„Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Sindri Sverrisson skrifar 3. febrúar 2025 15:00 Luka Doncic er allt í einu orðinn leikmaður Los Angeles Lakers, eftir tíðindin ótrúlegu um helgina. Getty/Joshua Gateley Aðalmálið í Lögmálum leiksins í dag er að sjálfsögðu risaskiptin á milli Dallas Mavericks og LA lakers, á þeim Luka Doncic og Anthony Davis, og eru sérfræðingarnir ekki alveg sammála um hversu galin þau séu. „Þetta er svo ævintýralegt sjokk,“ segir Leifur Steinn Árnason, einn af sérfræðingunum í Lögmálum leiksins og telur að málið hljóti hreinlega að kalla á eigendafund í NBA-deildinni þar sem þessi viðskipti verði stöðvuð. „Ef að David Stern væri ennþá framkvæmdastjóri NBA þá myndi hann bara hringja og segja: „Þetta trade verður ekki samþykkt. Bless.“ Þetta hlýtur bara að kalla á eigendafund. NBA 2K samþykkir ekki þetta trade því þeir segja bara: „Þið eruð ekki að fá nógu mikið fyrir Luka“. Stuðningsmenn liðanna í NBA… hverjir fagna núna? Það eru Lakers. Og hverjir gráta? Dallas og Boston. Það vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas. Boston-stuðningsmenn eru bara grátandi,“ segir Leifur og fullyrðir að nú verði Lakers einfaldlega meistarar í sumar. Því mótmæltu hinir sérfræðingarnir strax. Lögmál leiksins eru á Stöð 2 Sport 2 klukkan 20 í kvöld en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Lögmál leiksins - Hart deilt um risaskiptin „Lakers verða ekki meistarar [í ár] en þeir verða, með Luka á næstu tíu árum, nokkrum sinnum meistarar,“ sagði Maté Dalmay en finnst Leifur ganga fulllangt: Súperstjarna fyrir súperstjörnu? „Hann segir að deildin þurfi að stoppa þetta. Það er vika síðan þú sagðir að Anthony Davis væri einn af fimm bestu leikmönnum deildarinnar!“ Leifur vildi nú leiðrétta það og benti á að hann hefði aðeins sagt að Davis og LeBron James væru tveir af fimmtán bestu leikmönnum deildarinnar. „En þá þarf ekki að stoppa þetta. Þetta er súperstjarna fyrir súperstjörnu,“ segir Maté. „Nei, nei, nei. Luka er ein af súperstjörnum NBA, Anthony Davis er það ekki. Luka er alþjóðleg súperstjarna, næstbesti leikmaður í heiminum, hefur leitt lið til lokaúrslita í NBA, og verið í fimm af fyrstu sex árum sínum í NBA í „All NBA first team“,“ segir Leifur en hluta af umræðunum má sjá í klippunni hér að ofan. Þetta er aðeins brot af því sem fram kemur í Lögmálum leiksins í kvöld, á Stöð 2 Sport 2 klukkan 20. NBA Tengdar fréttir Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Sasa Doncic, pabbi Luka Doncic, er ekki síður en allir aðrir furðu lostinn yfir þeirri ákvörðun forráðamanna Dallas Mavericks að láta einn allra besta leikmann heims fara. 3. febrúar 2025 09:02 Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Dallas Mavericks og Los Angeles Lakers komu öllum á óvart með einum stærstu leikmannaskiptum sögunnar í NBA deildinni þegar liðin skiptust á súperstjörnum í nótt. Það sem meira er Dallas Mavericks var tilbúið að láta frá sér leikmann sem flest félög dreymir um að byggja lið sín í kringum. 2. febrúar 2025 10:23 Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Los Angeles Lakers og Dallas Mavericks hafa snúið NBA-heiminum á hvolf með skiptum sem senda Luka Doncic til Lakers og Anthony Davis til Mavericks. 2. febrúar 2025 07:28 Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira
„Þetta er svo ævintýralegt sjokk,“ segir Leifur Steinn Árnason, einn af sérfræðingunum í Lögmálum leiksins og telur að málið hljóti hreinlega að kalla á eigendafund í NBA-deildinni þar sem þessi viðskipti verði stöðvuð. „Ef að David Stern væri ennþá framkvæmdastjóri NBA þá myndi hann bara hringja og segja: „Þetta trade verður ekki samþykkt. Bless.“ Þetta hlýtur bara að kalla á eigendafund. NBA 2K samþykkir ekki þetta trade því þeir segja bara: „Þið eruð ekki að fá nógu mikið fyrir Luka“. Stuðningsmenn liðanna í NBA… hverjir fagna núna? Það eru Lakers. Og hverjir gráta? Dallas og Boston. Það vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas. Boston-stuðningsmenn eru bara grátandi,“ segir Leifur og fullyrðir að nú verði Lakers einfaldlega meistarar í sumar. Því mótmæltu hinir sérfræðingarnir strax. Lögmál leiksins eru á Stöð 2 Sport 2 klukkan 20 í kvöld en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Lögmál leiksins - Hart deilt um risaskiptin „Lakers verða ekki meistarar [í ár] en þeir verða, með Luka á næstu tíu árum, nokkrum sinnum meistarar,“ sagði Maté Dalmay en finnst Leifur ganga fulllangt: Súperstjarna fyrir súperstjörnu? „Hann segir að deildin þurfi að stoppa þetta. Það er vika síðan þú sagðir að Anthony Davis væri einn af fimm bestu leikmönnum deildarinnar!“ Leifur vildi nú leiðrétta það og benti á að hann hefði aðeins sagt að Davis og LeBron James væru tveir af fimmtán bestu leikmönnum deildarinnar. „En þá þarf ekki að stoppa þetta. Þetta er súperstjarna fyrir súperstjörnu,“ segir Maté. „Nei, nei, nei. Luka er ein af súperstjörnum NBA, Anthony Davis er það ekki. Luka er alþjóðleg súperstjarna, næstbesti leikmaður í heiminum, hefur leitt lið til lokaúrslita í NBA, og verið í fimm af fyrstu sex árum sínum í NBA í „All NBA first team“,“ segir Leifur en hluta af umræðunum má sjá í klippunni hér að ofan. Þetta er aðeins brot af því sem fram kemur í Lögmálum leiksins í kvöld, á Stöð 2 Sport 2 klukkan 20.
NBA Tengdar fréttir Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Sasa Doncic, pabbi Luka Doncic, er ekki síður en allir aðrir furðu lostinn yfir þeirri ákvörðun forráðamanna Dallas Mavericks að láta einn allra besta leikmann heims fara. 3. febrúar 2025 09:02 Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Dallas Mavericks og Los Angeles Lakers komu öllum á óvart með einum stærstu leikmannaskiptum sögunnar í NBA deildinni þegar liðin skiptust á súperstjörnum í nótt. Það sem meira er Dallas Mavericks var tilbúið að láta frá sér leikmann sem flest félög dreymir um að byggja lið sín í kringum. 2. febrúar 2025 10:23 Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Los Angeles Lakers og Dallas Mavericks hafa snúið NBA-heiminum á hvolf með skiptum sem senda Luka Doncic til Lakers og Anthony Davis til Mavericks. 2. febrúar 2025 07:28 Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira
Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Sasa Doncic, pabbi Luka Doncic, er ekki síður en allir aðrir furðu lostinn yfir þeirri ákvörðun forráðamanna Dallas Mavericks að láta einn allra besta leikmann heims fara. 3. febrúar 2025 09:02
Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Dallas Mavericks og Los Angeles Lakers komu öllum á óvart með einum stærstu leikmannaskiptum sögunnar í NBA deildinni þegar liðin skiptust á súperstjörnum í nótt. Það sem meira er Dallas Mavericks var tilbúið að láta frá sér leikmann sem flest félög dreymir um að byggja lið sín í kringum. 2. febrúar 2025 10:23
Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Los Angeles Lakers og Dallas Mavericks hafa snúið NBA-heiminum á hvolf með skiptum sem senda Luka Doncic til Lakers og Anthony Davis til Mavericks. 2. febrúar 2025 07:28