„Það fór eitthvað leikrit í gang“ Valur Páll Eiríksson skrifar 4. febrúar 2025 11:02 Róbert Orri Þorkelsson er mættur í Víkina. Mynd/Víkingur Nýr leikmaður Víkings er spenntur fyrir því að læra af þjálfaranum Sölva Geir Ottesen og segir ekki skref aftur á bak að snúa heim úr atvinnumennsku. Hann stökk á tilboð Víkinga eftir svokallað leikrit sem danska liðið SönderjyskE setti á svið. Á meðan önnur lið á Íslandi undirbúa sig fyrir átökin í Bestu deildinni næsta sumar eru búa Víkingar sig undir sögulegan leik í umspili Sambandsdeildarinnar við Panathinaikos eftir rúma viku. Þeim hefur borist mikill liðsstyrkur fyrir þau átök í Róberti Orra Þorkelssyni, sem samdi við félagið á dögunum. Róbert lenti hins vegar í hremmingum skömmu fyrr þegar hann hélt til Spánar þar sem lið SönderjyskE frá Danmörku var í æfingabúðum. Róbert Orri hélt þangað út til að ganga frá samningum en sneri aftur heim með skottið milli lappanna. „Ég var í rauninni bara á leiðinni út til að skrifa undir samning við SönderjyskE. Það er kannski erfitt að segja hvað gekk á en tveimur dögum seinna var annar maður mættur þarna sem spilar sömu stöðu. Hvort hann hafi dottið inn, en það fór eitthvað leikrit í gang sem leiðir til þess að þeir hætta við og búa til einhverjar sögur í kringum þetta í staðinn fyrir að vera bara hreinskilnir,“ segir Róbert sem var eðlilega ósáttur við vinnubrögðin. „Það var allt svolítið skrýtið í kringum þetta og ég var auðvitað ekki sáttur. En það er ekkert hægt að gera í því annað en að halda áfram.“ Víkingar höfðu verið í sambandi við Róbert, sem og önnur íslensk félög, en hann ákvað að taka slaginn með Víkingum eftir uppákomuna á Spáni. „Víkingur hefur sýnt það undanfarin ár að þeir eru að berjast á toppnum og um titla. Þeir eru búnir að vera hrikalega flottir í Evrópukeppninni sem heillar mikið og spennandi leikir fram undan. Svo ertu með Sölva sem þjálfara og Kára sem geta kennt manni helling, sem spiluðu mína stöðu. Ég held að ég geti lært mikið hérna og orðið betri leikmaður,“ segir Róbert Orri. Róbert er uppalinn í Aftureldingu en átti frábært tímabil með Breiðabliki sumarið 2020 sem leiddi til þess að Montreal Impact í MLS-deildinni keypti hann. Róbert mætti meiddur til félagsins og meiðslin áttu eftir að gera honum lífið leitt þar. Hann komst aftur á beinu brautina sem lánsmaður Kongsvinger í Noregi í fyrra og segir ekki skref aftur á við að snúa heim. „Nei, nei. Ég var að spila í fyrra í Kongsvinger og er í dag í toppliði á Íslandi á leið í Evrópukeppni. Maður þarf að spila til að í þessum bolta og ég held það sé skref fram á við að fá að spila,“ segir Róbert. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild að neðan. Klippa: Leikrit þeirra dönsku vonbrigði en lítur til framtíðar Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Fótbolti Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Sjá meira
Á meðan önnur lið á Íslandi undirbúa sig fyrir átökin í Bestu deildinni næsta sumar eru búa Víkingar sig undir sögulegan leik í umspili Sambandsdeildarinnar við Panathinaikos eftir rúma viku. Þeim hefur borist mikill liðsstyrkur fyrir þau átök í Róberti Orra Þorkelssyni, sem samdi við félagið á dögunum. Róbert lenti hins vegar í hremmingum skömmu fyrr þegar hann hélt til Spánar þar sem lið SönderjyskE frá Danmörku var í æfingabúðum. Róbert Orri hélt þangað út til að ganga frá samningum en sneri aftur heim með skottið milli lappanna. „Ég var í rauninni bara á leiðinni út til að skrifa undir samning við SönderjyskE. Það er kannski erfitt að segja hvað gekk á en tveimur dögum seinna var annar maður mættur þarna sem spilar sömu stöðu. Hvort hann hafi dottið inn, en það fór eitthvað leikrit í gang sem leiðir til þess að þeir hætta við og búa til einhverjar sögur í kringum þetta í staðinn fyrir að vera bara hreinskilnir,“ segir Róbert sem var eðlilega ósáttur við vinnubrögðin. „Það var allt svolítið skrýtið í kringum þetta og ég var auðvitað ekki sáttur. En það er ekkert hægt að gera í því annað en að halda áfram.“ Víkingar höfðu verið í sambandi við Róbert, sem og önnur íslensk félög, en hann ákvað að taka slaginn með Víkingum eftir uppákomuna á Spáni. „Víkingur hefur sýnt það undanfarin ár að þeir eru að berjast á toppnum og um titla. Þeir eru búnir að vera hrikalega flottir í Evrópukeppninni sem heillar mikið og spennandi leikir fram undan. Svo ertu með Sölva sem þjálfara og Kára sem geta kennt manni helling, sem spiluðu mína stöðu. Ég held að ég geti lært mikið hérna og orðið betri leikmaður,“ segir Róbert Orri. Róbert er uppalinn í Aftureldingu en átti frábært tímabil með Breiðabliki sumarið 2020 sem leiddi til þess að Montreal Impact í MLS-deildinni keypti hann. Róbert mætti meiddur til félagsins og meiðslin áttu eftir að gera honum lífið leitt þar. Hann komst aftur á beinu brautina sem lánsmaður Kongsvinger í Noregi í fyrra og segir ekki skref aftur á við að snúa heim. „Nei, nei. Ég var að spila í fyrra í Kongsvinger og er í dag í toppliði á Íslandi á leið í Evrópukeppni. Maður þarf að spila til að í þessum bolta og ég held það sé skref fram á við að fá að spila,“ segir Róbert. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild að neðan. Klippa: Leikrit þeirra dönsku vonbrigði en lítur til framtíðar
Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Fótbolti Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Sjá meira