„Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Sindri Sverrisson skrifar 3. febrúar 2025 15:00 Luka Doncic er allt í einu orðinn leikmaður Los Angeles Lakers, eftir tíðindin ótrúlegu um helgina. Getty/Joshua Gateley Aðalmálið í Lögmálum leiksins í dag er að sjálfsögðu risaskiptin á milli Dallas Mavericks og LA lakers, á þeim Luka Doncic og Anthony Davis, og eru sérfræðingarnir ekki alveg sammála um hversu galin þau séu. „Þetta er svo ævintýralegt sjokk,“ segir Leifur Steinn Árnason, einn af sérfræðingunum í Lögmálum leiksins og telur að málið hljóti hreinlega að kalla á eigendafund í NBA-deildinni þar sem þessi viðskipti verði stöðvuð. „Ef að David Stern væri ennþá framkvæmdastjóri NBA þá myndi hann bara hringja og segja: „Þetta trade verður ekki samþykkt. Bless.“ Þetta hlýtur bara að kalla á eigendafund. NBA 2K samþykkir ekki þetta trade því þeir segja bara: „Þið eruð ekki að fá nógu mikið fyrir Luka“. Stuðningsmenn liðanna í NBA… hverjir fagna núna? Það eru Lakers. Og hverjir gráta? Dallas og Boston. Það vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas. Boston-stuðningsmenn eru bara grátandi,“ segir Leifur og fullyrðir að nú verði Lakers einfaldlega meistarar í sumar. Því mótmæltu hinir sérfræðingarnir strax. Lögmál leiksins eru á Stöð 2 Sport 2 klukkan 20 í kvöld en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Lögmál leiksins - Hart deilt um risaskiptin „Lakers verða ekki meistarar [í ár] en þeir verða, með Luka á næstu tíu árum, nokkrum sinnum meistarar,“ sagði Maté Dalmay en finnst Leifur ganga fulllangt: Súperstjarna fyrir súperstjörnu? „Hann segir að deildin þurfi að stoppa þetta. Það er vika síðan þú sagðir að Anthony Davis væri einn af fimm bestu leikmönnum deildarinnar!“ Leifur vildi nú leiðrétta það og benti á að hann hefði aðeins sagt að Davis og LeBron James væru tveir af fimmtán bestu leikmönnum deildarinnar. „En þá þarf ekki að stoppa þetta. Þetta er súperstjarna fyrir súperstjörnu,“ segir Maté. „Nei, nei, nei. Luka er ein af súperstjörnum NBA, Anthony Davis er það ekki. Luka er alþjóðleg súperstjarna, næstbesti leikmaður í heiminum, hefur leitt lið til lokaúrslita í NBA, og verið í fimm af fyrstu sex árum sínum í NBA í „All NBA first team“,“ segir Leifur en hluta af umræðunum má sjá í klippunni hér að ofan. Þetta er aðeins brot af því sem fram kemur í Lögmálum leiksins í kvöld, á Stöð 2 Sport 2 klukkan 20. NBA Tengdar fréttir Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Sasa Doncic, pabbi Luka Doncic, er ekki síður en allir aðrir furðu lostinn yfir þeirri ákvörðun forráðamanna Dallas Mavericks að láta einn allra besta leikmann heims fara. 3. febrúar 2025 09:02 Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Dallas Mavericks og Los Angeles Lakers komu öllum á óvart með einum stærstu leikmannaskiptum sögunnar í NBA deildinni þegar liðin skiptust á súperstjörnum í nótt. Það sem meira er Dallas Mavericks var tilbúið að láta frá sér leikmann sem flest félög dreymir um að byggja lið sín í kringum. 2. febrúar 2025 10:23 Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Los Angeles Lakers og Dallas Mavericks hafa snúið NBA-heiminum á hvolf með skiptum sem senda Luka Doncic til Lakers og Anthony Davis til Mavericks. 2. febrúar 2025 07:28 Mest lesið Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Handbolti Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Körfubolti Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Bjarki Már öflugur Handbolti Fleiri fréttir Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Evans farinn frá Njarðvík Lögmál leiksins: Menningin dáin hjá Heat Kippti í hár körfuboltastelpu og var rekinn Risinn á Álftanesi nýtrúlofaður og borðar hunang á bekknum Martin með tíu stoðsendingar en liðið kastaði sigrinum frá sér Styrmir stigahæstur gegn meisturunum Máluðu Smárann rauðan Græn gleði í Smáranum Lakers fékk skell í endurkomu LeBrons Uppgjörið: KR - Valur 78-96 | Valsmenn bikarmeistarar í fimmta sinn „Eins og ég sé kominn í úrslitakeppnina tveimur vikum áður en hún byrjar“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar „Það er ekkert gefið og þú verður að vinna fyrir öllu“ „Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður“ Bíður stórleiksins: „Búið að keyra upp alvöru stemningu“ Byrjaði í fyrsta sinn í þrjú ár svo einhverfur sonur hans gæti séð hann spila Mætir KR-ingum á morgun en stýrði þeim síðast: „Þeir slátruðu okkur“ „Hvaða leikmaður gefur frá sér mestu Doc orkuna?“ Bronny stigahæstur hjá Lakers Uppselt á úrslitaleik KR og Vals Celtics selt sem dýrasta félag í sögu Bandaríkjanna Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Sigurður Ingimundar.: Þurfum að vera meira solid Joshua: Orka og undirbúningur skiluðu þessum sigri „Markmiðið fyrir tímabilið að vinna þennan bikar“ „Sviðið sem við viljum vera á“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Uppgjörið: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Sjá meira
„Þetta er svo ævintýralegt sjokk,“ segir Leifur Steinn Árnason, einn af sérfræðingunum í Lögmálum leiksins og telur að málið hljóti hreinlega að kalla á eigendafund í NBA-deildinni þar sem þessi viðskipti verði stöðvuð. „Ef að David Stern væri ennþá framkvæmdastjóri NBA þá myndi hann bara hringja og segja: „Þetta trade verður ekki samþykkt. Bless.“ Þetta hlýtur bara að kalla á eigendafund. NBA 2K samþykkir ekki þetta trade því þeir segja bara: „Þið eruð ekki að fá nógu mikið fyrir Luka“. Stuðningsmenn liðanna í NBA… hverjir fagna núna? Það eru Lakers. Og hverjir gráta? Dallas og Boston. Það vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas. Boston-stuðningsmenn eru bara grátandi,“ segir Leifur og fullyrðir að nú verði Lakers einfaldlega meistarar í sumar. Því mótmæltu hinir sérfræðingarnir strax. Lögmál leiksins eru á Stöð 2 Sport 2 klukkan 20 í kvöld en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Lögmál leiksins - Hart deilt um risaskiptin „Lakers verða ekki meistarar [í ár] en þeir verða, með Luka á næstu tíu árum, nokkrum sinnum meistarar,“ sagði Maté Dalmay en finnst Leifur ganga fulllangt: Súperstjarna fyrir súperstjörnu? „Hann segir að deildin þurfi að stoppa þetta. Það er vika síðan þú sagðir að Anthony Davis væri einn af fimm bestu leikmönnum deildarinnar!“ Leifur vildi nú leiðrétta það og benti á að hann hefði aðeins sagt að Davis og LeBron James væru tveir af fimmtán bestu leikmönnum deildarinnar. „En þá þarf ekki að stoppa þetta. Þetta er súperstjarna fyrir súperstjörnu,“ segir Maté. „Nei, nei, nei. Luka er ein af súperstjörnum NBA, Anthony Davis er það ekki. Luka er alþjóðleg súperstjarna, næstbesti leikmaður í heiminum, hefur leitt lið til lokaúrslita í NBA, og verið í fimm af fyrstu sex árum sínum í NBA í „All NBA first team“,“ segir Leifur en hluta af umræðunum má sjá í klippunni hér að ofan. Þetta er aðeins brot af því sem fram kemur í Lögmálum leiksins í kvöld, á Stöð 2 Sport 2 klukkan 20.
NBA Tengdar fréttir Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Sasa Doncic, pabbi Luka Doncic, er ekki síður en allir aðrir furðu lostinn yfir þeirri ákvörðun forráðamanna Dallas Mavericks að láta einn allra besta leikmann heims fara. 3. febrúar 2025 09:02 Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Dallas Mavericks og Los Angeles Lakers komu öllum á óvart með einum stærstu leikmannaskiptum sögunnar í NBA deildinni þegar liðin skiptust á súperstjörnum í nótt. Það sem meira er Dallas Mavericks var tilbúið að láta frá sér leikmann sem flest félög dreymir um að byggja lið sín í kringum. 2. febrúar 2025 10:23 Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Los Angeles Lakers og Dallas Mavericks hafa snúið NBA-heiminum á hvolf með skiptum sem senda Luka Doncic til Lakers og Anthony Davis til Mavericks. 2. febrúar 2025 07:28 Mest lesið Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Handbolti Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Körfubolti Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Bjarki Már öflugur Handbolti Fleiri fréttir Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Evans farinn frá Njarðvík Lögmál leiksins: Menningin dáin hjá Heat Kippti í hár körfuboltastelpu og var rekinn Risinn á Álftanesi nýtrúlofaður og borðar hunang á bekknum Martin með tíu stoðsendingar en liðið kastaði sigrinum frá sér Styrmir stigahæstur gegn meisturunum Máluðu Smárann rauðan Græn gleði í Smáranum Lakers fékk skell í endurkomu LeBrons Uppgjörið: KR - Valur 78-96 | Valsmenn bikarmeistarar í fimmta sinn „Eins og ég sé kominn í úrslitakeppnina tveimur vikum áður en hún byrjar“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar „Það er ekkert gefið og þú verður að vinna fyrir öllu“ „Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður“ Bíður stórleiksins: „Búið að keyra upp alvöru stemningu“ Byrjaði í fyrsta sinn í þrjú ár svo einhverfur sonur hans gæti séð hann spila Mætir KR-ingum á morgun en stýrði þeim síðast: „Þeir slátruðu okkur“ „Hvaða leikmaður gefur frá sér mestu Doc orkuna?“ Bronny stigahæstur hjá Lakers Uppselt á úrslitaleik KR og Vals Celtics selt sem dýrasta félag í sögu Bandaríkjanna Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Sigurður Ingimundar.: Þurfum að vera meira solid Joshua: Orka og undirbúningur skiluðu þessum sigri „Markmiðið fyrir tímabilið að vinna þennan bikar“ „Sviðið sem við viljum vera á“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Uppgjörið: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Sjá meira
Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Sasa Doncic, pabbi Luka Doncic, er ekki síður en allir aðrir furðu lostinn yfir þeirri ákvörðun forráðamanna Dallas Mavericks að láta einn allra besta leikmann heims fara. 3. febrúar 2025 09:02
Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Dallas Mavericks og Los Angeles Lakers komu öllum á óvart með einum stærstu leikmannaskiptum sögunnar í NBA deildinni þegar liðin skiptust á súperstjörnum í nótt. Það sem meira er Dallas Mavericks var tilbúið að láta frá sér leikmann sem flest félög dreymir um að byggja lið sín í kringum. 2. febrúar 2025 10:23
Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Los Angeles Lakers og Dallas Mavericks hafa snúið NBA-heiminum á hvolf með skiptum sem senda Luka Doncic til Lakers og Anthony Davis til Mavericks. 2. febrúar 2025 07:28
Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit