Söguleg skipun Agnesar Árni Sæberg skrifar 3. febrúar 2025 15:18 E. Agnes er nýr yfirlögregluþjónn rannsóknarsviðs Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Grímur Grímsson sinnti þeirri stöðu áður en hann var kjörinn á Alþingi. Vísir E. Agnes Eide Kristínardóttir hefur verið skipuð yfirlögregluþjónn rannsóknarsviðs Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hún er fyrsta konan til að gegna stöðu yfirlögregluþjóns hjá embættinu. Á sama tíma er stokkað upp í stöðum aðstoðaryfirlögregluþjóna. Þetta kemur fram í uppfærðum tengiliðalista fyrir Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu, sem fjölmiðlum barst síðdegis. Þar kemur fram að samhliða því að E. Agnes var skipuð yfirlögregluþjónn hafi Ævar Pálmi Pálmason tekið við starfi hennar sem aðstoðaryfirlögregluþjónn skipulagðrar glæpastarfsemi. Ævar Pálmi var áður aðstoðaryfirlögregluþjónn kynferðisbrota. Í tilkynningunni segir að Bylgja Hrönn Baldursdóttir hafi tekið við þeirri stöðu af honum. Í samtali við Vísi segir Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, kynningarfulltrúi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að fimm hafi sótt um embætti yfirlögregluþjóns. Þá sé skipunin merkileg fyrir þær sakir að kona hafi aldrei áður gengt stöðunni hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Ævar Pálmi sótti um Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir Gunnar Rúnar að einn þeirra fimm sem sóttu um hefi dregið umsókn sína til baka. Umsækjendur hafi auk Agnesar verið þeir Halldór Rósmundur Guðjónsson, Þórir Ingvarsson og áðurnefndur Ævar Pálmi Pálmason. Stöður aðstoðaryfirlögregluþjóna skipulagðrar brotastarfsemi og kynferðisbrota hafi ekki verið auglýstar heldur hefði verið sett í þær tímabundið. Áratugareynsla Í tilkynningu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um skipun Agnesar segir að hún búi yfir áratugareynslu af lögreglustarfinu, en hún hafi hafið störf hjá lögreglunni í Reykjavík vorið 1991. Agnes hafi starfað þar til ársloka 2006 og síðan hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu frá ársbyrjun 2007 þegar lögregluliðin á höfuðborgarsvæðinu voru sameinuð. Hún hafi unnið við almenna löggæslu um árabil og síðan í tæknideildinni í rúmlega áratug, sem lögreglufulltrúi. Agnes hafi orðoð aðstoðaryfirlögregluþjónn árið 2020 og stýrt lögreglustöðinni á Vínlandsleið í Reykjavík til 2023. Hún hafi þá tekið við sem aðstoðaryfirlögregluþjónn skipulagðrar brotastarfsemi og gegnt því starfi til síðustu mánaðamóta. „Um leið og við óskum Agnesi innilega til hamingju með ráðninguna væntum við áfram mikils af störfum hennar.“ Lögreglan Vistaskipti Alþingiskosningar 2024 Alþingi Viðreisn Tengdar fréttir Grímur undir feldi Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, íhugar alvarlega framboð fyrir Viðreisn í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu. 22. október 2024 09:17 Nýir þingmenn spenntir fyrir starfinu og mötuneytinu Nýir þingmenn komu saman á nýliðadegi Alþingis í dag. Þar fengu þeir leiðsögn um húsakynni þingsins, kynntu sér starfsemina og hittust sumir hverjir í fyrsta skipti. Þá var látið vel að mötuneytinu. 13. desember 2024 15:31 Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Mikið hefur verið fjallað um fjölda embættismanna sem voru í framboði til Alþingis í nýafstöðnum kosningum. Þar að auki er fjöldi sveitastjórnarfólks í framboði. Spurningin er hvaða stöður og embætti losna eftir kosningarnar? 1. desember 2024 17:27 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Fleiri fréttir „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Boða til blaðamannafundar Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Sjá meira
Þetta kemur fram í uppfærðum tengiliðalista fyrir Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu, sem fjölmiðlum barst síðdegis. Þar kemur fram að samhliða því að E. Agnes var skipuð yfirlögregluþjónn hafi Ævar Pálmi Pálmason tekið við starfi hennar sem aðstoðaryfirlögregluþjónn skipulagðrar glæpastarfsemi. Ævar Pálmi var áður aðstoðaryfirlögregluþjónn kynferðisbrota. Í tilkynningunni segir að Bylgja Hrönn Baldursdóttir hafi tekið við þeirri stöðu af honum. Í samtali við Vísi segir Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, kynningarfulltrúi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að fimm hafi sótt um embætti yfirlögregluþjóns. Þá sé skipunin merkileg fyrir þær sakir að kona hafi aldrei áður gengt stöðunni hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Ævar Pálmi sótti um Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir Gunnar Rúnar að einn þeirra fimm sem sóttu um hefi dregið umsókn sína til baka. Umsækjendur hafi auk Agnesar verið þeir Halldór Rósmundur Guðjónsson, Þórir Ingvarsson og áðurnefndur Ævar Pálmi Pálmason. Stöður aðstoðaryfirlögregluþjóna skipulagðrar brotastarfsemi og kynferðisbrota hafi ekki verið auglýstar heldur hefði verið sett í þær tímabundið. Áratugareynsla Í tilkynningu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um skipun Agnesar segir að hún búi yfir áratugareynslu af lögreglustarfinu, en hún hafi hafið störf hjá lögreglunni í Reykjavík vorið 1991. Agnes hafi starfað þar til ársloka 2006 og síðan hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu frá ársbyrjun 2007 þegar lögregluliðin á höfuðborgarsvæðinu voru sameinuð. Hún hafi unnið við almenna löggæslu um árabil og síðan í tæknideildinni í rúmlega áratug, sem lögreglufulltrúi. Agnes hafi orðoð aðstoðaryfirlögregluþjónn árið 2020 og stýrt lögreglustöðinni á Vínlandsleið í Reykjavík til 2023. Hún hafi þá tekið við sem aðstoðaryfirlögregluþjónn skipulagðrar brotastarfsemi og gegnt því starfi til síðustu mánaðamóta. „Um leið og við óskum Agnesi innilega til hamingju með ráðninguna væntum við áfram mikils af störfum hennar.“
Lögreglan Vistaskipti Alþingiskosningar 2024 Alþingi Viðreisn Tengdar fréttir Grímur undir feldi Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, íhugar alvarlega framboð fyrir Viðreisn í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu. 22. október 2024 09:17 Nýir þingmenn spenntir fyrir starfinu og mötuneytinu Nýir þingmenn komu saman á nýliðadegi Alþingis í dag. Þar fengu þeir leiðsögn um húsakynni þingsins, kynntu sér starfsemina og hittust sumir hverjir í fyrsta skipti. Þá var látið vel að mötuneytinu. 13. desember 2024 15:31 Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Mikið hefur verið fjallað um fjölda embættismanna sem voru í framboði til Alþingis í nýafstöðnum kosningum. Þar að auki er fjöldi sveitastjórnarfólks í framboði. Spurningin er hvaða stöður og embætti losna eftir kosningarnar? 1. desember 2024 17:27 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Fleiri fréttir „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Boða til blaðamannafundar Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Sjá meira
Grímur undir feldi Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, íhugar alvarlega framboð fyrir Viðreisn í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu. 22. október 2024 09:17
Nýir þingmenn spenntir fyrir starfinu og mötuneytinu Nýir þingmenn komu saman á nýliðadegi Alþingis í dag. Þar fengu þeir leiðsögn um húsakynni þingsins, kynntu sér starfsemina og hittust sumir hverjir í fyrsta skipti. Þá var látið vel að mötuneytinu. 13. desember 2024 15:31
Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Mikið hefur verið fjallað um fjölda embættismanna sem voru í framboði til Alþingis í nýafstöðnum kosningum. Þar að auki er fjöldi sveitastjórnarfólks í framboði. Spurningin er hvaða stöður og embætti losna eftir kosningarnar? 1. desember 2024 17:27