Litla stelpan hefur þegar fengið nafn en hún heitir Athena Elizabeth Rose Mapelli Mozzi. Þetta er annað barnið hennar Beatrice og eiginmanns hennar auðjöfursins Eduardo Mapelli Mozzi.
Beatrice er barnabarn Elísabetar heitinnar Bretlandsdrottningar og dóttir Andrésar Bretaprinsar. Hún og Mozzi giftu sig svo athygli vakti í kyrrþey árið 2020.
Fyrir áttu þau Mozzi eina dóttur, hina þriggja ára gömlu Siennu. Þá á Mozzi átta ára gamlan son úr fyrra sambandi að nafni Wolfie. Að sögn fjölskyldunnar eru allir himinlifandi með nýjasta erfingjann, ekki síst Karl Bretakonungur.