Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Samúel Karl Ólason skrifar 23. janúar 2025 09:06 Frá landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. AP/Gregory Bull Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar að senda um tíu þúsund hermenn að landamærum Mexíkó, þar sem þeir eiga að aðstoða landamæraverði og koma í veg fyrir flæði fólks yfir landamærin. Einnig stendur til að koma í veg fyrir að fólk geti sótt um hæli í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í skjölum sem blaðamenn Washington Post hafa komið höndum yfir en þar segir að landamæravörðum hafi verið skipað að vísa fólki á brott á þeim grundvelli að þau hafi á leið til Bandaríkjanna farið gegnum lönd þar sem finna megi smitsjúkdóma. Ekki er vísað til neinnar sérstakrar hættu í þessum skjölum. Fyrst verða sendir að minnsta kosti 1.500 hermenn að landamærunum og er það til viðbótar við þá 2.500 hermenn sem eru þar fyrir. Seinna meir stendur svo til að senda fleiri hermenn á svæðið. Meðal annars eru þessir hermenn sagðir eiga að aðstoða landamæraverði með því að reisa tálma á landamærunum, auka eftirlit og eiga flugmenn að flytja fólk á brott. Landamæravörðum hefur verið gert að snúa fólki sem kemur frá öðrum ríkjum en Mexíkó ekki við og senda þau þangað heldur halda þeim, svo hægt sé að flytja þau á brott með flugvélum. Einn af starfandi yfirmönnum varnarmálaráðuneytisins segir í yfirlýsingu sem Washington Post vitnar í að þetta sé eingöngu upphafið. Gripið verði til frekari aðgerða. Sagt að hætta að veita ráðgjöf Opinber gögn sem blaðamenn Wall Street Journal hafa séð benda einnig til þess að ríkisstjórn Trumps sé að veita fleiri opinberum starfsmönnum sömu völd og landamæraverðir hafa. Starfsmenn löggæslustofnana sem komi ekki að landamæravörslu muni hafa vald til að vísa fólki á brott, en það vald hafa þeir ekki haft áður. Forsvarsmenn löggæslustofnana eru sagðir ætla að lána starfsmenn til landamæravörslu á komandi misserum. Samhliða þessum aðgerðum hefur dómsmálaráðuneytið skipað verktökum að hætta að veita hælisleitendum og farandfólki sem stendur frammi fyrir brottvísin ókeypis ráðgjöf. Fyrstu lögin auðvelda brottvísanir Þingmenn samþykktu í gær ný lögg sem auðvelda yfirvöldum í Bandaríkjunum að vísa farandfólki sem fremur brot úr landi. Lögin bera nafnið Laken Riley Act, í höfuð ungrar konu sem var myrt af manni frá Venesúela í fyrra. Það verða líklega fyrstu lögin sem Trump mun skrifa undir á þessu kjörtímabili. Tólf demókratar í öldungadeildinni greiddu atkvæði með frumvarpinu og 48 í fulltrúadeildinni. Frumvarpið felur í sér hertar aðgerðir á landamærum Mexíkó en eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar hefur þingið ekki veitt fé til þessara aðgerða. Það gæti reynst erfiðara að samþykkja slíkt á þingi en lögin sjálf. Bandaríkin Mexíkó Donald Trump Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira
Þetta kemur fram í skjölum sem blaðamenn Washington Post hafa komið höndum yfir en þar segir að landamæravörðum hafi verið skipað að vísa fólki á brott á þeim grundvelli að þau hafi á leið til Bandaríkjanna farið gegnum lönd þar sem finna megi smitsjúkdóma. Ekki er vísað til neinnar sérstakrar hættu í þessum skjölum. Fyrst verða sendir að minnsta kosti 1.500 hermenn að landamærunum og er það til viðbótar við þá 2.500 hermenn sem eru þar fyrir. Seinna meir stendur svo til að senda fleiri hermenn á svæðið. Meðal annars eru þessir hermenn sagðir eiga að aðstoða landamæraverði með því að reisa tálma á landamærunum, auka eftirlit og eiga flugmenn að flytja fólk á brott. Landamæravörðum hefur verið gert að snúa fólki sem kemur frá öðrum ríkjum en Mexíkó ekki við og senda þau þangað heldur halda þeim, svo hægt sé að flytja þau á brott með flugvélum. Einn af starfandi yfirmönnum varnarmálaráðuneytisins segir í yfirlýsingu sem Washington Post vitnar í að þetta sé eingöngu upphafið. Gripið verði til frekari aðgerða. Sagt að hætta að veita ráðgjöf Opinber gögn sem blaðamenn Wall Street Journal hafa séð benda einnig til þess að ríkisstjórn Trumps sé að veita fleiri opinberum starfsmönnum sömu völd og landamæraverðir hafa. Starfsmenn löggæslustofnana sem komi ekki að landamæravörslu muni hafa vald til að vísa fólki á brott, en það vald hafa þeir ekki haft áður. Forsvarsmenn löggæslustofnana eru sagðir ætla að lána starfsmenn til landamæravörslu á komandi misserum. Samhliða þessum aðgerðum hefur dómsmálaráðuneytið skipað verktökum að hætta að veita hælisleitendum og farandfólki sem stendur frammi fyrir brottvísin ókeypis ráðgjöf. Fyrstu lögin auðvelda brottvísanir Þingmenn samþykktu í gær ný lögg sem auðvelda yfirvöldum í Bandaríkjunum að vísa farandfólki sem fremur brot úr landi. Lögin bera nafnið Laken Riley Act, í höfuð ungrar konu sem var myrt af manni frá Venesúela í fyrra. Það verða líklega fyrstu lögin sem Trump mun skrifa undir á þessu kjörtímabili. Tólf demókratar í öldungadeildinni greiddu atkvæði með frumvarpinu og 48 í fulltrúadeildinni. Frumvarpið felur í sér hertar aðgerðir á landamærum Mexíkó en eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar hefur þingið ekki veitt fé til þessara aðgerða. Það gæti reynst erfiðara að samþykkja slíkt á þingi en lögin sjálf.
Bandaríkin Mexíkó Donald Trump Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira