega ekki, og taldi því að það væri enginn þarna,“ sagði hann og tók fram að hann væri enginn glanni í umferðinni. Samkvæmt lögregluskýrslu sem liggur fyrir í málinu hefði maðurinn verið sjáanlegur í baksýnisspeglum bílsins í 34 sekúndur fyrir áreksturinn. Fyrir dómi setti ökumaðurinn spurningamerki við það, og tók fram að umræddir speglar væru almennt lítið notaðir við akstur vörubíls, nema í sérstökum aðstæðum. Þinghald lokað meðan myndefni var sýnt Myndefni úr öryggismyndavél sem sýndi atvikið sem málið varðar var sýnt fyrir dómi í gær, en á meðan var þinghaldinu lokað. Maðurinn var spurður út í hvort hann hefði gefið stefnuljós. Hann sagðist ekki muna það. „Maður gefur milljón sinnum stefnuljós. Ég man ekki hvort ég gerði það í nákvæmlega þetta skipti.“ Lögreglan sviðsetti atvikið við rannsókn málsins og fram kom í máli saksóknara að í sambærilegu myndefni, og því sem var til af atvikinu, sæist greinilega ef vörubíllinn gæfi stefnuljós. Það var hins vegar ekki að sjá af hinu raunverulega atviki að stefnuljós hefði verið sýnt. Þá var maðurinn spurður hvaða ályktun væri hægt að draga af því, og hann sagði að líklega hefði hann þá ekki gefið stefnuljós í umrætt sinn. Ekki nægilega vel merkt Nokkrir lögreglumenn sem komu á vettvang gáfu skýrslur fyrir dómi. Einhverjir þeirra töluðu um að merkingum á vettvangi hafi verið ábótavant. Þarna hefði verið íþróttaaðstaða fyrir börn rétt hjá vinnusvæði og lítið sem ekkert sýnt það. Einn lögreglumaðurinn talaði um að hann hefði tekið eftir því að þarna hefðu síðan verið gerðar úrbætur. Bílnum ekki ekið hratt Verkstjóri vinnusvæðisins lýsti því að hann hafi verið að bíða eftir steypunni og séð þegar bílstjórinn hafi farið ranga leið. Hann sagði að það væri í raun mjög skiljanlegt. Heimilisfangið sem bílstjórinn hafi fengið hafi verið ónákvæmt, og steypan sem hefði verið á leiðinni hefði átt að vera fyrsta steypan í nýju verki. Áður hafi vinna farið fram á vinnusvæðinu þar sem bílstjórinn stefndi í fyrstu. Verkstjórinn sagðist hafa látið bílstjórinn vita, og hann hafi því verið að reyna að snúa við. Á meðan hafi hann lagt bílnum sínum skammt frá og fylgst með álengdar. Hann tók fram að steypubílnum hafi alls ekki verið ekið hratt. Einhverjum mínútum síðar hafi hann tekið eftir því að steypubíllinn væri stopp og svo heyrði hann sírenuhljóð. Reikna má með dómi í málinu eftir fjórar vikur eða svo. Banaslys á Ásvöllum Hafnarfjörður Dómsmál Samgönguslys Umferðaröryggi Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Þetta kom fram í aðalmeðferð málsins sem fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Þar skýrði maðurinn að hann hafi verið að koma með steypu fyrir vinnusvæði á Ásvöllum í Hafnarfirði. Hann hefði keyrt að röngu vinnusvæði og verkstjórinn komið til hans og útskýrt fyrir honum að steypibíllinn ætti í raun að fara á annan stað. Í kjölfarið hafi hann verið í einhverju brasi með að snúa við, og endað á að bakka bílnum þaðan sem hann var kominn. Síðan hafi hann skyndilega verið búinn að keyra á drenginn. „Ég sá engan mann, eða neitt yfirleitt,“ sagði hann. Erfitt að enda ferilinn með þessum hætti Maðurinn sagðist hafa fjörutíu ára reynslu af því að aka ýmsum þungaflutningabílum. Málið hefði haft mikil áhrif á hann. Það hefði truflað svefn hans og hann væri búin að hugsa mikið um atvikið. „Ég var búinn að ákveða að hætta. Það var skelfilegt að enda ferilinn svona.“ Fannst hann keyra eins og hann hefur gert áður Steypubílstjórinn er ákærður fyrir manndráp af gáleysi og umferðarlagabrot. Honum er gefið að sök að hafa ekið steypubílnum suður Ásvelli og beygja til hægri án þess að gefa ljósmerki og án nægilegrar aðgæslu inn á bílastæði Ásvallalaugar, án þess að virða forgang hjólreiðamanna og víkja greiðlega fyrir þeim. Í ákæru segir að þannig hafi bíllinn hafnað á hinum átta ára gamla Ibrahim sem lenti undir hjóli bílsins og lést samstundis. Fyrir dómi talaði maðurinn um að það væri erfitt að bakka steypubíl sem þessum og fylgjast með öllu sem væri í gangi í öllum speglum á sama tíma. Hann hefði verið að keyra vörubíl þarna um í fyrsta skipti. Þá hefði hann ekki haft hugmynd um að göngustígurinn, þar sem Ibrahim hafi verið að hjóla, leiddi í íbúabyggð. „Mér fannst ég vera að keyra eins og ég hef gert í öll mín ár.“ Taldi sig sýna nægilega mikla aðgát Maðurinn var spurður hvort hann hefði sýnt næga aðgát, og hann sagðist telja sjálfan sig hafa gert það, og hefði ekki séð neinn. „Það er voðalega erfitt að varast eitthvað sem maður sér ekki. Og ég sá hann allavega ekki, og taldi því að það væri enginn þarna,“ sagði hann og tók fram að hann væri enginn glanni í umferðinni. Samkvæmt lögregluskýrslu sem liggur fyrir í málinu hefði maðurinn verið sjáanlegur í baksýnisspeglum bílsins í 34 sekúndur fyrir áreksturinn. Fyrir dómi setti ökumaðurinn spurningamerki við það, og tók fram að umræddir speglar væru almennt lítið notaðir við akstur vörubíls, nema í sérstökum aðstæðum. Þinghald lokað meðan myndefni var sýnt Myndefni úr öryggismyndavél sem sýndi atvikið sem málið varðar var sýnt fyrir dómi í gær, en á meðan var þinghaldinu lokað. Maðurinn var spurður út í hvort hann hefði gefið stefnuljós. Hann sagðist ekki muna það. „Maður gefur milljón sinnum stefnuljós. Ég man ekki hvort ég gerði það í nákvæmlega þetta skipti.“ Lögreglan sviðsetti atvikið við rannsókn málsins og fram kom í máli saksóknara að í sambærilegu myndefni, og því sem var til af atvikinu, sæist greinilega ef vörubíllinn gæfi stefnuljós. Það var hins vegar ekki að sjá af hinu raunverulega atviki að stefnuljós hefði verið sýnt. Þá var maðurinn spurður hvaða ályktun væri hægt að draga af því, og hann sagði að líklega hefði hann þá ekki gefið stefnuljós í umrætt sinn. Ekki nægilega vel merkt Nokkrir lögreglumenn sem komu á vettvang gáfu skýrslur fyrir dómi. Einhverjir þeirra töluðu um að merkingum á vettvangi hafi verið ábótavant. Þarna hefði verið íþróttaaðstaða fyrir börn rétt hjá vinnusvæði og lítið sem ekkert sýnt það. Einn lögreglumaðurinn talaði um að hann hefði tekið eftir því að þarna hefðu síðan verið gerðar úrbætur. Bílnum ekki ekið hratt Verkstjóri vinnusvæðisins lýsti því að hann hafi verið að bíða eftir steypunni og séð þegar bílstjórinn hafi farið ranga leið. Hann sagði að það væri í raun mjög skiljanlegt. Heimilisfangið sem bílstjórinn hafi fengið hafi verið ónákvæmt, og steypan sem hefði verið á leiðinni hefði átt að vera fyrsta steypan í nýju verki. Áður hafi vinna farið fram á vinnusvæðinu þar sem bílstjórinn stefndi í fyrstu. Verkstjórinn sagðist hafa látið bílstjórinn vita, og hann hafi því verið að reyna að snúa við. Á meðan hafi hann lagt bílnum sínum skammt frá og fylgst með álengdar. Hann tók fram að steypubílnum hafi alls ekki verið ekið hratt. Einhverjum mínútum síðar hafi hann tekið eftir því að steypubíllinn væri stopp og svo heyrði hann sírenuhljóð. Reikna má með dómi í málinu eftir fjórar vikur eða svo.
Banaslys á Ásvöllum Hafnarfjörður Dómsmál Samgönguslys Umferðaröryggi Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent