Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 26. janúar 2025 16:13 Arnór Atlason og Snorri Steinn Guðjónsson á hliðarlínunni í dag. VÍSIR/VILHELM „Einhvers staðar hef ég smá trú, en hafandi spilað við Króatana á þeirra heimavelli þá held ég að líkurnar séu ekki okkur í hag,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari, nú þegar biðin er hafin eftir því að vita hver örlög Íslands verða á HM í handbolta. Ísland gerði sitt með öruggum sigri gegn Argentínu í dag en þarf nú að treysta á að Egyptaland og Króatía vinni ekki bæði í dag, gegn Grænhöfðaeyjum og Slóveníu. „Við þurfum bara að bíða og sjá. Við höldum í vonina. Hún er ekki svakalega mikil. Ég á eftir að gera upp við mig hvort ég horfi á leikinn. Það getur vel verið að ég fari bara á crossfit-æfingu. Ef ég þekki sjálfan mig þá hef ég gott af því,“ sagði Snorri léttur. Snorri hafði engan áhuga á að fara að gera upp mótið núna, á meðan að enn er von um að mótið haldi áfram: „Mér finnst ekki við hæfi að tjá mig um mót sem er ekki búið. Það kemur að því að við gerum það upp. Ef það verður í kvöld þá verður það bara þannig,“ segir Snorri. Aðspurður um leikinn við Argentínu var þjálfarinn nokkuð sáttur, fyrir utan upphafskafla leiksins: „Það er bara gott að vinna leikinn og gera það sannfærandi. Það sáu allir hvernig byrjunin var og að einhverju leyti var ég búinn undir að þetta yrði hægt og erfitt í byrjun. Gærdagurinn var mjög erfiður fyrir alla og okkur sem lið. Mér fannst við ná að kveikja á þessu og gera nóg til að landa mjög þægilegum sigri. Ég er mjög ánægður með byrjunina á seinni hálfleik. Á nokkrum mínútum erum við búnir að ganga frá leiknum. Við hefðum getað siglt þessu betur heim en það eru alls konar ástæður fyrir því,“ segir Snorri. Viðtal Vals Páls Eiríkssonar við Snorra má sjá hér að neðan. Klippa: Snorri eftir sigurinn gegn Argentínu Eflaust hefur tapið gegn Króatíu enn setið í mönnum þegar leikurinn við Argentínu hófst í dag. „Við ætlum ekki að nota það sem einhverja afsökun en kannski var það raunin. Að einhverju leyti er það líka eðlilegt. En mér fannst við vinna okkur vel inn í leikinn. Gerðum góðar breytingar og fengum inn hraðara lið. Við vorum of hægir og þungir á okkur til að byrja með. Við brugðumst vel við því og strákarnir gerðu þetta vel,“ segir Snorri. „Við gerðum kjánaleg mistök og vorum bara hægari en þeir ef eitthvað er, í byrjun leiksins. Við stigum svo á bensíngjöfina, settum meiri gæði í þetta. Mér fannst þeir ströggla lungann af leiknum og Viktor heldur áfram sínum standard. Við eigum að geta nýtt það betur, sérstaklega í byrjun leiks,“ segir Snorri. Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Strákarnir okkar gerðu sitt í dag með því að vinna Argentínu í lokaleik sínum í milliriðlakeppni HM í handbolta. Nú þurfa þeir að treysta á hjálp frá Grænhöfðaeyjum eða Slóveníu til að komast áfram í 8-liða úrslit, en það er ljóst að þeir enda í versta falli í 9. sæti mótsins. 26. janúar 2025 15:43 Mest lesið Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Fótbolti Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona Fótbolti Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Íslenski boltinn Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fótbolti Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Enski boltinn Barðist við tárin þegar hann kvaddi Íslenski boltinn Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Fótbolti Anníe Mist ekki sú eina sem fórnar sér til að kalla fram breytingar Sport Fleiri fréttir Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland Sjá meira
Ísland gerði sitt með öruggum sigri gegn Argentínu í dag en þarf nú að treysta á að Egyptaland og Króatía vinni ekki bæði í dag, gegn Grænhöfðaeyjum og Slóveníu. „Við þurfum bara að bíða og sjá. Við höldum í vonina. Hún er ekki svakalega mikil. Ég á eftir að gera upp við mig hvort ég horfi á leikinn. Það getur vel verið að ég fari bara á crossfit-æfingu. Ef ég þekki sjálfan mig þá hef ég gott af því,“ sagði Snorri léttur. Snorri hafði engan áhuga á að fara að gera upp mótið núna, á meðan að enn er von um að mótið haldi áfram: „Mér finnst ekki við hæfi að tjá mig um mót sem er ekki búið. Það kemur að því að við gerum það upp. Ef það verður í kvöld þá verður það bara þannig,“ segir Snorri. Aðspurður um leikinn við Argentínu var þjálfarinn nokkuð sáttur, fyrir utan upphafskafla leiksins: „Það er bara gott að vinna leikinn og gera það sannfærandi. Það sáu allir hvernig byrjunin var og að einhverju leyti var ég búinn undir að þetta yrði hægt og erfitt í byrjun. Gærdagurinn var mjög erfiður fyrir alla og okkur sem lið. Mér fannst við ná að kveikja á þessu og gera nóg til að landa mjög þægilegum sigri. Ég er mjög ánægður með byrjunina á seinni hálfleik. Á nokkrum mínútum erum við búnir að ganga frá leiknum. Við hefðum getað siglt þessu betur heim en það eru alls konar ástæður fyrir því,“ segir Snorri. Viðtal Vals Páls Eiríkssonar við Snorra má sjá hér að neðan. Klippa: Snorri eftir sigurinn gegn Argentínu Eflaust hefur tapið gegn Króatíu enn setið í mönnum þegar leikurinn við Argentínu hófst í dag. „Við ætlum ekki að nota það sem einhverja afsökun en kannski var það raunin. Að einhverju leyti er það líka eðlilegt. En mér fannst við vinna okkur vel inn í leikinn. Gerðum góðar breytingar og fengum inn hraðara lið. Við vorum of hægir og þungir á okkur til að byrja með. Við brugðumst vel við því og strákarnir gerðu þetta vel,“ segir Snorri. „Við gerðum kjánaleg mistök og vorum bara hægari en þeir ef eitthvað er, í byrjun leiksins. Við stigum svo á bensíngjöfina, settum meiri gæði í þetta. Mér fannst þeir ströggla lungann af leiknum og Viktor heldur áfram sínum standard. Við eigum að geta nýtt það betur, sérstaklega í byrjun leiks,“ segir Snorri.
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Strákarnir okkar gerðu sitt í dag með því að vinna Argentínu í lokaleik sínum í milliriðlakeppni HM í handbolta. Nú þurfa þeir að treysta á hjálp frá Grænhöfðaeyjum eða Slóveníu til að komast áfram í 8-liða úrslit, en það er ljóst að þeir enda í versta falli í 9. sæti mótsins. 26. janúar 2025 15:43 Mest lesið Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Fótbolti Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona Fótbolti Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Íslenski boltinn Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fótbolti Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Enski boltinn Barðist við tárin þegar hann kvaddi Íslenski boltinn Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Fótbolti Anníe Mist ekki sú eina sem fórnar sér til að kalla fram breytingar Sport Fleiri fréttir Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Strákarnir okkar gerðu sitt í dag með því að vinna Argentínu í lokaleik sínum í milliriðlakeppni HM í handbolta. Nú þurfa þeir að treysta á hjálp frá Grænhöfðaeyjum eða Slóveníu til að komast áfram í 8-liða úrslit, en það er ljóst að þeir enda í versta falli í 9. sæti mótsins. 26. janúar 2025 15:43