Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Sindri Sverrisson skrifar 22. janúar 2025 12:01 Yahia Omar er lykilmaður í afar sterku liði Egyptalands. Getty/Luka Stanzl Ísland á fyrir höndum afar erfiðan leik gegn Egyptalandi á HM í handbolta í kvöld. Egyptar hafa síðustu ár verið með langsterkasta liðið utan Evrópu og átt fast sæti í hópi átta efstu á HM, og þangað stefna þeir líkt og Íslendingar. Eftir frábæran sigur Egypta gegn Króötum væri auðvelt að benda á markvörðinn Mohamed Aly, liðsfélaga Stivens Valencia hjá Benfica í Portúgal, sem leikmann sem gæti reynst strákunum okkar erfiður ljár í þúfu. Aly varði 14 skot gegn strákunum hans Dags Sigurðssonar, eða 38%, sem er afskaplega gert þó að sú frammistaða hafi svo fallið í skuggann af draumaleik Viktors Gísla Hallgrímssonar gegn Slóvenum. Án stjörnu sem Aron leysti af hólmi En Egyptar eru með marga aðra leikmenn sem vert er að nefna. Það hjálpar reyndar Íslandi að vinstri skyttan Ahmed Hesham, gjarnan kallaður Dodo, meiddist í leiknum gegn Króatíu, og áður hafði Yehia El-Deraa slitið krossband í hné í haust sem leiddi einmitt til þess að félag hans, Veszprém, sótti Aron Pálmarsson í Kaplakrika. Snorri Steinn Guðjónsson hefur reyndar sínar efasemdir um að Dodo sé mikið meiddur. Örvhenta skyttan Yahia Omar er næstmarkahæsti leikmaður PSG í Frakklandi í vetur, og var valinn besti maður mótsins í annað sinn í röð þegar Egyptaland varð Afríkumeistari fyrir ári síðan, þriðja skiptið í röð. Á meðan Ísland þarf að spjara sig án síns Ómars þá er Yahia Omar í fantaformi og hann varð markahæstur Egypta gegn Króötum með sex mörk, en þurfti reyndar til þess þrettán skot. „Þannig var það ekki hjá Egyptalandi áður“ Omar, sem er 27 ára, er á sínu fjórða heimsmeistaramóti og segir Egypta núna alltaf mæta á HM með það í huga að vinna mótið. „Þannig var það ekki hjá Egyptalandi áður. Við horfðum bara á riðlakeppnina. Núna stefnum við alltaf á sigur og hvort sem það tekst eða ekki þá er það okkar markmið,“ sagði Omar við heimasíðu IHF. Annar lykilmaður sem íslenska vörnin þarf að finna leiðir til að stoppa, eða að minnsta kosti að halda í skefjum, er stór og þungur línumaður að nafni Ahmed Adel sem er vanur að skora mikið fyrir Egypta. Hann spilar með Al Ahli í heimalandinu eins og stór hópur leikmanna landsliðsins. Egyptar hafa endað á meðal átta efstu liða á síðustu þremur heimsmeistaramótum í röð, á meðan að Íslendingar hafa ekki náð svo langt síðan 2011. Spánverjar þurftu framlengingu til að slá Egypta út í 8-liða úrslitum á Ólympíuleikunum í ágúst, og Egyptaland hefur orðið Afríkumeistari þrjú síðustu skipti í röð. Það er því alveg ljóst að allt þarf að ganga upp hjá strákunum okkar í kvöld, og að sigurliðið kemur sér í algjört dauðafæri á að fara í 8-liða úrslit mótsins. Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir „Það er einhver ára yfir liðinu“ Aron Pálmarsson missti af fyrsta leik Íslands á HM vegna meiðsla og í fyrstu átti hann ekkert að spila fyrr en í milliriðlinum. Sem betur fer náði hann heilsu fyrr og hefur verið frábær. 22. janúar 2025 08:00 „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Gísli Þorgeir Kristjánsson kveðst ekki vita hvað fór á milli móður hans Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, og Hassan Moustafa, forseta Alþjóðahandknattleikssambandsins, á leik Íslands og Slóveníu í gær. Gísli gat þó notið dagsins með fjölskyldunni í Zagreb. 21. janúar 2025 20:32 Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Egyptar urðu fyrir blóðtöku fyrir komandi milliriðil með strákunum okkar. Mikilvægur leikmaður liðsins meiddist í góðum sigri gærkvöldsins. 20. janúar 2025 15:21 Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Íslenskur virkisveggur var reistur í Zagreb í kvöld sem stóðst allar árásir Slóvena. Svo sterkar voru stoðirnar að byggingin dró úr þeim allan mátt. 20. janúar 2025 23:00 Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Sjá meira
Eftir frábæran sigur Egypta gegn Króötum væri auðvelt að benda á markvörðinn Mohamed Aly, liðsfélaga Stivens Valencia hjá Benfica í Portúgal, sem leikmann sem gæti reynst strákunum okkar erfiður ljár í þúfu. Aly varði 14 skot gegn strákunum hans Dags Sigurðssonar, eða 38%, sem er afskaplega gert þó að sú frammistaða hafi svo fallið í skuggann af draumaleik Viktors Gísla Hallgrímssonar gegn Slóvenum. Án stjörnu sem Aron leysti af hólmi En Egyptar eru með marga aðra leikmenn sem vert er að nefna. Það hjálpar reyndar Íslandi að vinstri skyttan Ahmed Hesham, gjarnan kallaður Dodo, meiddist í leiknum gegn Króatíu, og áður hafði Yehia El-Deraa slitið krossband í hné í haust sem leiddi einmitt til þess að félag hans, Veszprém, sótti Aron Pálmarsson í Kaplakrika. Snorri Steinn Guðjónsson hefur reyndar sínar efasemdir um að Dodo sé mikið meiddur. Örvhenta skyttan Yahia Omar er næstmarkahæsti leikmaður PSG í Frakklandi í vetur, og var valinn besti maður mótsins í annað sinn í röð þegar Egyptaland varð Afríkumeistari fyrir ári síðan, þriðja skiptið í röð. Á meðan Ísland þarf að spjara sig án síns Ómars þá er Yahia Omar í fantaformi og hann varð markahæstur Egypta gegn Króötum með sex mörk, en þurfti reyndar til þess þrettán skot. „Þannig var það ekki hjá Egyptalandi áður“ Omar, sem er 27 ára, er á sínu fjórða heimsmeistaramóti og segir Egypta núna alltaf mæta á HM með það í huga að vinna mótið. „Þannig var það ekki hjá Egyptalandi áður. Við horfðum bara á riðlakeppnina. Núna stefnum við alltaf á sigur og hvort sem það tekst eða ekki þá er það okkar markmið,“ sagði Omar við heimasíðu IHF. Annar lykilmaður sem íslenska vörnin þarf að finna leiðir til að stoppa, eða að minnsta kosti að halda í skefjum, er stór og þungur línumaður að nafni Ahmed Adel sem er vanur að skora mikið fyrir Egypta. Hann spilar með Al Ahli í heimalandinu eins og stór hópur leikmanna landsliðsins. Egyptar hafa endað á meðal átta efstu liða á síðustu þremur heimsmeistaramótum í röð, á meðan að Íslendingar hafa ekki náð svo langt síðan 2011. Spánverjar þurftu framlengingu til að slá Egypta út í 8-liða úrslitum á Ólympíuleikunum í ágúst, og Egyptaland hefur orðið Afríkumeistari þrjú síðustu skipti í röð. Það er því alveg ljóst að allt þarf að ganga upp hjá strákunum okkar í kvöld, og að sigurliðið kemur sér í algjört dauðafæri á að fara í 8-liða úrslit mótsins.
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir „Það er einhver ára yfir liðinu“ Aron Pálmarsson missti af fyrsta leik Íslands á HM vegna meiðsla og í fyrstu átti hann ekkert að spila fyrr en í milliriðlinum. Sem betur fer náði hann heilsu fyrr og hefur verið frábær. 22. janúar 2025 08:00 „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Gísli Þorgeir Kristjánsson kveðst ekki vita hvað fór á milli móður hans Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, og Hassan Moustafa, forseta Alþjóðahandknattleikssambandsins, á leik Íslands og Slóveníu í gær. Gísli gat þó notið dagsins með fjölskyldunni í Zagreb. 21. janúar 2025 20:32 Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Egyptar urðu fyrir blóðtöku fyrir komandi milliriðil með strákunum okkar. Mikilvægur leikmaður liðsins meiddist í góðum sigri gærkvöldsins. 20. janúar 2025 15:21 Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Íslenskur virkisveggur var reistur í Zagreb í kvöld sem stóðst allar árásir Slóvena. Svo sterkar voru stoðirnar að byggingin dró úr þeim allan mátt. 20. janúar 2025 23:00 Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Sjá meira
„Það er einhver ára yfir liðinu“ Aron Pálmarsson missti af fyrsta leik Íslands á HM vegna meiðsla og í fyrstu átti hann ekkert að spila fyrr en í milliriðlinum. Sem betur fer náði hann heilsu fyrr og hefur verið frábær. 22. janúar 2025 08:00
„Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Gísli Þorgeir Kristjánsson kveðst ekki vita hvað fór á milli móður hans Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, og Hassan Moustafa, forseta Alþjóðahandknattleikssambandsins, á leik Íslands og Slóveníu í gær. Gísli gat þó notið dagsins með fjölskyldunni í Zagreb. 21. janúar 2025 20:32
Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Egyptar urðu fyrir blóðtöku fyrir komandi milliriðil með strákunum okkar. Mikilvægur leikmaður liðsins meiddist í góðum sigri gærkvöldsins. 20. janúar 2025 15:21
Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Íslenskur virkisveggur var reistur í Zagreb í kvöld sem stóðst allar árásir Slóvena. Svo sterkar voru stoðirnar að byggingin dró úr þeim allan mátt. 20. janúar 2025 23:00