„Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. janúar 2025 21:03 Dagbjört Harðardóttir er sérfræðingur í foreldrastarfi og forvörnum hjá Heimili- og skóla. vísir/einar Sérfræðingur í forvörnum segir mikilvægt að foreldrar ræði við börn sín um hætturnar sem fylgt geta tálbeituaðferðum. Myndbönd sem sýna ungmenni ganga í skrokk á meintum barnaníðingum eru í dreifingu á samfélagsmiðlum. Undanfarið hefur verið fjallað um hóp ungmenna sem stundar það að nota tálbeituaðferðir til að lokka til sín meinta barnaníðinga í þeim tilgangi að ganga í skrokk á þeim. Á föstudag var til dæmis greint frá árás sem átti sér stað á Akranesi í desember þar sem hópur ungmenna réðst á karlmann sem er sagður hafa talið sig vera að fara að hitta stúlku við fermingaraldur þegar ráðist var á hann. Árásin, sem tekin var upp á myndskeið, er sögð hafa verið hrottaleg og hafa nokkrir verið handteknir og yfirheyrðir vegna málsins. Sérfræðingur í foreldrastarfi og forvörnum hjá Heimili- og skóla segir tilgang árásanna að einhverju leyti snúa að því að búa til efni til birtingar á samfélagsmiðlum. „Við erum að sjá þetta úti um allan heim. Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki þar sem krakkar eða ungmenni vilja koma alls konar á netið,“ segir Dagbjört Harðardóttir, sérfræðingur hjá Heimili- og skóla. Opinskátt samtal Mikilvægt sé að foreldrar setjist niður með börnum sínum og ræði opinskátt við þau um afleiðingar ofbeldis. Undirstrika þurfi að um lögbrot sé að ræða. „Og nýta þessa hversdagslegu hluti í samtöl. Þetta kemur í fréttunum, þetta er á miðlunum. Að taka þá umræðuna, hvort sem það er við matarborðið eða annars staðar.“ Hún segir að mögulega haldi ungmenni sem taki þátt í ofbeldi tengdu tálbeituaðferðum að þau séu að gera eitthvað jákvætt, afstýra mögulegum glæp. „Sem bara er alls ekki raunin. Þetta er mjög hættulegt og þetta er lögbrot líka og það á ekki að gera neitt annað, ef maður fréttir af einhverju svona, en að hafa samband við lögregluna.“ Lögreglumál Ofbeldi barna Börn og uppeldi Kynferðisofbeldi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Karlmaður á Akranesi, sem varð fyrir hrottalegri líkamsárás af hálfu hóps ungmenna, taldi sig vera að fara að hitta stúlku við fermingaraldur þegar ráðist var á hann. Þetta herma heimildir fréttastofu. Nokkrir hafa verið handteknir og yfirheyrðir vegna málsins. 24. janúar 2025 12:02 Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Myndbönd af hópi ungmenna ganga í skrokk á meintum barnaníðingum ganga á milli manna á samfélagsmiðlum. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir tálbeituaðgerðir stórhættulegar og að dæmi séu um að þær fari á versta veg. 17. janúar 2025 19:07 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira
Undanfarið hefur verið fjallað um hóp ungmenna sem stundar það að nota tálbeituaðferðir til að lokka til sín meinta barnaníðinga í þeim tilgangi að ganga í skrokk á þeim. Á föstudag var til dæmis greint frá árás sem átti sér stað á Akranesi í desember þar sem hópur ungmenna réðst á karlmann sem er sagður hafa talið sig vera að fara að hitta stúlku við fermingaraldur þegar ráðist var á hann. Árásin, sem tekin var upp á myndskeið, er sögð hafa verið hrottaleg og hafa nokkrir verið handteknir og yfirheyrðir vegna málsins. Sérfræðingur í foreldrastarfi og forvörnum hjá Heimili- og skóla segir tilgang árásanna að einhverju leyti snúa að því að búa til efni til birtingar á samfélagsmiðlum. „Við erum að sjá þetta úti um allan heim. Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki þar sem krakkar eða ungmenni vilja koma alls konar á netið,“ segir Dagbjört Harðardóttir, sérfræðingur hjá Heimili- og skóla. Opinskátt samtal Mikilvægt sé að foreldrar setjist niður með börnum sínum og ræði opinskátt við þau um afleiðingar ofbeldis. Undirstrika þurfi að um lögbrot sé að ræða. „Og nýta þessa hversdagslegu hluti í samtöl. Þetta kemur í fréttunum, þetta er á miðlunum. Að taka þá umræðuna, hvort sem það er við matarborðið eða annars staðar.“ Hún segir að mögulega haldi ungmenni sem taki þátt í ofbeldi tengdu tálbeituaðferðum að þau séu að gera eitthvað jákvætt, afstýra mögulegum glæp. „Sem bara er alls ekki raunin. Þetta er mjög hættulegt og þetta er lögbrot líka og það á ekki að gera neitt annað, ef maður fréttir af einhverju svona, en að hafa samband við lögregluna.“
Lögreglumál Ofbeldi barna Börn og uppeldi Kynferðisofbeldi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Karlmaður á Akranesi, sem varð fyrir hrottalegri líkamsárás af hálfu hóps ungmenna, taldi sig vera að fara að hitta stúlku við fermingaraldur þegar ráðist var á hann. Þetta herma heimildir fréttastofu. Nokkrir hafa verið handteknir og yfirheyrðir vegna málsins. 24. janúar 2025 12:02 Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Myndbönd af hópi ungmenna ganga í skrokk á meintum barnaníðingum ganga á milli manna á samfélagsmiðlum. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir tálbeituaðgerðir stórhættulegar og að dæmi séu um að þær fari á versta veg. 17. janúar 2025 19:07 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira
Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Karlmaður á Akranesi, sem varð fyrir hrottalegri líkamsárás af hálfu hóps ungmenna, taldi sig vera að fara að hitta stúlku við fermingaraldur þegar ráðist var á hann. Þetta herma heimildir fréttastofu. Nokkrir hafa verið handteknir og yfirheyrðir vegna málsins. 24. janúar 2025 12:02
Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Myndbönd af hópi ungmenna ganga í skrokk á meintum barnaníðingum ganga á milli manna á samfélagsmiðlum. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir tálbeituaðgerðir stórhættulegar og að dæmi séu um að þær fari á versta veg. 17. janúar 2025 19:07