Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. janúar 2025 14:31 Atli Guðnason í baráttu við gamla landsliðsmanninn Ólaf Inga Skúlason í einum af 285 leikjum sínum í efstu deild. vísir/bára FH-ingurinn Atli Guðnason, einn marka- og leikjahæsti leikmaður í sögu efstu deildar, auglýsir eftir strákum á menntaskólaaldri á fótboltaæfingar. Um forvarnarverkefni er að ræða. Atli var gestur í Bítinu á Bylgjunni ásamt Silju Úlfarsdóttur sem aðstoðar hann í þessu verkefni. Tilgangurinn með því er að fá stráka á framhaldsskólaaldri (16-19 ára) til að mæta á fótboltaæfingar tvisvar í viku. Æfingarnar eru ætlaðar þeim sem eru hættir eða ekki tilbúnir að stunda fótbolta af fullum krafti. „Ég er búinn að eiga svo mörg samtöl við fólk, bæði foreldra og unglinga sem eru hættir, en langaði kannski ekkert að hætta. Það eru eiginlega bara tvær leiðir í fótbolta. Annað hvort engin æfing eða afreksþjálfun. Nú erum við að bjóða upp á að unglingsdrengir geti komið tvisvar í viku og spilað fótbolta,“ sagði Atli í Bítinu. Silja Úlfarsdóttir, fyrrverandi afrekskona í spretthlaupi, aðstoðar Atla með verkefnið.vísir/vilhelm „Það er bara þessi gamli góði bumbubolti. Það er bara skipt í tvö lið og spilað. Bara hafa gaman, tilheyra hópi og komast út. Markmið verkefnisins er að hafa gaman.“ Atli segir ýmsar ástæður fyrir því að drengir hætta að æfa fótbolta. „Þeir hafa kannski ekki fundið fyrir trausti og það sé vilji fyrir að þú sért þarna. Það eru margir sem tala um að þeim sé ýtt til hliðar til að koma öðrum að. Það er stærsti hópurinn sem hættir sem finnur fyrir því,“ sagði Atli. Að sögn Silju er ekki einu sinni nauðsynlegt að hafa æft fótbolta til að mæta á æfingarnar. „Okkur langar bara að ná ungum strákum, byrjum á þeim því þetta er tilraunaverkefni, Við erum forvitin hvort við getum búið til eitthvað með þetta og vonandi geta önnur lið hermt eftir. Þetta er samt ekki á vegum FH en við erum bæði með tengingu við þá og fengum fría aðstöðu þar,“ sagði Silja. Atli vonast til að strákum á æfingunum fjölgi. „Það vantar hvatningu fyrir þessa drengi. Þeir eru kannski flestir ekki með sjálfstraustið í botni. Þeir sem hafa mætt eru kannski með mesta sjálfstraustið. Það vantar að hjálpa krökkunum af stað,“ sagði Atli. Atli varð sex sinnum Íslandsmeistari með FH.vísir/bára Hann segir að strákarnir á æfingunum sem hann stendur fyrir geti svo tekið næsta skref. Atli nefndi dæmi um þjálfara sem hafði samband við hann út af strák sem var á æfingum hjá honum. „Nú er einn búinn að fá símtal frá fyrrverandi þjálfara sem sendi á mig í gærkvöldi. Hann er kominn aftur í félag. Markmiðið er að koma þessum krökkum aftur af stað. Þetta er fyrsta skrefið. Ég hef alveg stærri drauma í þessu. Ég væri alveg til í að íþróttafélög hugsuðu um krakka til 22 ára; ekki bara átján ára og þá er þér hent út,“ sagði Atli. Æfingarnar eru sem fyrr sagði tvisvar í viku í Risanum í Kaplakrika, klukkan 19:00 á miðvikudögum og klukkan 12:00 á sunnudögum. Frekari upplýsingar má finna á Facebook-síðunni Framhaldsboltinn. Hlusta má á viðtalið við Atla og Silju í spilaranum hér fyrir ofan. Íslenski boltinn FH Bítið Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Sjá meira
Atli var gestur í Bítinu á Bylgjunni ásamt Silju Úlfarsdóttur sem aðstoðar hann í þessu verkefni. Tilgangurinn með því er að fá stráka á framhaldsskólaaldri (16-19 ára) til að mæta á fótboltaæfingar tvisvar í viku. Æfingarnar eru ætlaðar þeim sem eru hættir eða ekki tilbúnir að stunda fótbolta af fullum krafti. „Ég er búinn að eiga svo mörg samtöl við fólk, bæði foreldra og unglinga sem eru hættir, en langaði kannski ekkert að hætta. Það eru eiginlega bara tvær leiðir í fótbolta. Annað hvort engin æfing eða afreksþjálfun. Nú erum við að bjóða upp á að unglingsdrengir geti komið tvisvar í viku og spilað fótbolta,“ sagði Atli í Bítinu. Silja Úlfarsdóttir, fyrrverandi afrekskona í spretthlaupi, aðstoðar Atla með verkefnið.vísir/vilhelm „Það er bara þessi gamli góði bumbubolti. Það er bara skipt í tvö lið og spilað. Bara hafa gaman, tilheyra hópi og komast út. Markmið verkefnisins er að hafa gaman.“ Atli segir ýmsar ástæður fyrir því að drengir hætta að æfa fótbolta. „Þeir hafa kannski ekki fundið fyrir trausti og það sé vilji fyrir að þú sért þarna. Það eru margir sem tala um að þeim sé ýtt til hliðar til að koma öðrum að. Það er stærsti hópurinn sem hættir sem finnur fyrir því,“ sagði Atli. Að sögn Silju er ekki einu sinni nauðsynlegt að hafa æft fótbolta til að mæta á æfingarnar. „Okkur langar bara að ná ungum strákum, byrjum á þeim því þetta er tilraunaverkefni, Við erum forvitin hvort við getum búið til eitthvað með þetta og vonandi geta önnur lið hermt eftir. Þetta er samt ekki á vegum FH en við erum bæði með tengingu við þá og fengum fría aðstöðu þar,“ sagði Silja. Atli vonast til að strákum á æfingunum fjölgi. „Það vantar hvatningu fyrir þessa drengi. Þeir eru kannski flestir ekki með sjálfstraustið í botni. Þeir sem hafa mætt eru kannski með mesta sjálfstraustið. Það vantar að hjálpa krökkunum af stað,“ sagði Atli. Atli varð sex sinnum Íslandsmeistari með FH.vísir/bára Hann segir að strákarnir á æfingunum sem hann stendur fyrir geti svo tekið næsta skref. Atli nefndi dæmi um þjálfara sem hafði samband við hann út af strák sem var á æfingum hjá honum. „Nú er einn búinn að fá símtal frá fyrrverandi þjálfara sem sendi á mig í gærkvöldi. Hann er kominn aftur í félag. Markmiðið er að koma þessum krökkum aftur af stað. Þetta er fyrsta skrefið. Ég hef alveg stærri drauma í þessu. Ég væri alveg til í að íþróttafélög hugsuðu um krakka til 22 ára; ekki bara átján ára og þá er þér hent út,“ sagði Atli. Æfingarnar eru sem fyrr sagði tvisvar í viku í Risanum í Kaplakrika, klukkan 19:00 á miðvikudögum og klukkan 12:00 á sunnudögum. Frekari upplýsingar má finna á Facebook-síðunni Framhaldsboltinn. Hlusta má á viðtalið við Atla og Silju í spilaranum hér fyrir ofan.
Íslenski boltinn FH Bítið Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Sjá meira