Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar 31. janúar 2025 11:00 Félag atvinnurekenda (FA) hefur brugðizt við ákalli ríkisstjórnarinnar um tillögur til sparnaðar og hagræðingar í ríkisrekstrinum. Meðal annars var kallað eftir tillögum um verkefni sem gætu aukið framleiðni og sparnað til langs tíma. Ein slík er tillaga FA um breytta verðstefnu ríkisins varðandi innkaup á lyfjum. FA hefur árum saman - án árangurs - bent heilbrigðisráðuneytinu og undirstofnunum þess á að verðstefna ríkisins í lyfjamálum sé farin að vinna gegn upphaflegu markmiði sínu, að spara heilbrigðiskerfinu fé. Í gildi eru þær reglur og viðmið að hámarksheildsöluverð á sjúkrahúslyfjum miðast við lægsta verð í hinum norrænu ríkjunum en verð á öðrum lyfjum hefur miðazt við meðalverð á Norðurlöndum, nema á veltuminnstu lyfjunum. Ríkið ákveður með öðrum orðum hámarksheildsöluverðið, án tillits til aðstæðna á markaðnum. Skráðum lyfjum fækkar Þessi stefna hefur þýtt að skráðum lyfjum á Íslandi hefur fækkað. Kostnaður við að skrá lyf á okkar litla markaði er sá sami og við skráningu á margfalt stærri mörkuðum, dreifing er dýrari m.a. vegna mikils fjölda apóteka miðað við höfðatölu, kostnaður vegna ýmiss konar öryggisatriða er að stórum hluta fastur sama hvort um stóran eða lítinn markað er að ræða og loks bætist við kostnaður vegna krafna um að fylgiseðlar með lyfjum séu á íslenzku í þágu öryggis sjúklinga, sem getur þýtt að endurmerkja þarf allar umbúðir á íslenzku. Dæmi eru um að þessi kostnaður sé hærri en innkaupsverðið á lyfinu sjálfu. Lægsta verðið á margfalt stærri mörkuðum stendur augljóslega ekki undir öllum þessum kostnaði. Þetta þýðir að lyfjaframleiðendur hafa afskráð lyf af íslenzka markaðnum og skrá ekki og/eða markaðssetja ný lyf hérlendis. Nokkur Evrópuríki hafa sett skráð lyfjaverð hér á landi inn í sínar „viðmiðunarkörfur“ og lyfjaverð hér skapar því verðþrýsting í þessum ríkjum. Það dregur enn frekar úr hvata lyfjaframleiðenda til að skrá lyf hér á landi, því að verðið hér á landi getur leitt til lækkunar á verði á öðrum og mun stærri mörkuðum. Skráð lyf og markaðssett hér á landi eru aðeins lítill hluti þess sem gerist annars staðar á Norðurlöndum. Betri og ódýrari lyf komast ekki í notkun á Íslandi Þetta þýðir tvennt. Annars vegar eru mörg ný lyf, með bætta virkni gegn ýmsum sjúkdómum, ekki í boði á Íslandi. Fólk sem þarf á lyfjameðferð að halda líður fyrir það. Fólk sem gæti komizt í virkni og vinnu ef það fengi réttu lyfin gerir það ekki, sem skapar kostnað annars staðar í heilbrigðiskerfinu og þýðir að ríkið verður af skatttekjum. Hins vegar þýðir þetta að ýmis ný lyf, til dæmis samheitalyf, sem eru hagkvæmari í notkun en eldri lyf, verða heldur ekki skráð á Íslandi. Þótt þau séu miklu ódýrari í notkun en eldri lyfin þýðir stefnan um lægsta verð eða meðalverð á Norðurlöndum að þau fást ekki skráð á Íslandi. Niðurstaðan er stundum sú að eldri lyf, sem eru bæði dýrari í notkun og með lélegri virkni, eru áfram í notkun í stað nýrra lyfja. Ef ríkisstjórnin sér ekki strax að núverandi kerfi er farið að vinna gegn markmiðum sínum, er ráð að gerð verði heilsuhagfræðileg úttekt á kostnaðarlegum og lýðheilsulegum afleiðingum hinnar mjög svo óskynsamlegu verðstefnu í lyfjamálum. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Lyf Rekstur hins opinbera Mest lesið Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson Skoðun Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar Skoðun Auðlind þjóðarinnar Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar Skoðun Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Táknmálstúlkun Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem skrifar Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma Þröstur Ólafsson skrifar Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson skrifar Skoðun Sjáðu Gaza Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson skrifar Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er okkar rektor Tinna Laufey Ásgeirsdóttir,Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Segja stjórnendur RÚV af sér vegna falsfréttanna? Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Barn síns tíma? Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Óþolandi ástand Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Merkið stendur þó maðurinn falli Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar Sjá meira
Félag atvinnurekenda (FA) hefur brugðizt við ákalli ríkisstjórnarinnar um tillögur til sparnaðar og hagræðingar í ríkisrekstrinum. Meðal annars var kallað eftir tillögum um verkefni sem gætu aukið framleiðni og sparnað til langs tíma. Ein slík er tillaga FA um breytta verðstefnu ríkisins varðandi innkaup á lyfjum. FA hefur árum saman - án árangurs - bent heilbrigðisráðuneytinu og undirstofnunum þess á að verðstefna ríkisins í lyfjamálum sé farin að vinna gegn upphaflegu markmiði sínu, að spara heilbrigðiskerfinu fé. Í gildi eru þær reglur og viðmið að hámarksheildsöluverð á sjúkrahúslyfjum miðast við lægsta verð í hinum norrænu ríkjunum en verð á öðrum lyfjum hefur miðazt við meðalverð á Norðurlöndum, nema á veltuminnstu lyfjunum. Ríkið ákveður með öðrum orðum hámarksheildsöluverðið, án tillits til aðstæðna á markaðnum. Skráðum lyfjum fækkar Þessi stefna hefur þýtt að skráðum lyfjum á Íslandi hefur fækkað. Kostnaður við að skrá lyf á okkar litla markaði er sá sami og við skráningu á margfalt stærri mörkuðum, dreifing er dýrari m.a. vegna mikils fjölda apóteka miðað við höfðatölu, kostnaður vegna ýmiss konar öryggisatriða er að stórum hluta fastur sama hvort um stóran eða lítinn markað er að ræða og loks bætist við kostnaður vegna krafna um að fylgiseðlar með lyfjum séu á íslenzku í þágu öryggis sjúklinga, sem getur þýtt að endurmerkja þarf allar umbúðir á íslenzku. Dæmi eru um að þessi kostnaður sé hærri en innkaupsverðið á lyfinu sjálfu. Lægsta verðið á margfalt stærri mörkuðum stendur augljóslega ekki undir öllum þessum kostnaði. Þetta þýðir að lyfjaframleiðendur hafa afskráð lyf af íslenzka markaðnum og skrá ekki og/eða markaðssetja ný lyf hérlendis. Nokkur Evrópuríki hafa sett skráð lyfjaverð hér á landi inn í sínar „viðmiðunarkörfur“ og lyfjaverð hér skapar því verðþrýsting í þessum ríkjum. Það dregur enn frekar úr hvata lyfjaframleiðenda til að skrá lyf hér á landi, því að verðið hér á landi getur leitt til lækkunar á verði á öðrum og mun stærri mörkuðum. Skráð lyf og markaðssett hér á landi eru aðeins lítill hluti þess sem gerist annars staðar á Norðurlöndum. Betri og ódýrari lyf komast ekki í notkun á Íslandi Þetta þýðir tvennt. Annars vegar eru mörg ný lyf, með bætta virkni gegn ýmsum sjúkdómum, ekki í boði á Íslandi. Fólk sem þarf á lyfjameðferð að halda líður fyrir það. Fólk sem gæti komizt í virkni og vinnu ef það fengi réttu lyfin gerir það ekki, sem skapar kostnað annars staðar í heilbrigðiskerfinu og þýðir að ríkið verður af skatttekjum. Hins vegar þýðir þetta að ýmis ný lyf, til dæmis samheitalyf, sem eru hagkvæmari í notkun en eldri lyf, verða heldur ekki skráð á Íslandi. Þótt þau séu miklu ódýrari í notkun en eldri lyfin þýðir stefnan um lægsta verð eða meðalverð á Norðurlöndum að þau fást ekki skráð á Íslandi. Niðurstaðan er stundum sú að eldri lyf, sem eru bæði dýrari í notkun og með lélegri virkni, eru áfram í notkun í stað nýrra lyfja. Ef ríkisstjórnin sér ekki strax að núverandi kerfi er farið að vinna gegn markmiðum sínum, er ráð að gerð verði heilsuhagfræðileg úttekt á kostnaðarlegum og lýðheilsulegum afleiðingum hinnar mjög svo óskynsamlegu verðstefnu í lyfjamálum. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun
Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar
Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar
Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar
Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar
Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun
Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun