Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Sindri Sverrisson skrifar 30. janúar 2025 10:01 Nýi Stjörnumaðurinn Jaka Klobucar hefur átt langan og flottan feril. Hér er hann í leik á HM árið 2014. Getty/Evrim Aydin „Þetta er byrjað að hitna, og ég held að þetta verði heitara,“ segir Pavel Ermolinskij um félagaskiptamarkaðinn í íslenska körfuboltanum, í nýjasta þætti GAZins. Á miðnætti annað kvöld verður glugganum skellt í lás og bannað að bæta við fleiri leikmönnum í liðin í Bónus-deild karla í körfubolta. Á síðustu dögum hafa afar áhugaverðir leikmenn verið kynntir til leiks og strákarnir í GAZinu veltu vöngum yfir nýjum og væntanlegum mönnum sem eflaust munu setja sterkan svip á komandi umferðir og úrslitakeppnina. Pavel segir ljóst að félögin í deildinni hafi áhrif hvert á annað með því að næla sér í feita bita. „Hin liðin voru að reyna að átta sig á því hvað andstæðingar þeirra eru að fara að gera. Til dæmis lið Stjörnunnar sem að bætti við sig… Ég er viss um að Tindastóll er að hugsa þetta öðruvísi núna,“ segir Pavel en hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan sem og á hlaðvarpsveitum. HM í handbolta bar þar einnig á góma. Stjörnumenn, sem fyrir leiki kvöldsins eru tveimur stigum á undan Tindastóli á topp deildarinnar, bættu í vikunni við sig 37 ára fyrrverandi landsliðsmanni Slóveníu, sem átt hefur frábæran feril í Evrópu. Sá heitir Jaka Klobucar. En gæti hann ruggað bátnum sem siglt hefur svo vel í vetur? „Þetta er maður sem að hefur spilað fyrir lið þar sem eru 12 góðir leikmenn. Þú færð 18-24 mínútur i leik. Hann verður ekkert litill í sér ef hann spilar 18 mín. Á meðan að það eru margir erlendir leikmenn sem koma hingað eru vanir því að vera sleðar í sínum líðum,“ sagði Helgi Már Magnússon og Pavel tók við boltanum: „Það sem allir höfðu áhyggjur af er hvort að Stjarnan mundi riðla einhverju með þessari viðbót. Þess vegna bjóst maður við meiri varaskeifu. Þetta gæti verið byrjunarliðsmaður í mörgum liðum.“ Pruitt að lenda í Keflavík Bandaríkjamaðurinn Nigel Pruitt, sem var í Þór Þorlákshöfn á síðustu leiktíð, er samkvæmt GAZ-mönnum að lenda í Keflavík og mun klára tímabilið þar. „Enn sem komið er eru allar breytingar og bætingar [hjá Keflavík] þannig að þeir hafa ekki farið út fyrir þennan ramma sem þeir eru að vinna eftir. Annað hvort ertu góður í að koma þér á körfuna eða þú ert góður skotmaður. Allt annað er í raun og veru aukaatriði,“ segir Pavel. „Ég er samt alveg sammála því að ef að Pétur [Ingvarsson] er þinn þjálfari og hann er með einhvern leikstíl eða einhverja fílósofiu þá verður þú bara að trúa og styðja hann í þeirri pælingu, þú getur ekki bara allt í einu fengið einhvern til að gera eitthvað öfugt við það sem hann er búinn að tala um í allan vetur,“ segir Helgi og bætir við: „Hann mun eiga leiki, þar sem hann er heitur og skila tuttugu og eitthvað stigum.“ „Hann var einu sinni háloftafugl“ Gæðin í Bónus-deildinni eru slík í vetur að fyrrverandi NBA-leikmenn eru farnir að láta á sér kræla og landaði Grindavík hinum 38 ára gamla Jeremy Pargo. „Hann var einu sinni háloftafugl en það hefur hægst verulega á honum enda 38 ára gamall,“ „Hann er orðinn meiri svona naskur leikstjórnandi. Góður sendingarmaður og notar líkamann vel til þess að hlífa boltanum, hægja á sér og fara aftur af stað, þessi týpa,“ segir Pavel. Bónus-deild karla Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Fleiri fréttir „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Segir Aþenu svikna um aðstöðu LeBron opnar sig um sambandið við Jordan: „Við tölum ekki saman“ Sjá meira
Á miðnætti annað kvöld verður glugganum skellt í lás og bannað að bæta við fleiri leikmönnum í liðin í Bónus-deild karla í körfubolta. Á síðustu dögum hafa afar áhugaverðir leikmenn verið kynntir til leiks og strákarnir í GAZinu veltu vöngum yfir nýjum og væntanlegum mönnum sem eflaust munu setja sterkan svip á komandi umferðir og úrslitakeppnina. Pavel segir ljóst að félögin í deildinni hafi áhrif hvert á annað með því að næla sér í feita bita. „Hin liðin voru að reyna að átta sig á því hvað andstæðingar þeirra eru að fara að gera. Til dæmis lið Stjörnunnar sem að bætti við sig… Ég er viss um að Tindastóll er að hugsa þetta öðruvísi núna,“ segir Pavel en hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan sem og á hlaðvarpsveitum. HM í handbolta bar þar einnig á góma. Stjörnumenn, sem fyrir leiki kvöldsins eru tveimur stigum á undan Tindastóli á topp deildarinnar, bættu í vikunni við sig 37 ára fyrrverandi landsliðsmanni Slóveníu, sem átt hefur frábæran feril í Evrópu. Sá heitir Jaka Klobucar. En gæti hann ruggað bátnum sem siglt hefur svo vel í vetur? „Þetta er maður sem að hefur spilað fyrir lið þar sem eru 12 góðir leikmenn. Þú færð 18-24 mínútur i leik. Hann verður ekkert litill í sér ef hann spilar 18 mín. Á meðan að það eru margir erlendir leikmenn sem koma hingað eru vanir því að vera sleðar í sínum líðum,“ sagði Helgi Már Magnússon og Pavel tók við boltanum: „Það sem allir höfðu áhyggjur af er hvort að Stjarnan mundi riðla einhverju með þessari viðbót. Þess vegna bjóst maður við meiri varaskeifu. Þetta gæti verið byrjunarliðsmaður í mörgum liðum.“ Pruitt að lenda í Keflavík Bandaríkjamaðurinn Nigel Pruitt, sem var í Þór Þorlákshöfn á síðustu leiktíð, er samkvæmt GAZ-mönnum að lenda í Keflavík og mun klára tímabilið þar. „Enn sem komið er eru allar breytingar og bætingar [hjá Keflavík] þannig að þeir hafa ekki farið út fyrir þennan ramma sem þeir eru að vinna eftir. Annað hvort ertu góður í að koma þér á körfuna eða þú ert góður skotmaður. Allt annað er í raun og veru aukaatriði,“ segir Pavel. „Ég er samt alveg sammála því að ef að Pétur [Ingvarsson] er þinn þjálfari og hann er með einhvern leikstíl eða einhverja fílósofiu þá verður þú bara að trúa og styðja hann í þeirri pælingu, þú getur ekki bara allt í einu fengið einhvern til að gera eitthvað öfugt við það sem hann er búinn að tala um í allan vetur,“ segir Helgi og bætir við: „Hann mun eiga leiki, þar sem hann er heitur og skila tuttugu og eitthvað stigum.“ „Hann var einu sinni háloftafugl“ Gæðin í Bónus-deildinni eru slík í vetur að fyrrverandi NBA-leikmenn eru farnir að láta á sér kræla og landaði Grindavík hinum 38 ára gamla Jeremy Pargo. „Hann var einu sinni háloftafugl en það hefur hægst verulega á honum enda 38 ára gamall,“ „Hann er orðinn meiri svona naskur leikstjórnandi. Góður sendingarmaður og notar líkamann vel til þess að hlífa boltanum, hægja á sér og fara aftur af stað, þessi týpa,“ segir Pavel.
Bónus-deild karla Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Fleiri fréttir „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Segir Aþenu svikna um aðstöðu LeBron opnar sig um sambandið við Jordan: „Við tölum ekki saman“ Sjá meira