Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar 21. janúar 2025 10:31 Ein af ástæðunum fyrir því að við lærum að synda er að hafa færnina til að bjarga okkur ef við lendum í vandræðum í vatni og er ein af mikilvægustu drukknunarforvörnum sem við höfum. Það gerir okkur, sem elskum að fara í sund, að mikilvægum hluta öryggismenningar á sund – og baðstöðum í landinu. Þegar við förum í sund gerum við það alltaf á eigin ábyrgð, sem framlengist ef við erum með börn með okkur. Ábyrgð okkar snýst um að við treystum okkur til að vera í vatni, að dagsformið okkar sé gott, vera vel nærð, vera meðvituð um að vatn, hiti og kuldi geti haft áhrif á undirliggjandi sjúkdóma eða kvilla. Einnig þýðir það að við treystum okkur til að bera ábyrgð á börnum í sundi og að tryggja að þau séu með nauðsynlegan öryggisbúnað eins og kúta. Annar mikilvægur hluti af öryggismenningu sund – og baðstaða er starfsfólk þeirra. Allt starfsfólk sund – og baðstaða, allsstaðar á landinu, fer árlega í gegnum sérstaka þjálfun í öryggi, skyndihjálp og björgun í vatni. Auk þess sem laugarverðir þreyta árlega hæfnismat í björgun úr vatni til að hafa réttindi til að starfa sem slíkur og viðhalda réttindum sínum. Námskeiðin í Öryggi og björgun, sem eru haldin af Rauða krossinum, tryggja að allt starfsfólk hafi þekkingu og hæfni í starfi sínu til að bregðast við neyðartilfellum, auk þess sem laugarverðir hafi sérstaka þekkingu og hæfni í hlutverki, skyldum og ábyrgð sem laugarvörður. Frumskylda laugarvarða í starfi er að tryggja öryggi gesta á vaktinni sinni. Laugarverðir sinna þessari frumskyldu sinni með eftirliti og skönnun á sínu svæði, tryggja slysavarnir, hafa þekkingu á lögum, reglugerðum og öryggisreglum. Þeir þurfa líka að vera tilbúnir til að bregðast við neyðartilfellum, taka stjórn á aðstæðum og veita skyndihjálp. Laugarverðir gegna lykilhlutverki sem viðbragðsaðilar fyrir okkur sem njótum þess að fara í sund. Þeir bregðast hratt og fagmannlega við ef óvænt atvik, svo sem veikindi, slys eða hætta á drukknun, kemur upp á meðan við erum í lauginni. Ef einstaklingur lendir í vandræðum í vatni, bera laugarverðir kennsl á aðstæður, virkja neyðaráætlun, bjarga viðkomandi upp úr vatninu og tryggja að hann fái örugga aðhlynningu á laugarbakkanum. Ef þörf krefur hefja þeir endurlífgun til að bjarga lífi. Með öflugu samstarfi okkar allra í öryggismenningu á sund – og baðstöðum getum við komið í veg fyrir alvarleg atvik eins og drukknun í laugum. Rauði krossinn er aðili að norrænum og alþjóðlegum samtökum í öryggi og björgun í laugum og vötnum og tryggir að unnið sé samkvæmt nýjustu aðferðum hverju sinni. 350 nýir laugarverðir kláruðu grunnþjálfun Rauða krossins í Öryggi og björgun árið 2024 auk þess sem 1.295 einstaklingar stóðust hæfnismat í björgun og vatni. Höfundur er teymisstjóri skyndihjálpar hjá Rauða krossinum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Slysavarnir Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Sjá meira
Ein af ástæðunum fyrir því að við lærum að synda er að hafa færnina til að bjarga okkur ef við lendum í vandræðum í vatni og er ein af mikilvægustu drukknunarforvörnum sem við höfum. Það gerir okkur, sem elskum að fara í sund, að mikilvægum hluta öryggismenningar á sund – og baðstöðum í landinu. Þegar við förum í sund gerum við það alltaf á eigin ábyrgð, sem framlengist ef við erum með börn með okkur. Ábyrgð okkar snýst um að við treystum okkur til að vera í vatni, að dagsformið okkar sé gott, vera vel nærð, vera meðvituð um að vatn, hiti og kuldi geti haft áhrif á undirliggjandi sjúkdóma eða kvilla. Einnig þýðir það að við treystum okkur til að bera ábyrgð á börnum í sundi og að tryggja að þau séu með nauðsynlegan öryggisbúnað eins og kúta. Annar mikilvægur hluti af öryggismenningu sund – og baðstaða er starfsfólk þeirra. Allt starfsfólk sund – og baðstaða, allsstaðar á landinu, fer árlega í gegnum sérstaka þjálfun í öryggi, skyndihjálp og björgun í vatni. Auk þess sem laugarverðir þreyta árlega hæfnismat í björgun úr vatni til að hafa réttindi til að starfa sem slíkur og viðhalda réttindum sínum. Námskeiðin í Öryggi og björgun, sem eru haldin af Rauða krossinum, tryggja að allt starfsfólk hafi þekkingu og hæfni í starfi sínu til að bregðast við neyðartilfellum, auk þess sem laugarverðir hafi sérstaka þekkingu og hæfni í hlutverki, skyldum og ábyrgð sem laugarvörður. Frumskylda laugarvarða í starfi er að tryggja öryggi gesta á vaktinni sinni. Laugarverðir sinna þessari frumskyldu sinni með eftirliti og skönnun á sínu svæði, tryggja slysavarnir, hafa þekkingu á lögum, reglugerðum og öryggisreglum. Þeir þurfa líka að vera tilbúnir til að bregðast við neyðartilfellum, taka stjórn á aðstæðum og veita skyndihjálp. Laugarverðir gegna lykilhlutverki sem viðbragðsaðilar fyrir okkur sem njótum þess að fara í sund. Þeir bregðast hratt og fagmannlega við ef óvænt atvik, svo sem veikindi, slys eða hætta á drukknun, kemur upp á meðan við erum í lauginni. Ef einstaklingur lendir í vandræðum í vatni, bera laugarverðir kennsl á aðstæður, virkja neyðaráætlun, bjarga viðkomandi upp úr vatninu og tryggja að hann fái örugga aðhlynningu á laugarbakkanum. Ef þörf krefur hefja þeir endurlífgun til að bjarga lífi. Með öflugu samstarfi okkar allra í öryggismenningu á sund – og baðstöðum getum við komið í veg fyrir alvarleg atvik eins og drukknun í laugum. Rauði krossinn er aðili að norrænum og alþjóðlegum samtökum í öryggi og björgun í laugum og vötnum og tryggir að unnið sé samkvæmt nýjustu aðferðum hverju sinni. 350 nýir laugarverðir kláruðu grunnþjálfun Rauða krossins í Öryggi og björgun árið 2024 auk þess sem 1.295 einstaklingar stóðust hæfnismat í björgun og vatni. Höfundur er teymisstjóri skyndihjálpar hjá Rauða krossinum.
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar