Dagur var búinn að koma króatíska landsliðsins í úrslitaleik HM í fyrsta sinn í sextán ár.
„Þetta er ótrúleg söguleg stund fyrir alla hér. Ég gæti ekki verið ánægðari,“ sagði Dagur Sigurðsson í viðtali á miðlum króatíska handboltasambandsins. Króatar voru síðast í úrslitaleik HM árið 2009.
„Þú verður að trúa mér. Þetta er ótrúleg tilfinning. Það er eins og ég hafi spilað allan leikinn sjálfur því ég er algjörlega búinn á því,“ sagði Dagur. Hann var mjög lifandi á hliðrlínunni allan leikinn og var augljóslega búinn að undirbúa liðið vel því það byrjaði leikinn frábærlega og var um tíma 18-9 yfir í fyrri hálfleiknum.
„Það eru allir hetjur, leikmennirnir og allir í kringum liðið. Þetta er stórkostleg stund fyrir okkur,“ sagði Dagur eins og má sjá hér fyrir neðan.