Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2025 10:23 Luka Doncic sækir hér á LeBron James í leik Dallas Mavericks og Los Angeles Lakers en nú eru þeir tveir orðnir samherjar. Getty/Tim Heitman Dallas Mavericks og Los Angeles Lakers komu öllum á óvart með einum stærstu leikmannaskiptum sögunnar í NBA deildinni þegar liðin skiptust á súperstjörnum í nótt. Það sem meira er Dallas Mavericks var tilbúið að láta frá sér leikmann sem flest félög dreymir um að byggja lið sín í kringum. Það eru líka margir gáttaðir á því að Dallas hafi verið tilbúið að láta frá sér slóvensku stórstjörnuna Luka Doncic. Anthony Davis er vissulega frábær leikmaður sem er efstur hjá Lakers í stigum, fráköstum og vörðum skotum en Dallas var tilbúið að gefa Lakers tækifæri á að tefla fram LeBron-Luka tvíeykinu. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) Sérfræðingur ESPN hefur farið yfir leikmannaskiptin og það er óhætt að segja að hann lýsi Los Angeles Lakers sem yfirburðar sigurvegara. Kevin Pelton hjá ESPN gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær aftur á móti falleinkunn eða F. Doncic er fjórum árum yngri en Davis og á heilt tímabil eftir af samningi sínu auk þess að hann sjálfur getur framlengt samninginn um eitt ár. Í mati Pelton á skiptunum þá talar um það að ef lið fengu að velja alla leikmenn NBA í dag þá væru það aðeins Victor Wembanyama hjá San Antonio og Nikola Jokic hjá Denver Nuggets sem færu á undan Doncic. Það væri síðan val á milli Doncic og Shai Gilgeous-Alexander hjá Oklahoma City Thunder þegar kæmi að þriðja valréttinum. Hann telur að Doncic sé í raun mikilvægasti leikmaður sögunnar til að vera skipt á milli liða. Í vetur er Doncic með 28,1 stig, 8,3 fráköst og 7,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann hefur verið að glíma við kálfameiðsli og spilaði síðast á jóladag. Hér er samt aðallega verið að tala um sóknarleikinn. Þar liggur enginn vafi á hæfileikum Doncic en það er önnur saga þegar kemur að varnarleiknum og þar er Anthony Davis öflugur en Doncic oft líkari keilu. Doncic á í sumar rétt á fjögurra ára og 229 milljón dollara samning en gæti líka skrifað undir styttri samning. Það má deila um það hvort að þetta sé nóg til að gefa Lakers raunhæfa möguleika á því að fara alla leið í ár en það sem það gefur félaginu óumdeilanlega er ný súperstjarna til að taka við þegar LeBron James ákveður að hætta. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) NBA Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Enski boltinn „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Fótbolti Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Íslenski boltinn Fleiri fréttir Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Evans farinn frá Njarðvík Lögmál leiksins: Menningin dáin hjá Heat Kippti í hár körfuboltastelpu og var rekinn Risinn á Álftanesi nýtrúlofaður og borðar hunang á bekknum Martin með tíu stoðsendingar en liðið kastaði sigrinum frá sér Styrmir stigahæstur gegn meisturunum Máluðu Smárann rauðan Græn gleði í Smáranum Lakers fékk skell í endurkomu LeBrons Uppgjörið: KR - Valur 78-96 | Valsmenn bikarmeistarar í fimmta sinn „Eins og ég sé kominn í úrslitakeppnina tveimur vikum áður en hún byrjar“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar „Það er ekkert gefið og þú verður að vinna fyrir öllu“ „Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður“ Bíður stórleiksins: „Búið að keyra upp alvöru stemningu“ Byrjaði í fyrsta sinn í þrjú ár svo einhverfur sonur hans gæti séð hann spila Mætir KR-ingum á morgun en stýrði þeim síðast: „Þeir slátruðu okkur“ „Hvaða leikmaður gefur frá sér mestu Doc orkuna?“ Bronny stigahæstur hjá Lakers Uppselt á úrslitaleik KR og Vals Celtics selt sem dýrasta félag í sögu Bandaríkjanna Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Sigurður Ingimundar.: Þurfum að vera meira solid Joshua: Orka og undirbúningur skiluðu þessum sigri „Markmiðið fyrir tímabilið að vinna þennan bikar“ „Sviðið sem við viljum vera á“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Uppgjörið: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Sjá meira
Það eru líka margir gáttaðir á því að Dallas hafi verið tilbúið að láta frá sér slóvensku stórstjörnuna Luka Doncic. Anthony Davis er vissulega frábær leikmaður sem er efstur hjá Lakers í stigum, fráköstum og vörðum skotum en Dallas var tilbúið að gefa Lakers tækifæri á að tefla fram LeBron-Luka tvíeykinu. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) Sérfræðingur ESPN hefur farið yfir leikmannaskiptin og það er óhætt að segja að hann lýsi Los Angeles Lakers sem yfirburðar sigurvegara. Kevin Pelton hjá ESPN gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær aftur á móti falleinkunn eða F. Doncic er fjórum árum yngri en Davis og á heilt tímabil eftir af samningi sínu auk þess að hann sjálfur getur framlengt samninginn um eitt ár. Í mati Pelton á skiptunum þá talar um það að ef lið fengu að velja alla leikmenn NBA í dag þá væru það aðeins Victor Wembanyama hjá San Antonio og Nikola Jokic hjá Denver Nuggets sem færu á undan Doncic. Það væri síðan val á milli Doncic og Shai Gilgeous-Alexander hjá Oklahoma City Thunder þegar kæmi að þriðja valréttinum. Hann telur að Doncic sé í raun mikilvægasti leikmaður sögunnar til að vera skipt á milli liða. Í vetur er Doncic með 28,1 stig, 8,3 fráköst og 7,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann hefur verið að glíma við kálfameiðsli og spilaði síðast á jóladag. Hér er samt aðallega verið að tala um sóknarleikinn. Þar liggur enginn vafi á hæfileikum Doncic en það er önnur saga þegar kemur að varnarleiknum og þar er Anthony Davis öflugur en Doncic oft líkari keilu. Doncic á í sumar rétt á fjögurra ára og 229 milljón dollara samning en gæti líka skrifað undir styttri samning. Það má deila um það hvort að þetta sé nóg til að gefa Lakers raunhæfa möguleika á því að fara alla leið í ár en það sem það gefur félaginu óumdeilanlega er ný súperstjarna til að taka við þegar LeBron James ákveður að hætta. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn)
NBA Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Enski boltinn „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Fótbolti Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Íslenski boltinn Fleiri fréttir Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Evans farinn frá Njarðvík Lögmál leiksins: Menningin dáin hjá Heat Kippti í hár körfuboltastelpu og var rekinn Risinn á Álftanesi nýtrúlofaður og borðar hunang á bekknum Martin með tíu stoðsendingar en liðið kastaði sigrinum frá sér Styrmir stigahæstur gegn meisturunum Máluðu Smárann rauðan Græn gleði í Smáranum Lakers fékk skell í endurkomu LeBrons Uppgjörið: KR - Valur 78-96 | Valsmenn bikarmeistarar í fimmta sinn „Eins og ég sé kominn í úrslitakeppnina tveimur vikum áður en hún byrjar“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar „Það er ekkert gefið og þú verður að vinna fyrir öllu“ „Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður“ Bíður stórleiksins: „Búið að keyra upp alvöru stemningu“ Byrjaði í fyrsta sinn í þrjú ár svo einhverfur sonur hans gæti séð hann spila Mætir KR-ingum á morgun en stýrði þeim síðast: „Þeir slátruðu okkur“ „Hvaða leikmaður gefur frá sér mestu Doc orkuna?“ Bronny stigahæstur hjá Lakers Uppselt á úrslitaleik KR og Vals Celtics selt sem dýrasta félag í sögu Bandaríkjanna Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Sigurður Ingimundar.: Þurfum að vera meira solid Joshua: Orka og undirbúningur skiluðu þessum sigri „Markmiðið fyrir tímabilið að vinna þennan bikar“ „Sviðið sem við viljum vera á“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Uppgjörið: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit